Þjóðviljinn - 19.05.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.05.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 íþróttir Framhald af bls. 11. veröa það trauðla i þetta sinn. En liðið er cnn ungt þannig að ég hef ekki trú á að það komist ofar en i 5. til 6. sæti. Bezt er þó að taka slikri spó meö varúö. Liðið hefur nú orðið töluverða reynslu og gæti þvi allt eins komið mjög á óvart í sumar, við skulum alla vega vera þvi viðbúin. Breiðablik (UBK) Tvö síðustu ár höfum við eins og raunar flestir aðrir spáð ..Blikunum” falli. Við skulum láta af þeirri iðju, þeir hafa sýnt að þeir geta barizt þegar mest á reynir og slik lið falla ógjarnan. Eftir siíka eldskirn sem 2 si. ár hafa verið fyrir liðið ætti það vart að falla i ár. Ég spái „Blikunum” 5. til 7. sæti i sumar. Akureyri (ÍBA) Akureyringar sem komu upp úr 2. deild f fyrra eru aö minu áliti iiklegastir til að falla niður í ár. Það er alltaf mikil hætta á að lið falli aftur niöur þegar þau koma upp i 1. deild, þannig hefur það veriö flest undanfarin ár hér á landi og raunar viða. Þetta er þó ekki regla en það þarf bæði heppni og mjög efnilegt lið til að standa 1. árið i 1. deild af sér. Takist IB það i ár er þvi áreiðan- lega borgið næstu árin en eins og er bendir flest til þess að það verði tBA sem fellur. TRYGGINGAR Framhald af bls. 3. skatti, auk þess sem gjald fyr- ir benzinið er að sjálfsögðu reiknað inn i ökutaxta. Það fyrirkomulag, sem ég hef stungið upp á ætti þvi ekki að skapa atvinnubifreiðastjórum nein ný vandamál. — En hvað um áhrif slikrar breytingar i sambandi við skiptingu landsins I umdæmi með misháum iðgjöldum? — Þessari umdæmaskipt- ingu er mjög auðvelt að halda, þó að tillaga min kæmi til framkvæmda, og segði þessi skipting þá til sin við inn- heimtu þess hluta iðgjaldsins, sem greiddur yrði sem fast gjald og innheimtur með bif- reiðaskattinum. Nu, tryggingafélögin hafa bent á, að stærsta vandamálið sé sivaxandi tjón og kostnaður við bilaviðgerðir, og er það i sjálfu sér alveg rétt. Hins veg- ar hefur mér fundizt, að tryggingafélögin ynnu furðu slælega að þvi, að ganga úr skugga um að ekki sé greitt of mikið fyrir bilaviðgerðir. Er- lendis, þar sem ég þekki til, er um að ræða nákvæma og fasta samninga milli tryggingafé- laganna og bifreiðaverkstæð- anna um þau efni, en hér er allt slikt eftirlit afar slælegt, svo vægilega sé til orða tekið, og þar fara að minni hyggju miklar upphæöir i súginn. Meinið er það, að trygginga- félögin hafa beint allri orku sinni að þvi, að fá sem mesta hámarkshækkun á iðgjöldin ár hvert og fyrir þvi hagsmuna- máli hafa önnur sjónarmið vikið. — Hvað áttu von á að gerist næst i þessum málum? — Ég vildi gjarnan mega vænta þess, að eitthvert tryggingafélaganna komi fram með tillögur um, hvernig koma mætti bifreiðatrygging- unum fyrir á einfaldan og hag- kvæman hátt. Meðan engar slikar tillögur koma fram af þeirra hálfu, veröur maður að lita svo á, að þau telji þetta áttfalda skriffinnsku-kerfi á okkar litla markaði alfullkom- ið. Þyrlur Framhald af bls. 1 Times birti ritstjórnargrein þar sem brezku stjórninni var ráðlagt að horfast i augu við þá staðreynd að deilan yrði nokkuð örugglega leyst á endanum með samkomu- lagi tslendingum i hag. Timinn ynni með tslendingum, hvað sem Alþjóðadómstóll segir. The Tele- graphi London segir að brottsigl- ing togaranna muni ósennilega knýja brezku stjórnina til að senda herskip á vettvang. — Aft- ur á móti er styrjaldarhljóð i stærstu blöðunum i héraðinu þar sem helztu útgerðarbæir eru: Blóði verður hellt fyrr eða siöar, segir Yorkshire Post, og Birmingham Post leggur til að brezki sjóherinn klippi á veiðar- færi islenzkra báta i hefndarskyni fyrir vörpuklippingar varðskip- anna. Annað Lundúnablaðiö segir i lok sinnar forystugreinar: „Regluleg flotavernd myndi stór- lega draga úr afla, og það er ein ástæðan fyrir þvi að togaraeig- endur hafa fram að þessu,svo og margir af áhöfnum, verið á móti henni”. Ummæli brezku blaðanna verða rakin nánar i Þjóðviljanum á morgun. SUM Framhald af bls. 3. leggur fyrir hina fjölmörgu listamenn i fyrri bókinni: Hvað er list? „Aðeins þegar listamaður- inn er að kljást við vandamál umhverfis sins fæst nokkur mælikvarði á vinnu hans — já, aðeins þá verður vinna hans sönn og einlæg. Enginn getur kallað sig listamann, sem ekki tekst á við þau vandamál, sem hann sér umhverfis sig og ekki beitir sér af alefli fyrir lausn þeirra”. Galleri SOM er opið kl. 4—10 daglega og blöð Werners verða á veggjunum til 28. mai. Hvítasunna Framhald af bls. 3. verði opin almenningi yfir helg- ina. Erindi þessa efnis hefur verið sent dómsmálaráðherra og að sögn æskulýðsráðsmanna tók ráðherra ekki ónotalega i þessi tilmæli. Þá fer ráðið fram á það við út- varpið að það bjóði upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá yfir hvita- sunnuna. Otvarpsráð hefur þegar fjallað um þessi tilmæli og tekið vel i. Landverndarsamtök hafa verið hvött til að skipuleggja land- græðsluferðir fyrirfólk um hvita- sunnuna, og iþróttasamtök hvött til að láta fara fram keppnir um þessa helgi og koma upp iþrótta- aðstöðu sem viðast fyrir hvern þann sem vill spreyta sig á slik- um iðkunum. Segja má, að þessi tilmæli Æskulýðsráðs gefi vonir um, að hvitasunnuhelgin verði i framtið inni annað en slarkhelgi. —úþ Fylgizt.,. Framhald af bls. 1 gjaldeyri, svo scm faringjöld milli landa lækka i islenzkum krónum til samræmis við gengishækkunina. Lækkunin skal koma til framkvæmda eigi siðar cn 7. inai. A þvi þykir hafa orðið mis- brestur viöa að eftir þessum lögum sé farið og skal skorað á neytendur að láta verðlags- skrifstofuna vita verði þaö vart við að verzlanir brjóti þessi lög. Þessi 1. grein þýðir það, að verölag á aö lækka meira en 2% á mörgum vörum og þaö þarf mjög strangt verö- lagseftirlit af hálfu almenn- ings til að takast megi að koma þessum verðlækkunum á. —S.dór. „Hvers vegna er verið að tala um vélstjóraskort? Er ekkl sjálfvirknln alveg á næstu grösum?" Þessar tölur hafa verið dregnar út: 46 — 61 — 25 — 31 — 1 53 — 75 — 16 — 69 — 52 32 — 26 — 4 — 62 — 41 48 — 44 — 54 — 14 — 38 72 — 47 — 19 — 43 — 63 11 — 36 — 20 — 51 — 50 17 _ 6 — 55 — 67 — 34 68 — 33 — 27 — 23— 21 13 _ 37 — 24 — 45 — 71 15 — 57 — 73 — 42 — 58 12 — 64 — 18 — 70 — 2 Framvegis birtist 1 taia á kvöldi i sjónvarpinu. Tilkynnið bingó i sima 84549. Þegar einhver hefur tilkynnt bingó verður beöiö i 7 daga eftir að einhver-annar gefi sig fram. Geri það enginn vcrður vinningurinn afhentur hinum fyrsta að því loknu. Lionsklúbburinn Ægir. SZNDIBÍLASTÖÐIN Hf BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SÓLÓ- eldavélar Framleiði Sól.ó-eldavélar af mörguin stærðum og gerð- uin, —einkum hagkvæmar fvrir sveilabæi. sumarbústaði og báta. — YarahUitaþjónusta — Y.iljum sérstaklega benda á nýja gerð eiiihólla eldavéla fvrir sma-rri báta og litla sumarbústaði. KLDAYkLAVKHKSTÆÐI ÍÓIIWNS KK. KKISTJÁNSSONAR II.F. KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069. RÖNTGENDEILD LANDSPÍTALANS Vegna breytinga og lagfæringa á húsnæði Röntgendeildar Landspitalans, verður inngangur og innkeyrsla til deildarinnar frá Eiriksgötu, meðan á lagfæringum stendur. Breytingin gildir frá og með mánudegin- um 21. mai 1973. Reykjavik, 18. mai 1973 Skrifstofa rikisspitalanna Auglýsingasíminn er 17500 Séla&ir hjólbarÖar til sölu ó ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð, Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. BARÐINN ÁRMÚLA 7 SÍMl 30501 REYKJAVÍK. F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.