Þjóðviljinn - 07.06.1973, Page 12
12 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 7. júnt 1973.
Sjóðir Samvinnu-
trygginga jukust
um 73,3 milj. kr.
Mitt í öllum taprekstrinum:
Sunnudagur 10. júnl.
(Hvítasunnudagur).
Kl.10.00 Hljómlist i Tanga-
radiói.
Kl. 10.00 Leikir og starf, sbr.
laugardag.
Kl.14.00 Hátíöadagskrá.
Kl. 16.00 tþróttakeppni:
a) Knattleikir.
b) Viðavangshlaup (konur).
Kl. 17. 00 Sýningar:
a) Júdósýning á vegum Júdos.
Isl. stjórn. Edward Mulln 4. dan.
b) Lyftingasýning á vegum Lyft-
ingas. tsl.
c) Nemendur úr Reiðskóla
Rosemary Þorl.d.
Kl. 21.00 Kvöldvaka:
a) Karl Einarsson skemmtir.
b) Litið eitt.
c) Dansleikir. Hljómsv. Þorst.
Guðm. og Mánar skemmta.
Mánudagur 11. júnf.
(Annar i hvitasunnu)
Kl. 10.00 Dagskrá Hjáiparsv.
skáta.
a) Björgunarsýningar.
b) Jeppakeppni (torfæruakstur,
úrslit).
Kl. 12.00 Vor i Dal lokið.
Aðgangseyrir að hátiðinni er
kr. 750, sé komið á föstudag eða
laugardag, en 500 kr. komi menn
á sunnudag.
Það er naumast. Búið að bera á borð fyrir okkur
:0.=-
Sólin snýst umhverfis jörðina og jörðin snýst í kringum
fiðrildin.
^ LAUS STAÐA
Staða bæjarstjóra á Seyðisfirði er laus til
umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un, fyrri störf og kaupkröfur sendist
bæjarráði Seyðisfjarðar fyrir 25. júni
næstkomandi.
Starfinu fylgir embættisbústaður og veit-
ist það frá 1. okt. n.k.
Bæjarráð Seyðisfjarðar.
Blakáhugafólk
Blakdeild Víkings verður stofnuð
fimmtudaginn 7. júni kl. 20,30 að Hótel
Esju.
Allt blakáhugafólk, ungt og gamalt, boðið
velkomið.
Undirbúningsnefnd.
ÞEGAR DÝRIN™knar'
.. e JEAN
HOFÐU MÁL EFFEL
Aðalfundur Samvinnu-
trygginga, Líftrygginga-
félagsins Andvöku og
Endurtryggingafélags
Samvinnutrygginga h.f.
voru haldnirað Hótel KEA
á Akureyri föstudaginn 2 .
maí s.l. Fundina sátu 16
fulltrúar víðsvegar að af
landinu auk stjórnar
félaganna, framkvæmda-
stjóra og nokkurra starfs-
manna.
Erlendur Einarsson, forstjóri,
flutti skýrslu stjórnarinnar. Þar
kom m.a. fram að heildarið-
gjaldatekjur Samvinnutrygginga
námu kr. 603,1 milj. á árinu 1972,
en það var 26. reikningsár
félagsins. Höfðu iðgjalda-
tekjurnar aukizt um kr. 116,2
milj. frá fyrra ári. Heildarið-
gjaldatekjur Liftrygginga-
félagsins Andvöku námu kr. 11,7
milj. á árinu 1972 og höfðu aukizt
um kr. 2,4 milj. frá fyrra ári.
Iðgjaldatekjur Endurtrygginga-
félags Samvinnutrygginga h.f.
námu á árinu 1972 kr. 99,3 milj.,
en voru kr. 12,7 milj. árið 1971.
Iðgjaldatekjur allra félagsmanna
námu þvi samtals á árinu 1972 kr.
714,2 milj. á móti kr. 508,8 milj.
árið 1971.
Nokkur tekjuafgangur varð á
rekstri Samvinnutrygginga á
árinu 1972, eða kr. 14,4 milj. og
hefur þá verið tekið tillit til taps á
ökutækjatryggingum að fjárhæð
kr. 17,8 milj. Af tekjuafganginum
verðakr. 10,3 milj. endurgreiddar
til tryggingatakanna, og nemur
þá tekjuafgangur, sem Sam-
vinnutryggingar hafa endurgreitt
til tryggingatakanna, kr. 90,5
miij. frá þvi fyrst var unnt að
endurgreiða tekjuafgang árið
1949.
Heildartjón Samvinnu-
trygginga, greidd og áætluð
ógreidd, námu samtals 383,7 milj.
og var tjónaprósentan 63,63% á
móti 75,56% árið 1971.
Tryggingasjóður Andvöku nam
i árslok 1972 kr. 38,4 milj. og
bónussjóður kr. 8,8 milj. Saman-
lögð tryggingaupphæð lif-
trygginga i gildi hjá félaginu i
árslok 1972 var kr. 2,551 miljón.
Sjóðir Samvinnutrygginga, þ.e.
Frá aðalfundi Samvinnutrygginga. Eriendur Einarsson I ræðustól, stjórn trygginganna viö
borð vinstra megin ræðustóls, en hægra megin fundarstjóri og forstjóri Samvinnutrygginga.
iðgjalda og tjónasjóðir,
fyrningasjóður fasteigna, vara-
sjóður, höfuðstóll og eigið
tryggingafé námu i árslok 1972
kr. 485,8 milj. og höfðu aukizt um
73,3 milj. frá fyrra ári.
t stjórn félaganna voru endur-
kjörnir Jakob Frimannsson, fv.
kaupfelagsstjóri, Akureyri, og
Karvel ögmundsson, útgerðar-
maður, Ytri-Njarðvik. Aðrir i
stjórn eru: Erlendur Einarsson,
forstjóri, Reykjavik, formaður,
Ingólfur ólafsson, kaupfélags-
stjóri, Reykjavik, og Ragnar
Guðleifsson, kennari, Keflavik.
VOR I DAL
nefnist hátíð UMFÍ
í Þjórsárdal um hvítasunnuna
Eins og kunnugt er orðið fór
Æskulýðsráð rikisins þess á leit
við Ungmennafélag lslands aö
það gengist fyrir útiskemmtun
um hvitasunnuna 1973.
Ungmennafélag Islands varð
vel við þeirri málaleitan Æsku-
lýðsráðs og hóf undirbúning þá
þegar. Skammur timi var til
stefnu en á verkefninu var tekið
af festu og er nú allvel á veg kom-
ið. Ungmennafélag Islands hefur
skipað framkvæmdanefnd frá
þeim aðilum, sem meginþunginn
af þessari framkvæmd hvilir á. I
henni sitja eftirtaldir aðilar:
Sigurður Geirdal framkv.stj.
UMFt. Guðmundur Gislason
framkv.stj. UMSK, Jóhannes Sig-
mundsson form. HSK.
Framkvæmdanefndin hefur
siðan ráðið sér starfsmenn og eru
þeir:
Hafsteinn Þorvaldsson fram-
kvæmdastjóri, Pétur Einarsson
blaðafulltrúi. (Simi: 14317). Ein-
kennisorð hátiðarinnar hafa verið
valin: „VOR 1 DAL”.
Dagskrá hátiðarinnar er nú
fullfrágengin, og litur hún svona
út:
Föstudagur 8. júnl.
Kl. 18.00 Hljómlist i Tanga-
radiói.
Kl. 20.00 Dansleikir. Hljómsv.
Þorst. Guðm. og Mánar
skemmta.
Laugardagur 9. júnl.
Kl. 09.00 Hljómlist i Tanga-
radiói.
Kl. 10.00 Leikir og starf:
a) Landgræðsla.
b) Leiktæki.
c) Fjallgöngur.
d) Sundlaugarferð.
e) tþróttir.
f) Hestaleiga.
kl. 16.00 Iþróttakeppni:
a) Knattleikir.
b) Viðavangshlaup (karlar).
c) Jeppakeppni (torfæruakstur).
kl. 21.00 Kvöldskemmtun.
a) Ómar Ragnarsson skemmtir.
b) Litið eitt
c) Dansleikir. Hljómsv. Þorst.
Guðm. og Brimkló skemmta.
Kl. 02.00 Flugeldasýning.
Stofnfundur náttúru-
verndarsamtaka á
Suðurlandi
Ahugamenn um náttúruvernd á
Suðurlandi boða til stofnfundar
samtaka um náttúruvernd næst-
komandi laugardag I félagsheim-
ilinu llvoli, Hvolsvelli, og hefst
hann kl. 3 e.h.
Félagssvæði þessara nýju sam-
taka nær yfir Árnes-, Rangár-
valla- og V-Skaftafellssýslu, en
slik félög eru þegar starfandi I
öllum landshlutum nema á
Vesturlandi auk Suðurlands.
Þegar er orðið ljóst að áhuga-
mannafélögin gegna mikilvægu
hlutverki fyrir náttúruverndar-
hreyfinguna i landinu. Þau eru
nauðsynlegur vökuaðili heima i
héruðum og i þeim fara fram um-
ræður, þar sem hugmyndir koma
fram og þróast. Einnig eru þau
framkvæmdaraðilar, t.d. um
söfnun gagna um náttúruminjar,
og tengiliðir á milli Náttúru-
verndarráðs og almennings i
byggðum landsins.
A fundinum á laugardaginn
verður gengið frá lögum fyrir hin
nýju samtök, rætt ýtarlega um
markmið og verkefni samtak-
anna og einnig mun Eyþór Ein-
arsson, varaformaður Náttúru-
verndarráðs, skýra frá starfi og
starfsháttum ráðsins og ræða
nokkuð um gróðurverndarmál.
Mikilvægt er að allir áhuga-
menn um náttúruvernd á Suður-
landi gangi til samstarfs innan
hinna nýju samtaka og veiti þeim
lið. — (Fréttatilk.)