Þjóðviljinn - 29.04.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 29. aprll 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
létu vel I eyrum, full af öryggi og
trúnaðartrausti, en meðan hann
sagði þau, velti hann fyrir sér,
hvort hann vissi eiginlega hvað
hann væri að segja.
*
Klukkan sex um kvöldið fékk
Andy nýjar áhyggjur. Enda þótt
kerfi laganna væri dæmalaust
seinvirkt, hlaut nú að vera búið að
láta Bake lausan. En ef svo var,
hvar var hann þá niðurkominn
núna?
Hann hringdi til lögfræðings
sins sem var i þann veginn að
fara af skrifstofu sinni. Lögfræð-
ingurinn varð undrandi. — Er
hann þá ekki kominn heim enn-
þá? Ég lagði fram kröfur okkar
um þrjúleytið og beið þangað til
þeirslepptu honum. Ég kom hon-
um sjálfur upp í leigubíl.
— Þetta er furðulegt, sagði
Andy. — Sagðist hann ætla hing-
að?
— begar þú minnist á það, þá
man ég að hann sagði heldur litið.
Sagði ekki einu sinni þakk fyrir.
Hann þagði við. — Annars er rétt
að þú fáir að vita, Andy, að lög-
reglan var ekki sérlega hrifin af
þvi að þurfa að sleppa Andy. Einn
þeirra — Bonner eða Banner eða
hvað hann nú hét — reyndi að
gera mér mjög erfitt fyrir.
— Það þykir mér leitt, Mort, þú
skrifar það á reikninginn.
— Tja, fjandakornið, eiginlega
Brúðkaup
Þann 17/2 voru gefin saman i
hjónaband af séra Þorsteini
Björnssyni ungfrú Guðný Eiriks-
dóttir og Svavar Jónsson, Heimili
þeirra er að Torfufelli 31 Rvk.
STUDIO GUÐMUNDAR,
Garðastræti 2, simi 20900.
fannst mér þetta gaman lika.
Sumar löggur halda að þær séu
hafnar yfir lögin. bað er ekki
nema skemmtilegt að koma þeim
i skilning um að svo sé alls ekki.
Láttu mig vita ef þú þarft að láta
herða þumalskrúfurnar að þeim
aftur.
— Ég vona að þess þurfi ekki
með. Andy lagði tólið á, ringlaðri
en nokkru sinni fyrr. Hvar var
Bake? Hann gat ekki hugsað upp
neitt fullnægjandi svar við þeirri
spurninguj hann fann ekki einu
sinni neinn til að spyrja. Meðan
hann stóð hjá simanum, birtist
Bruno. Hann var lítill, þéttvaxinn
maður með grátt hár, sem hann
klippti svo snöggt, að höfuðið á
honum minnti á loðinn tennis-
bolta. Hann hélt á silfurbakka
með kokkteilkönnu og tveim glös-
um. Andy lyfti brúnum. — Tvö
glös?
— Ég bjóst við að herra Bake
fengi sér drykk með yður eins og
vanalega.
— Herra Bake er ekki kominn
enn.
Bruno varð ringlaður á svipinn.
En ég sá hann koma fyrir meira
en klukkutima, herra Paxton.
Þessa vegna kom ég með... Á ég
að taka hitt glasið burt?
— Það skiptir ekki máli. Andy
tók við bakkanum og gekk eftir
ganginum að herbergi Bakes.
Hann undraðist að Bake skyldi
ekki hafa leitað hann uppi, annars
fann hann fyrst og fremst til létt-
is. Þetta sýnir hve tilgangslaust
Þann 24/2 voru gefin saman i
hjónaband i Lágafellskirkju af
séra Bjarna Sigurðssyni ungfrú
Sædis Vigfúsdóttir og Sveinn Fri-
mannsson rafvirki. Heimili
þeirra er að Þórsgötu 28a Rvk.
STUDIO GUÐMUNDAR,
Garðastræti 2, simi 20900.
er að hafa áhyggjur, hugsaði
hann. Ef ég hefði nennt að gá að
honum, hefði ég getað sparað mér
simtal. Hann barði að dyrum hjá
Bake með hljóðfalli sem þeir not-
uðu ævinlega sin á milli.
— Hver er það? spurði Bake
eins og hann hefði ekki skilið
hljóðtáknin.
— Sanktibernharðshundur að
leita að einhverjum að bjarga.
Andy reyndi að opna dyrnar, en
þær voru læstar. — Opnaöu fyrir
mér, tukthúslimur.
Það varð andartaks þögn, siðan
opnaði Bake. Hann horfði á Andy
með alvörusvip. — Hvað viltu?
Andy gekk inn i herbergið með
bakkann á lofti. — Mér datt i hug
að þér veitti ekki af drykk. Af
hverju læstirðu þig inni?
— Ég hélt það gæti komið sér
að venja sig við, sagði Bake stutt-
ur i spuna.
— Heyrðu mig nú, vinur sæll,
vertu ekki beiskur. Ég veit hvað
þú hefur þurft aðganga i gegnum,
en þetta i dag var ekki annað en
misskilningur. Löggurnar vita
það sjálfar, þótt þær viðurkenni
það ekki.... Andy þagnaði og
góndi. — Hvern fjandann á þetta
að þýða?
A rúminu lá opin ferðataska,
hálffull af fatnaði. — Ég er að
pakka niður. Ég fer héðan.
— Þú ert að gera að gamni
þinu. Andy setti bakkann á
kommóðuna.
— Af hverju gerirðu þetta? Þú
hefur enga ástæðu til að fara.
— Ekki það?
— Jú, auðvitað ertu i uppnámi.
Það er ósköp eðlilegt. En þú þarft
samt ekki að láta eins og móðgað-
ur stráklingur sem strýkur að
heiman. Þú átt heima hérna.
Þetta er heimili þitt.
— Ég hef verið að velta ýmsu
fyrir mér. Ég gerði það á lög-
reglustöðinni og meðan ég var að
hringsóla i leigubilnum á eftir. Og
það er eitt sem er öldungis vist og
satt og það er að ég á ekkiheima
hér. Og það sem meira er, ég hef
aldrei átt það.
— Bake, fáðu þér drykk. Við
skulum ræða þetta. Við hljótum
að finna einhverja lausn. Kannski
þarftu að fá fri....
— Farðu i raskat með friið
þitt og drykkinn, sagði Bake. —
Mér verður óglatt af þessari djöf-
uls góðgerðarstarfsemi þinni.
— Hæ, hæ, stilltu þig nú, sagði
Andy reiðilega. — Reyndu að
stilla þig.
— Ég bað þig ekki um að koma
æðandi hingað inn. Ég ætlaði að
laumast burt i kyrrþey, losna við
allt kjaftæði og uppistand. Hverfa
með leynd. En það fékk ég ekki
einu sinni að gera, þú þurftir
endilega að forpesta allt fyrir
mér.
Augun iBake glóðuog röddhans
skalf. Andy hafði aldei fyrr séð
hann svona reiðan. Þótt honum
þætti miður að reiði Bakes beind-
ist að honum, fann hann enn til
samúðar með honum vegna þess
sem hann átti við að striða. —
Bake — hvað svo sem komið hef-
ur fyrir, þá erum við ennþá vinir.
— Vinir? endurtók Bake fyrir-
litlega. — Ég er ekki vinur þinn,
herra Paxton. Ég er húskarlinn
þinn, skóþurrkan þin. Og ég hef
aldrei verið annað siðan ég var
varnarmaður þinn i fótbolta.
Blessaður gamli Bake, fleygið i
hann kjötbeini og sjáið hvernig
hann dillar rófunni. Ég hefði átt
að gera mér þetta ljóst fyrir
mörgum árum. Þegar þú varst
annars vegar, hlaut ég að gera
mig að fifli. Ég vona að þú getir
hlegið núna yfir þvi hvernig mér
hefur lánast að eyðileggja lif
mitt.
— Það er enginn fótur fyrir
þessu. Ég hef aldrei reynt að gera
þér illt.
— Þá hefurðu gert það án þess
að að reyna það. Þú hefur svipt
mig öllu sem maður hefur rétt til,
stolti, tilgangi með lifinu — þú
hefur meira að segja tekið frá
mér persónuleikann. Ég er bara
núll og nix, ég er Bake, hirðfiflið
hans Andys Paxton. Nei, ég ét
þetta ekki ofani mig. Ég er búinn
að fá nýtt andlit. Nú er ég morð-
ingi og ræningi, spurðu bara
Bonner.
— Ég trúi þvi ekki. bað trúir
þvi enginn.
— Já, en það hlýtur að vera
rétt. betta kemur svo vel saman
og heim. Doree var vinkona min,
ha? Hún var ólétt og þess vegna
drap ég hana vitaskuld? ,,Af
hverju segið þér að þér hafið
BRIDGE
„Leigumorð”
Það er nú liðinn tæpur áratug-
ur, siðan siðasta heimsmótið i
bridge með tilbúnum gjöfum, var
haldið i Torino á Italiu 1963 og ber
að harma það, þvi að margar
gjafirnar á þvi móti voru einkar
skemmtilegar og lærdómsrikar.
Hér er eitt dæmi um það, hálf-
slemmusögn i grandi, sem mörg-
um bridgemeistaranna á mótinu
tókst að vinna við spilaborðið.
Norður:
S. 9742
H. KG2
T. D942
L. 64
Austur:
S. 103
H. 10987543
T. 10876
L.
Suður:
S. AKD
H. AD
T. AK
L. AK10532
Sagnir: Austur gefur. Norður —
Suður á hættunni.
Vestur: Norður: Austur: Suður:
---- 3 H. 4 H.
pass 5 T. pass 5 G.
pass 6 G. pass pass
Vestur lætur út tigulþrist, tvist-
urinn frá blindum, sexan frá
Austri og slagurinn tekinn á tigul-
ásinn. Siðan tekur Suður á laufa-
ásinn en Austur reynist blankur i
litnum og kastar af sér hjarta.
Þegar Austur reynist einnig að-
eins eiga tvo spaða, hvernig á
Suður þá að halda spilinu áfram
til að vinna hálfslemmuna i laufi
gegn beztu vörn? Hvernig á
sagnhafi að leggja spilið niður
fyrir sig?
Svar: Suður veit hvaða spil
Austur hefur á hendi að einu
undanteknu: Austur átti i upphafi
spilsins tvo spaða, ekkert lauf og
sjö eða átta hjörtu. Hann þarf að
komast að þvi, hvort Austur á
þrjáeða fjóratigla og það er auð-
velt að fá svar við þeirri spurn-
ingu, með þvi að taka á hjartaás-
inn.
LátiVesturekkihjarta i slaginn,
þá hefurhann fyrirstöðuna i tigli,
til viðbótar við fyrirstöðurnar i
spaða og laufi: Þegar þriöja hjart
anu er spilað frá (eftir að drottn-
ingin hefur verið tekin með
kóngnum) kemst hann i kast-
þröng milli þriggja lita og neyðist
til að fria annað hvort spaðaniuna
eða fjórða tigulinn, eða þá allt
laufið i þessari stöðu:
S. 9 H. G T. 9 L. 6
S. G T. G L. D G
L. A 10 5 3 ■
En hvernig á sagnhafi að spila
ef það er Austur sem á fjórða
tigulinneins og hann á reyndar?
Það verður að koma Vestri i
kastþröng milli tveggja lita, en til
þess að það verði hægt, verður að
gefa andstæðingunum einn slag.
bað er að visu öldungis rétt að
það eru minni likur á þvi að spilin
skiptist á þennan hátt en þann
sem áður var gert ráð fyrir, eftir
að Austur hefur opnað á þremur
hjörtum, án þess að eiga nokkurn
hónor og aðeins sjö hjörtu. Allar
likur benda til þess að hann hljóti
að hafa átt átta hjörtu, en með þvi
að taka á hjartaásinn má fá skor-
ið úr þessu vafaatriði.
Þegar tekið hefur verið á tigul-
ásinn, laufaásinn, ás, kóng
drottningu i spaða, tigulkónginn,
ásinn i hjarta og hjartadrottningu
tekin á kónginn hjá blindum, er
• Vestur:
S. G865
H. 6
T. G53
L. DG987
tiguldrottningin látin út og siðan
tigulnian, sem Austur tekur með
fjórða tigli sinum. Hann neyðist
til að láta út hjarta og hann
kemur með þvi meðspilara sinum
i kastþröng i þessari stöðu.
S.9H.GL.6
S. G L. D G H. 10 9 8
L. K 10 5
Blindur á hjartaslaginn á gos-
ann, en Vestur neyðist til að kasta
spaðagosanum eða laufi: Sagn-
hafi fær báða siðustu slagina,
hvorn kostinn sem Vestur velur.
Kvennasveitinn
i vígahug
Það hefur oft komið fyrir á
heimsmótum i bridge, að áður
ókunnar sveitir hafa komið á
óvart með þvi að sýna óvæntan
styrkleika, það hafa tslendingar
t.d. gert. Á siðari árum hefur kin-
verska sveitin frá Taivan komið
þannig á óvart, m.a.s. komizt i
lokakeppni á heimsmeistaramóti.
Egypzka kvennasveitin kom öll-
um á óvart með þvi að vinna
kvennakeppnina á olympiumót-
inu 1960 með þvi að sigra frönsku
kvennasveitina i lokakeppninni,
— eins og reyndar hefur áður
verið nefnt i þessum þáttum og
fjórum árum siðar börðust
kvennasveitir Egypta og Frakka
aftur af einstakri hörku. Einvigi
þeirra var óvenju skemmtilegt,
og við birtum hér eitt spilið úr þvi
— og er það reyndar annað spilið
úr þessari viðureign, sem við höf-
um birt. Þessi gjöf er einkar lær-
dómsrik.
Norður:
S. A K 4 3
H. G 10 7 6
T. 7 3
L. 9 5 2
Vestur: Austur:
S. 8 5 2
H. A 9 8 4 3 2
T. 9 4
L. A K
S. D 10 9
H. K D 5
T. 8 6 5 2
L. 10 6 4
Suður:
S. G 7 6
H. —
T. A K D G 10
L. D G 8 7 3
Sagnir: Suður gefur. Hvorug
sveitin á hættunni.
Suður: Vestur:
1. T. 1 H.
3. L. 3 H.
3. S. pass
5. L. dobl
Norður: Austur:
1. S. 2. H .
dobl pass
4. L. pass
pass pass
Vestur lætur út hjartaás. Suður
trompar og lætur út laufagosann,
sem Vestur tekur með ásnum og
lætur siðan út spaða. Suður lætur
kónginn frá blindum og Austur ti-
una. Suður lætur siðan út lauf frá
blindum og svinar framhjá ti-
unni. Vestur verður að taka á
blankan laufakónginn og ræðst nú
á tigulinn, lætur út niuna: Hvern-
ig hefði Suður átt að spila úr
þessu til þess að vinna fimm laufa
sögnina, hvernig sem andstæð-
ingarnir reyna að verjast.
Athugasemd um
sagnirnar:
Sagnir kvennanna allra eru
óaðfinnanlegar. Eini vandinn
sem Suðri er á höndum er að
ákveða hvort láta skuli nægja að
láta fjögur lauf standa eða hvort
reyna eigi að spila fimm lauf.
En itrekaðar hjartasagnir and-
stæðinganna gáfu ástæðu til að
ætla að fimm laufa sögn gæti
staðizt. Lokasögnin var þvi fylli-
lega réttlætanleg.
FÉLAG mim HLJÓiVlLISTAIiMAiA
útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tcekifœri
Vinsamlegast hringið í 2Ö255 milli kl. 14-17