Þjóðviljinn - 19.05.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.05.1973, Blaðsíða 16
DJODVIUINN Laugardagur 19. mal 1973. Almennar upplýSingar um-; læknaþjónustu borgarinnar' erú-gefnar í simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simL 18888. Kvöld- nætur- og helgar- varzla apótekanna i Reykja- vik 11.-17. mai er i Holts apó- teki og Laugavegs apóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- •ans er opin allan sólarhring- Inn. ■ 'Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverpijarstöðinni. Simi 21230. Norðurírland: Átta falla á einum degi BELFAST 18/5 — Fulltrúar borg- araiegra og hernaðarlegra yfir- valda á Norður-trlandi komu saman til fundar I dag til að ræða ástandið i landinu en siðasti sói- arhringur hefur verið sá blóðug- asti i landinu siöan i fyrrasumar. Alls hafa átta manns fallið. í bænum Omagh fyrir vestan Belfast féllu fjórir brezkir her- menn og sá fimmti særðist i sprengingu sem varð i bil sem þeir voru að fara inn i. 14 ára stúlka var drepin þegar brezkir hermenn hugðust skjóta á leyni- skyttur i Belfast og maður var skotinn niður af óþekktum mönn- um inni á bjórkrá. í kaþólska bæjarhlutanum Ardoyne skutu brezkir hermenn vopnaðan mann til bana og loks drap lögreglan 22 ára gamlan mann stutt frá landa- mærum trska lýðveldisins. IRA gerði I dag sprengjuárásir á tvær járnbrautarstöðvar i Bel- fast en engan mann sakaði. trski lýðveldisherinn hótaði i gær að stöðva alla umferö um Alder- grove-flugvöllinn I útjaðri Bel- fast. Kvaðst hann ætla að sprengja upp flugbrautirnar og eyðileggja flugvélar og flugvall- arbyggingar. Yfirvöld óttast að þessar hótan- ir og árásirnar á brautarstöðv- arnar séu upphafi umfangsmikils áhlaups sem IRA hyggist gera á samgöngukerfið og önnur mikil- væg mannvirki i landinu. Ahrif vaxta- hækkunarinnar: Aukning innlána Siðan inn- og útiáns- vextir lánastofnana voru hækkaðir á dögun- um hefur orðið vart inn- lánsaukningar hjá bönk- unum. Einkum hefur orðið aukning innlána á bundnar bækur, sem gefa hæsta vexti, en inn- legg á slikar bækur er þá bundið ákveðinn tima, hálft ár eða ár. Vextir af ársbókum eru nú komn- ir i 12%. Blaðið hafði samband við Helga Bergs bankastjóra Landsbankans og staðfesti hann að nokkur aukn- ing hefði orðið á innlánum. Kvað Helgi svo skammt um liðið siðan vextir voru hækkaðir að ekki lægju fyrir tölur um aukninguna ennþá. — Ég get staðfest það að svo virðist sem þessi ráðstöfun hafi aukið áhuga manna fyrir að eign- ast sparifé, sagði Helgi. Ahugi virðist vera mestur fyrir bundnu bókunum af þvi að vextir hækk- uðu mest á þeim, og virðast inn- lán á slikar bækur hafa aukizt meir en almennu sparilánin, sagði Helgi. Ekki sagði Helgi að vaxtahækk- unin hefði ekki haft áhrif á eftir- spurn eftir vixillánum, hins vegar sagði hann, að gera bæri ráð fyrir þvi að vaxtahækkunin drægi úr eftirspurn eftir lánsfé, þó svo það kynni að koma fram i öðrum lán- um en persónulegum fyrir- greiðslum við einstaklinga. —úþ Brézjnéf WARERGATE: Verkfall boðað hjá Áburðar- verk- smiðjunni Um nokkurt skeið hafa stað- ið yfir iviðræður’ um kjara- samninga milli Aburðarverk- smiðju rikisins og þriggja verkalýðsfélaga. Samningar þessir snúast um kjör þeirra, sem vinna i hinum nýja hluta verksmiðjunnar. Verkalýðsfé- lögin, sem hér eiga hlut að máli eru: Verkamannafélagið Dagrbún, Félag járniðnaðar- manna og Félag islenzkra raf- virkja, og standa þau saman að samningaviðræöunum. Siðustu daga hafa samn- ingafundir verið haldnir dag- Iega, og er fundur boðaður i dag. Verkalýðsfélögin hafa nú boðað vinnustöðvun fyrir þá, sem þarna er verið aö semja fyrir, og kemur verkfallið til framkvæmda þann 28. mai n.k., hafi samningar ekki tek- izt fyrir þann tima. kominn til Bonn Nafn Nixons nefnt í yfirheyrslunum WASHINGTON 18/5 — berlega bendlað við inn- Nafn Nixons forseta var i dag i fyrsta sinn opin- Skotið á skipalest brotið i Water- gate-bygginguna og til- raunir eftir á til að þagga hneykslið niður. BONN 18/5 — Brézjnéf, leið- togi sovézka kommúnista- flokksins, kom i morgun i opinbera heimsókn til Vest- ur-Þýzkalands. Willy Brandt kanslari tók á móti honum á flugvellinum i Bonn. Brandt sagði á flugvellinum að þessi fundur gæfi þeim tækifæri á að ráða nánar um friðsamlega sambúð og að sú staðreynd að fundurinn ætti sér stað væri glöggur vitnis- burður þess að ástandið i Evrópu hefði batnað. Eftir athöfnina á flugvellin- um óku þeir Brézjnéf og Brandt rakleiðis til Hótel Petersberg utan við Bonn og þar hófust pólitiskar viðræður þeirra stuttu siðar. Vestur-þýzka lögreglan hefur gætur á hverju Ifótmáli Brézjnéfs og miklar varúðar- ráðstafanir hafa verið gerðar til að heimsóknin geti gengið snurðulaust fyrir sig. A blaðsiðu 6 I blaðinu i dag birtum við grein um undirbún- ing lögreglunnar undir heim- sókn Brézjnéfs. Myndin: Brézjnéf kom til Berlinar og heimsótti Erich Honecker á leið sinni til Vest- ur-Þýzkalands. Við það tæki- færi er myndin tekin. á Mekong PHNOM PENH 18/5 — Þjóð- frelsisher Kambodju skaut i gær-; kvöld á skipalest á Mekongánni og kveikti i tveimur skipum. Ann- að þeirra strandaði 22 km suð- austan við Phnom Penh en skip- verjum á hinu tókst að ráða nið- urlögum eldsins. Skipin voru i skipalest sem var á leið frá Suður-Vietnam til Phnom Penh með matvörur, eldsneyti og aðrar birgðir. 1 lest-. inni voru átta skip og náðu sjö þeirra til höfuðborgarinnar. Fjöldi bandarískra herflugvéla hélt uppi látlausri skothrið allan daginn á sveitir Þjóðfrelsishers- ins til að freista þess að vernda skipalestina en tókst samt ekki að koma I veg fyrir árásir þjóðfrels- isaflanna á hana. I vitnaleiðslum fyrir þingnefnd- inni sem sér um rannsókn máls- ins sagði einn þeirra sjö sem dæmdir voru fyrir innbrotið að hann hefði gegnum millilið fengið tryggingu fyrir þvi að forsetinn myndi persónulega sjá svo um að fangelsisvist hans yrði stutt ef hann játaði sekt sina og héldi kjarti um allt sem han vissi. Maðurinn sem heitir James McCord skýrði einnig frá þvi að honum hefði verið heitið efna- hagslegum stuðningi fjölskyldu hans til handa meðan hann sæti inni og aðstoð við að fá vinnu þeg- ar forsetinn hefði náðað hann PARIS 18/5 — Henry Kissinger öryggismálaráðgjafi Nixons átti i morgun viðræður við Georges Pompidou Frakklandsforseta um tillögu þá sem sá fyrrnefndi lagði fram um endurskoðun Atlanz- hafssáttmálans. Tilgangur Kissingers með við- ræðunum er að reyna að draga úr tortryggni Frakka á tillögunni. „eftir skamma dvöl” i fangelsi. Sam Ervin, formaður nefndar- innar, og aðrir sem i henni eiga sæti tóku það hvað eftir annað fram að vitnisburður McCords væri ekki gildur frammi fyrir dómstólunum sem sönnun þess að Nixon eða aðrir bæru ábyrgð á samsærinu. „Það hefur komið fram að einhverjir aðilar hafa talið McCord trú um að svo væri”, sagði Ervin. I ýtarlegum vitnisburði sinum — sem að öllum likindum mun standa yfir allan föstudaginn og jafnvel halda áfram á þriðjudag þegar nefndin kemur saman aftur — sagði McCord að þeir sem eru honum meðsekir i innbrotinu, Howard Hunt og Gordon Liddy, hefðu tjáð honum að John Mit- chell, John Dean og Magruder hefðu allir lagt blessun sina yfir ráðagerðirnar um innbrotið og simahleranirnar i höfuðstöðvum demókrata. Franski utanrikisráðherrann, Michel Jobert, hefur áður haldið þvi fram að tilgangur Banda- rikjamanna með tillögunni sé sá einn að tryggja Bandarikjunum sérstök forréttindi innan NATÖ. Kissinger og Jobert áttu háls ann ars tima viðræður á fimmtudags- kvöld. Amorgun birtir Þjóðviljinn 20 siðna aukablað, sem verður PJ|K. helgað húsnæðismálum og Uvj gj j byggingarmálum viðsvegar Reynir að mýkja Frakka ALÞYÐUBANDALAGIÐ Akureyri Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn sunnudaginn 20. mai 1973 kl. 14 að Þingvallastræti 14. Gils Guðmundsson alþingismaður og Ólafur Jónsson fram- kvæmdastj. mæta á fundinum. Akranes. Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn sunnudaginn 20. mai 1973 kl. 20.30 i félagsheimilinu Rein, Dag- skrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.