Þjóðviljinn - 11.05.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Þessi skcmmtilega mynd er
af sovézka spretthiauparan-
um Borzov, sem sigraði bæði I
100 m og 200 m hlaupi á Ólym-
piuleikunum I Munchen I
fyrra, og er fyrsti maðurinn
utan Bandarikjanna sem
vinnur það afrek á Ól.
Þær fréttir berast nú frá
Sovétrikjunum, aö Borzov hafi
aldrei verið betri en um þess-
ar mundir, og þvi er liklegt og
raunar nærri vlst, að hann
verði enn um sinn gersamlega
ósigrandi I spretthlaupunum
eins og hann hefur veriö sið-
ustu árin, en þess má til gam-
ans geta að hann hefur aldrei
tapað keppni frá þvf hann tók
fyrst þátt I alþjóðamóti eða
landskeppni.
Borzov
Sundmót Ægis
Fyrsta sundmót
sumarsins
Fyrsta sundmót sumars-
ins verður haldið laugar-
daginn 19. mai og sunnu-
daginn 20. maí og er það
hið árlega sundmót Ægis.
Þarna verður keppt i 14
greinum karla og kvenna
og má fastlega búast við
skemmtilegri keppni, enda
bentu sundmótin sem hald-
in voru í Sundhöllinni síðla
vetrar að sundfólk okkar sé
i mjög góðri æfingu. i sum-
arverður mikið um að vera
hjá íslenzku sundfólki eins
og áður hefur verið sagt frá
og má segja að þetta sund-
mót Ægis sé fyrsta stór-
verkefni sundfólksins, en
síðan komi þau hvert af
öðru í sumar.
Eins og áður segir hefst mótið
laugardaginn 19. mai og verður
þá keppt I tveimur greinum, 1500
m skriðsundi kvenna og karla.en
á sunnudeginum verður keppt i
eftirtöldum greinum.
1. 200 m baksund kvenna
2. 200 m flugsund karla
3. 100 m flugsund kvenna
4. 200 m bringusund karla
f. 1961 og siðar
5. 50 m flugsund telpna
6. 200 m bringusund kvenna
7. 100 m skriðsund karla
8. 200 m skriðsund kvenna
f. 1959 og siðar
Bikarsund
9. 100 m skriðsund telpna
10. 100 m baksund sveina
11. 4x100 m fjórsund kvenna
12. 4x200 m skriðsund karla
Framhald á bls. 15.
Iþróttakennaraþing
haldið í Reykjavik
Hin mjög svo dugmikla
stjórn tþróttakennarafélags
tslands hefur ákveðið að halda
þing iþróttakennara i Reykja-
vik dagana 26. og 27. mai nk. i
Norræna húsinu i Reykjavik.
Þarna verða fluttir 12 fyrir-
lestrar um ýmsa þætti er
snerta likamsuppeldi og
iþróttir.
Það fer vart milii mála, að
þetta þing er með þvi merk-
asta sem gert hefur verið I þá
átt að örva umræöur og auka
þekkingu manna um likams-
rækt og iþróttir hér á landi, og
vissulega hcfur stjórn tþrótta-
kennaraféiags tsiands haft
frumkvæði að hverjum um-
ræðufundinum öðrum merkari
undanfarin ár. Og til að sýna
hversu fjöibreytt þetta þing
verður að umræðuefni birtum
við hér á eftir dagskrá þings-
ins.
Laugardagurinn 26. mai:
13.00 Þingsetning.
Avarp, Þorsteinn Einarsson
iþróttafulltrúi rikisins.
13.30 Afreks- og álagshæfni
barna og unglinga. Ingimar
Jónsson.
14.15 Námsmat. Sigriður Val-
geirsdóttir.
15.00 Hlé.
15.30 Verkefni ISl i nútið og
framtið. Hermann Guö-
mundsson.
16.15 Verkefni UMFII nútið og
framtið. Hafsteinn Þorvalds-
son.
17.00 Félags- og uppeldisstarf
iþróttahreyfingarinnar. Reyn-
ir Karlsson.
17.45 Umræöur um efni 3ja
siðustu erinda.
Sunnudagurinn 27. mai:
10.00 tþróttir og geðheilsa.
Jakob Jónsson læknir.
10.45 Likamsuppeldi og iþrótt-
ir i Sovétrikjunum. Iori Ilyt-
chew.
11.30 Getur iþróttakennarinn
hindrað bakveiki? Magnús
Ólafsson.
12.15 Matarhlé.
14.00 Ahrif likamsáreynslu á
hjarta- og æðakerfi. Stefán
Jónsson læknir.
14.45 Gildi iþrótta fyrir fatl-
aða. Haukur Þorvaldsson
læknir.
15.30 Hlé.
16.00 Likamsuppeldi i islenzk-
um skólum. Arni Guömunds-
son.
16.45 Likamsuppeldi i Sviþjóð.
Guðmundur Þórarinsson.
17.30 Umræöur um likams-
uppeldi á Islandi.
19.00 Þingslit.
Réttur til breytinga áskii-
inn.
Víkingur og
KR í kvöld
t kvöld kl. 20 hefst á Melaveliin-
um leikur Vikings og KR i
Rey kja vikurmótinu i knatt-
spyrnu. Þarna mætast tvö af
skemmtilegri iiðum borgarinnar
og má fastlega gera ráð fyrir
skemmtilegum leik svo fremi að
vcður verði gott. Hvaö úrslit
mótsins áhrærir skiptir þessi
ieikur ekki máli; þaö eru Vaiur og
Fram sem berjast til úrslita.
Framhald á bls. 15.
Hvað gerir Guðjón Guðmundsson á sundmóti Ægis? Hann er nú betri en
nokkru sinni fyrr, og það verður sannariega gaman að fylgjast með
honum á því móti.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson