Þjóðviljinn - 29.04.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. aprll 1973.
Amerlku? spur&i lítil inn- Heimur barna í Bandaríkjunum er sjónvarpsheimur,
flytjendatelpa fyrir framan sjón-
SoSTn™,1 ,atækrahver,i þar sem allir vondir eru bara vondir, og allir góðir bara góðir
Hópur visindamanna vi&
Harvard School of Business
skrifaði niður hjá sér
spurninguna og notaði sem yfir-
skrift könnunar á börnum og
sjónvarpi i Bandarikjunum. Mest
voru þetta talnaskýrslur. En þær
sögðu sina skelfilegu sögu.
Dæmi:
Þetta heittelskaða bandariska
húsgagn er i gangi að meðaltali
sex tima á dag.
5 ára barn eyðir daglega meiri
tima fyrir framan sjónvarpið en
það eyðir siðar i skólanum, þegar
það fer að ganga i hann.
Bandariskt skólabarn horfir að
meðaltali á sjónvarp i 1340 klst. á
ári og situr 980 tima á skólabekk.
14 ára barn hefur orðið vitni að
18 þúsund ofbeldisverkum — á
sjónvarpsskerminum.
18 ára unglingur hefur innbyrt
350 þúsund auglýsingar, sem
skotið er inn i aðra dagskrárliði.
1 kaldhæðnislegum nútima
bandariskum söngtexta segir:
Dauðinn er borinn fram með
bleikum karamellum.
Afleiðingar þessarar gifurlegu
sjónvarpsneyzlu koma fram I
ýmsum myndum.
— Við getum ekki lært. Við
skiljum ekki það sem við lesum.
Við erum sjónvarpsfólk. Þannig
kvörtuðu stúdentar við
Massachusetts-háskólann nýlega.
Og hjá heilbrigðisstofnun
rikisins, National Health Center,
fór fyrir nokkru fram rannsókn á
7119 börnum láglaunafóiks. Or
þessum hóp kvörtuðu 27% yfir að
eiga erfitt með svefn, 18% voru
sihrædd og 40% sögðust halda, að
sifelld þreyta, vanliðan, höfuð-
verkur, sjóntruflanir og lystar-
leysi væri eðlilegur þáttur i lífi
barns! Sjúkdómsgreiningin var
sjónvarpsveiki. öll börnin voru
sett I meðferð til að venja þau af
sjónvarpi og fengu i mesta lagi
hálftima sjónvarp á dag.
Til eru i Bandarikjunum heil-
brigðisstöðvarmeð þá sérgrein að
venja af sjónvarpsglápi og kenna
börnum að leika sér i staðinn.
Margir fullorðnir dauðöfunda
börnin, sem þangað komast...
Tveir heimar
Hvað er það svo, sem börnin sjá
I sjónvarpinu?
Það er nær aðeins til tvenns-
konar dagskrárefni fyrir börn.
Annað sýnir undarlegan,
óraunverulegan heim, þar sem
sólin skin alltaf og allir eru glaðir
og góðir. Stundum dimmir aðeins
yfir úti við sjóndeildarhringinn,
en einföld patentlausn finnst fljót-
lega á hverju vandamáli.
Hamingjan er föl fyrir peninga.
Og séu peningar ekki fyrir hendi
má alltaf gleypa eitthvað af
undrapillum auglýsinganna,
bleikar, grænar, bláar...
En barnið situr eftir vonsvikið,
þvi töfraformúlur sjónvarpsins
— hvorttveggja á hinn hrottalegasta hátt!
imm i
** > ■ * *
Im?**-* *
■KT,
BBf. »<
* «
>*♦««<
»***.-*:**##•* * •
* * *« é *»■* '
Sji#« #**##♦*'*
£«*♦«*«<
**•
iff* *■♦(**;#.<*» ý
** *>■**'» * 'i *
**&*s**t
DAUÐINN BORINN FRAM
leysa ekki vandamálin i þess
eigin umhverfi.
Hinn heimurinn, sem börnin
kynnast, er að sinu leyti jafn
kerfisbundinn og óhagganlegur
og þar ræður ofbeldið rikjum.
Glæpa- striðs- og indjána-
myndirnar eru óteljandi. Einn
bardagi tekur við af öðrum og
skotin úr byssunum smella hratt
og lenda þar sem þeim er ætlað.
Indjánar og fólk af gula kýnstofn-
inum er brytjað niður. 1 þessum
heimi er aðeins til óskaplega vont
eða óskaplega gott fólk, og allt er
það hrottafengið og grimmt á
sinn hátt.
Viðbrögð barnsins eru eðlileg
og það dregur sina ályktun: —
Maður verður að vera töff,
annars kemst maður ekki áfram i
lifinu.
MEÐ
BLEIKUM
KARAMELLUM
Hver er orsök ofbeldisverkanna?
Eða sinnuleysisins, sem er jafn skelfilegt, þótt á
annan hátt sé?
Þjóðsagan um villta vestrið nægir ekki lengur
sem skýring, segja nútima sagnfræðingar og
félagsfræðingar i Bandaríkjunum. Það er til annað
þjóðartákn, og það er sjónvarpsstöngin á þakinu!