Þjóðviljinn - 07.06.1973, Qupperneq 13
Fimmtudagur 7. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
forsætisráðherrann hafi augastað
á honum sem eftirmanni. Quentin
hafði aðeins verið þingmaður i
tvö ár þegar hann var gerður að-
stoðarráðherra. Hann var alltaf i
sendinefndum til útlanda. Og
þegar siðasti sendifulltrúinn i
London dó skyndilega, var Quent-
in sendur þangað. Starfið heyrir
undir utanrikisþjónustuna, en i
þvi er ævinlega stjórnmálamað-
ur. Ýmist er verið að verðlauna
þá fyrir unnin störf, eða byggja
þá upp fyrir annað og meira.
Quentin er bersýnilega i seinni
hópnum. Svo leiðrétti hann þetta:
— Eða var.
Malone fann hvernig smám
saman birti i hugskoti hans; and-
rúmsloftið i skrifstofu Flannerys
hafði fyllt huga hans þoku, en nú
var hann aftur farinn að hugsa
skýrt. — Og nú eru alrikiskosn-
ingar fyrirhugaðar i júli og úrslit-
in tvisýn — þess vegna myndi
safamikið hneyksli vera kærkom-
ið, er það svo?
— Kosningar hafa unnizt á
minna. Verkamannaflokkurinn
þarf aðeins að gefa i skyn að for-
sætisráðherrann hafi ekki næga
dómgreind i mannavali. Hann
hefur verið óheppinn með einn
eða tvo ráðherra. Ef þetta bætist
ofaná, fer verkamannaflokkurinn
að spyrja, hvort hann sé i raun-
inni fær um að stjórna landinu.
— Einhvern veginn finnst mér
þetta naglaleg aðferð til að
ákveða framtið heils lands.
— Þú ættir að lesa meiri mann-
kynssögu, Scobie. Þjáningasvip-
urinn sem þú sérð stundum á and-
liti stjórnmálamanns, stafar af
hnifstungu i bakið. Sumir bezt
metnu mennirnir i mannkynssög-
unni, hafa verið fimir að beita
hnifnum.
— En Flannery er þó ekki að
hugsa um að fara yfir I alrikis-
stjórnmálin, eða hvað?
— Auðvitað ekki. Hér i Nýja
Suður Wales er hann kóngur. Af
hverju ætti hann að vilja fara til
Canberra og verða aðeins smá-
prins þar? Nei, þetta er ekki ann-
að en persónuleg óvild milli hans
og forsætisráðherrans.
— Og Quentin — hvað er hann?
Skyttan i vefnum?
— Hann er morðingi, Scobie.
Þú þarft ekki að hugsa um annað
en það.
Þeir voru komnir að útidyrun-
um að hrörlega hjallinum sem
Brúðkaup
21. april s.l. voru gefin saman i
hjónaband Anna Alexia
Sigmundsdóttir og Einar
Guðmundsson. Sr. Oskar J. Þor-
láksson gaf brúðhjónin saman.
Heimili þeirra er að Melgerði
2lA, Kópavogi.
Ljósmyndastofa Kópavogs.
var aðalstöðvar lögreglunnar.
Innanum stál og glerhallirnar i
kring var hann eins og fornlegt
minnismerki af vafasömum upp-
runa, ef til vill eina byggingin
sem frumbyggjarnir höfðu reist.
Löggæzlan hefur alltaf verið oln-
bogabarn i Astraliu; af hverju
ætti lögregluþjóni endilega að liða
vel? Þeir gengu inn i skuggsýnt
anddyrið og inn i fornlega lyftuna
sem marraði eins og lagakerfið
sjálft.
Þegar þeir komu út úr lyftunni,
rétti Leeds möppuna að Malone.
— Lestu þetta, og færðu mér það
svo. Haltu afritinu eftir, þú kynn-
ir að þurfa á þvi að halda i Lond-
on, en láttu engan sjá það. Þetta
er algert leyndarmál. I viku að
minnsta kosti. En þá kæmi mér
ekki á óvart þótt Flannery léti
gera plaköt og lima þau upp um
alla Sydney.
Malone tók möppuna og fór að
leita að auðri skrifstofu. Flest
4
starfsfólkið var úti að borða, en
hann hafði enga matarlyst i svip-
inn. Atburðir morgunsins höfðu
komið honum i uppnám og hann
sá fram á fyrstu utanlandsferö
sina, og honum var umhugað um
að komast sem fyrst inn i málið.
Hann fann autt herbergi, settist i
einn af óþægilegu stólunum, opn-
aði möppuna og hóf kynningu sina
við John Quenton, sem áður hét
Corliss, ambassador og morð-
ingja.
III
I þægilegum stól i glæsilegri
ibúð hinum megin á hnettinum,
leit Madame Cholon út i mjúkan
Lundúnasuddann og kinkaði kolli
með ákafa.
— Maðurinn sem þarf að
drepa, sagði hún, — er ástralski
sendifulltrúinn.
Mennirnir þrir sem hjá henni
voru, sögðu ekkert. Tveir þeirra
höfðu þegar lært að svara henni
ekki fyrr en hún leit beint á þá;
hinn þriðji, Pallain, var enn að
reyna að átta sig á henni. Hún
stóð upp og silkiskálmarnar á sið-
buxunum hennar strukust saman
þegar hún gekk að glugganum.
Neðar við götuna gnæfði Visinda-
safnið eins og dökkur klettur út úr
Laugardaginn 3. marz voru gefin
saman i Bústaðakirkju af séra
Ólafi Skúlasyni Erla Kristjana
ólafsdóttir og Kolbeinn Stein-
bergsson. Heimili þeirra verður
að Teigagerði 8, Rvik.
Ljósmyndastofa Þóris
úðanum; það var verið að skola
Kensington burt af landakortinu.
Hún hafði verið i mánuð i Eng-
landi, og hún hataði þennan gráa
raka og kuldann. Það fór hrollur
um hana og hún bretti upp krag-
ann á cashmerepeysunni sinni.
— Þessi ráðstefna gengur ekki
eins og við hefðum kosið. Hún tal-
aði frönsku vegna Pallains; hún
vissi að hann gat talað viet-
nömsku, en hún hafði aldrei heyrt
hann tala annað en frönsku eða
ensku. Hann var snobb.en hún var
það stundum lika. — Við verðum
að gera eitthvað til að hrista upp i
henni. Þessi Quentin virðist hafa
töglin og hagldirnar núna, svo að
það liggur beint viö að koma hon-
um fyrir kattarnef. A götunni fyr-
ir neðan hana ók isvagn og
hringdi bjöllu af mikilli bjartsýni
i þessum raka kulda. Þessir Eng-
lendingar voru fáránlegir bjart-
sýnismenn, alltaf sannfærðir um
að sólin færi að skina rétt strax.
Henni féll betur við Frakka kald-
hæðna og bölsýna; það var ein-
lægt auðveldara að átta sig á böl-
sýnismönnum. Hún sneri sér aft-
ur að mönnunum þrem, sem allir
höfðu i sér einhverja ögn af
frönsku blóði. — Eruð þið ekki
sammála?
Pallain neri skeggbroddana,
sem alltaf fóru að koma i ljós á
þessum tima dags. Hann hafði i
sér meira af frönsku blóði en hinir
mennirnir tveir; faðir hans hafði
verið hárprúður undirforingi frá
Carcassonne, sem hafði dáið i
leðjunni við Dien Bien Phu og
skilið eftir sig tvitugan son, en
fæðingu hans harmaði hann
meira en sinn eigin dauða. — Ég
sá ekki hvaða tilgangi það þjónar
að drepa Astraliumanninn.
Madame Cholon andvarpaði og
reyndi ekki að leyna óþolinmæði
sinni yfirskilningsskorti Pallains.
Það skrjáfaði enn i buxnaskálm-
unum þegar hún kom til haka og
settist. — Ef hann er drepinn,
hverjum verður þá kennt um?
Ekki okkur, þvi að enginn veit um
okkur. En það fellur grunur á alla
sem hafa áhuga á landi okkar.
Bandarikjamenn ásaka Kinverja
og öfugt. Og sama máli gegnir um
Suður-Vietnama og Viet Cong,
Kaþólikkana og Búddistana. Já,
de Gaulle verður kannski grunað-
ur lika. Sléttleitt andlit hennar
fékk á sig stelpulegan illgirnis-
svip. — Og ef tortryggnin breiðist
út, þá verður ráðstefnan gagns-
laus. Henni verður frestað eins og
svo mörgum öðrum ráðstefnun-
um. Striðið heldur kannski
áfram, en það verður engin raun-
veruleg stjórn i Saigon, ekki
fremur en undanfarin tvö ár.
Stjórnleysi er það sem við viljum.
— Það verður ekki auövelt,
sagði Pallein. — Eg á við að kála
Astraliumanninum.
Hinir mennirnir tveir kinkuðu
kolli. Troung Tho og Pham Chinh
voru báðir smávaxnir menn, og
franska blóðið i þeim var tveggja
ættliða gamalt og hafði i upphafi
verið heldur klént. Morð voru
þeim ekki framandi, en London
var þeim framandi, og i þessari
stórborg leiö þeim illa, og þeir
voru jafnvel dálitið hræddir.
— Ég elska tvisýnu, sagði
23.4. s.I. voru gefin saman i
hjónaband i Kópavogskirkju þau
Agnes Elisdóttir og Arni Bergur
Sigurbergsson. Séra Lárus
Halldórsson gaf brúðhjónin
saman. Heimili þeirra er að
Vindási við Nesveg.
Ljósmyndastofa Kópavogs.
FIMMTUDAGUR
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Kristin Sveinbjörns-
dóttir heldur áfram að lesa
söguna af „Kötu og Pétri”
eftir Thomas Michael (2).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lögá milli liða. Morgunpopp
kl. 10.25: Hljómsveitin
Traffic syngur og leikur og
Neil Young syngur. Fréttir
kl. 11.00. Hijómplötusafnið
(endurt. þáttur G.G.).
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frlvaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: „Páfinn
situr cnn I Róm” eftir Jón
óskar.Höfundur les (9).
15.00 Miðdegistónleikar:
Georges Octors og Jenny
Solheid leika Sónötu fyrir
fiðlu og pianó eftir Guill-
aume Lekeu. Jascha Silber-
stein og Suisse Romande
hljómsveitin leika Fantasiu
fyrir seiló og hljómsveit eft-
ir Jules Massenet, Richard
Bonynge stjórnar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið.
17.10 Tónleikar.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mái. Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.25 Landslag og leiðir.Berg-
sveinn Skúlason flytur sið-
ara erindi sitt um Múla-
sveit.
19.50 Samleikur og einleikur I
útvarpssal. Ásdis Stross
fiðluleikari og Agnes Löve
pianóleikari leika tónlist
eftir Hindemith. a. Sónata i
Es-dúrop. 11 nr. 1 fyrir fiðlu
og pianó. b. Sónata nr. 2 fyr-
ir pianó.
20.20 Leikrit: „Ævintýri I
Miinchen” eftir Ludvik
Askenazy.Þýðandi: Asthild-
ur Egilson Leikstjóri: Bald-
vin Halldórsson. Persónur
og leikendur: Stúlkan:
Ingunn Jensdóttir. Lög-
reglumaður: Jón Sigur-
björnsson
21.00 Sænsk tónlisLa. Margot
Rödin syngur lög eftir Hugo
Alfvén. Jan Eyron leikur á
pianó. b. Trió nr. 1 í Es-dúr
eftir Franz Berwald. Ber-
wald-trióið leikur.
21.40 Ljóð eftir Sigriði Einars
frá Munaðarnesi. Guðrún
Guðjónsdóttir flytur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir, Reykja-
vikurpistill i umsjá Páls
Heiðars Jónssonar.
22.45 Manstueftir þessu? Tón-
listarþáttur i umsjá Guð-
mundar jónssonar píanó-
leikara.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688
Imiikinn er bnklijarl
BllNAÐARBANKI N N
FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÖMLISTARMAiA
#útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri
linsamlogast hringið i 20255 milli kl. 14-17
AUGLYSINGASÍMINN
ER 17500.
WDVIUINN