Þjóðviljinn - 07.06.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.06.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. júni 1973. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15 Finnskur Framhald af 4. siðu. Norræna húsið gangast fyrir þessari heimsókn i sameiningu. Hér er eingöngu um að ræöa námskeiö i sauma- og prjóna- vinnu en ekki er á döfinni neitt slikt fyrir smiðakennslu. Virðist þó mörgum að ekki væri van- þörf á sliku. GSP Skarðsmót Framhald af bls. 10. frá Akureyri, 11 frá Reykjavik, 10 frá Siglufirði, og einn keppandi er frá Húsavik. bá hefur það veriö venja und- anfarin ár og verið afar vinsælt aö skiðafólkið keppi i knatt- spyrnu, heimamenn gegn utan- bæjarmönnum, og verður svo einnig nú. Mikil innlán Framhald af 4. siðu. en Landsbankinn hefur einmitt ákveðið að byggja á Laugavegi 7 i samfloti með öðrum til að greiða fyrir afgreiðslu þessa útibús. Ef saman eru lagðir þeir sem i Landsbanka komu vitt um landið i þessari talningarviku, var það 7000 manns að meöaltali dag hvern. Tap Landsbankans undanfarin ár hafa verið bundin óheillavæn- legum sveiflum i sjávarútvegi. Tap bankans siðastliðið ár, það er fé sem er afskrifað sem endan- lega tapað og aldrei greitt, var rúmlega 1,6 miljón. Þetta sama ár fékk bankinn þó tæpl. 3,6 milj- ónir greiddar af fé sem hann áður hafði talið endanlega tapað. Af þessu er sýnt, að illmögulegt er að tapa á bankarekstri. Þó eru bankar nokkuð verr settir í sliku verðbólguþjóðfélagi sem hér er en annars staðar. Bankar mega nefnilega ekki safna auði i fasteignum, verð- bréfum, né fyrirtækjum. Þó er þeim heimilt að eignast eigið hús- næði undir starfsemi sina og er það e.t.v. skýringin á bankabygg- ingum á landi hér. Ef bönkum hiotnast verðbréf, fyrirtæki eða fasteignir vegna skuldauppgjörs, ber þeim samkvæmt lögum að losa sig við það hið bráðasta. Alvarlegastur hlutur i banka- málunum er sá, hve raungildi vaxta er litið. Nefndu bankastjór- ar dæmi þess, að reiknað hafði verið út hvert raungildi vaxta hefði verið 20 ára timabil, 1948- 1968. Út úr þvi reikningsdæmi kom að raunvextir hefðu verið neikvæðir um 2% þetta timabil, en þó staðið á núlli eftir að inn i dæmið var reiknað gildi þess, að sparifé er fritt fyrir skattinum. Slikur er hraðinn á verðbólgunni. —úþ. FAO-menn Framhald af bls. 16. yfirmenn FAO mikils virði, enda kemur um fjórðungur af þvi fé sem Sameinuðu þjóðirnar hafa til þróunaraðstoðar frá Norður- löndum. Framkvæmdastjóri FAO vakti athygli á þvi alvarlega vanda- máli sem matvælaskortur i heiminum er, en einmitt nú eru matvælabirgðir minni en veriö hafa i 20 ár. Þar á móti hefur mannkyninu fjölgað um þriðjung á siöustu tveim áratugum. Ráö- gerthefði verið aö auka matvæla- framleiðsluna um 4% árlega á þessum áratug, en reyndin heföi aðeins oröiö 2% þau ár sem liðin eru. Popper er yfirmaður fiski- deildar FAO, en þvi starfi gegndi Jackson áöur en hann hækkaði i tign. Þótti þeim þvi fengur að þvi að heimsækja Island, og er ekki að efa að þeir hafa persónulega góðan skilning á landhelgis- málum okkar. En þeir töldu skyldu sina að vekja athygli á þvi i samban.di við matvælaskortinn i heiminum, aö meirihlutans af matvælum er aflað á landi úr plönturikinu. Rannsóknar- nefnd Framhald af bls. 16. Aður gegndi Bob Haldeman þvi embætti, en hann hrapaði um leið og John Ehrlichman vegna Watergate-málsins. Undanfarna mánuði hefur Nixon forseti Bandarikjanna orð- ið að breyta málflutningi sinum hvað eftir annað, og þykir jafnvel flokksbræðrum hans að hann verði að fara að koma fram opin- berlega og játa sekt sina, en for- setinn reynir sjálfsagt i lengstu lög, trúr venju sinni, að sverja sem mest af sér, enda veit hann vist manna bezt að hann hefur ýmislegt á samvizkunni. Auk þess hefur það varla verið vani Bandarikjaforseta að segja frá öllum sinum glæpaverkum, það gerir minna til þótt eitthvað frétt- ist löngu eftir allt er um garð gengið. Landhelgin Framhald af bls. 6. ur farið ört fjölgandi sem að- hillast þá stefnu. Herskipainnrás Breta í fisk- veiðilögsögu okkar verður til að þjappa íslendingum saman og sigurinn er okkar. I maí 1973. Einar Ingimundarson. Eldur í báti I fyrrakvöld kom upp eldur i 35 íonna rækjubáti frá Grundarfirði, Haraldi, þar sem hann var að koma úr róðri og var kominn nærri landi. Var farið á bátum frá Grundarfirði Haraldi til aðstoöar og hann dreginn til hafnar. Engan sakaði um borð en báturinn er nokkuð skemmdur. Shll>AUK.(lte ItlhlSINS M/S Baldur fer til Breiðafjarðarhafna þriðjudaginn 12. júni. Vörumóttaka á föstu- dag. Ríkisskip Herbergi óskast til leigu i stuttan tima. Upplýsingar i sima 30068. FRÁ SJÚKRASAMLAGI REYKJA- VÍKUR Ný samlagsskirteini Þessa dagana bera skátar út ný sam- lagsskírteini i borginni, ásamt bæklingi með upplýsingum fyrir samlagsmenn. Bæklinginn er fólk beðið að kynna sér og geyma hann siðan vel. Heimilisföng á skirteinunum eru samkv. ibúaskrá 1. des. 1972. Skátunum er ætlað að fullvissa sig um að skirteinishafar búi enn á þeim stað, sem skirteinið greinir, og er fólk beðið að aðstoða þá með upplýsingum. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR O. L. AUGLÝSIR Terelinbuxur Flauelsbuxur Gallabuxur Smekkbuxur Sundbuxur Blússur á börn og fullorðna Skyrtur, peysur, sokkar, nærföt, vinnu- fatnaður o.m.fl. Póstsendum Ó.L. Laugavegi 71, sími 20141. Auglýsing Frá og með 1. júli 1973 skulu embætti, stofnanir og fyrirtæki rikisins afhenda tölusetta kvittun fyrir hvers konar greiðslum, sem þau veita viðtöku frá al- menningi, og hvort sem greiðslurnar falla til rikissjóðs eða ekki. Kvittanir, sem hér um ræðir, geta verið með tvennu móti: A. Staðalkvittun (stærð A5L) með áprentuðu nafni embættis, stofnunar eða fyrirtækis, sem við greiðslunni tekur. Staðal- kvittanir hafa skjaldarmerki lýðveldisins sem sameiginlegt auðkenni. Stofnun eða fyrirtæki er þó heimilt að nota eigið merki i stað skjaldarmerkis. Eyðublöð, sem hér um ræðir, bera ýmist heitið „Kvittun fyrir innborgun” eða „Reikningur”. B. Sérgreind eyðublöð, sem merkt eru rikissjóði eða yfirvaldi og notuð eru fyrir ákveðnar tegundir greiðslna eða inn- borganir (t.d. aðflutnings- skýrsla, söluskattsskýrsla, skattakvittanir ritaðar i skýrslu- vélum eða bókhaldsvélum o.fl.) Fyrst um sinn og unz öðruvisi verður ákveðið er stofnunum og fyrirtækjum heimilt, að höfðu samráði við ráðuneytið, að nota óstöðluð reiknings- og kvittana- eyðublöð, sem þau hafa látið gera, enda séu þau tölusett og skilmerkilega auð- kennd. Stefnt skal að þvi að fella öll slik eyðublöð i staðlað horf. Fjármálaráðuneytið, 5. júni 1973. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, JÓNASAR SIGURÐSSONAR rafmagnseftirlitsmanns Lilja Gunnlaugsdóttir Oddný Jónasdóttir, Hermann Helgason, Þórhildur Jónasdóttir, Björgvin M. Óskarsson, Gunnlaugur Jónasson, Ragnheiður Sigurðardóttir. Austfirðingar-Héraðsbúar! Alþýðubandalagið á Fljótsdalshéraði heldur almennan fund og skemmtisamkomu að Iðavöllum föstudaginn 8. júni kl. 21. Ávörp flytja Stefán Jónsson dagskrárfulltrúi og Lúðvik Jósepsson ráð- herra. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS A þriðjudag verður dregið i 6. flokki. 4,300 vinningar að fjárhæð 27.820.000 krónur. Á morgun er siðasti endurnýjunardagur- inn. 6. flokkur 4 á 1.000.000 kr. 4 á 200.000 — . 240 á 10.000 — . 4.044 á 5.000 — . Aukavinningar: 8 á 50.000 kr. Happdrættl Háskóla tslands 4.300 . 4.000.000 kr. 800.000 — 2.400.000 — 20.220.000 — 400,000 — 27.820.000 —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.