Þjóðviljinn - 31.05.1973, Blaðsíða 9
Orösending þings Noröur-Kóreu
Fimmtudagur 31. maf 1973 IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Erlendíhlutunog
sameining Kóreu
Nokkrir blaðamenn frá Alþýðulýðveldinu Kóreu
eru staddir á islandi i þvi tilefni, að stjórnmála-
samskipti milli rikjanna eru á döfinni. Þeir hafa
vakið athygli á orðsendingu sem fimmta þing
Alþýðulýðveldisins hefur sent stjórnum og þingum
allra landa og lýtur að sameiningu Kóreu og svo að
þvi, að endir sé bundinn á afskipti erlendra aðila af
málum landsins.
1 orðsendingunni segir, að frið-
samleg sameining Kóreu og
endalok erlendra afskipta muni
ekki aðeins hafa mikla þýðingu
fyrir Kóreu heldur frið i Asíu og
heimi öllum. F'rumkvæði i þess-
um málum hafði Kim II Sung,
forseti Norður-Kóreu, með ræðu
sem hann flutti i ágúst 1971, en
þar lýsti hann stjórn sina reiðu-
búna til viðræðna við pólitiska
flokka og samtök i Suður-Kóreu.
Segir i orðsendingunni að
andrúmsloft hafi þá þegar verið
orðið hagkvæmt fyrir slika þróun,
og stjórnvöld i Suður-Kóreu, sem
áður hafi verið andvig öllúm
samskiptum norður yfir, hafi orð-
ið að verða við óskum almennings
i þessum efnum. Rauða-kross-
samtök landanna hafa haldið uppi
viðræðum siðan i spetember 1971
og háttsettir embættismenn
rikjanna hafa ræðzt við siðan i
fyrra. Báðir aðilar hafa komiö sér
saman um að stofna Samráðs-
nefnd norðurs og suðurs til að
vinna að friðsamlegri sameiningu
og sjálfstæði Kóreu.
Alþýðulýðveldið, segir
ennfremur i orðsendingunni, hef-
ur lagt fram tillögur um marg-
háttað samstarf Norður- og Suð-
ur-Kóreu. Það hefur t.d. lagt til að
báðir aðilar hætti vigbúnaðar-
kapphlaupi fækki i herjum sinum
niður i 100 þúsund manns i hvoru
riki, hætti að flytja inn vopn er-
lendis frá og vinni með öðrum
hætti að þvi að skapa það
andrúmsloft trausts sem tryggt
geti friö i Kóreu sem og sam-
einingu landsins.
En engar af þessum tillögum
hafa til þessa komið til fram-
kvæmdar vegna þess að Banda-
rikin hernema enn Suður-Kóreu
og hvetja stjórnvöld þar til her-
skárrar afstöðu. Bandarikin hafa
reynt að koma i veg fyrir að
árangur náist i viðræðunum frá
upphafi, enda vilja þeir fylgja
eftir kenningunni um ,,tvær Kóre-
ur", staðfesta skiptingu landsins
og nota Suður-Kóreu áfram sem
herbækistöð.
Bandarisk stjórnvöld hafa lýst
þvi yfir að þau hafi ,,engin áform
um að verða á brott með banda-
riskt herlið frá Kóreu", þeir hafa
heitið þvi að búa her Suður-Kóreu
nýjum vopnum til þess að stjórn-
völd fyrir sunnan hafi „sterkari
aðstöðu" i samningaviðræðunum.
Þeir hafa haldið uppi ögrandi
heræfingum sem sýna fram á
það, að raunveruleg striðshætta i
Kóreu er tengd innrás að sunnan,
en ekki að norðan, eins og Banda-
rikjamenn og yfirvöld i Suður-
Kóreu halda fram.
Við þessar aðstæður tala full-
trúar Suður-Kóreu fagurlega þeg-
ar þeir sitja á viðræðum við okk-
ur, en þegar þeir snúa heim
ganga þeir á bak orða sinna og
hafna raunsæjum tillögum okkar
um lausn mála með það að yfir-
skyni að þær séu ,,enn ekki tima-
bærar”.
Þeir tefja fyrir i þvi skyni að
undirbúa hernaðarátök og
styrkja sitt stjórnarkerfi. Þeir
fara eftir þeirri stefnu átaka og
Helgi Hálfdanarson
í skjóli þagnar
,,Ég sit og horfi út, sé gjörvalla
heimsins harma, og alla kúgun og
smán; ég heyri dulið krampa-snökt þar
sem ungir menn, einir með angist
sinni, þjást af iðrun eftir drýgða dáð;
.... ég sit og horfi á allt þetta — allan
níðingsskap og endalausa kvöl; ég sé,
heyri, og þegi."
Á þessa lund kvað öndvegisskáld
Bandarikja, Walt Whitman, á sinni tíð;
,,ég sé, heyri, og þegi."
Og í skjóli þagnarinnar hefur voldug-
um misindismönnum haldizt uppi að
flekka guðs góðu jörð með ranglæti og
hryðjuverkum skelfilegri en orð fá
lýst. Þetta sljóva umburðarlyndi
virðist runnið oss nútímafólki svo í
merg, að líkast er gjörninga-blindu.
Hin linnulausa skriða af ótiðindum
allra fjölmiðla dag hvern hefur mal-
bikað svo hjörtu vor, að engar fregnir
af mannlegri kvöl og smán virðast
raska matró vorri að marki.
Þessu geði nútímamanns mun óvíða
betur lýst en í Passíusálmi Steins
Steinars, þar sem mér er sýnd sú hvers-
dagslega athöfn, að verið er að kross-
festa mann; ég sé andlit hans og ber
kennsl á það; ég sé að það er verið að
krossfesta bróður minn, og ég læt mér
nokkurnveginn á sama standa.
En til eru þeir, sem þrátt fyrir allt
virðast eiga sér innst í hjarta einn við-
kvæman blett. Þegar stórtækustu ill-
virkjar, sem sögur fara af, fá að njóta
sannmælis fyrir sín frægustu afrek og
æðsta metnað, þá er eins víst að spakir
menn og sómakærir telji það móðgun
og gangi af göflunum.
Svona margslungnir eru vegir vel-
sæmisins, og kannski lítil furða, þótt
þar geti reynzt villug jarnt. Fyrirári lét
sjálf rikisstjórn íslands reyna um of á
ratvísi sína um þá refilstigu. i það sinn
var einn af höfuðsmiðum voðalegustu
árásar-styrjaldar, sem sagan greinir,
leiddur með opinberri viðhöfn í sjálfan
Árnagarð fil þess að fara höndum um
þá þjóðar-dýrgripi, sem oss eru
heigastir allra.
Þegar erlendir oddvitar eiga við oss
erindi, tökum vér þeim að sjálfsögðu
með kurteisi, án þessað hafa uppi reki-
stefnu um sakaskrá þeirra, enda ekki í
vorum verkahring að tukta brotamenn
annarra þjóða. Illum verkum þeirra
svörum vér á annan veg. Þegar þeir
sækja oss heim til skrafsog ráðagerða,
jafnvel um gagnkvæm vandamál, þá
flíkum vér eigi siðgæðismati voru án
tilefnis, heldur teljum sjálfsagt að
veita þann beina, sem oss sjálfum
sæmir.
En þar reynir á innviði. Og víst mætti
vænta þeirrar háttvísi af íslenzkum
ráðherrum, að Árnagarður sé ekki sér-
staklega til þess kjörinn að bergmála
fótatak striðsglæpamanna.
Förum með slika menn til Bessa-
staða; sá staður er ýmsu vanur fyrr og
síðar, enda til þess vígður að hýsa jafnt
réttláta og rangláta. Og hengjum á þá
orður, ef þeir þykjast að bættari. En að
leiða þá inn í æðsta helgidóm
þjóðarinnar og bjóða þeim að özla á
blóðugum rosabullunum upp að
háaltari íslenzkrar menningar, það er
hörmulegra hneyksli en afsakað verði.
Þesser að vænta, að slík óhæfa verði
ekki framin í annað sinn — hvorki í
skjóli valds, né þagnar.
Helgi Hálfdanarson
Krá Pjongjang, höfuftborg Noróur-Kóreu
liandariskir hermenn I Kóreu
samkeppni sem Bandarikin halda
ab þeim. Og Bandarikin hafa
„samþykktir SÞ" aö yfirvarpi til
þess að halda uppi nýrri nýlendu-
stefnu i Suður-Kóreu, koma i veg
fyrir sameiningu landsins. Auk
þess hafa þau dregið japanskt
afturhald inn i framkvæmd stefnu
sinnar i Kóreu.
Allt þetta sýnir, að ef ekki
verður bundinn endir á ihlutun
Bandarikjanna i innanlandsmál
landsins er það ógjörningur að
halda áfram samræðum noröurs
og suðurs með árangri og sækja
fram til friðsamlegrar sam-
einingar.
Þjóðþing Alþýðulýðveldisins
hvetur þvi allar stjórnjr og þing
heimsins til að gefa gaum að mál-
um Kóreu og leggja fram virkan
skerf til að ryðja úr vegi hindrun-
um þeim sem koma i veg fyrir
sameiningu. Til að af henni megi
verða hlýtur bandariskur her
fyrst af öllu að verða á brott úr
landinu og það þarf að leysa upp
þá nefnd S.Þ. sem kennir sig viö
„endurreisn og sameiningu
Kóreu".
Herseta Bandarikjanna i Suð-
ur-Kóreu er ólögmæt með öllu.
Með vopnahléssamningum var
gert ráð fyrir þvi að allur
erlendur her yrði á brott úr
Kóreu, og það er enginn erlendur
her i Norður-Kóreu. Það yfirvarp,
að bandariskur her eigi aö koma i
veg fyrir innrás.er rökleysa, ekki
sizt i ljósi tillagna okkar um
sameiningu. Við erum reiðubúnir
nú þegar til að fækka i her okkar
niður i 200 þúsund manns ef
bandariskur her verður á brott
frá Suður-Kóreu.
Þá er það og nauðsynlegt til að
binda megi endir á erlenda ihlut-
un i landi okkar, að stimpill
Sameinuðu þjóðanna verði tekinn
af hinu bandariska herliði. Og þá
er það von okkar, að lönd þau,
sem eiga fulltrúa i áðurnefndri
Kóreunefnd SÞ, stuðli að sam-
einingu landsins með þvi að
kveðja heim fulltrúa sina i henni,
eins og Chile og Pakistan hafa
þegar gert.
1 lok þeirrar orðsendingar sem
nú hefur verið rakin lýsir þing
Aiþýðuveldisins þvi yfir, að það
sé reiðubúið til að fylgja sem bezt
eftir viðræðum við fulltrúa Suður-
Kóreu, og lætur i ljós ósk um vin-
samleg samskipti við öll riki, ekki
sizt þau sem láta í sjós áhuga á
friðsamlegri sameiningu Kóreu.
Er Ameríka aö velta Nixon
forseta og pólitík hans af sér?
Þrjú áföll fyrir
Nixon sama dag
Stefna Nixons forseta fær eitt
áfallið af öðru i bandarískum
stjórnmáluni þessa dagana, og er
útilokað annað en þess gæti i
veikri stöðu hans i viðræðunum
viö Pompidou hér I Reykjavik.
— 1 nótt samþykkti öldunga-
deildin með yfirgnæfandi
meirihluta að stöðva beri loft-
árasirnar og hernaðinn i
Kambódiu. Þingmaðurinn
Kosenthal, formaður i fulltrúa-
deildarnefnd scm fjallar um
málefni Evrópu, krafðist þess i
ræðu i nótt að Bandarikjunum
bæri að fækka i herliði sinu i
Kvrópu um helming. Lækkandi
gengi dollarans gerði þetta
knýjandi. Bandariskt blað skýrir
frá þvi i dag að ráöagcrðir Nixons
um „ráðstafanir i öryggisinálum
þjóöarinnar” hafi falið i sér inn-
brot i kanadiska sendiráðið og
önnur skref i átt til fullkomins
iögreglurikis.
Oldungadeild Bandarikjaþings
skeytti engu um röksemdir
Nixonsstjórnarinnar um það að
ekki mætti „grafa undan friðar-
aðgerðum Kissingers” i Indó-
Kina ^eð þvi að lina á hernaðinum
i Kambódiu. Deildin samþykkti i
nótt tillögu um að stöðva beri
loftárásirnar með 55 atkvæðum
gegn 21.
Benjamin Rosenthal formaður i
Evrópu-nefnd fulltrúadeildarinn-
ar og þingmaður Demókrara
sagði i nótt að nefndin mundi
leggja fram tillögu i næsta
mánuði um það að Bandarikin
drægju verulega úr herafla sinum
i Evrópu. Kvaðst hann telja, að
leita ætti eftir samkomulagi við
Varsjárbandalagsrikin, þannig
að Bandarikjamenn gætu horfið á
brott með helminginn af þvi 215
þúsund manna liði sem þeira hafa
nú i Evrópu. Aðalröksemd þing-
mannsins var lækkandi gengi
dollarans. Bandarikjamenn hefðu
bara ekki efni á þessu lengur , en
útgjöld þeirra vegna herliðsins i
Evrópu eru áætluð 1,7 milljarðar
dollarar á þessu ári (yfir 160
miljarðar króna).
Eitt af þvi sem Nixon forseti
Framhald á bls. 15.