Þjóðviljinn - 07.06.1973, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júni 1973.
Ur ársskýrslu Landsbanka Islands
Mikil innlánsaukning —
enn meiri útlánaaukning
— Innlánsa ukn in gin fyrstu
fimm mánuði ársins hefur verift
góð, almenn, dreifð aukning um
allt land, meiri aukning en sfð-
ustu mánuði ársins 1972.
Vaxtahækkunin hefur haft tals-
vert að segja I þessu sambandi,
en hún var 3% á sparisjóðsbókum
sem bundnar eru til eins árs, en
2% á almennum sparisjóðsbók-
um.
Ilins vegar hefur einnig orðið
mikil útlánaaukning, meiri en
Andstaða
við
úrsögn
Eins og menn muna til-
kynntu i siðustu viku ein sex
aðildarsambönd úrsögn sina
eða allt að þvi úr ÆSÍ. Meðal
þeirra voru Samtök islenzkra
kennaranema, en stjórn
þeirra samþykkti á fundi
sinum að leggja fram tillögu á
næsta þingi SIKN þess efnis,
að aðild að ÆSl yröi endur-
skoðuð.
En nú hefur blaðinu borizt
fréttatilkynning frá stjórn
skólafélags Kennaraháskóla
tslands en þar mun meirihluti
kennaranema vera saman
kominn. Er i henni lýst yfir
fullri andstöðu viö tilkynningu
stjórnar SÍKN. Fréttatilkynn-
ingin er svohljóðandi:
Vegna þess ástands sem
rikir innan Samtaka islenzkra
kennaranema, telur stjórn
skólafélags Kennaraháskóla
Islands fréttatilkynningu
stjórnar samtakanna, um úr-
sögn úr Æskulýðssambandi
tslands, engan rétt eiga á sér
og lýsir þvi yfir fullri andstöðu
sinni við áðurnefnda til-
kynningu.
Stjórn skólafélags
Kennaraháskóla tslands.
dæmi cru til um áður. Það er að
nokkru eðlileg skýring á þvl, að
mjög mikið hcfur verið um að
vera i atvinnulifinu, einnig hefur
aukin fjárþörf atvinnuveganna
áhrif á útlánaaukninguna. Vaxta-
hækkunin á að hafa áhrif til að
draga úr útlánum, en það er ekki
óeðlilegt að þeirra áhrifa gæti sið-
ar en áhrifa til innlánsaukningar.
Eitthvað á þessa leiö mælti
Jónas Haralz á fundi með frétta-
mönnum i gær, þegar bankaráð
Landsbankans og bankastjórar
hans skýrðu ársskýrslu Lands-
bankans fyrir árið 1972.
Innlán og útlán
Þessi mikla útlánaaukning
leiddi af sér óhagstæða lausafjár-
stöðu bankans um ca. 250 milj. á
árinu, en svo hefur verið sl. 2-3 ár.
Heildarveltan nam 687 miljöröum
og hafði aukizt um 24% á árinu.
Innlánaaukning árið 1972, mið-
að viö næsta ár á undan, var i
krónutölu 920 miljónir, en i pró-
sentu 13,5. Stærsti hluti innláns-
aukningarinnar voru spariinnlán,
en þau jukust um 619 miljónir
króna, eða um 12,5% á móti 21%
árið áöur.
Útlán bankans námu 8 miljörð-
um 855 miljónum króna i árslok
og höfðu aukizt um 1 miijarð 482
miljónir á árinu eða um 20%, en
aukningin árið 1971 varð 23%, og
séu endursölulán til Seðlabank-
ans undanskilin, varð útláns-
aukningin 17%. Útlánsaukningin
varð mest til sjávarútvegsins, 323
miljónir, til landbúnaðar 304 milj.
kr., og til iðnaðar 305 miljónir.
Stærstu útlánaliðir bankans eru
til sjávarútvegs 23% af öllum út-
lánum, til verzlunar 17,5% og til
iðnaðar 13,4%. Lán bankans til
ibúðabygginga jukust um 108
milj. króna.
Sparilánin
Helgi Bergs bankastjóri skýrði
frá þvi að spariinnlánakerfið
hefði fengið betri undirtektir hjá
almenningi en bankamenn höfðu
gert ráð fyrir.
3300 einstaklingar hafa tekið
þátt i þessu kerfi, miðað við 31.
marz, og fé inni bundið eftir þessu
kerfi orðið 44,5 miljónir króna.
Mest þátttaka i þessu sparnaðar-
kerfi varð á Reykjavíkursvæðinu,
eða 2700, en minni annars staðar
á landinu.
Útlán eftir þessu kerfi byrja i
haust hjá þeim sem ákváðu mán-
aðarlegan sparnað og innlegg i
eitt ár, en á næsta hausti hjá þeim
sem tóku til við tveggja ára
sparnað.
Byggingar og breyting-
ar
Landsbankinn geröi nokkrar
breytingar á rekstrinum sl. ár.
Aðalskrifstofa bankans var lögð
niður á árinu, en i hennar stað
stofnuð ný deil, erlend viðskipti,
en hún sér um þann hluta starf-
semi aðalskrifstofunnar sem
sneri að erlendum viðskiptum og
tók við nokkurri starfsemi á
þessu sviði, sem áður var séð um i
aðalbókhaldi.
Tveir nýir útibússtjórar voru
ráðnir á árinu, á Hvolsvelli og i
Grindavik, en á báðum þessum
stöðum var lokið við byggingar
nýrra bankahúsa, á báöum stöð-
um þó i samfloti með öðrum.
Fyrir mánuði eða svo var tekið
I notkun nýtt bankahús á Húsa-
vik, og nú á föstudag fyrir hvita-
sunnu verður opnað nýtt banka-
hús á Akranesi.
Scandinavian bank
i London
Landsbanki Islands er hluthafi
að banka Norðurlandaþjóða,
Scandinavian bank, sem rekinn
er i London. Hlutafjáreign Lands-
bankans er 3,2% af hlutafénu.
Banki þessi var stofnaður 1969.
Gekk starfsemi þessa banka vel á
árinu 1972 og var greiddur 6%
arður til hluthafa.
Sér þessi banki aðallega um út-
lánaviðskipti til norrænna fyrir-
tækja, en 90% af útlánum hans
fara til slikra. Kaupir bankinn lán
frá öðrum bönkum og lánar siðan
tii fyrirtækja. Kemur þetta sér
sérlega vel fyrir iðnaðarvarning
frá tslandi svo sem ullar- og
skinnavörur, og varning annarra
iðngreina þar sem þarf að veita
2ja til 3ja mánaða greiðslufrest.
Eins eru lánuð til islenzkra aðiia
fémæti úr banka þessum vegna
vélakaupa, til dæmis til kaupa á
Halli á rekstri hafn-
sögu og hafnarvörzlu
Hafnsögubátarnir óhagstœðir í rekstri
Talsverður halli varð á siðasta
ári á rekstri hafnsögu og vörzlu
við Reykjavíkurhöfn. og hefur
einkuni rekstur hafnsögubátanna
reyn/.t óhagstæður.
Áð þvi er fram kemur i árs-
skýrslu og reikningum Reykja-
vikurhafnar fyrir árið 1972 urðu
tekjur af skipaþjónustu, þ.e.
hafnsögu, bátum og hafnarvörzlu
24,8 m kr., en útgjöld vegna sömu
liða 30,1 m kr. Er það einkum
rekstur bátanna, sem er óhag-
stæður, segir i skýrslunni, en
einnig er slæm útkoma á hafnar-
vörzlunni. Hefur verið óskað eftir
leiðréttingu á gjaldskrá bátanna.
Kemur fram, að t.d. gjaidskrá
dráttarbátsins Magna er talin
alltof lág til að geta borið uppi
þær kostnaðarsömu viðhaldsað-
gerðir, sem hann nú þarínast.
Magni lauk 16 ára flokkaskoðun á
árinu, en bátur og vélar i'ara nú
að þurfa talsvert aukið viðhald.
og er búizt við nokkrum frátöfum
hans þess vegna en annar drátt-
arbátur af svipaðri stærð er ekki
til afleysingar.
Þá hefur nýjasti bátur hafnar-
innar, Jötunn, reynzt óeðlilega
dýr i rekstri. Einkum hefur vél
bátsins reynzt kostnaðarsöm.
Aðrir bátar hafnarinnar eru
Nóri, litill trébátur, sem lokið var
við endurnýjun á skrokk og vél á
s.l. ár, og Haki, sem þarf endur-
nýungar við mjögskjótlega. —vh
FISK VINN SLU SKÓLINN
Umsóknir um skólavist i undirbúningsdeild skólans, næsta haust,
skulu berast skólastjóra fyrir 20. júni n.k.
Afrit af gagnfræða- eða landsprófsskirteinum fylgi.
FISKVINNSLUSKÓLINN
Skúlagötu 4. Sími 20240
fiskvinnsluvélum. Banki þessi
kaupir og selur gjaldeyri og verð-
bréf.
Starfsemi og starfsfólk
Nýtt bankaráð var kosið á ár-
inu. Eru i þvi sömu menn og
næstu fjögur árin á undan, en
bankaráð eru kosin til fjögurra
ára i senn. Sú varð ein breyting,
að Einar Olgeirsson var skipaður
formaður i staö Baldvins Jóns-
sonar, sem gegnt hafði þvi starfi i
11 ár.
Starfsmannafjöldi Landsbank-
ans i árslok 1972 var 520 manns og
er aðeins 12 starfsmönnum fleira
en árið áður. 15 starfsmönnum
var bætt við úti á landi, einkan-
lega vegna nýju útibúanna, svo
starfsmannafækkun hefur oröið i
Reykjavik um 3. Segir i skýrslu
bankans að starfsmannafjölgunin
hafi eingöngu orðið úti á landi sið-
ustu árin, svo og i rafreiknideild-
inni.
Eitt og annað
Eitt og annað, sem ekki er að
finna i skýrslum, upplýstu banka-
stjórarnir fréttamenn um. Þar á
meðal það, að viðskiptamanna-
talning var gerð i Landsbankan-
um árið 1972, i eina viku. Þá viku
komu 2600 manns daglega i aðal-
bankann. Oftast koma daglega
um 600 manns i Vegamótaútibúið,
Framhald á bls. 15.
Ulf Anderson. Myndin var
tekin er hann keppti á Reykja-
vikurmeistaramótinu.
Anderson
vekur
athygli
Frammistaða Ulf Ander-
sons á meistaramótinu i Dort-
mund i V- Þýzkalandi hefur
vakið athygli, enda hafnaði
hann þar i öðru sæti, næstur á
eftir Hecht, en Spasski varð i
þriðja sæti. Ulf gerði jafntefli i
i 13. umferð við Spasski, en sú
skák var mjög hörð. Meðal
þekktra skákmanna, sem voru
fyrir neðan hinn unga Ulf
Anderson, voru Keres, Popov
og Marovic.
Finnskur handa-
yinnukennari leið
beinir íslenzkum
Um þessar mundir
dvelst hérá landi finnskur
handavinnukennari, Ruth
Henriksson, sem er lektor
í handavinnu viö
Laguska-menntaskólann í
Helsingfors. Hún leið-
beinir hér íslenzkum
handavinnukennurum og
einnig mun hún halda
fyrirlestur nk. fimmtu-
dagskvöld og er hann öll-
um opinn. Verður hann í
Norræna húsinu og hefst
kl. 20.30.
Ruth Henriksson er lektor i
handavinnu við Laguska-
menntaskólann i Helsingfors og
leiðbeinandi sænskumælandi
kennara um handavinnu i nýja
grunnskólanum, sem ætlað er
að verði að fullu tekinn til starfa
árið 1977. Hún hefur árum
saman verið i stjórn finnska
handavinnukennarasam-
bandsins, en i þvi eru 1300
félagsmenn. Ituth Henriksson
hefir unnið mikið að norrænni
samvinnu, en hugmyndin um
samtök handavinnukennara á
Norðurlöndum kom fyrst til tals
á norræna kennaramótinu i
Helsingfors 1957. Hún var aðal-
ritari á stofnþingi Norræna
handavinnukennarasam-
bandsins (NTF) i Helsingfors
1969, þar sem Island hafði sér-
staka deild á ljósmynda-
sýningunni „Textilslöjd i dag
och i morgon”. Ruth Henriksson
er annar fulltrúi Finnlands i
stjórn þessara norrænu sam-
taka. NTF ætlar að halda fyrsta
reglulega þing sitt 1.-3. ágúst i
Stokkhólmi og þá á að sam-
þykkja lög sambandsins. Þar
mun handavinnukennsla verða
rædd frá ýmsum hliðum, svo og
kennaraval og kennara-
menntun, markmið og leiðir og
skólastarfið sjálft. — Kröfur
þær, sem þjóðfélagið gerir til
þeirra verkefna, sem skólanum
ber að fást við, hafa orðið til
þess, að nemandinn, sem hinn
tilvonandi neytandi, er mál
málanna.
Samkvæmt grunnskólafrum-
varpinu er timi til handavinnu-
kennslu skertur að nokkrUj og
sagði Ruth á blaðamannafundi i
gær að hún teldi það bagalegt,
þar eð hlutverk handavinnu-
kennslu væri tviþætt, annars
vegar að kenna nemendum rétt
handtök við ýmiss konar handa-
vinnu og hins vegar skapar
þessi kennsla visst jafnvægi i
námi sem er nauðsynlegt hverj-
um einstaklingi. Þannig er ekki
stöðugt hægt að troða bóklegu
námi i fólk án þess að einhverju
jafnvægi i kennslu sé náð með
öðrum kennsluhætti.
Félag handavinnukennara og
Framhald á bl«. 15.
28 stofnuðu
félag
opinberra
starfsmanna
á Suðurlandi
Fimmtudaginn 31. mai s.l. var
stofnað félag opinberra starfs-
manna á Suðurlandi, skammstaf-
að F.O.S.S. Aðild að félaginu eiga
starfsmenn sveitarfélaga á
Suðurlandi og stofnana þeirra.
Verkefni félagsins er að vinna að
kjara- og hagsmunamálum opin-
berra starísmanna á Suöurlandi.
Stofnendur eru 28 manns frá
Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka,
Hveragerði og Þorlákshöfn. f
stjórn voru kjörin.til eins árs, for-
maður Sigfinnur Sigurðss., hag-
íræðingur, meðstjórnendur Guð-
finna ólafsdóttir, skrifstofu-
stúlka, Selfossi, Svanur
Kristjánsson, sveitarstjóri, Þor-
iákshöfn, Ólafui1 ólafsson, gjald-
keri, Selfossi,og Hörður óskars-
son, forstöðumaður, Selfossi.