Þjóðviljinn - 11.05.1973, Page 13
Fimmtudagur 10. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
skila barninu aftur þegar i stað.
Hún þagði við til að þurrka sér
um augun. — Hugsið sem snöggv-
ast um ykkar eigin móður, hugsið
um fórnarlundina sem leggur allt
i sölurnar og krefst einskis að
launum — og sýnið miskunn þess-
ari móður, sem er að bugast, and-
lega og likamlega. . .
— Drottinn minn góður! hvisl- '
aði Lissa og engdist i stólnum.
Ivora hélt áfram i sama dúr: —
Ég hef flogið yfir hálfan hnöttinn
til að geta verið hjá dóttur minni
á þessum raunatimum. En hún
Litla gula
hœnan sagði:
Margt býr í þokunni
Menn geta kallað Sjálfstæðis-
flokkinn „hægri” flokk, eða
„ihalds” flokk. Við það verðum
við litlu nær. Ef við köllum hann
„hægri” flokk getum við sagt, að
þar með sé þvi þó slegið föstu, að
hann sé ekki „vinstri” flokkur.
En vitum við þá hvað „vinstri”
flokkur er?
Jóhann Ilafstcin i ræðu yfir 700
sjálfstæðismönnum á landsfundi.
Mbl. 8.5. 1973.
hefur ekki þörf fyrir mig. Hún
hefur þörf fyrir barnið sitt, þörf
fyrir að hafa það i örmum sér,
hlæjandi og glatt. Gleymið
peningunum, gleymið öllu nema
þeirri hamingju sem þið getið
veitt öðrum — Andy hugsaði
32
ósjálfrátt með sér, að Ivora hefði
áreiðanlega áhuga á þvi að spara
lausnargjaldið, —■ og komið með
Drew litla til okkar allra, sem
elskum hann.
Hún hafði lokið máli sinu. Ivora
hélt áfram að stara bænaraugum
i myndavélina, áður en hún laut
höfði og setti sig i stellingar sem
áttu að sýna djúpa sorg. Þulurinn
sagði með virðingu i rómnum: —
Kærar þakkir frú Deane. Þetta
ákall frá frú Deane, ömmu
Paxtonsdrengsins, verður endur-
tekið tvivegis i kvöld, klukkan niu
og aftur klukkan hálftólf, rétt
fyrir miðnætursýninguna, en i
kvöld sýnum við Sekur áhorfandi
með Zachary Scott og Faye
Emerson i aðalhlutverkum.
Lissa stóð upp og braut munn-
þurrkuna vandlega saman. — Ég
er ekki sérlega svöng. I þetta
skipti hafði Ivora gengið svo
langt, að jafnvel dóttur hennar of-
bauð. Hún flýtti sér út úr borð-
stofunni og slökkti ekki einu sinni
á sjónvarpinu. Hún leit ekki i átt-
ina til eiginmanns sins. Hún
skammaðist sin bersýnilega of
mikið.
Andy tók þetta ekki eins nærri
sér og hún. Hann var hættur að
búast við neinu góðu af Ivoru.
Hann vissi hvilika þörf hún hafði
fyrir að láta á sér bera, og það
var það sem bjó fyrst og fremst
undir þessu tiltæki. Þetta gerði
þau öll ögn hlægilegri, það var
allt og sumt. Hann gerði sér ekki
minnstu vonir um að ákallið bæri
árangur. Þeir sem rænt höfðu
Drew og myrt barnfóstru hans,
voru ekki sérlega tilfinninga-
næmir. Hann lokaði fyrir rugby-
fréttirnar sem þulurinn var að
lesa.
I þögninni sem á eftir kom,
heyröi hann sima hringja einhver-
staðar i húsinu. Það tók hann
andartak að átta sig á hvaðan
hljóðið kom, það var einkasimi
hans I svefnherberginu. Hann
fékk skyndilegt hugboð.
Hann hljóp upp stigann, þrjú
þrep i einu. Stundin — simahring-
ingin, rétt eftir leikrænt ákall
Ivoru — gaf honum þá hugmynd,.
aö hið óliklega gæti ef til vilí
gerzt. Hann þaut inn i herbergi
sitt og þreif tólið: — Halló, más-
aði hann, dauðhræddur um að
hinn aðilinn hefði lagt á.
Hann heyrði karlmannsrödd,
þvoglulega og ókunnuglega. —
Eruð það þér, kanarifugl.?
Andy hafði ekki gert ráð fyrir
að hann þekktist, en starði nú
hvasst á hann. — Þekkjumst við?
— Þér munið sennilega ekki
eftir mér. Ég heiti Ryder frá
Borgarfréttum.
Blaðamaður. Andy varð sam-
stundis varfærnari. —- Ég átti leið
hjá og ætlaði að heilsa upp á
Bake. Það var verst aö ég skyldi
ekki koma nógu timanlega. Hve-
nær fór hann?
— Þér hafi sennilega mætt hon-
um á leiðinni hingað, sagði Ryd-
er. — Sjúkrabillinn er nýfarinn.
Bake framdi sjálfsmorð fýrir
nokkrum klukkutimum.
Oröin skullu á Andy eins og
heljarhögg i kviðinn. — Framdi
sjálfsmorð? Bake? Það er ekki
satt!
— Ég vildi svo sannarlega óska
að það væri ekki satt, sagði for-
stjórinn biturlega. — Við erum
ekki hrifnir af svona auglýsing-
um.
— En hvernig? Hvers vegna?
Andy var allt i einu orðinn svo
þurr i kverkunum aö hann gat
varla komið upp orði.
— Skar sig á háls með rakvél-
arblaði, sagði Ryder. — Þannig
fór hann að þvi. Þér getið kannski
sagt okkur hvers vegna, herra
Paxton? Hann skildi ekki eftir
neitt bréf.
Andy sneri sér við og reikaði út
úr skrifstofunni. Hann rakst beint
á einn pálmann sem mótelið dró
nafn af, og stundarkorn hélt hann
i hálan stofninn til að verjast falli.
Allar grunsemdirnar voru á bak
og burt. Aðeins ein hugsun komst
að hjá honum. Bake var dáinn.
Bake, vinur hans, kærari en
nokkur bróðir, hafði stytt sér ald-
ur.
Hann heyrði raddir. Þegar
hann leit upp, sá hann að það voru
menn allt i kringum hann. Hann
þekkti þá án þess að vita hvað
þeir hétu, blaðamennirnir. Þeir
höfðu elt hann að heiman og dott-
ið ofaná frétt sem var betri en
þeir höfðu þorað að vona. Þeir
töluðu hver upp i annan til að
reyna að vekja athygli hans — og
fá viðeigandi birtingarhæfa at-
hugasemd. Herra Paxton, hvern-
ig útskýrið þér. . . Er það satt það
hafi verið hefnigirni. . . Andy,
haldið þér að samband sé á milli
ránsins og. . .
Þeir voru kurteisir, næstum til-
GLENS
FÖSTUDAGUR
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Edda Scheving heldur
áfram sögunni „Drengjun-
um minum” eftir Gustaf af
Geijerstam (5). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög á
milli liða. Spjallað við
bændur kl. 10.05. Morgun-
poppkl. 10.25: Hljómsveitin
Free og Peter Frampton
syngja og leika. Fréttir kl.
11.00. Tónlistarsaga
(endurt. þáttur A.H.S.) Kl.
11.35: Michel Beroff og
Orchestre de Paris leika
Konsert fyrir pianó og
blásturshí jóðfæri eftir
Stravinski.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.30 Meö slnu lagi. Svavar
Gests kynnir lög af hljóm-
plötum.
14.30 Siðdegissagan: „Sól
dauðans” eftir Pandelis
Prevelakis. Þýðandinn,
Sigurður A. Magnússon les.
(7).
15.00 Miðdegistónleikar:
Leontyne Price syngur
„Frauenliebe und Leben”
op. 42 eftir Schumann;
David Garvey leikur á
pianó. Hephzibah og Yehudi
Menuhin leika Sónötu nr. 10
i G-dúr fyrir fiðlu og pianó
op. 96 eftir Beethoven.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphorniö.
17.10 Þjóðlög frá ýmsum
löndurn.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.40 Garðyrkjuþáttur. Öli
Valur Hansson ráðunautur
flytur.
20.00 Tónlcikar Sinfóniu-
hljómsvcitar tslands i
Háskólabíói kvöldið áður.
Stjórnandi: Alexander
Rumpf frá Þýzkalandi. Ein-
leikari á fiðlu: Guðný
Guðmundsdóttir. a. Til-
brigði op. 56a eftir Johannes
Brahms um stef eftir
Joseph Haydn. b. Fiðlu-
konsert i a-moll op. 53 eftir
Antonin Dvorák. c. Sinfónia
nr. 2 i D-dúr op 36 eftir
Ludwig van Beethoven.
21.30 Útvarpssagan: „Músin,
sem læðist” eftir Guðberg
Bergsson. Nina Björk
Arnadóttir les (3).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Þættir úr
sögu Bandarikjanna.Jón R.
Hjálmarsson skólastjóri
flytur erindi: Vestrið og
vaxandi lýðræði.
22.35 Létt músik á siðkvöldi:
Frá hollenzka útvarpinu.
Hollenzkar hljómsveitir
leika vinsæla tónlist. Heins
Schröder og Dolf van der
Linden stjórna.
23.45 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.00 Fréttir,
20.25 Veður og auglýsingar,
20.30 Karlar i krapinu. Ileng-
ingar virði. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
21.25 Sjónaukinn. Umræðu-og
fréttaskýringaþáttur um
innlend og erlend málefni.
22.10 Frá Armeniu. Finnsk
kvikmynd um Armeniu og
ibúa hennar. Rætt er við
fólk um lifsskilyröi og fram-
farir og fjallað um sögu og
hælti þjóðarinnar. Þýðandi
og þulur Jón O. Edwald.
22.40 Dagskrárlok.
isuffiflEsiíi mmm
hL
U IMnVPHSK IIMIIR AVKHrtl n
INDVERSKUNDRAVERÖLD
Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór,
útskorin borð, vegghillur, vegg-
stjakar, könnur, vasar, borðbjöllur,
öskubakkar, skálar og mangt fleira.
Einnig reykelsi og reykelsiskerin i
iniklu úrvali.
Gjöfina sem veitir varanlega ánægju
fáið þér I
JASMtN
Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg)
Framleiði SoLo-eldavélar af mörgum stærðum og gerö-
um. — einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði
og báta.
— Varahlutaþjónusta —
Viljum sérstaklega benda á n'ýja gerð einhólfa eldavéla
fvrir smærri báta og litla sumarbústaði.
KLDAVKLAVERKSTÆÐI
ÍÓHANNS FR. KRISTJANSSONAR H.F.
KLEPPSVEGI 62'. — SÍMI33069.