Þjóðviljinn - 29.04.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.04.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 29. aprll 1973. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 15 306 í Félagi bif v éla virk j a Frá aðalfundi félagsins Peningalykt Framhald af bls. 3. málma o.s.frv. ættu að standa okkar megin þegar málið snýst um áframtilveru okkar sem þjóð- ar. Ég get ekki annað en lýst von- brigðum minum með afstöðu Svia. Ég sendi minar beztu kveðju til þin og sænsku þjóðar- innar. Það er ekki aðalatriðið að segjast standa með smáþjóðun- um, það verður að sýna fram á það og ekki bara i blaðaskrifum heima fyrir heldur einnig úti i heimi, m.a. fyrir Haagdómstóln- um og innan Sameinuðu þjóð- anna. Vertu svo blessaður fólagi. K.” (ÞH þýddi úr Folket i bild) Fórnað Framhald af bls. 9. fiskimiðum sinum 1. janúar vegna fiskveiðistefnu EBE, sem okkar rikisstjórn sambykkti en er samt varla nefnd! Raunar hefur reynslan sýnt að a.m.k. 200 erlend skip eru að veiðum á okkar mið- um daglega og aðeins næst i tvö eða þrjú á viku. Með tilliti til þessa væri miklu skynsamlegra fyrir þetta land að einbeita sér að þvi að ná stjórn á okkar eigin ágætu fiskimiðum umhverfis okkarströnd og að tryggja okkar réttindi yfir okkar landgrunni i stað þess að halda áfram frekari aðgerðum með fleiri dráttarbáta o.s.frv. við eyju sem nú þarf ekki einasta að heyja baráttu við er- lenda fiskveiðiflota og hafis held- ur einnig eldgos sem hefur þegar eyðilagt nærri 20% fiskiðnaðar- ins, auk stöðugrar hættu á ofveiði fiskistofnanna” — Svona skel- egga málsvara eigum við lika i Bretlandi. En það eru fleiri lesendabréf um landhelgismálið og fleiri sem halda þvi fram að brezka stjórnin sé að fórna eigin fiskimiðum við landið á altari Efnahagsbanda- lags Evrópu, sbr. þetta: „Það gæti litið út fyrir að brezka stjórnin væri aðeins að berjast gegn íslendingum til þess að auka álit sitt meðal annarra meðlima EBE. Hvernig getur stjórnin haldið þvi fram að hún sé að verja hagsmuni okkar fiski- manna, eftir að hafa fórnað fisk- iðnaði okkar i inngönguskilyrðun- um i Efnahagsbandalagið”. Þeir taka vel eftir Bretarnir taka vel eftir þvi sem sagt er varðandi landhelgismálið hér heima. Til dæmis eru birtar margar fréttir i brezkum blöðum um þá skoðun Hannibals Valdi- marssonar að senda eigi mann til Haag. Þá eru birtar fjölmargar fréttir um afstöðu vestur-þýzku visindamannanna til okkar — og verður enn að ítreka með ánægju- þakkir til þeirra fyrir veitta að- stoð i landhelgismálinu. Er fyrirmyndin? Framhald af bls. 7. hugunar af viökomandi sjálfum sin i milli án afskipta dómara. Máttarstólpar samfélagsins fara ekki að kríminalisera sjálfa sig, láta á sig glæpastimpil. Slikir hafa oftast i fullu tré gagnvart einstaklingum, og sin i milli hafa þeir yfirleitt meiri áhuga á mála- miðlun sem þeir ná sjálfir, en utanaðkomandi dómsúrskurði. — Gagnvart stofnunum og stórfyrir- tækjum er fyrstu gráðu taumhald gagnslaust! Marxískar hjólbörur Mér var ungum innrætt tor- tryggni á hugmyndasmiðir, þótt glæsilegar séu á ytra borði og að innri rökvisi, ef þær eru f jarlægar þvi daglega lifi sem við höfum fyrir augunum. Þeim mun kátari varð ég yfir þvi að Nils Christie leiddi niðurstöður sinar af athug- unum á mjög svo skiljanlegum fyrirbærum eins og stækkunar- vexti, og ekki siður þegar hann fór að tala um hlut framleiðslu- gagnanna, hjálpartækjanna milli mannshandar og náttúru. Var þetta ekki góð og gild efnishyggja i anda gamla Marx? Til dæmis um þau tvenns konar hjálpartæki sem mennirnir hafa má nefna hjólbörur og vörubil. Hjólbörurnar eru ódýrar og auð- reknar, allir geta keypt þær og keyrt þær. Menn neyðast ekki til að nota þær sjálfra þeirra vegna. Það gæti hins vegar komið fyrir með vörubilinn af þvi hann er svo dýr. Hann sprengir þvi það nátt- úrlega þak sem markast af þreytu mannsins. Vörubillinn er dæmið um tæknina sem sifellt þenst út og krefst meir og meir af manninum. En þetta hefur haft það i för með sér að menn hafa ekki ákveðið neitt sérstakt þak i velferðarþjóðfélagi tækninnar, henni er leyft að „sprengja öll þök”. En einmitt fjarlægðin frá þakinu er mörgum mælikvarðinn á ánægju og lifsgleði. Þetta teng- ist svo aftur vextinum, stækkun- argerð hans, sem er bæði tækni- legs eðlis og félagslegs, eins og áður greinir. Vilja menn kjósa a f brotaþ jóöfé lagið? Hingað til höfum við i velferð- arpólitikinni verið upptekin af að ákveða gólfið, hvert er það stig sem menn mega ekki detta niður fyrir? En er ekki nauðsynlegt að setja þak? Nils Christie lét ein- dregið i ljós þá skoðun og taldi að þjóðfélagsgerðin á Norðurlöndum leyfi það. En ákvörðun um þetta skiptir miklu máli við það að ná tökum á tækninni og vaxtarform- unum. Vilja menn berjast á móti af- brotafaraldri eða vilja menn það ekki? Valið gerist ekkimeð fjár- veitingum til lögreglu eða fang- elsa — á þetta leggur Nils Christie þunga áherzlu. Við veljum um þetta, þegar við ákveðum hvers konar þjóðfélagsþróun við kjós- um. Ef það er þróun eilifrar stækkunar og „þaksprenginga” með hömlulausri „vörubila- tækni”, þá kjósum við afbrotin um leið. Gegn ofvexti og nafnleysing jum Hér erum við loks komin að úr- ræðum Christies. Hann sér fyrst og fremst þá leið að hamla gegn ofvexti i þjóðfélagsformum. En siðan þarf að innleiða persónulegt taumhald I staðinn fyrir yfirráð nafnleysingjanna. Hvað er maðurinn að tala um, nánar tiltekið? Hann er meðal annars að tala um andstöðuna gegn inngöngu Noregs i Efna- hagsbandalagið. Hann er lika að tala um byggðaþróun, að halda við svokölluðum útkjálkabyggð- um, sveitabæjum og sjávarþorp- um. Hann er að vara við stórum borgum, sérstaklega svefnhverf- um af Breiðholtstagi. Hann gæti lika verið að tala um æskilegt at- vinnulýðræði i fyrirtækjum, það félli inn i mynztrið. Refsingar lýti en lækning engin Þetta er afar ófullkomið ágrip af fyrirlestrum Nils Christies um afbrotamál sem hann flutti i Há- skólanum og Norræna húsinu um daginn. Mörgu er sleppt viljandi, en öðru sjálfsagt af misgáningi eða misskilningi. Það væri ekki’ sanngjarnt að láta það undir höfuð leggjast að minnast á eitt atriði til viðbótar. Jafn mikla áherzlu og Christie lagði á það, að réttarfarið stýrði ekki afbrotunum og væri gagns- laust til að vinna bug á þeim, jafn eindregið mótmælti hann þeirri skoðun að hægt væri með meöferð (behandling) að bæta sakamenn eða hindra endurtekin brot fram yfir það sem ella hefði orðið. Var- aði hann við þvi að dómarar settu sig i læknisstellingar og kvað hreinlegast að dæma eftir lögun- um eins og þau eru — á meðan þau eru svo. En vitanlega mælti hann með mannúðlegri með- höndlun sakamanna, og raunar fékk ég ekki skilið hann öðru visi en svo, að hann teldi refsingar svona frekar til lýta á þjóðfélag- inu heldur en hitt. En þó má vera, að ég sé hér að túlka eigin af- stöðu. Hlaupumst ekki frá eigin verömætum! Ég læt þá lokið þessari endur- sögn af fyrirlestrum Nils Christi- es. Hún hlýtur að vera lituð af sortulyngi mins eigin hugmynda- heims, en það gerir ekkert til, þvi að — eins og Christie sagði sjálfur — mestu máli skiptir að gera fé- lagsfræðina þjóðlega, planta henni niður i jarðveg eigin lands og þjóðar. Ég ætla mér ekki þá dul að setja hér fram islenzka fé- lagsfræöi, en mér finnst sjálfsagt að islenzkaðar séu ýmsar hug- myndir Christies svo sem við á, °g ég þykist hafa lagt fram minn skerf með þvi að túlka þær hér minum hætti. Og ég vil vekja sér- staka athygli á þvi að megin- dyggðir hvers þjóðfélags að mati aðNils Christies eru einmitt sum helztu einkenni okkar Islendinga: „Fáir-fátækir-smáir”, hver þekkirannan, nokkur sjálfstjórn i hverri krummavik, almenn rat- visi metin meir en sérhæfing, persónulegt aðhald sett ofar opin- beru valdi. Höldum þessu þótt það sýnist ekki „borga sig”, forð- umst að láta skrifstofurnar stjórna öllu! Hjalti Kristgeirsson. Hugleiðing Framhald af 5. siðu. ég sé ekki viss um að það breyti þróun mála að ráði: Ég er, eins og Guðmundur, bjartsýnn á, að mér takist að veröa mér úti um „alveg sómasamleg laxveiði- leyfi” fyrir sjálfan mig, þau ár, sem mér kunna enn að gefast til að fara með stöng! (Máske heim- sæki ég m.a.s. Grimsá einhvern daginn — „að loknu útlendinga- timabilinu”!). Þannig er það hreint ekki svo litið, sem við erum sammála um, og kynni þó fleira að kom á dag- inn, ef við hefðum tækifæri til að bera saman bækurnar i rólegheit- úm. Með þvi að Guðmundur er mér, þvi miður, ókunnugur, leiði ég engum getum að þvi, hverjar hvatir liggja til grundvallar þeim áburði hans, að bak við skoðanir minar búi fals eitt og persónuleg hagsmunastreita, enda skiptir hvorugt máli, áburðurinn, né það sem að baki honum kann að liggja. Persónulegar skoðanir minar eru lika næsta litið atriði, og jafnt fyrir þvi, þótt þær væru sprottnar af ærlegri rótum en Guðmundur gefur til kynna. Það sem máli skiptir er hins- vegar efniskjarni málsins sjálfs: Bera tslendingar gæfu til að varð- veita náttúrleg gæði landsins, ótruflaðir af blindri þrá eftir hag- vexti og erlendum gjaldeyri? A islenzkt fólk að njóta þessara landsgæða i sérhverri mynd þeirra, án tillits til þess, hvort það hefur fjárhagslegt bolmagn til jafns við þá útlendinga, sem þá og þá kunna að ásælast þessi gæði? Geta þeir landsmenn, sem aldrei áttu ferþumlung lands i bókstaf- legum skilningi, samt talað um landið sittog gert tilkall til gæða þess, umfram útlendinga? A sú skoðun almennt fylgi meðal þjóð- arinnar, að peningar eigi að skera úr um réttinn til að nýta landið? Þessum og þvilikum spurning- um ættu menn að reyna að svara skilmerkilega, undanbragða - og reiðilaust — þvi undir svörum landsmanna við þeim trúi ég það sé komið, ekki hvað sizt, hvers virði það verður að eiga búsetu i landinu þegar timar liða. Kristján Gislason. Auður og völd Framhald af 1. siðu. Talkórinn mun bæði láta aö sér kveða I göngunni og einnig koma fram á útifundinum, en þar verða fleiri atriði svo sem söngur auk ræðuhalda, sem áður var getið um. Það er nú i fyrsta skipti um langt árabil, að Iðnnemasam- band tslands er beinn aöili að 1. mai hátiðahöldunum auk Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna. Formaöur Iðnnemasambandsins mun tala á Lækjartorgi sem full- trúi þess, en liðið mun hátt á ann- an áratug siðan iðnnemar hafa átt ræðumann á útifundi 1. mai. Varðandi söguleg atriði voru þeir Ólafur R. Einarsson sagn- fræðingur og Sighvatur Björg- vinsson ritstjóri fengnir sem ráð- gjafar 1. mai nefndarinnar. „Auöur og völd lúti hinum vinn- andi manni” er lokakrafan i 1. mai ávarpinu. Þjóðviljinn tekur heils hugar undir þá kröfu og hvetur allan verkalýð til aö taka þátt i kröfugöngunni og hátiða- höldum dagsins og sýna með glæsilegri þátttöku styrk verka- lýöshreyfingarinnar nú á 50 ára afmæli fyrstu kröfugöngunnar, sem farin var þann 1. mai 1923. Aöalfundur Féiags bifvéla- virkja var haldinn iaugardaginn 24. marz s.I. i Tjarnarbúð. Formaöur flutti skýrslu stjórnarinnar um starfsemi fé- lagsins á siöast liönu ári. Þar kom fram meöal annars, að félagið var aöili aö þeim kjarasamning- um sem geröir voru við tsl. Alfé- lagiö á s.l. ári. 1 þeim samningum náöust fram verulegar kjarabæt- ur fyrir félagsmenn. Félagið beitti sér fyrir fram- haldsnámskeiðum fyrir bifvéla- virkja með sama hætti og áður. Aðsókn var góð að námskeiðun- um. Einnig var haldið félags- málanámskeið sem tókst ágæt- lega. Nokkur meiri fræðslustarfsemi fór fram á vegum félagsins og er mikill áhugi fyrir að áframhald verði á fræðslustarfsemi fyrir fé- lagsmenn. Gjaldkerar lásu upp reikninga félagssjóðs og annarra sjóða félagsins. Fjárhagur fé- lagsins er góður, eignir höfðu aukizt verulega á árinu. Skráðir félagar i Félagi bifvélavirkja voru um s.l. áramót 306. Skrif- stofa félagsins er á Skólavörðu- stig 16. 1 stjórn voru kosnir: Sigurgestur Guðjónsson for- maður, Ingibergur Eliasson varaformaður, Sigurður Breið- fjörð Þorsteinsson ritari, Eyjólf- ur Tómasson gjaldkeri, Guð- mundur Kristófersson varagjald- keri og Björn Indriðason gjald- keri styrktarsjóðs. Á s.l. hausti var tekin upp verk- leg kennsla i bifvélavirkjun við Iðnskólann i Reykjavik — þriggja mánaða námskeið til að byrja með sem lengjast svo siðar. Nú geta nemendur hafið nám 15 ára og lokið þvi á þremur og hálfu ári, en áður tók það fjögur ár. Frá Félagi bifvéiavirkja. KRR ÍBR MELAVÖLLUR Reykjavikurmótið — meistaraflokkur. Á morgun, mánudag, kl. 19.00, leika KR — Þróttur Mótanefnd Yegna útfarar Valdimars Stefánssonar saksóknara rikisins verða skrifstofur embættisins lokaðar mánudaginn 30. þ.m. Saksóknaraembættið H j úkr un ar konur Staða hjúkrunarkonu á deild V við Klepps- spitalann er laus til umsóknar. Hjúkrunarkonur vantar einnig til sumar- afleysinga. Til greina kemur vinna hluta úr degi. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 38160. Reykjavik, 27. april 1973 Skrifstofa rikisspitalanna RITARI Staða ritara við Kleppsspitalann er laus til umsóknar og veitist frá 1. júni n.k. Umsóknum sé skilað á skrifstofuna, Eiriksgötu 5, fyrir 20. mai n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 27. april 1973 Skrifstofa rikisspitalanna H j úkr un ar konur óskast til starfa á kvöldvöktum á sjúkra- deild að Hátúni 10. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Kleppsspitalans, simi 38160. Reykjavik, 27. april 1973 Skrifstofa rikisspitalanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.