Þjóðviljinn - 11.05.1973, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mai 1973
76 hafernir
taldir í fyrra
Fyrir skömmu var haldinn
aðalfundur Fuglaverndarfélags
tslands. Formaður félagsins,
Magnús Magnússon prófessor,
flutti yfirlit yfir starfsemi þess.
Kom þar m .a. fram að árangur af
aðgerðum til verndar haferninum
varð fremur góður. Taldir voru i
fyrrasumar 53 fullorðnir fuglar, 9
ungfuglar og 14 ungar. Félagiö sá
um eftirlit með arnarhreiðrum og
naut þar til aðstoðar bænda i
grennd við varpstöðvar. Einnig
lét félagið kasta hræjum fyrir
erni þann árstima, sem þeir eiga
erfiöast um ætisöflun. bá kom
fram i skýrslu formanns að
nokkrar aðrar fuglategundir geta
verið i útrýmingarhættu, s.s.
snæugla, haftyrðill, keldusvin og
þórshani. bessum fuglum stafar
hætta af óvarkárni fulgaskoðara
og ljósmyndara, svo og frá eggja-
söfnurum og veiðimönnum. Er
talið að snæuglan sé alloft skotin
af mönnum, sem bera ekki kennsl
á hana, þar eö hún er þaö sjald-
gæfur fugl.
Formaður fuglaverndar-
félagsins benti á að mikilvægt
væri að fylgjast með þvi, hvaða
áhrif eldgosið i Heimaey kynni að
hafa á varpstöðvar sjó- og
stormsvölunnar i Elliðaey og
Yztakletti. Loks talaði hann um
nauðsyn á söfnun upplýsinga um
fuglalif landsins, s.s. um kjör-
lendi fugla, og minnti á þýðingu
þess aö gerðar væru náttúru-
fræðilegar rannsóknir á
landsvæðum áður en til mann-
virkjagerðar kæmi.
A liðnu ári voru félagsmönnum
sýndar nokkrar litskuggamyndir
um fuglalif og náttúrufar. Fyrir-
hugaðar eru 2-3 fuglaskoðunar-
ferðir nú i sumar (likl. fyrst 20.
mai), og mun þess gætt að
unglingar geti tekið þátt i þeim.
bá er útgáfa félagsrits i undir-
búningi.
Formaður, varaformaður og
gjaldkeri voru endurkjörnir
Magnús Magnússon prófessor,
Björn Guðbrandsson læknir og
Reynir Armannsson póstfulltrúi.
Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir:
Baldur Pálmason útvarpsfulltrúi,
Gestur Guðfinnsson blaðamaður,
Grétar Eiriksson tæknifræðingur
og Hjörtþór Agústsson rafvirkja-
meistari.
(Frétt frá Fuglaverndarféiagi
íslands)
A þessari mynd sjást væntanlegir utanlandsfarar Skólahljómsveitar Kópavogs ásamt nokkrum meölimum úr „Litlu lúörasveitinni”.
Skólahljómsveit Kópavogs
í Norðurlandaferð
25. maí næstkomandi
heldur Skólahl jómsveit
Kópavogs utan og mun
sækja heim nágranna okk-
ará Norðurlöndunum. Far-
ið verður til Norges, Finn-
lands, Oanmerkur og Sví-
þjóðar, og munu forsvars-
menn vinabæja Kópavogs í
hverju landi annast mót-
töku og skipulagningu tón-
leika á viðkomandi
stöðum. Það er eldri deild
lúðrasveitarinnar sem fer í
þessa ferð, en hana skipa 53
hljóðfæraleikarar og mun
það vera fjölmennasta
lúðrasveit á landinu.
Skólahljómsveit Kópa-
vogs heldur tónleika í Há-
skólabiói n.k. laugardag og
hefjast þeir klukkan 15,00.
Þar verða væntanlega flutt
þau lög sem frændum vor-
um verður boðið uppá í ut-
anlandsferðinni.
stjórnandi hornaþeytaranna, en
með honum hafa kennt þeir Vil-
hjáimur Guðjónsson og Jóhannes
Eggertsson. Jósef Magnússon
heitir svo þriðji kennarinn, og hóf
hann starf sitt i byrjun þessa
vetrar.
Flestir sem horfa á einhverja
flokka eða einstaklinga sýna listir
sinar gera sér grein fyrir þeirri
geysilegu æfingu sem á bak við
liggur. Vister að árangur sá, sem
Skólahljómsveit Kópavogs hefur
náð, er ekki fenginn með ein-
hverri galdraaðferð eða vegna
þess að lýörasveitina skipi ein-
göngu tónlistarsnillingar og séni.
brotlaus vinna stjórnanda, kenn-
ara, forsvarsmanna og meðlima
hljómsveitarinnar liggur á bak
við. Hver hljóðfæraleikari æfir
venjulega fjórum til fimm sinn-
um i viku, en undanfarið hefur
verið æft mun oftar.
Eins og áður er sagt heldur
Skólahljómsveitin tónleika i Há-
skólabiói n.k. laugardag. A dag-
skrá þar verða m.a. islenzk
rimnalög, lög úr söngleikjum,
marsar o.fl. Stjórnandi verður
Björn Guðjónsson, kynnir bor-
steinn Hannesson. Aðgöngumiða-
sala hefst í Háskólabiói klukkan
4,00 I dag.
Fjölmenni
á samkomu
TÍM 9. maí
Fjölmenni var á árlegri sam-
komu Tékknesk-islenzka félags-
ins, sem haldin var i Tjarnarbúð i
fyrrakvöld, 9. maí, i tilefni þjóð-
hátiðardags Tékkóslóvakiu.
Ræður fluttu sendifulltrúi
Tékka hér á landi, Josef
Rajchart, og Lúðvik Jósepsson
viðskiptamálaráðherra og lögðu
þeir báðir áherzlu á traust við-
skipta- og vináttusambönd Is-
lendinga og þjóða Tékkóslóvakiu.
Kom fram i ræðum þeirra, að i
næsta mánuði verður opnuð hér i
Reykjavik tékkóslóvösk
kaupstefna og munu koma hér
fram i tengslum við han tékk-
neskir og slóvaskir iistamenn.
Sagði viðskiptaráðherra það bera
vott um hug Tékkóslóvaka til Is-
lendinga, að þeir skyldu standa
fyrirslikri vörusýningu hér einir.
Auk islenzkra félaga i TIM
sóttu samkomuna Tékkar, sem
hér eru búsettir, aðallega tón-
listarmenn, og fleiri gestir. —vh
Flugmenn bálreiðir
út í nýja reglugerð
Skólahljómsveit Kópavogs var
stofnuð haustið 1966. Var þá val-
inn um 40 manna hópur úr 12 ára
bekkjum barnaskólanna, og
margir úr þeim hóp þeyta lúður-
inn enn af fullum krafti með
hljómsveitinni. Nýir meðlimir
eru þó teknir inn á hverju hausti,
og nú eru börn á aldrinum 10—12
ára i sérstökum hóp sem kallar
sig þvi hógværa nafni, „Litla
lúðrasveitin” eða yngri deild
Skólahljómsveitarinnar. Saman-
lagður meðlimafjöldi lúðrasveit-
anna er um 80 manns.
Björn Guðjónsson hefur frá
upphafi verið aðalkennari og
Flugmenn eru nú margir
rasandi vegna reglugerðar
sem samgönguráðherra
gaf út 20. marz s.l. Reglu-
gerð þessi gildir frá 1. maí
s.l. og fengu flugmenn
fyrst að vita um hana fyrir
fáeinum dögum.
bað sem flugmenn gagnrýna
helzt i reglugerðinni er mikið vald
flugmálastjóra — ekki flugmála-
stjórnar — og að fiugmannaskir-
teini séu nú aðeins „ómerkilegur
lappi” eins og einn flugmaður
sem hafði tal af blaðamanni bjóð-
viljans i gær komst að orði.
Máttur einhaframtaksins:
Hlutur „eigand-
ans” er 7/60 %:
Þjóðviljinn hefur
undanfarið sýnt fram á
hver eignarhluti togara-
útgerðarmannsins
Sverris Hermannssonar
er f togurunum ögra og
Vigra. Til þessa hafa
fundizt í opinberum
sjóðum 97,5% kostnaðar-
verðs togaranna, sem til
útgerðarinnar hafa verið
ánuð, þaraf 5 miljónir úr
lífeyrissjóði sjómanna.
lánuð, þar af 5 miljónir
úr lífeyrissjóði sjó-
manna.
Enn hefur nokkuð skýrzt
með eignarhluta útgeröar
þeirrar sem gerir út þessa tvo
togara. Hlutaféð i fyrirtækinu,
ögurvik, er 7 miljónir. Hversu
mikið af því fé er fengið að
láni úr bönkum og peninga-
stofnunum er ekki vitað.
Af þessum 7 miljónum er
eignahluti „stórútgerðar-
mannsins og alþingis-
mannsins” Sverris 5% eða 350
þúsund krónur, sem gerir 175
þúsund á togara. Hvor togari
er uppgefinn á verðinu 150
miljónir. bvi er eignarhluti
Sverris 350 þúsund af 300
miljónum, eða 175 þúsund af
150 miljónum, þ.e. hvorum
togara um sig.
Sé eignarhlutinn reiknaður i
prósentum er um að ræða
7/60 %en lifeyrissjóður sjó-
manna, sem lánaði 5 miljónir
„Stórútgeröarmaðurinn”
Sverrir Hermannsson
til kaupa togaranna, á þá 1
2/3% eða rúmlega 14 sinnum
meira en Sverrir.
bað er ekkert pinulitið að
vera stórútgerðarmaður á
Islandi • —úþ