Þjóðviljinn - 07.06.1973, Page 6
fi SiDA - Þ.I6nVll..MNNFimmtudagur 7' JúnI 1973~
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA/
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan óiafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur).
Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi.
Lausasöluverö kr. 18.00.
Prentun: Blaöaprent h.f.
NÁTTÚRUVERND í ÞÁGU MANNSINS
Náttúruvernd er tiltölulega nýtt orð i is-
enzkri tungu, það eru aðeins fá ár siðan
Dað varð mönnum munntamt. Rúmur
íálfur annar áratugur er siðan orðið vann
sér þegnrétt i lagamáli, en það var þegar
sett voru hin fyrri lög um náttúruverndar-
ráð 1965. Orðið náttúruvernd og sú hugsun
sem i þvi felst varð þó ekki almennings-
eign fyrr en mjög nýlega.
Á siðustu árum hafa sprottið upp nátt-
úruverndarfélög viða um land, og það eru
þau — svo og samtök þeirra og annarra á-
hugafélaga um skyld málefni, LAND-
VERND — sem hafa gert náttúruvernd að
máli allrar þjóðarinnar.
Náttúruverndarhreyfingin er hin þarf-
legasta, þvi að hún beinir kröftum manna
að þjóðnýtu verndunar- og uppbyggingar-
starfi. Hún glæðir um leið tilfinningu þjóð-
arinnar fyrir verðmætum og kostum
landsins, svo og takmörkunum þess.
Náttúruverndarhreyfingin kennir að
maðurinn sé hluti náttúrunnar, en ekki al-
gjör herra hennar. Hann gæti að visu not-
fært sé ýmis lögmál hennar og látið þau
vinna fyrir sig, en hann þurfi ævinlega að
sýna tillitssemi og skilning á náttúrunni.
Um leið hefur mönnum orðið ljóst að sam-
hengi i náttúrunnar riki eru æði flókin, og
það þarf miklar visindarannsóknir til að
kynnast þó ekki sé nema þeim helztu. Inn-
grip geta þvi haft ófyrirséðar afleiðingar,
einkum nú á dögum siaukinnar og af-
kastameiri tækni.
Náttúrvernd er miklu meira en það að
vernda fagra og sérkennilega staði, ein-
kennilegar og sjaldgæfar tegundir i lifriki.
Náttúruvernd er einnig það að halda við
lifriki yfirleitt, og þannig tengist hún land-
helgismálinu og öllum friðunar- og vernd-
unaraðgerðum i fiskveiðimálum.
En fyrst og siðast verður að hafa það i
huga, að náttúruvernd er og hlýtur að
vera i þágu mannsins og mannlifsins. Það
er maðurinn sem þarf á þvi að halda að
fjölbreytnin minnki ekki i þvi sem kallað
er náttúrunnar riki. Brostinn hlekkur
kann að hafa keðjuverkandi áhrif, en
einnig þó svo sé ekki hefur orðið sjónar-
sviptir og oftast mælanlegt efnahagstjón.
Náttúruvernd i þágu mannsins vekur
einnig spurningar um frelsi til aðgangs að
náttúrugæðunum og jöfnuð i þvi að njóta
þeirra.
Það er of oft sagt að ísland sé fátækt
land og snautt að auðlindum. Vissulega er
þetta rétt ef einblint er á það sem stóð
undir stóriðnaði i klassískum stil, kol og
málma. En hér eru auðlindir sem i raun
og veru eru miklu mikilvægari i nútima
samfélagi.
Án þess að fallvötnum og jarðhita sé
gleymt skal það fullyrt að auðlindir ís-
lands séu fyrst og fremst lifrænar og af
tvennum toga.
Annað er lifmagnið á landi og i legi, sem
er gróðurmoldin og fiskstofnarnir. Þessar
auðlindir standa undir framleiðslu á
mestu hörgulvöru nútimans, matvælum.
Sú þjóð er ekki á flæðiskeri stödd sem er
aflögufær i þeim efnum. En akurinn þann
þurfum við að læra að vernda, rækta og
nytja. Það er langt frá þvi að við kunnum
allt sem kunna þarf i þvi sambandi.
Fyrsta skrefið ér auðvitað að fá yfirráð
yfir þessum auðlindum. Landið og gróður
þess eigum við — það er rétt — en við
megum ekki láta sjónarmið einkaeignar-
réttar hindra okkur i að gera réttar og
nauðsynlegar ráðstafanir til viðtækrar
landverndar. Við eigum i harðri baráttu
til yfirráða yfir hafinu sem að réttu fylgir
landinu og yfir fiskstofnunum sem þar
eiga heimkynni sin. Engum dettur annað i
hug, en þar sé á ferð sameign þjóðarinnar
og auðveldar það mjög skynsamlega nýt-
ingu, og er þó óleystur vandi ærinn á þvi
sviði.
Hin hliðin á náttúruauðlindum landsins
snýr einmitt að þvi sem kallað hefur verið
félagsleg náttúruvernd. 1 þvi felst aðgang-
ur almennings að hinni lifandi náttúru til
að njóta hennar i starfi og i hvild, til úti-
veru og annarrar snertingar. Þetta er
mjög mikilvægur hluti af lifskjörum allra
þeirra sem farnir eru að hafa meira en i
sig og á. Þetta eru þvi framtiðarverðmæti
allrar alþýðu. Hafa ber i huga að þessi
verðmæti, svo rikulega útilátin sem þau
virðast á íslandi, eru orðin býsna sjaldgæf
og einokuð af auðmönnum úti i hinum
stóra heimi.
Hin félagslegu verðmæti náttúrunnar
þarf að varðveita ekki siður en þau sem
kölluð eru efnahagsleg. Það má ekki liða
iðnaðarstarfsemi að fordjarfa þau eins og
viða hefur gerzt erlendis. Það má ekki
heldur láta einkaeignarrétt peningavalds-
ins ræna landinu frá almenningi. Hvort
tveggja þetta tilheyrir verkefnum nátt-
úruverndar i þágu mannsins. Hvort
tveggja er vörn gegn sóun og arðráni.
her og vestrœn
Einar Ingimundarson. Keflavík:
Landhelgi,
samvinna
Landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins er tiltölulega nýlokið og
sem títt er um slíkar samkund-
ur, lét fundurinn frá sér fara
ýmsar ályktanir um þjóðmál
og þar á meðal landhelgismál-
ið og þess krafizt að hin nýja
50 mílna fiskveiðilögsaga sé
varin og þess krafizt að land-
helgisgæzlan sé aukin og efld.
Tillögur í þessa átt munu
þykja sjálfsagðar og í samræmi
við þjóðarhag en hafa þarf
hliðsjón af ýmsu áöur en til-
lögur þess flokks eru teknar of
alvarlega. Á það má minna að
fyrir tæpum tveim árum lauk
þriggja kjörtímabila viðreisn-
arstjórn íhalds og krata og
eina afrek þeirra er viðkemur
landhelgi er samningurinn við
Breta og V.-Þjóðverja frá
1961, en hann er með þeim
eindæmum gerður að sam-
kvæmt honum telur Alþjóða-
dómstóllinn í Haag sig hafa
dómsvald í landhelgismálinu
sem Bretar og V.-Þjóðverjar
hafa lagt fyrir dóminn.
Varðandi þá kröfu Sjálf-
stæðisflokksins að auka og efla
landhelgisgæzluna þá er þar
um nauðsyn að ræða, en á hitt
ber að líta eftir að þessi mál
hafa heyrt undir Sjálfstæðis-
flokkinn á annan áratug, þá
er það einmitt vegna slæmrar
stjórnar á þessum málum og
öðrum að meirihluti þjóðar-
innar taldi rétt í síðustu kosn-
ingum að skipta um stjórn í
landinu og einmitt þess vegna
er búið að færa fiskveiðilög-
söguna út í 50 mílur. Hefði
viðreisnarstjórnin svokallaða
ætlað að færa fiskveiðilögsög-
una út þá hefðu þeir herrar
er þá voru við völd verið farn-
ir að undirbúa það fyrir síð-
ustu Alþingiskosningar en á
slíku bólaði ekki, enda bundn-
ir á höndum og fótum með
samningnum fræga frá 1961.
Þrátt fyrir útfærsluna vant-
ar töluvert á að sigur sé unn-
inn í því máli. Samkvæmt
samningnum frá 1961 telja
Bretar og Vestur-Þjóðverjar
útfærsluna brot á téðum
samningi og liafa haldið skip-
um sínum til veiða innan hinn-
ar nýju lögsögu eins og þeir
hafa komizt upp með.
Uppi hafa verið raddir um
það að landhelgin hafi verið
ver varin en geta varðskip-
Einar Ingimundarson
anna segði til um og hafa ýms-
ir látið sér detta í hug að sam-
band væri á milli linkindar í
yfirstjórn gæzlunnar og áhuga
manna um vestræna samvinnu
í Nató.
í Þjóðviljanum 4. maí er
birt bréf frá Stefáni Jónssyni
til forsætisráðherra. í því
stendur meðal annars:
„Veizt þú að skipstjórar
gæzlunnar staðhæfa að þeir
hefðu getað tekið tugi togara
og fært til hafnar og dóms ef
þeir hefðu notið til þess eðli-
legs stuðnings yfirstjórnar gæzl-
unnar og |ieirrar hvatningar í
stað latningar eða jafnvel hót-
ana um að þeir kunni að hafa
verra af?
Er þér kunnugt um þá stað-
hæfingu skipstjóra landhelgis-
gæzlunnar að þeir gætu langt
til haldið miðunum hreinum
af útlendingum ef þeir fengju
að beita varðskipunum eins
og hægt er?
Veizt þú að haft er við orð
meðal áhafna varðskipanna að
okkur stafi meiri ógn af svik-
semi í stjórn landhelgisgæzl-
unnar heldur en af skipulagðri
sókn þýzku og brezku togar-
anna inn í fiskveiðilögsög-
una?“
Svo brá við að eftir að bréf
Stefáns var birt í Þjóðviljan-
um voru fljótlega gerðar þær
breytingar varðandi störf land-
helgisgæzlunnar að skipherr-
unum voru gefnar frjálsari
hendur til að eiga við veiði-
þjófa og það hafði þau áhrif
að brezkir togaraskipstjórar
gáfust upp og sigldu út fyrir
50 mílur og er skýrt frá því
í blöðum 18. fyrra mánaðar.
Hinn 19. maí er frá því
skýrt í sjónvarpi og hljóðvarpi
að floti hennar hátignar hafi
haldið inn í íslenzka fiskveiði-
lögsögu brezku togurunum til
verndar, þrjár freigátur eru
þegar komnar er þetta er rit-
að.
Þá er komið það sem áhuga-
menn um vestræna samvinnu
hafa mest óttazt.
Þegar búið er að knýja það
í gegn að fiskveiðilögsagan sé
varin af þeirri einurð og festu
sem við getum við komið
sendir brezka herveldið her-
skip á miðin til verndar sín-
um veiðiþjófum.
Við erum í NATO. Bretar
eru í NATO. Við höfum hér
her frá NATO-ríki, að sjálf-
sögðu til verndar okkur og til
verndar friðar í heiminum.
Það hefur lítinn tilgang að
vera í hernaðarbandalagi ef
eitt af stærri ríkjum þess
bandalags kemst upp með að
beita það minnsta hernaðar-
legu ofbeldi, því í dag hafa
Bretar tekið upp sama hátt
og 1958 og sent herskip á mið-
in.
Þessu ber að svara af einurð
og festu, það verður ekki bet-
ur gert á annan hátt en með
úrsögn úr NATO, þá hlýtur
endurskoðun herverndarsamn-
ingsins að vera óþörf, þar sem
herinn er á vegum NATO
kemur brottför hans sjálf-
krafa um leið og við yfirgef-
um NATO.
Sé haldið á landhelgismálinu
af einurð og skynsemi þá blas-
ir þar við fullnaðarsigur, því
eftir upplýsingum Haraldar
Kröyer ambassador Islands hjá
Sameinuðu þjóðunum telur
hann að um % aðildarríkja
aðhyllist 50 mílna landhelgi
eða meira og þeim ríkjum hef-
Framhald á bls. 15.