Þjóðviljinn - 07.06.1973, Qupperneq 7
Fimmtudagur 7. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Vestur-þýzkar
stórborgir að
sligast undan
einka-
bílismanum
l nýlegu eintaki af
sænska blaðinu Dagens Ny-
heter er að finna fróðlega
grein um plágu einkabíl-
ismans í Vestur-Þýzka-
landi. Greinin er byggð á
skrifum þýzka blaða-
mannsins Heinz Paar-
manns í mánaðarritinu
Neue Politik. Heinz þessi
hefur gert vísindalega út-
tekt á áhrifum sívaxandi
f jölda einkabíla í landinu á
líf borgarbúa/ og koma
fram i henni ýmsar ógn-
vekjandi staðreyndir um
eiturútblástur, hávaða-
mengun og fleiri Ijóta hluti
sem einkabilisminn hefur í
för með sér.
Greinarhöfundur hefur mál sitt
á því að segja að i siðasta lagi ár-
ið 1978 muni rikja alger ringulreið
i vestur-þýzkum stórborgum. Það
eru ekki róttækir andófshópar
sem ógna lifi borganna, heldur
velséðir bilaeigendur sem þjóðfé-
lagið heldur sinni almáttku
verndarhendi yfir og styður á all-
an hátt. Verði þróun umferðar-
mála ekki breytt mun umferðin
springa algerlega.
Fleiri og fleiri.
Samtals eru nú til 17 miljónir
bila i Vestur-Þýzkalandi og aukn-
ingin er mjög hröð. Fyrsta árs-
fjórðung þessa árs voru skráðir
yfir 675 þúsund nýir bilar, og er
það 8.3% aukning miðað við sama
tima i fyrra.
Yfirvöld rikis og bæja hafa gef-
izt upp i baráttunni við bilafjölg-
unina. Það er einfaldlega ekki
hægt að byggja borg sem miðuð
er við þarfir bilsins og það er enn
örðugra að byggja borg er miðuð
er við þarfir fólks ef ekki er bönn-
uð öll umferð bila i miðbæ henn-
ar.
15 miljónir tonna
af eitri árlega
Þessar 17 miljónir bila spúa ár-
lega frá sér 7 miljónum tonna af
kolsýru, 2.5 miljónum tonna af
köfnunarefnioxiði, 3 miljónum
Þessi mynd er táknræn fyrir yfirgang bilismans gagnvart börnum og þann forgang sem billinn hefur
fram yfir þau. Hér hefur blikkbeljan lagtundir sig barnaleikvöll Austurbæjarskólans.
Látum þessa mynd minna okkur á að einkabilisminn er alþjóðlegt vandamál og að á hverju ári spúa
islenzkar blikkbeljur milli 40 og 50 þúsund tonnum af eitri út i andrúmsloftið og magnið fer sivaxandi.
BLIKKBEUAN
Ólíft í andstöðu.
Offjölgun bila hefur einnig haft
i för með sér að ólift verður i
borgum amk. fyrir börn sem
harðast verða úti i gerningaþok-
um eiturútblástursins. Það hefur
verið reiknað út i Vestur-Þýzka-
landi að hvert barn hefur tvo og
hálfan fermetra af leikrými utan
dyra i landinu,en billinn hefur 30
fermetra til umráða af bilastæð-
um og öðrum útskotum.
Tveggja til f jögurra ára börn og
börn i vögnum og kerrum verða
mest fyrir barðinu á útblæstri
bila. Paarmann heldur þvi fram
að útblásturinn ásamt hávaða
umferðarinnar sem nemur 80-90
desibelum hljóti að hafa mjög ó-
heillavænleg áhrif á börnin.
Einhver hættulegasti hlutur
sem komið getur fyrir stjórn-
málamann i Vestur-Þýzkalandi
er að lenda i útistöðum við bila-
eigendur eða samtök þeirra. Þeg-
ar umferðarmálaráðherra lands-
ins kom á 100 km hámarkshraða á
venjulegum þjóðvegum lá við að
hann sætti ofsóknum af hálfu bál-
reiðra bilstjóra. Frjáls ökuhraði
þykir vera partur af lýðréttindum
i landinu.
,,Ef skynsemin sigrar ekki i
baráttunni við bilinn,endar með
þvi að bilarnir gleypa hver ann-
an” er haft eftir Manfred
Schreiber lögreglustjórai Múnch-
en.
Og önnur tilvitnun, að þessu
sinni i yfirborgarstjórann i
Frankfurt am Main: „Umferðin i
stórborgunum mun lenda i einum
hrærigraut i siðasta lagi 1978. Ég
hef ekki hugsað mér að hreyfa
litlafingur til að sporna við þeirri
þróun.”
Forveri hans i embætti spáði
þvi þegar á sinum ferli að i fram-
tiðinni yrðu bilarnir að aka á
skrúðgönguhraða og að gjaldið
fyrir bilastæði yrði að vera um
300 krónur á timann.
tonna af kolvetni, 2.5 miljónum
tonna af sóti og sjö þúsund tonn-
um af blýefnum. Alls eru þetta
fimmtán miljónir tonna af eitur-
efnum og eru þvi bilarnir ábyrgir
fyrir 60 hundraðshlutum af allri
eiturmengun i Vestur-Þýzka-
landi.
Paarmann segir að stóra
spurningin sé hvernig þjóðfélagið
fá varið það að ýta undir þá miklu
umhverfisröskun sem leiðir af þvi
að hver bilstjóri fær óhindrað að
láta frá sér hartnær eitt tonn af
eitri árlega — og það i landi sem
245 manns eru um hvern ferkiló-
metra.
Allir eru hættir að búast við að
fá eiturlausa ávexti og grænmeti
þvi það og trén i borgum hafa
orðið undir i baráttunni við bilinn.
Um slika þróun er gott dæmi til
frá Frankfurt am Main, þar sem
verið er að reyna að búa til bil-
laust hverfi i miðborginni. Þar
hafa hin 23 þúsund tré borgarinn-
ar orðið mjög illa úti vegna bil-
ismans. Paarmann bendir á að
fullvaxið og eðlilegt tré gefi frá
sér 1.7 kiló af súrefni á klukku-
tima og fullnægi þörfum 10
manna fyrir súrefni. A þessu sést
hversu mikil áhrif það hefur þeg-
ar 23 þúsund tré láta af þeirri iðju
sinni að framleiða súrefni.
Bilstjórinn sleppur ekki.
Það merkilegasta við þetta allt
saman er þó, að bilstjórarnir
sjálfir gera sér ekki grein fyrir
þvi álagi sem þeir gangast undir.
Sá sem situr undir stýri á bil and-
ar að sér jafn mikilli kolsýru og
verkamaður i koksverksmiðju.
Þar við bætist sálrænt álag sem
hann verður að þola i umferðinni
með allan hennar ógnarhávaða.
Það álag er margfalt meira en
flugmaður verður fyrir i starfi. 1
ljósi þessa er auðskilið hvers
vegna árekstrar i umferðinni tak-
markast ekki við bilana, heldur
eru hnefarnir latnir ráða þegar
illt blóð hleypur i bilstjórana.
Barátta um bilastæði getur endað
með mannvigum.
Bllstjórarnir verða stöðugt að
hafa það i huga að i hvert sinn
sem þeir fara út i umferðina setja
þeir sjálfa sig og aðra i lifshættu.
Það hefur verið sannað visinda-
lega að af hverjum 30 mönnum
sem aka bil i 30 ár missir einn lifið
og átta slasast alvarlega.
Tiundi hver bill verður árlega
slysum að bráð. Kostnaðurinn við
umferðaróhöpp i Vestur-Þýzka-
landi skiptir miljarða-tugum ár-
lega. Beinn kostnaður við tjón á
mönnum og munum er talinn
vera á milli þrjú og fjögur hundr-
uð miljarða islenzkra króna á ári.
Séu allir hugsanlegir kostnaðar-
liðir teknir með i reikninginn
hækkar sú upphæð i uþb. 750 mil-
jarða. Samanlögð velta vestur-
þýzks iðnaðar er einhvers staðar
á milli þessara upphæða.
Veganetið dregst aftur úr.
Það stoöar ekkert að leggja
meiri vegi og hraðbrautir. Það er
blekking að gera sér i hugarlund
að unnt sé að auka veganetið á
sama hraða og bilafjölgunin fer.
Hið þýzka dótturfyrirtæki Shell-
hringsins hefur reiknað út að
fram til 1985 megi vænta 30%
aukningar á veganetinu, en á
sama tima mun bilum fjölga um
190%. Ef halda ætti umferðinni á
svipuðu stigi og hún er nú með
allri þessari aukningu myndi það
kosta sextiu þúsund miljarða is-
lenzkra króna er niðurstaða Shell.
Paarmann lýkur máli sinu á að
hvetja fólk til að berjast pólitiskri
baráttu gegn bilaplágunni. Of-
vöxtur bilaflotans er nefnilega
ekki i þágu hins opinbera. Þvert á
móti eru það hagsmunir hins op-
inbera að bilaplágunni linni. Það
verður að afnema þau lýðréttindi
að eiga einkabil.
Bilafjölgunin rænir manneskj-
una möguleikanum til að lifa
mannsæmandi lifi. Það má ekki
henda.
(ÞH endursagöi)