Þjóðviljinn - 31.05.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.05.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hver er... Framhald af bls. 11. heyra þær skýröar. Þaö er sannarlega kominn timi tii aö hræra upp I þessum málum. þaö er þá kannski smávon um aö eitthvaö breytist tii batnaö- ar. Fundurinn hefst ki. 20 aö Hótel Loftleiöum. Gott Framhald af bls. 11. þeir þá þannig til að krakkarnir komu i sömu ferö og mfl. liösins en hann var aö fara aö keppa viö Keflvikinga í Islandsmótinu. Þaö voru þvi um 100 unglingar frá Akranesi sem komu til Kópa- vogs þennan dag og hófst keppni hjá 6. flokki um klukkan 10 fyrir hádegi. Siöan var leikið stanz- laust, flokk af flokki og endaö á kvennaknattspyrnunni um klukk- an 2 e.h. Skagamenn breyttu þá keppnisliöi sinu i klappliö og héldu til Keflavikur þar sem mfl. lék. Kópvogingar munu endur- gjalda þessa heimsókn nú á næst- unni eða um leið og mfl. liösins fer þangaö til keppni i íslands- mótinu. Þetta unglingastarf sem for- ráöamenn iþróttafélaganna hafa komiö þarna af staö er lofsvert framtak sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. Þaö hlýtur aö liggja mikil vinna á bak við mót sem þetta en árangurinn er lika mikill. Svona nokkuö gerir meira en eingöngu aö auka leikreynslu einstaklinga liöanna, þetta stuðl- ar aö samheldni og félagsþroska og er vissulega ekki vanþörf á sliku. GSP Betur má... Framhald af bls. 4. með herskip, dráttarbáta og allan togaraflotann. Ef ekki og enga aðstoð er að fá frá þeim rikjum sem við teljum okkur eiga samleið með þá ber tafarlaust aö hringja á Var- sjárbandalagið — það er talið að það sé ekki langt undan — og reyna að fá þar aðstoð. Þeir myndu eflaust vera fljótir að hreinsa til á miðunum. Ég get þess hér að þetta er auðvitað min persónulega skoðun — hugur minn er þannig þessa stundina. Samkvæmt undan- gengnum fundum og skrifum mun öll Islenzka þjóðin vera sameinuð i þessu aðkallandi hagsmunamáli okkar Islend- inga — landhelgismálinu og vörnum landhelginnar. Auð- vitað eru til menn, t.d. Gylfi og Geir og nokkrir fleiri, sem fólk er yfirleitt óánægt með vegna siðustu ummæla þeirra, sem vinna að málstað Breta og hafa gert það undanfarið og þar með á móti hagsmunum þjóðar sinnar. En þeirra fylgi fer nú dvinandi og loks verða þeir auðvitað að gefast upp. En hvað um það, Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa trúað þvi að þjóðin væri sundruð og stjórnin klofin i landhelgis- málinu og hafa hagað sér samkvæmt þvi eins og málin standa nú i dag. Sameinaðir & . . SKiPAUTCiCRB RIKISINS M/S HEKLA fer frá Reykjavik þriöju- daginn 5. júni austur um land i hringferð. Vörumóttaka miðvikudag og föstudag til Austfjaröahafna Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur, Akureyrar, Ólafsfjaröar og Siglufjaröar. stöndum vér meö sigilt Norðurlandablóö i æöum. Viö munum sigra aö lokum. Bret- ar hafa tvimælalaust tapað áliti flestra eöa allra þjóöa heims fyrir kúgun og ofbeldis- aðgeröir á hendur varnar- lausri smáþjóð. 2000 manna... Framhald af bls. 6. flokksins af andstæðingum EBE- aðildar (AIK). Flokkur þessi heitir Lýðræðissinnaöir sósialistar. Berit Aas er einnig formaður i hinu nýstofnaða Kosningarbandalagi sósialista, sem er kosningabandalag Sósialska þjóöarflokksins, Kommúnistaflokks Noregs og Lýöræðissinnaðra sósialista. Berit Aas flutti mjög áhrifamikla ræðu og studdi málstað íslands sterkum og ákveðnum rökum. Eftir ræðu hennar var fundi slitið, en áöur bað fundarstjóri fundarmenn að sýna stuöning sinn með þvi að hrópa fjórum sinnum „tsland -fimmtiu!” Tóku fundargestfr kröftuglega undir, svo að söng i miðborg óslóar. Að fundinum loknum var haldinn blaðamannafundur, sem Félag islenzkra námsmanna boðaði norska blaöamenn til, með Jónasi Arnasyni. Fréttir af aögerðunum hafa verið nokkrar i norskum fjölmiðl- um, m.a. sjónvarpinu, og má telja vafalaust, að þær hafa eflt skilning einhverra á málstað tslands i þessu mesta lífshags- munamáli landsins. Annars eru fréttir af landhelgismálinu al- mennt miklar hér i fjölmiðlum, enda munu þeir flestir hafa sina útsendara á tslandi um þessar mundir. Skilningur meðal al- mennings á málinu fer einnig stórvaxandi. Þrjú áföll Framhald af 9. siðu. ráðgerði 1970 til þess að auka öryggi þjóðarinnar var að brjótast inn i kanadiska sendiráö iöiWashington, skrifar dagblaðiö New York Daily News. Ýmsar af öryggisráðstöfunum komust til framkvæmda þrátt fyrir and- spyrnu Edgars Hoovers þáver- andi yfirmanns alrikis- lögreglunnar FBI. Þeir sem náin kunnleika hafa á öllum atriðum áætlunarinnar segja að þar hafi verið um að ræða forskrift að lögreglurfki: snuðr, innbrot, simahleranir, rofin bréfhelgi, pólitiskar gægjur o.þ.h. Samkvæmt áætlun Framhald af bls. 16. girðingu gulra bensintunna, fylltra með vatni, og horfðu með nokkrum trega á þá útvalda full- trúa bandariskra, franskra og Islenzkra fjölmiðla sem fengu aö taka myndir úr návigi. Flestir ;þeir blaðamenn sem horfðu á Pompidöu koma og stiga upp i svartan Citroenbil sinn voru franskir. t fylgd með Pompidou eru m.a. Jobert utanrikisráðherra, Giscard d’Estaing fjármálaráð- herra, Kosiusko-Molizet. sendi- herra Frakklands i Bandarikjun- um og aðrir ráðgjafar. Meðan þessu fór fram hvisluðust meðal blaðamanna sögur um að Nixon hefði þegar fengið tvo bila senda og væri hvor um sig niu smálestir að þyngd. Væru þeir skot- og sprengju- heldír. Attu þeir að aka til Reykjavikur á 90 km. hraða og áttu svo semtveir metrar að vera á milli bifreiöa. Þetta er gert með þeirri fyrirhyggju, að ef byrjað er að skjóta á forsetabil, þá geti hinn billinn skotið sér fram fyrir og tekið á sig skakkaföll. Eftir að Kennedy forseti var myrtur hafa öryggisráðstafanir Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför SIGRÍÐAR ÓSLAND SIGURJÓNSD. Guö blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. allar veriö mjög hertar — og Nixon hefur meö sér, hvað sem hann fer. öflugt fjarskipta- samband heimleiðis. Þegar blaöamenn þeir, sem tóku á móti Pompidou,-óku frá Keflavikurflugvelli, stóðu sjóliðar frá herstööinni vörð á um þaö bil hundrað metra fresti. t einum hermannabragga hafði verið fest upp spjald meö hallói til Nixons. Nokkru áður en Nixon lenti varð blaðamanni Þjóö- viljans gengið um Laufásveginn. Honum haföi þá veriö lokað fyrir umferð, og innan skamms átti aö „loka honum alveg”. Viö spurð- um að þvi, hvernig fariö væri aö með ibúa hverfisins. Lögreglu- menn svöruðu þvi til, aö þeir heföu ibúaskrá. Skammt þar frá skutust tveir maósinnar milli húsa og virtust biöa eftir ævintýri lifs sins. Strangari gæzla við komu Nixons Eftir aö Pompidou var farinn til Reykjavikur ásamt fylgd- arliði sinu og meirihluta franskra blaðamanna fóru þeir bandarisku að streyma að flug- stöðinni og jafnframt öll gæzla þar að verða strangari. Var þess nú vendilega gætt, að enginn færi yfir sett strik og bandariskir öryggisverðir um allt til aö snúa fólki á sina bása ef út af bar. Var t.d. ógjörningur að fá aö taka mynd af Lúðrasveitinni. Auk öryggisvaröanna höföu nú einnig bætzt i lið islenzku lögreglunnar óeinkennisklæddir lögregluþjón- ar úr Reykjavik. Reistur haföi veriö smápallur fyrir ljósmyndara og kvikmynd- ara, en reyndist vart nothæfur vegna þess hve hann var lágur og allt of litill fyrir alla þá, sem aögang höfðu fengið. Hafi Frakk- ar bölvað i fyrra skiptið var það ekki mikið hjá þeim kurr sem nú upphófst. Kl. hálfniu hvein I þotu Nixons yfir höfðum móttökunefndanna, en auk islenzku nefndarinnar var mætt móttökunefnd úr banda- riska sendjráöinu. Nixon brosti og veifaði, þegar hann steig út úr vélinni ásamt sterklegum lifvörðum og nánustu samstarfsmönnum, Kissinger ráögjafa, Rogers utanrikisráð- herra og Schulz fjármálaráð- herra. Tók hann i hönd allra Islenzku móttakendanna og brosti og veifaði blaðamönnum. Stóöu hann og forseti tslands siöan hlið við hlið á rauða dreglinum miðjum meðan þjóðsöngvarnir voru leiknir, en islenzka lögreglu- liðið gerði honnör. Að þvi búnu renndu skotheldu bilarnir tveir upp að dreglinum og Nixon kvaddi Kristján Eldjárn og sté upp I þann fremri ásamt tveim iifvörðum og veifaöi enn til viöstaddra útum bilrúð- una. Siðari billinn var opinn og settust i hann fjórir lifverðir, en tveir stóðu eöa héngu utaná, til- búnir að stökkva af og verja höfð- ingja sinn ef á þyrfti að halda.. Púað og klappað við Stjórnarráðið Frá Keflavikurflug- velli var ekiö með forsetana hvorn til sins bústaðar við Lauf- ásveginn, þar sem þeir slöppuðu af stundarkorn áður en haldið var til Stjórnarráðshússins á fund forseta, utanrikisráðherra og forsætisráðherra tslands. Fyrri gestur islenzku ráð- herranna og forseta þar var Pompidou og stóö viö I tæpan hálftima. Nokkur hópur fólks haföi safnazt saman kringum Stjórnarráöshúsið, en mun minni en þegar Johnson kom hér um árið. Blaðamönnum og ljós- myndurum var hleypt inná túnið og röðuöu þeir sér upp meöfram stéttinni aö húsinu öörum megin. Annarsstaðar I blaöinu er sagt frá ummælum Einars Agústsson- ar utanrikisráöherra um við- ræöur innanhúss, en samkvæmt frásögn sameiginlegs frétta- ritara islenzku pressunnar þar (aöeins einn var leyfður fyrir alla) bar fátt frétt- næmt fyrir augu annað en vinsamleg bros. Nixon frétti, að á fimmtudögum tæki islenzka sjónvarpið sér hvild, og gerði viö þaö þá athugasemd, aö einmitt þá mundu tslendingar lesa bækur. Klappaö var á stangli i hópnum fyrir utan Stjórnarráðið þegar Pompidou kom út, en þegar Nixon gekk inn var púaö rösklega af mörgum, en ýmsir uröu éinnig til aö klappa. Hiö sama endurtók sig þegar hann kom út aftur og tók hann sig þá útúr lifvaröarhópnum og ætlaöi aö ræöa við tvær stúlkur, sem púaö höföu. Upphófst mikil skelfing meöal lifvaröanna, sem augsýnilega vissu ekkert, hvernig þeir ættu að hegöa sér við þessi óvenjulegu viðbrögð. Allir komust heim heilu og höldnu að lokinni þessari sýningu ársins á tslandi. A morgun munu forsetarnir sitja fundi i Mynd- listarhúsinu á Miklatúni og blaðamenn væntanlega halda áfram að stympast um beztu stæðin.—áb og vh SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstaeður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 SOLÓ- eldavélar Framleiði SoLO-eldavélar af mörgum stærðum og gcrö- um, — einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega benda á n'ýja gerð cinhólfa eldavéla fvrir smærri báta og litla sumarbústaði. ULDAVkLAVERKSTÆÐI JÓIIANNS FR. KRISTJÁNSSONAR II.F. KLEPPSVEGI 62'. — SIMI33069. Lausar stöður Við Menntaskólann á isafirði eru eftirtaidar kennarastöð- ur lausar til umsóknar: 1) Kennarastaða I erlendum tungumálum (ensku og þýzku). 2) Kennarastaða i raungreinum (stærðfræði, eðlis- og efnafræði). 3) Kennarastaða i félagsfræðagreinum (rekstrar- og þjóðhagfræði, félagsfræði og stjórnmálasögu). Umsóknum mcö upplýsingum um menntun og starfsferil skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. júli n.k. Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu og hjá skólameistara. Menntamálaráðuneytið, 29. mai 1973. ^SÍBS ENDURNÝMUN Dregið þriðjudaginn 5. júni. Aukavinningur er Range Rover og Cavalier hjólhýsi einnig dregið út. Munið að endurnýja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.