Þjóðviljinn - 07.06.1973, Page 5
Fimmtudagur 7. júni 1973. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5
Sumarbúðir í Saltvík
Þar starfar einnig reiðskóli í sumar
Æskulýðsráð Reykja-
víkur hefur tekið upp þá
nýbreytni að starfrækja í
sumar svokallaðar Esju-
búðir, en það eru sumar-
búðir barna á aldrinum 11 -
13 ára. Húsnæðið í Saltvík
hefur veriðendurbætt mjög
og nú rúmast þar um 50
manns í einu i sumar-
búðum. Það er Valur
Steinar Þórarinsson sem
hefur annazt undirbúning
sumarbúðanna og skipu-
lagt starfsemi þeirra.
Einhverra hluta vegna er
innritun í sumarbúðirnar
mjög treg,og mætti af því
halda að þörf in væri nú loks
fullmettuð. Samkvæmt
þeim könnunum sem
gerðar hafa verið er þó
mikil þörf fyrir slíkar
sumarbúðir og vissulega er
athugunarefni hvers vegna
aðsókn í Esjubúðirnar er
svo slæm.
Annars var blaðamönnum
boðið i Saltvik sl. mánudag til að
lita á reiðskóla þann er Æskulýðs-
ráð og Fákur starfrækja þar i
sameiningu. Þar munu um 400
börn njóta leiðsagnar i sumar. 100
börn taka þátt i fyrsta námskeið-
inu og eru þau á aldrinum 9 - 14
ára. Alls verða haldin 4 námskeið
i sumar og þegar eru um 300 börn
búin að láta innrita sig.
Þessum 100 börnum er skipt i 2
hópa, árdegis-og siðdegishópa, og
meöan 20 börn sitja reiðskjótana
fara hin i skipulegar nátturu-
skoðunarferðir og leiki.
Lengd hvers námskeiðs er 2
vikur og kostar 3000 krónur. Inni-
faldarþar eru að sjálfsögðu
áætlunarferðir fram og til baka
hvern dag.
Blaðamenn komu i Saltvik er 20
krakkar úr siðdegishópnum voru
að leggja af stað i reiðtúr.
Hestarnir, sem flestir eru fengnir
að láni hjá Þorkatli á Laugar-
vatni, eru mestu gæöablóð og
hæfilega latir ef svo má að orði
komast. Einn klárinn, fararskjóti
9 ára stúlku, var þó öðrum latari
og fór i algjört verkfali. Vildi
hann sig hvergi hræra og neitaði
aigjörlega aö fylgja hinum hest-
unum. Hann var þó greinilega vel
upp alinn og reyndi ekki að kasta
knapanum af baki, enda var
stúlkan hin röggsamasta og
hvatti klárinn sinn sem mest hún
mátti. Hann lét þó ekki að stjórn
fyrr en kennarinn kom og upp-
lýsti knapann um að það væri
ekki nóg að hrista tauminn, það
þyrfti einnig að dangla i klárana
með fótunum. Og þótt daman
væri stuttfætt skildi reiðskjótinn
loks hvað hún vildi og tölti leti-
lega á eftir kollegum sinum.
Esjubúðir
Það er merkilegt athugunarefni
hvers vegna sú nýjung Æskulýðs-
ráðs, að starfrækja sumarbúðir i
Saltvik, hefur ekki reynzt vinsælli
en raun er. Samkvæmt könnunum
sem gerðar hafa verið er þörf
sumarbúða töluverö og af þeim
sökum lagði Æskulýðsráð i
endurbætur á húsakosti i Saltvik
og ákvað starfrækslu „Esju-
búða”. Vera kann að þetta þyki of
skammt frá Reykjavik, það getur
einnig verið að þörf sumarbúða sé
mettuð — eða fara börnin bara
með foreldrunum á Mæjorka?
Þátttakendum i Esjubúðum
verður skipt i hópa til daglegra
framkvæmda. Hver hópur starfar
undir leibsögn þjálfaðs hópstjóra.
Dagskrá vikunnar er þannig
samin, að hún höföi til sem flestra
áhugasviða barna á þessum aldri.
Helztu þættir hennar eru þessir:
a) Gengið verður á Esju og um
hliðar hennar. I þessum ferðum
verður safnað steinum og þátt-
takendur siðan aðstoðaðir við
greiningu þeirra.
b) Farið verður i fjöru, fjörulif
skoöað og þvi safnaö, sem áhuga-
vert þykir, og aðstoð veitt við
uppsetningu þess.
c) Bátur verður á staðnum og
þvi hægt að fara á sjó, ef veður
leyfir. Einnig er möguleiki á sjó-
böðum, ef veðurguöirnir verða
hliðholíir.
d) Þátttakendur aðstoöa við til-
tekt, uppvask og fegrun staðar-
ins.
e) Leiðbeint verður i iþróttum
og skipulögð mót meðan á dvöl
stendur.
f) Kvöldvökur verða á hverju
kvöldi og verður undirbúningur
og framkvæmd þeirra að mestu i
höndum þátttakenda. Hugsandi
er, að einnig gefist tækifæri tl
þess að fara á hestbak.
Ráðgerðar eru 7 Esjubúðir i
Saltvik i sumar og er timasetning
þeirra sem hér segir:
12. — 16. júni
18. — 23. júni
25. — 30. júni
2. — 7. júli
9. — 14. júli
16. — 21. júli
23. — 28. júli
Þátttökugjald verður 2.300,- kr.
og er innifalið i þvi uppihald, fæði
og ferðakostnaður. Innritunar-
gjald er 200,- kr.
Frekari upplýsingar veitir
skrifstofa Æskulýðsráðs Reykja-
vikur, Frikirkjuvegi 11, simi
15937 og forstöðumaður Esjubúða
Valur Steinar Þórarinsson, simi
32227.