Þjóðviljinn - 11.05.1973, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1973, Síða 3
Föstudagur 11. maí 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Frá höfuðborgaáöstefnunni f Myndlistarhúsinu Framsöguræðum hespað af og umræðum sleppt stjórnar Reykjavikur. Kom þvi ekki fram annað á fundinum i gærmorgun en það, sem ráð- stefnufulltrúar höfðu þegar feng- ið fjölritað i hendur heima hjá sér, en eins og einhver sagði yfir hádegisverðinum: bað eru hvort sem er persónulegu kynnin og viðræðurnar, sem eru mikilvæg- ust við svona samnorrænar sam- komur. — til að fulltrúar á höfuðborgaráðstefnunni gœtu farið til Vestmannaeyja Höfuðborgaráðstefnu Norðurlandanna verður slitið i dag kl. 2 i Mynd- listarhúsinu. Þar sem fulltrúar áttu i morgun að fá tækifæri til að fara til Vestmannaeyja ef veður leyfði var dag- skránni breytt og hún tæmd fyrir hádegi i gær. Var þá rætt um varð- veizlu gamalla húsa og um upplýsingaþjónustu sveitarfélaga. Framsögumenn i gær um varð- veizlu gamalla bygginga vegna sögulegs og menningarlegs gildis þeirra voru A.K. Leskinen vara- borgarstjóri Helsinki, A. Wassard borgarstjóri i Kaupmannahöfn, Dagfinn Austad menningarborg- arstjóri í Oslo, Per-Olof Hanson borgarfltr. Stokkhólmi og Kristján Benediktsson bfltr. Reykjavik. Gerðu þeir grein fyrir stefnu og ástandi þessara mála hver i sinni borg, en litið varð um frjálsar umræður á eftir, þar sem allt kapp var lagt á að hespa dag- skránni af sem fyrst. Fulltrúar Torfusamtakanna komu á fundarstað i gærmorgun, en fengu ekki leyfi til að dreifa á ráðstefnunni bréfi, þar sem vakin er athygli á ástandi Bernhöfts- torfunnar og nauðsun aðgerða til verndar henni um leið og fagnað er umræðuefni fundarins. Dreifi- bréf Torfusamtakanna fékk þó að liggja á borði frammi í gangi hússins, en fáir munu hafa veitt þvi eftirtekt. Af sömu ástæðum og fyrr urðu umræður um upplýingaþjónustu sveitarfélaga alls engar að lokn- um framsöguræðum, sem þeir fluttu Pentti Poukka forseti borgarstjórnar Helsinki, Egon Weidekamp forseti borgarstjórn- ar Kaupmannahafnar, Bernt Lund fjármálaborgarstjóri Osló, Albert Aronson borgarfulltrúi Stokkhólmi og Markús örn Antonsson fyrir hönd borgar- Og til hinna persónulegu kynna og viðræðna virðist fuiltrúum skammtaður all sæmilegur timi i veizlum og ferðalögum i sam- bandi við ráðstefnuna. Þeir fóru siðdegis i gær i skoðunarferð um Reykjavik og siðan i heimsókn til forsetans á Bessastöðum, en um kvöldið hélt borgarstjórn Reykja- vikur samsæti að Hótel Sögu. 1 morgun áttu þeir að fljúga i tveim hópum til Vestmannaeyja og að ráðstefnuslitum loknum fara austur fyrir fjall og til Þingvalla og borða kvöldverð þar. 1 gær sátu þeir boð Hannibals Valdi- marssonar félagsmálaráðherra. — vh Rœtt við borgarfulltrúana frá hinum Norðurlöndunum Peder Boas Jensen Hvað — Hvað álítur þú mikilvæg- asta verkefni hverrar borgar- stjórnar? Þessa spurningu lagði Þjóð- viljinn i gær fyrir fjóra út- lendu fulltrúanna á höfuð- borgaráðstefnu Noröurlanda og fara svör þeirra hér á eftir. Að hafa stjórn á þróuninni Pcdcr Boas Jensen er full- trúi Vinstri sósíalistaflokksins i borgarstjórn Kaupmanna- hafnar og sker sig úr á ráð- stefnunni sakir frjálslegs klæðaburðar. Hann svaraði: — Það erunáttúrlega mörg mál mikilvæg, en einmitt núna finnst mér borgarskipu- lagningin, skipulagning umferðar og þróunin i þessum málum vera það þýðingar- mesta. Það er á þessu sviði, sem einna mest skeður, stækkun borganna er mjög ör og ekki hægt að leyfa einka- aðilum að byggja hvar sem er, og hvernig sem er. Það er ekki sama hvernig og hvar umferðin liggur. Það er mikil- vægt að hafa stjórn á þessari þróun. Málefni aldraðra Ragnhild Eriksen borgar- fulltrúi Verkamannaflokksins i Osló taldi, að það mikilvæg- asta hlyti alltaf að vera það sem fjallað væri um hverju sinni. — En sem formaður félagsmálaráðs Oslóborgar er eðlilegt, að ég taki félags- málin fram yfir önnur, þau eru þýðingarmikil fyrir flesta, þvi alla ævina, frá vöggu til grafar,hefur maður þörf fyrir vissa vernd, hjálp eða aðstoð á einn eða annan hátt. Af félagsmálunum eru það málefni aldraðra og meðferð áfengissjúklinga sem eru mikilvægust, a.m.k. i Osló. Það skiptir miklu, að áfengis- sjúklingar fái rétta meðferð, en ekki minnu, að þeir fái rétta meðhöndlan eftir á, eftirvernd svokallaða. Það er ekki nóg, að fá læknismeðferð og vera svo kastað varnar- lausum út i lifið aftur. Fyrir aldraða er það upp- bygging sjúkraheimila, sem er mest aðkallandi hjá okkur núna. Fólk lifir jú miklu lengur nú en áður, en býr ekki lengur við jafn náin fjöl- skyldutengsl og áður var, þannig að þeir ungu geta ekki séð um á öldruðu. Ragnhild sagði, að i Osló væri gert allt það fyrir aldr- aða, sem talið er nauðsyn i velferðarþjóðfélögum, svo sem að sjá þeim frisku fyrir húsnæði og tómstundavinnu og reynt að hafa nægilegar ibúðir fyrir aldraða, næg elli- heimilispláss og sjúkra- heimili. Fram að þessu hafa veriðbyggð hús fyrir aldraða, en nú er hætt að leggja áherzlu á nýbyggingar og stefnt að þvi bæði af riki og bæ að halda heldur við gömlum ibúðum, sem aldraðir búa i, svo þær verði þægilegri og hollari bústaðir. — Það eru nógar breytingarnar samt, sem þeir öldruðu þurfa að ganga gegnum, sagði hún, þótt ekki bætist við ibúðaskipti, td. að hætta vinnu og allt sem þvi fylgir. Það er erfið breyting fyrir gamalt fólk að skipta um ibúð af þvi að hún er þvi of erfið, siðan aftur að flytja kannski á elliheimili og þurfa að fara að lifa eftir ein- hverjum settum reglum. Ég álit þetta beinlinis skað- legt og finnst að tala eigi við gamla fólkið og komast eftir þvi hvað það sjálft vill. Það ætti reyndar að vera stefna i öllum félagsmálum að fara eftir þvi sem „neytandinn” vill. Það er mikilvægt, að þeir sem njóta eiga félagslegrar aðstoðar ákveði sjáfirá hvern hátt hún sé veitt og þessvegna er það ómetanlegur stuðn- ingur, að i Osló hafa ellilaun- þegar myndað með sér samtök, sem hægt er að leita til um álit i sambandi við ýmsar framkvæmdir. Þessi samtök koma lika sjálf með tillögur og standa fyrir marg- vislegri starfsemi fyrir aldrað fólk. Fleira fólk — færri banka og skrifstofubákn — Þetta er erfið spurning, sagði Arne Söderquist, sem er borgarfulltr. Vinstri flokksins — kommúnistanna i Stokk- iiólmi, og getur verið mismun- andi eftir löndum, hvað cr mikilvægast á hverjum tima. i Slokkhólmi cr það sérstakt vandamál, að skrifstofu-, hanka og verzlunarbyggingar hafa hrakið ibúana burt úr borginni og þeir hafa flutt til nágrannabæjanna. Þessiþróun hefur orðið til þess, að bæði hefur ibúunum fækkað i heild og aldurshlutfallið hefur rask- azt, þannig að við höfum mjög stórt hlutfall aldraðra og þar af leiðandi lakari skatta- grundvöll. Þar að auki hefur Stokk- hólmur misst burt úr borginni iðnað og þarmeð iðnverka- fólkið og þvi er það eitt mikil- vægasta verkefnið i Stokk- hólmi nú að koma annars- vegar á fót atvinnurekstri i iðnaði i borginni og hinsvegar að berjast gegn innflutningi banka og skrifstofa svo meira plássverði fyrir vinnandi fólk. Þetta er lika nauðsynlegt vegna þess að við búum við atvinnuleysisvandamál i Stokkhólmi, sem bitnar allra verst á unga fólkinu. Allra mikilvægasta verkefni hverrar borgarstjórnar hlýtur alltaf að vera að tryggja at- vinnu, öryggi og afkomu ibúanna. — Mér finnst mikilvægast að vinna fyrir kjósendur sina, sagði Karmela Bélinki, fulltrúi sænska þjóðflokksins i borgarstjórn Helsinkis, en hún er yngsti fulltrúinn á ráðstefn- unni, 25 ára gömul. — En jafnframt verður maður að vinna á þann hátt, að það striði ekki gegn eigin sannfæringu og áliti á mál- efninu, hvert sem það er. Mér finnst ekki hægt að skipta verkefnunum niður i mikilvæg mál og siður mikil- væg og afgreiða kannski eitt á kostnað annars, heldur verði að lita á öll borgarstjórnar- málin sem eina heild. Það leiðir af sjálfu sér, að eftir hæfileikum, menntun og áhugamálum leggjast á mann ákveðin verkefni fremur en önnur, en það þýðir ekki að vanrækja megi önnur málefni, þvi til að ráða við þau verkefni sem maður fær verður að skilja heildina. Til að skilja, hvernig unnið verður að félagslegum verkefnum td. verður lika að skilja sam- hengið i efnahagsmálunum i illu borgarkerfinu. —vh Myndir og texti: — vh.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.