Þjóðviljinn - 31.05.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.05.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. mai 1973 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Austfirðingar: Vilja þjónustudeildir varðandi húsnœðismál í hverjum fjórðungi Um síðustu helgi var haldin ráðstefna um húsnæðismál á Austurlandi og þar gerð glögg grein fyr- ir þeim vandamálum sem við blasa. Samkvæmt könnun er ljóst, að húsnæðisskortur er mikill og fer vaxandi verði ekki að gert, segir i fréttatilkynningu frá Sambandi sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi. Árið 1071 voru aðeins teknar i notkun 68 ibúðir og 1972 63 ibúðir. Arleg byggingaþörf i 14 skipulagsskyld- um þéttbýlissveitarfélögum er samtals 180 ibúðir. Þar af eru 20 ibúðir vega útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis og 35 leigu- ibúðir sem byggja þarf á vegum sveitarfélaga. 35% allra húsa á Austurlandi eru byggð fyrir 1930, og i nokkrum stærstu sveitar- félögum er annað hvert hús um hálfrar aldar gamalt. Ráðstefnan vill að lögum um Húsnæðismálastofnun rikissins verði breytt á þann veg að komið verði upp þjónustudeildum frá stofnuninni i hverjum landsfjórð- ungi. Deildarskrifstofurnar annist upplýsingaþjónustu, ráðgjöf, teikniþjónustu og fyrir- greiðslu varðandi lánveitingar úr Byggingasjóði rikisins. Nánar verður sagt frá ráðstefn- unni siðar. Ragnar Arnalds Benedikt Daviðsson Guðjón Jónsson Hvetjum fólk til að fjölmenna í kröfu- gönguna og á fundinn Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins. Alþýöubandalagiö hvetur fólk eindregið til að fjölmenna i kröfu- gönguna, sem efnt er til i dag. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að vekja athygli á kröfum okk- ar um brottför hersins og afnám hernaðarbandalaga, þegar hitt- ast hér aö viðstöddum hundruð- um blaðamanna Nixon, forystu- maöur stærsta rikis NATO, og Pompidou, einn helzt oddviti Efnahagsbandalagsins, en þetta eru einmitt þau rikjasamtök, sem okkur eru andsnúnust i land- helgismálinu. Alþýðubandalagið tekur undir það, sem komið hefur fram hjá fundarboöendum, aö þessi ganga beinist alls ekki gegn komu forsetanna tveggja hingaö til lands og með þessum friðsamlegu aðgerðum er ekki á nokkurn hátt stefnt að þvi að trufla fund þeirra. En forsetarnir mega ekki imynda sér, að tslendingar séu skoöana- lausir puntudrengir Bandarikja- manna, sem biði spenntir eftir nýjum Atlanzhafssáttmála. Þeir mega gjarnan vita, að ts- lendingar hafa megna óbeit á loftárásum Nixons i Indokina og kjarnorkusprengjum Pompisous á Kyrrahafi. Þeir þurfa að sjæa og heyra, að á tslandi býr þjóö, sem vill lifa sjálfstæð og ein I Iandi sinu, og þeir þurfa að vita , að einmitt þessa dagana heyja tslendingar harða baráttu um til- verugrundvöll sinn og eru beittir vopnuðu ofbeldi af nánasta vopnabróður Bandarikjamanna og Frakka með þegjandi sam- þy kki N ATO . Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna: Ég tel fyllstu ástæðu að fólk fjölmenni i kröfugönguna og á útifundinn i dag. Hér gefst ágætt tækifæri til að koma skoðunum okkar tslendinga á framfæri við þessa oddvita heimsvaldastefn- unnar. Það þarf trúlega ekki að minna fólk á hvaða afrekaskrá Nixon á að baki bæði heimafyrir og er- lendis, en ég vil gjarnan minna á að Pompidou er einn helzti frammámaður Efnahagsbanda- lagsins, og þetta bandalag hefur reynt á hinn ósvifnasta hátt að kúga okkur tslendinga til nauð- ungarsamninga við Breta með þvi að neita að staðfesta umsam- in tollfriðindi fyrir islenzkan fisk meðan við ekki hvikum frá rétti okkar til landhelginnar. Þeir Nix- on og Pompidou eru fulltrúar NATO og Efnahagsbandalagsins, en þessi bandalög bæöi eigum við. i rauninni i höggi viö i landhelgis- deilunni auk Bretanna sérstak- lega. Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar: Ég vil eindregið hvetja fóllk til að fjölmenna i kröfugönguna og á útifundinn i dag. Fundur forset- anna tveggja hér i Reykjavik er gott tækifæri til aö fylkja liði um islenzk og alþjóðleg baráttumál. Við höfum heimilaö þeim Nixon og Pompidou aö eiga hér fund, en það breytir aö sjálfsögðu engu um afstöðu okkar til þeirrar stjórnmálastefnu, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Kröfur okkar i landhelgismálinu tel ég sjálfsagt að bera fram við þetta tækifæri, og i þvi sambandi rétt að leggja áherzlu á, að við eigum ekkert erindi i NATO. Bretar eru ásamt Bandarikjamönnum og Frökkum helztu stórveldin i Atlanzhafs- bandalaginu og NATO getur ekki skotið sér undan ábyrgð á herskipainnrás eins þessara rikja i islenzka fiskveiðilandhelgi. Þá er einnig vert að nota þetta tækifæri til að mótmæla kjarn- orkutilraunum Frakka á Suður- Kyrrahafi og sýna þannig samstöðu með alþýöu þeirra landa, sem þar er ógnað með þessum tilraunum. Fylkjum þvi liði i kröfugönguna og á útifundinn i dag. Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna: Arðræningjar Suður-Ameriku, auðdrottnar Efnahagsbandalags Evrópu, ræningjar á islenzkum fiskimiöum, sprengjukastarar i Indó-Kina, atómsprengjukastar- ar á Suður-Kyrrahafi — allt er þetta sömu ættar. Nú i dag gefst islenzku verka- fólki tækifæri til að mótmæla þessu öllu i tilefni af komu Nixons og Pompidous hingaö til lands. Ég vil hvetja verkafólk til að fjölmenna i kröfugönguna og á útifundinn viö Sjómannaskólann. Með þvi sýnum viö stuðning okk- ar viö kröfur um sjálfsákvörðun- arétt þjóða, um umhverfisvernd, um afvopnun og friö. 1 dag hefur islenzkt verkafólk tækifæri til aö sýna alþjóða- hyggju um leið og bornar eru fram kröfur okkar eigin þjóðar. Þvi hvet ég alla félaga mina til að taka þátt i kröfugöngunni og útifundinum á þann hátt, sem fundarboðendur hafa tilkynnt. Guðmunda Helgadóttir, formaður Starfsstúlknafé- lagsins Sóknar ,,Ég vil mjög gjarnan hvetja fólk til að nota þetta tækifæri til að mótmæla yfirgangi Breta i is- lenzku landhelginni. Þá vil ég einnig hvetja félagskonur Sóknar til þátttöku i þessum aðgeröum til þess að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkuvopnatilraunum F'rakka i Kyrrahafi. Kristbjörn Arnason, formaður Sveinafélags húsgagnasmiða Auövitað verður verkalýðs- hreyfingin alltaf aö átta sig á þvi hvar hún stendur. Nú, þegar full- trúar tveggja svonefndra stór- velda hittast á Islandi, þarf verkalýöshreyfingin einnig að fylgjast með. 1 Bandarikjunum er i dag til mesti auður heimsins, en hins vegar mesta fátækt. Verka- lýðshreyfingin má lika gera sér Eövarð Sigurðsson Guðmunda Helgadóttir Kristbjörn Arnason grein fyrir þvi að verkamenn hafa veriö fluttir hálfgeröum nauðungarflutningum til Frakk- lands til þess að vinna þar fyrir sama og ekkert kaup. Viö megum lika muna eftir Vietnam og fram- komu Bandarikjastjórnar þar. Við skulum lika muna aö Efna- hagsbandalagið, en Pompidou er aö sjálfsögöu einn helzti talsmað- ur þess, hefur haft það á stefnu- skrá sinni aö halda launum niðri og mynda sérstök láglaunasvæði. Hefur angi þessarar stefnu EBE náö til tslands. Nú i tengslum við komu þessara manna vil ég leggja áherzlu á Iandhelgismálið, sem er auðvitað númer eitt mál- efni alþýöunnar i þessu landi. Ég vil hvetja fólk til þess að fjölmenna i mótmælagönguna og á útifundinn i dag: islenzk alþýða má ekki láta sér slikt tækifæri úr greipum ganga. Við höfum sjald- an fengið annaö eins tækifæri. HIIMIR VANDLÁTU VELJA AÐEINS ÞAÐ BEZTA-ÞEIR AKA Á YOKOHAMA HJÓLBÖRÐUM SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ^Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK, SÍMI 38900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.