Þjóðviljinn - 07.06.1973, Page 3
Fimmtudagur 7. júní 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
frá 1926 og verulega úrelt oröin.
Þó er málum þannig varið að
þessi lög binda ráðuneytismenn
þannig að þeir hafa ekki enn
ákveðið hvort aukin lausung veröi
leyfð um þessa helgi, en hingað til
hafa Islendingar orðið af opin-
beru skemmtanahaldi þessa
daga.
Bjóst ráðuneytisstjórinn við að
þessi lög yröu tekin til endurskoð-
unar á næsta þingi. — úþ
Hér á myndinni er bæjar-
stjórn Angmagssalik á Græn-
landi ásamt Birni Tryggva-
syni framkvæmdastjóra RK
er hún afhenti RK peningagjöf
frá ibúum Angmagssalik til
Eyjasöfnunarinnar.
Bæjarstjórn Angmagssalik,
Grænlandi, 8 manns, kom tií
Reykjavikur sunnudaginn 3.
þ.m. og tók aöalræðismaöur
Dana á Islandi, Ludvig Storr,
á móti þeim.
Tilgangur fararinnar var að
heimsækja Reykjavik og ná-
grenni og kynna sér starfsemi
ýmissa stofnana m.a. fiskiöju-
ver, Sjónvarp-útvarp o.s.frv.
Ennfremur óskaði Bæjar-
stjórn Angmagssalik eftir aö
heimsækja Rauða Kross Is-
lands og afhenda peningagjöf
frá ibúum Angmagssalik til
handa ibúum Vestmannaeyja.
Bæjarstjórnin fer aftur
heim til Angmagssalik laug-
ardaginn 9. júni n.k.
Larsen vann
fyrstu 3
skákirnar
A sunnudaginn hófst i
Leningrad millisvæðamót sem
er merkur áfangi á leiðinni til
réttarins til að tefla við
Fischer (ef hann þá fæst til að
stiga úr guðlegum fræðum
sinum). Moskvublaðið Pravda
setur Bent Larsen efstan á
blað útlendinga og þar á eftir
nefnir það hinn þrautreynda
Júgóslava Gligoric. Uhlmann
og Húbner, Þjóðverjar að
vestan og austan, eru báðir
hörkudugl. stórmeistarar.
Aðrir erlendir þátttakendur
eru Robert Byrne frá Banda-
rikjunum, Ivan Radúlof frá
Búlgariu, Jan Smeykal frá
Tékkóslóvakiu, Cúellar frá
Kólumbiu, Quinteros frá
Argentinu, Rúkavina (sem
þýðir vettlingur) frá
Júgóslaviu, Torres frá
Filippseyjum og Estavas frá
Kúbu. Fjórir hinir siðast-
nefndu eru i fyrsta sinn á
millisvæðamóti.
Sex sovéskir garpar taka
þátt i mótinu — Tal, fyrrum
heimsmeistari, Kortsjnoj,
sem oftar en einu sinni hefur
verið nálægt þeim titli. Miklar
vonir eru, segir Pravda,
tengdar við hinn kornunga (22
ára) stórmeistara Anatoli
Karpof. Aðrir Sovétmenn eru
þeir Mark Tajmanof, Vladim-
ir Túkmakof og Gennadi
Kúzmin.
í fyrstu umferð sömdu þeir
Gligoric og Byrne fljótt um
jafntefli og svo Cuellar og
Uhlmann. Larsen mátaði
Rúkavina með fallegri leik-
fléttu. Túkmakof náöi biskupi
fyrir peð af Kortsjnoj en
komst I vandræöi i timaþröng
og gafst upp. Smeykal og Tal
gerðu jafntefli sem og Hubner
og Tajmanof. Þrjár skákir
fóru i bið.
t annarri umferð sigraði
Kortsjnoj Cuellar og Larsen
Radúlof. Rúkavina tapaði
fyrir Byrne og Smeykal fyrir
Cinteros. Tajmanof og
Túkmakof gerðu jafntefli.
1 þriðju umferö vann Larsen
Smeykal, Estavas Tal, Byrne
vann Radúlof, Karpof vann
Túkmakof, en Rúkavína og
Uhlmann, Torres og Quinteros
og Hubner og Kuzmin gerðu
jafntefli. Aðrar skákir fóru i
bið.
Lausung leyfð
um hvítasunnu?
íbúar Angmagssalik
gefa í Eyjasöfnun
Millisvœðamótið
i Leningrad:
,,Dœmi um þá fyrirlitninsu sem bandaríski herinn
sýnir íslenzkum stjórnarvöldum”
Ráðherrar vissu ekki neitt um
endurvarpsstöð hersins:
um byggingu
leigu
húsnæðis
Á fundi borgarstjórnar Reykja-
1 víkur i dag fara fram kosningar i
ýmsar stjórnir, nefndir og ráð á
vegum borgarinnar, og rædd
verður fyrirspurn frá Björgvin
Guðmundssyni varðandi bygg-
ingu hraðfrystihúss fyrir Bæjar-
útgerðina og fyrirspurn frá Sigur-
jóni Péturssyni varðandi þörf
fyrir byggingu leiguhúsnæðis i
borginni.
Akveðiö var fyrir alllöngu að
stofna til samstarfs sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu við
endurskoðun fyrri áætlana um
fólksfjölgun og húsnæðisþörf á
svæðinu. Sigurjón spyr m.a. hve-
nær megi vænta niðurstöðu ofan-
greindrar endurskoðunar og
hverjir vinni að endúrskoðuninni.
Enn er óráðið hverja af-
greiðslu tilmæli Æskulýðs-
ráðs ríkisins um frekara
skemmtanahald um hvíta-
sunnuhelgina en verið hef-
ur undanfarið ár, en málið
er til athugunar hjá dóms-
málaráðuneytinu.
Að sögn Baldurs Möller ráðu-
neytisstjóra eru lög um helgihald
Bent Larsen byrjar vel I
Leningrad
Þjóðviljinn hafði i gær
samband við utanríkisráð-
herra, menntamálaráð-
herra og formann út-
varpsráðs vegna fréttar um
endurvarpsstöð, sem her-
sjónvarpið á Keflavíkur-
flugvelli hefur komið sér
upp og Þjóðviljinn skýrði
frá í gær. Ráðherrarnir
höfðu ekki hugmynd um
þennan uppgang sjón-
varpsstöðvarinnar og ekk-
ert leyfi virðist hafa verið
fengið til þessa.
Einar Agústsson, utanrikisráð-
herra, sagði að þessar fréttir
væru sér nýjar og að hann hefði
ekki áður heyrt um þetta. Kvaðst
hann mundu láta varnarmála-
deild gera sér grein fyrir málinu.
Magnús Torfi Ólafsson sagði
einnig að sér væru þetta nýjar
fréttir og enn væri málið ekki
nógu skýrt til þess að hægt væri
að segja nokkuð um til hvaða ráð-
stafana yrði gripið.
Njörður P. Njarðvik, formaður
útvarpsráðs, kvaðst hafa fjallað
það lengi um þetta mál, að honum
kæmi i sjálfu sér fátt á óvart af
þvi sem snerti það og kvaðst hann
ekki geta fengið séð að þetta
breytti málinu i neinum grund-
vallaratriðum, þar sem hann hafi
lengi litiö svo á, að allur rekstur
útvarps- og sjónvarpsstöðvar
hersins á Keflavikurflugvelli væri
brot á Utvarpslögunum. Kvað
Njörður réttarstöðu rikisútvarps-
ins islenzka hafa komið einkar vel
i ljós á dögunum þegar efni sem
rikisútvarpið hafði keypt einka-
rétt á til flutnings á íslandi var
sýnt i Keflavlkursjónvarpinu.
— Hins vegar sýnir þetta mál,
ef satt er, sagði Njörður, að
Fyrirspurn
bandariski herinn telur sér allt
leyfilegt, og er þetta glöggt dæmi
um þá fyrirlitningu sem herinn
sýnir Islendingum i þessu máli.
— Málið mun verða tekið fyrir i
útvarpsráöi, og rikisútvarpinu er
nú ekki stætt á öðru en mótmæla
slikum aðferöum, sagði Niörður
ennfremur. — úþ.
Uppeldismálaþing
háð í Reykjavík
I gær hófst I Reykjavik upp-
eldismálaþing sem Samband
islenzkra barnakennara,
Landsamband framhaldsskóla-
kennara og Félag háskóla-
menntaðra kennara gangast fyrir
að Hótel Sögu. Þingiö hófst kl. 10 i
gærmorgun og stóðu fundir til kl.
18.30. 1 dag heldur það áfram kl.
10 og lýkur svo I kvöld kl. 18.
I gær flutti Jónas Pálsson
skólastjóri framsöguerindi um
skipan kennaramenntunar en á
eftir voru frjálsar umræður. Þá
flutti Andri tsaksson framsögu-
erindi sem hann nefndi: Grunn-
skólafrumvarpið og kennara-
menntun og voru frjálsar um-
ræður um málið að loknu fram-
söguerindinu.
Þá fóru fram hringborðsum-
ræður um tengsl atvinnuvega,
skóla og kennaramenntunar.
Kristján B. Ólafsson stjórnaði
þeim.
t dag verða hringborösum-
ræður: Getur öll kennara-
menntun haft sameiginlegan
kjarna? Þeim umræöum mun dr.
Þuriður Kristjánsdóttir stjórna.
Þá munu formenn þeirra félaga
og sambanda sem að þinginu
standa flytja framsöguerindi um
kennaramenntun og einingu
kennarastéttarinnar. Að þeim
loknum verða umræður, en þing-
inu lýkur eins og áður segir kl. 18 i
dag. Þess má að lokum geta að
þingið er opið öllum kennurum og
áhugafólki um uppeldis- og
skólamál.
-S.dór