Þjóðviljinn - 19.05.1973, Blaðsíða 1
(RO
MOBVIUINN
Laugardagur 19. mail973 — 38.árg. — 114.tbl.
(kroiI)
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA Í KRON
k A
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7.
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2,
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SlMI 40102
Brezka stjórnin lætur undan taugaveikluðum skipstjórum
ÞYRLUR FRÁ HERSKIPUM
FLJÚGA YFIR MÖRKIN
Brezkir togarar
höfðu ekki
byrjað veiðar í
gœrkvöld
Brezka utanrikisráðu-
neytið tilkynnti i gær, að
herþyrlur frá brezku
freigátunum hér við
land yrðu sendar inn yfir
islenzku landhelgina til
,,eftirlitsflugs”. Þetta er
i fyrsta sinn sem brezk
stjórnvöld viðurkenna
beinlinis að brezki flot-
inn muni blanda sér i
landhelgisdeiluna við Is-
lendinga. Þannig hefur
brezka stjórnin látið
undan þrýstingi tauga-
veiklaðra togaraskip-
stjóra, og i tilkynningu,
sem lesin var i London i
gær, er það lagt i mat
brezka togaraauðvalds-
ins hvenær herskip
verða kölluð til á ís-
landsmiðum til beinnar
þátttöku i átökum.
Talsmenn Breta fullyrtu i gær
að togararnir 40 hefðu smíið aftur
á Islandsmið, en samkvæmt upp-
lýsingum landhelgisgæzlunnar i
gærkvöldi höfðu Bretar engar
veiðar hafið á ný við Island i gær-
kvöld. Seniherra Breta á Islandi
gekk i gær á fund forsætisráð-
herra með yfirlýsingu um að
brezkir útgerðarmenn myndu
stefna enn fleiri togurum á Is-
landsmið ef íslendingar halda
áfram að verja landhelgina!
Fullvist er að bein þátttaka
brezka flotans i landhelgisátök-
unum við tsland muni enn draga
úr likum á þvi að nokkuð verði
samið við Breta. Ofbeldisfram-
koma Bretanna til þessa hefur
ekki aflað þeim vinsælda meðal
almennings — og einörð stefna
stjórnarvalda okkar og föst tök
Á fundi sýninganefndar
mynd listarhússins á
Klambratúni (Klambra?) í
fyrrakvöld var samþykkt
með 3 atkvæðum gegn 1 að
mótmæla því,að húsið verði
lánað undir fund þeirra
Pompidous og Nixons í lok
þessa mánaðar. i sýninga-
nefnd hússins eiga sæti
Kjartan Guðjónsson list-
sjómanna á varðskipunum muni
tryggja okkur sigur i landhelgis-
málinu.
Sjónarmiðin voru afar mis-
málari/ Einar Hákonarson
listmálaw, Sigurjón ólafs-
son og voru þessir þrír á
móti því að lána húsið, en
sá 4. i nefndinni, Valtýr
Pétursson listmálari var því
meðmæltur. Við náðum i
gær tali af Kjartani og
spurðum hann um afstöðu
þeirra þremenninganna.
— Jú sjáðu til, sagði Kjartan,
viö viljum að húsið sé lánað undir
list — myndlist, leiklist, tónlist
eða hvers konar list — en ekki
undir pólitiska fundi. Tillaga sú
er við bárum fram i sýninga-
nefndinni var efnislega á þá leið,
að mótmæla þvi að lána húsið til
pólitiskrafundaeða annarar starf-
semi óviðkomandi list og hún var
samþykkt með 3 atkvæðum gegn
einu. En auðvitað tekur stjórn
hússins ekkert mark á okkur, við
eigum ekki von á þvi.
— Hvers vegna eru þið á móti
þvi að lána vegalausum pólitikus-
um húsið?
— Við viljum bara að húsið sé
fyrir list en verði ekki gert að ein-
hverjum söluskála. Við erum
hræddir við þá þróun sem þegar
er hafin að lána húsið undir hvað
sem er. Við erum til að mynda
óhressir yfir kinversku vörusýn-
ingunni sem haldin var þarna á
dögunum. Við vissum ekki betur
en að þetta væri kinversk listsýn-
ing, en svo er þetta bara sölusýn-
ing. Þetta kom okkur sannarlega
i opna skjöldu. Við skrifuðum
munandi hjá leiðarahöfundum
brezku blaðanna um landhelgis-
deiluna i gær. Lundúnablaðið The
Framhald á bls. 15.
þetta nú bara á reikning byrjun-
arörðugleika, en nú ættu þeir að
vera búnir, þannig að við viljum
að húsið fari aö þjóna sínum til-
gangi, og þess vegna leggjumst
við gegn þvi að lána það undir
pólitiska fundi, sagði Kjartan að
lokum. —S.dór.
Mínus 60
verður
plús 50!
Tryggingafélögin hafa löng-
um lialdið þvi fram að þau
töpuðu svo og svo miklu fé
vegna skyldutrygginga bif-
reiða. Meöal annars hafa þau
látið þau orð faila við leigubif-
reiðastjóra, að fyrir hverjar
hundrað krónur sem leigubif-
reiðastjórar greiði til trygg-
inganna greiði tryggingafé-
lögin 160 krónur til bifreiða-
stjóranna.
Bifreiðastjóri á Bæjarleið-
um kom að máli við okkur og
skýrði frá merkilegri athugun
sem gerð hefði verið á við-
skiptum bifreiðastjóra á Bæj-
arleiðum við tryggingafélögin
fyrir árið 1971.
Út úr þeirri athugun kom
niöurstaða sem gekk þvert á
fullyrðingar tryggingafélag-
anna. Fyrir hverjar hundrað
krónur sem bifreiðastjórar á
Bæjarleiöum greiddu til
tryggingafélaganna vegna
skyldutrygginga, greiddu
tryggingafélögin aðeins 50
krónur til baka i tjónabætur.
Þegar svo góð útkoma er á
viðskiptum tryggingafélag-
anna við þá stétt manna sem
hefur það að atvinnu að aka
um götur og torg allan liðlang-
an sólarhringinn, ætti varla að
vera verra að skipta við þá
sem aka ef til vill ekki nema
nokkra kilómetra á dag.
Rétt er að vekja athygli á
þvi, að þegar einn talnaliður
viðskiptamanna tryggingafé-
laganna hefur verið sannaður
svo gjörsamlega annar en þau
gefa upp sjálf, er fullkomin
ástæða til að ætla að álika
mikið mark sé takandi á öðr-
um tölfræðilegum leikfimiæf-
ingum þessara sömu aðila.
Áskrifendasöfnun Þjóðviljans
Eflið Þjóðviljann! —
Áskrifendasöfnun Þjóðviljans er nú i fullum
gangi. Kjörnar hafa verið hverfastjórnir i Al-
þýðubandalaginu i Reykjavik. en aðalverkefni
stjórnanna þessar vikurnar er að sjá um
áskrifendasöfnunina. Aðalmiðstöð söfnunar-
innar er á skrifstofu Alþýðubandalagsins
Grettisgötu 3. Simi 18081. Ennfremur veitir
skrifstofa Þjóðviljans allar upplýsingar. Simi
17500.
Stuðningsmenn Þjóðviljans — félagar i Al-
þýðubandalaginu! Tökum öll rösklega á til
þess að efla Þjóðviljann!
Fylgizt vel
með hvort
vörur lækka!
Það er full ástæða til að
hvetja almenning að vera vel
á verði um hvort lögboðnar
verðlækkanir eru fram-
kvæmdar i verzlunum. Fólk
hefur mikið hringt til Þjóðvilj-
ans og bent á að þetta og þetta
hafi ekki lækkaö eins og lögin
gera ráð fyrir. Til að mynda
hringdi i okkur kona I gær sem
sagði að i þeim verzlunum
sem hún verzlar við hefði verð
á tóbaki ekki lækkað enn, en
það átti að lækka 14. mai sl.
eins og við sögðum frá i gær.
Þá er og full ástæða til að
minna fólk á 1. gr. bráða-
birgðalaganna frá 28. april sl.
þar sem segir:
— Heildsöluverð og smá-
söluverð á öllum vörum og
þjónustu skal við gildistöku
laga þessara lækka um 2%. Þó
skulu innfluttar vörur sem eru
þá i birgðum hjá innflytjenda
og eru ógreiddar, þegar I stað
lækka til samræmis við hið
nýja gengi krónunnar. Skal
innflytjandi senda verðlags-
skrifstofunni nýja veröút-
reikninga yfir þessar vörur.
Jafnframt skal verð þjónustu,
sem reiknað er i erlendum
Framhald á bls. 15.
Þegar Islenzku varðskipin voru kvödd til hjálparstarfsins I Vestmannaeyjum vegna eldgossins neyttu
Bretar aðstæðnanna til fulls og veiddu jafnvel fyrir innan 50 milna mörkin. — Teikningin er úr bæklingi
sem Islendingar i Stokkhólmi hafa gefið út til þess að kynna málstað okkar I landhelgismálinu.
3:1 gegn þvi að lána „Klambra” undir toþpfund
Myndlistahús en
ekki söluskáli
segir Kjartan Guðjónsson listmálari
um afstöðu þremenninganna