Þjóðviljinn - 19.05.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.05.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 1. deildarkeppnin í knattspyrnu hefst í dag í dag kl. 14 hefst fyrsti leikurinn i 1. deildar- keppninni i knattspyrnu, og það eru íslands- meistarar Fram sem opna mótið og andstæð- ingurinn er nýliðarnir i 1. deild, Akureyringar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. Fleiri leikir verða ekki i dag,en á morgun mæt- ast Keflvikingar og Akurnesingar i Keflavik og hefst sá leikur kl. 16,en annað kvöld mætast svo Breiðablik og Valur á Melavellinum, en hann verður i sumar eins og undanfarin sumur heimavöllur ,,Blikanna”. Loks mætast KR og ÍBV á Laugardalsvellinum á mánudagskvöld- ið. Samkvæmt leikjabók KSÍ er áætlað að leika eina umferð um hverja helgi, þ.e. laugardag, sunnudag og mánudag, i sumar, en auðvitað kom hlé inn i keppnina vegna landsleikja. Samkvæmt leikjabókinni á að ljúka mótinu sunnudaginn 16. september með leik milli ÍBK og UBK. Eins og undaufurin ár munum vift gera spá fyrir mótið mönnum til gamans. En til að fyrirbyggja þann misskilning og þau sárindi, sem þessi spá virðist svo oft hafa komið af stað, viljum við taka fram,að hér er aðeins utn leik að ræða, án óskhyggju eða annars sem þeim, er spáðhefur, hefur oft verið brigzlað unt. Auðvitað renn- ur ntaður blint i sjóinn með svona spá, byggða á þvi sem sézt hefur til liðanna í vor. Við vitum að styrkleiki þeirra breytist oftast mikið þegar liða fer á sumarið. Sterku liðin daia, veiku liðin styrkjast, miðlungsiiðin fara i aðra hvora áttina. Þetta höfunt við horft uppá ár eftir ár og þess vegna er engin leið að spá neinu nteð nokkurri minnstu vissu, heldur aðeins sér og öðrum til gamans; það er að minnsta kosti meiningin. Keflavik (ÍBK) Ég spái ÍBK sigri í 1. deildar- keppninni að þessu sinni, og svo Og um helgina fer fram heil umferð þar r r jd sem mætast Fram og IBA — IBK og IA — Breiðablik og Valur — KR og ÍBV eins unnið mótið. En þar sem ekki er hægt að spá nema einu liði sigri spáum við Fram 3. sætinu en tök- um fram að það getur allt eins hafnað I öðru hvoru sætinu þar fyrir ofan. Valur Þótt Vals-liðið hafi komið mun beturútúr vorleikjunum en nokk- urn grunaði hcf ég ekki þá trú að það fari mikið ofar en i 4. sæti. Það vantar einhvern neista, sem liðin hér að framan hafa, til þess að maður hafi trú á að það komist ofar i sumar en i 4. sæti. En Vals-liðið er eitt af þessum óút- reiknaniegu liðuin og það gæti þvi alveg eins tekið uppá þvi að berj- ast um toppinn en ég hef þá trú að það þurli ekki að berjast um sæti fyrir neðan það 4. Akranes (ÍA) Ilvað gera Skagamenn i sum- ar? Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér um þessar mundir. I.iðið hefur átt mjög misjafna lciki i vor en virðist vera að sækja sig cftir þvi sein liður á og er eins og þeir liafi ekki ætlað sér að vera komnir i topp æl'ingu of snemma. Spáin Hver sigrar — hver fellur? 59 mörk 9 *um leikj Það hefur ekki verið ama- legt fyrir Ilafnfirðinga að fara á völlinn það sem af er þessu keppnistimabili. t þeim 9 leikjum sem fram hafa farið þar undanfarið hafa verið skoruð hvorki l'leiri né færri en 59 mörk og eru það ekki ein- mitt niörkin sem menn vilja fá að sjá i knattspyrnu? Þessi mörk hafa komið þannig. — Ilafnarf jarðarmót: 5. II. FH—Haukar S:1 4. fl. Haukar—FH 4:2 3. fl. Ilaukar—FH 9:0 2. fl. Haukar—FII 5:1 mfl. FH-Haukar 5:0 ÍBK — FH 5:0 1. fl. IBK—FIi 11:0 1. fl. Iiaukar—Breiðablik 1:3 held ég að sé um flesta, sem fylgzt hafa með knattspyrnunni i vor. Þessa spá mina byggi ég á þvi, að ÍBK-liðið virðist sem stendur i algerum sérflokki. Það hefur þegar unnið meistara- keppni KSÍ og Litlu bikarkeppn- ina. En þá kemur stóra spurning- in —heldur liðið út þetta keppnis- timabil i þessu góða formi eða springur það á limminu eins og oft hefur gerzt þegar lið hafa ver- ið komin of snemma : toppæf- ingu? Ég hef þá trú að enski þjálf- arinn sem nú er með Keflavikur- liðið viti hvað hann er að gera og missi liðið ckki niður i öldudal siðla sumars, og fyrst og fremst þess vegna spái ég þvi sigri i keppninni. Vestmannaeyjar (ÍBV) Ef til vill er það af gömlum vana að maður spáir ÍBV 2. sæti. Liðið er óneitanlega i öldudal um þessar mundir en það hefur mannskap til þess að verða okkar bezta lið. Hitt er svo annað hvort þeir erfiðleikar sem liðið hefur átt i i vetur koma ekki niður á þvi i sumar og eins hitt að það virðist ekki eiga neinn fastan æfingastað i sumar. Auðvitað gæti það breytt miklu ef liðið lendir á hrakhól- um með æfingar i sumar. En miðað við að svo verði ekki hef ég þá trú að það nái sér upp úr öldu- dalnum og hreppi i það minnsta 2. sætið i 1. deild i sumar. Fram íslandsmeistarar Fram hafa veriðnokkuð langt frá sinu bezta i vor og þótt aöeins sé farið að rofa til hjá liðinu nú, er ekki sami glansinn yfir þvi nú og var á sama tima I fyrra þegar liðið tapaði ekki leik i einum 15 leikjum i röö. Auðvitað getur Frant náð sér upp og þá verður það um leið eitt af okkar sterkustu liðum og gæti allt Mynd frá 1. deildarkeppninni i fyrra. Þarna eigast við Jón Al- freðsson ÍA og Guðni Kjartansson fyrirliði ÍBK. Leiðir hann lið sitt til sigurs i suntar? Ekki er hægt að taka ntið af frammistöðu liðsins i fyrra vegna þe ss að allt keppnistimabilið vantaöi liðið 3 til 4 menn, sem voru meiddir allt keppnistímabil- ið. Nú hefur þetta lagazt og er fullt lið hjá ÍA íiu'nus Eyleifur llafsteinsson en það munar um minna. Smelli liðið vel saman getur það allt eins barizt unt topp- inn en ég hef ekki trú á þvi, að það nái ofar en i 3. til 5. sæti þar scm við setjum það i þessari spá. KR KK-ingar sem verið hafa i fall- baráttu með sitt unga lið sl. 2 ár Framhald á bls. 15. Félags- blöð óvenju mikið hefur komið út af félagsblöðum hjá iþróttafé- lögunum að undaförnu. Vals- blaðið er að sjálfsögðu komiö út en það kemur árlega og hef- ur svo verið i inörg ár. Þá hcfur Fylkir i Arbæjar- hverl'i gefið út myndarlegt fé- lagsblað i tilefni 5 ára afmælis félagsins sem er á þessu ári. Og i dag efnir Fylkir til fundar með Arbæingum og öðrum velunnurum félagsins þar sem rætt vcrður mn lélagsstarfið og verðlaun veitt sigurvegur- uin úr Arbæjarhlaupinu i vet- ur. Loks má svo geta <>5 ára afmælisblaðs Vikings sem er nú komið út. Siðasta Miklatúns- hlaupið Siðasta Miklatúnshlaup Ar- manns á þessu vori verður haldið i dag og hefst kl. 16. Er þetta 7. hlaupið á þessu ári. Þeir sem hafa hug á að taka þátt i hlaupinu eru beðnir að koma til skráningar kl. 15.40. Aðhlaupinu loknu verða verðlaun afhent sigurvegurum vetrarins. Æfingatafla Frjálsiþróttaæfingar Armanns fyrir byrjendur hefjast á Ár- mannsvellinum 21. mai kl. 15.30. Þeirsem hafa tekið þátt i vetrar- æfingum félagsins eru hvattir til að koma, annars eru öll börn og unglingar velkomin. Æft verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum i sumar. 14 ára og yngri komi ki. 15.30 til 16.30 en 14 ára og eldri 16.30 til 17.30. Kenn- ari verður Stefán Jóhannsson. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.