Þjóðviljinn - 07.06.1973, Blaðsíða 16
uoaviuiNN
Almenrar upplýsingar ura
læknaþjónustu borgarinnar
erú-gefnar i simsvara Lækna-
félags Reykjavikur, simi.
18888.
Fimmtudagur 7. júni 1973.
Nætur-, kvöld- og helgarþjón-
usta lyfjabúðanna vikuna 1.-7.
júni er i Vesturbæjarapóteki og i
Háaleitisapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspital-
•ans er opin allan sólarhring-
inn.
Kvöld-, nætur og helgidaga-
vakt á heilsuverpdarstöðinni.
Simi 21230.
Hvernig stendur á þvi að allir sökudólgarnir hafa yfirbragð forsetans?
Nixon krafinn sagna
Rannsóknarnefnd
in vill fá
WASHINGTON 6/6 — Nefndin
sem hefur með höndum rannsókn
Watergate-málsins krafðist þess i
gærkvöld að fá að sjá skýrslur um
fundi Nixons forseta með fyrrver-
andi ráðgjafa hans John Dean, en
þeir hittust að sögn Deans um það
hii 40 sinnum til þess að ræða um
niðurþöggun málsins. Fyrst var
þvi algjörlega neitað i Hvita hús-
inu að nokkrir slikir fundir hefðu
átt scr stað, en i gær var það loks
viöurkennt.
Ef hægt væri að fá Nixon til
þess aö afhenda skýrslurnar írá
fundum þeirra Dean væri þar að
likindum að finna sönnun þess að
Nixon vissi um tilraunina sem
gerð var til að leyna innbrotinu i
lengstu lög.
Margir áhrifamenn i flokki
Nixons leggja nú hart að honum
skýrslur
að koma fram opinberlega og
svara þvi hversu mikið hann veit
um málið i heild.
Þeir hafa áhyggjur af áframhald-
andi þátttöku hans i stjórnmálum
og einnig og ekki siður vilja þeir
gjarnan að flokkurinn hafi ein-
hverja von um sigur i næstu kosn-
ingum, þvi þurfi Nixon að hreinsa
sig sem fyrst að svo miklu leyti
sem hann getur.
Tilkynnt var að Nixon forseti
hefði útnefnt Melvin Laird fyrrv.
hermálaráðherra sem ráðgjafa
sinn um innanrikismál. Áður
gegndi þvi starfi John Ehrlich-
man, en hann sagði af sér i sl.
mánuði vegna Watergate. Sam-
timis var tilkynnt að Alexander
Haig sem var áður settur yfir-
maður embættismanna forsetans
hafi nú verið skipaður i starfið.
Framhald á bls. 15.
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ
Austfirðingar — Héraðsbúar.
Alþýðubandalagið á Fljótsdalshéraði heldur almenna samkomu að
Iðavöllum föstudaginn 8. júni kl. 21.
Ávörp flytja: Stefán Jónsson, dagskrárfulltrúi, og Lúðvik Jósepsson,
ráöherra.
Samkoman er öllum opin.
Útgáfufélag Þjóðviljans
Aðalfundur útgáfufélags Þjóðviljans verður haldinn miðvikudaginn
13. júni að Grettisgötu 3 og hefst kl. 20:30. Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verður rætt um endurbætur á blaöinu og útbreiðsluherferð þá,
sem nú stendur yfir.
Stjórnin
Kjördæmisráðstefna á Raufarhöfn
Aöalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalags i Norðurlandskjördæmi
eystra verður haldinn i Hnitbjörgum á Raufarhöfn 8. og 9. júní.
Farið verður með hópferðabíl frá Akureyri kl. 14, föstudaginn 8. júní,
og eru fulltrúar beðnir aö tilkynna þátttöku á skrifstofu Alþýðubanda-
lagsins, Geislagötu 10, kl. 9-11 f.h., simi 21875.
Fundurinn hefst kl. 21 á föstudagskvöld með skýrslu formanns og
kosningu starfsnefnda. Að þvi loknu verða almennar umræöur um
stjórnmálaviðhorfið og hefur Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri
Alþýðubandalagsins, framsögu.
A laugardag hefjast fundarstörf kl. 9 árdegis og er stefnt að þvi að
ljúka fundinum það snemma, að allir fulltrúar nái heim til sin um
kvöldið. Fundurinn á föstudag er öllum opinn.
Stjórn kjördæmisráðsins
Akureyri
Askrifendasöfnun Þjóöviljans er hafin á Akureyri.
Tekið er á móti nýjum áskrifendum á skrifstofu Alþýðubandalagsins
að Geislagötu 10 alla virka daga kl. 9 til 11 fyrir hádegi.
Þeir sem ekki fá blaöið með góðum skilum eru vinsamlega beðnir um
að hafa samband við skrifstofuna á fyrrgreindum tima i sima 21875.
Leiðari í Figaro:
íslendingar
sigra innan
skamms
Franska blaöiö Le Figaro birti
þann 28. mai forsiðuleiðara um
landhelgismálið sem er heldur
hagstæöur islendingum og nefnist
hann „Trompin sem island hef-
ur". Þar segir á þessa leið.
Þorskastrið Breta og tslend-
inga hefur stigmagnazt svo um
munar. Þetta er ekki nýtt mál —
við þekkjum svipaða árekstra á
sl. tiu árum t.d. milli franskra og
brasilskra fiskimanna og
árekstrum hefur fjölgað i fisk-
veiðilögsögu Perú, Ekvador og nú
siðast Marokkó.
Rýrnun fiskistofna, sem nútima
veiðiaðferðir flýta fyrir, reka
fiskiskipaflotann á eftir fiskinum,
— og þá oftast að ströndum landa
þar sem fiskveiöar hafa mikla
efnahagslega þýðingu.
Dæmið um tsland er enn
átakanlegra vegna þess að hinir
200 þúsund ibúar landslins lifa svo
til eingöngu af fiskveiðum. Þegar
hætta steðjar að einu auðæfum
þeirra reyna þeir að vernda þau
með þvi að færa út landhelgina án
þess aö spyrja um alþjóðarétt.
Fordæmi skortir heldur ekki i
þeim efnum.
Brezkir fiskimenn munu varla
lita út sem fórnarlömb yfirgangs
eftir að þeir hafa fengið á sig svip
Goliats, sem kallar á hinn kon-
unglega flota til að þvinga hinn is-
lenzka Davið til að afturkalla
ákvörðun sina. Skotin sem Ægir
sendi frá sér á dögunum munu
ekki bæta röksemdir Islendinga.
Máske flýta þau fyrir leit að lausn
málsins. Þeim mun fremur sem á
tslandi eru pólitiskar ástriður að
ná yfirhöndinni yfir efnahagsleg-
um vandamálum. t Reykjavik
nota menn tækifærið til að krefj-
ast þess að island gangi úr NATO.
tslendingar hafa öll spjót úti — sá
dagur er ekki langt undan að þeir
sigri i þorskastriðinu.
En þar fyrir utan er eftir að
skera úr um það hvað sé hafréttur
að þvi er varðar fiskimið, auðæfi
neðansjávar, siglingafrelsi — og
eru margar kenningar á lofti.
Hafréttarráðstefa SÞ mun hafa
ærinn starfa.
USA vill
verja miðin
við austur-
ströndina
Kaupmannahöfn 6/6. —
Fulltrúar Bandarikjanna á
ráðstefnunni um fiskiveiðar i
Norður-Atlanzhafi vilja tak-
marka veiðar viö austur-
strönd Bandarikjanna. — Þeir
lögðu fram tillögur þar að lút-
andi, alls i tiu liðum. Einnig
vilja þeir láta sekta þá sem
ekki fara eftir settum reglum.
Búizt er við deilum um mál-
ið, en 16 þjóðir eiga fulltrúa á
ráðstefnunni.
Sovézku fulltrúarnir sendu
frá sér tilkynningu þess efnis
að þeir væru i grundvallarat-
riðum sammála tillögu Banda
rikjamanna, en væru á móti
aðferðunum sem þeir vildu
hafa á eftirlitinu, en Banda-
rikjamenn vildu fylgjast vel
með þvi að reglunum yrði
fylgt. Er þá hægt að gera ráð
fyrir að þeir hafi nægilega
stóran herflota til þess að
fylgja eftir settum reglum.
A ráðstefnunni eru um 150
manns, og er ætlunin að ræða
m.a. deiluna um landhelgi Is-
lands og takmörkun hvalveiða
við strendur Grænlands.
Er ánægjulegt til þess að
vita að sifellt bætast fleiri
þjóðir i hópinn, sem snúast
gegn ofveiði.
FAO-mennirnir frá vinstri: Dr. Björn Sigurbjörnsson, Popper, Jackson, Bildesheim
FAO-menn í
heimsókn
Undanfarna daga hafa verið
staddir hér nokkrir góðir gestir
frá Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuöu þjóðanna —
FAO — en sú stofnun hefur
aðsetur i Róm. Fremstur I flokki
er R.I. Jackson einn af aðalfram-
kvæmdastjórum stofnunarinnar,
en við hlið hans F. E. Popper einn
af aðstoðarframkvæmdastjórum
og G.E. Bildesheim, svæðisstjóri
FAO I Evrópu. Með þeim var
einnig dr. Björn Sigurbjörnsson
aðstoöarframkvæmdastjóri sér-
stakrar matvæladeildar sem er
sameiginlega á vegum FAO og
Alþjóða kjarnorkumála-
stofnunarinnar i Vinarborg.
Gestirnir hittu hér að máli
ýmsa helztu forystumenn i land -
búnaöarmálum, ferðuöust um
Suðurlandsundirlendi og skoðuðu
rannsóknarstofnanir. Þá ræddu
þeir viö bæði landbúnaðar- og
sjávarötvegsráðherra.
íslendingar hafa sótt um styrki
til Þróunarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna varðandi ýmislegt sem
snertir iverksvið FAO, svo sem
rannsóknir á beitarþoli og öðru
sem snertir uppblástur, fiskirækt
o.fl. Þegar fénu hefur verið
úthlutað er FAO sú tæknistofnun
sem anest framkvæmdirnar að
miklu leyti eða hefur þar meðal-
göngu.
FAO-mennirnir komu að visu
ekki beinlinis i þeim erinda-
gjörðum að kynna sér þau
verkefni sem tslendingar
hyggjast verja þróunarstyrkjum
sinum i, en vitanlega voru þau
vandamál mjög á dagskrá i heim-
sókn þeirra.
FAO telur aö tengslin viö Island
hafi ekki verið svo náin sem
skyldi, en i þeim er tsland bæði
veitandi og þiggjandi aðili. A
vegum FAO starfa 13
tslendingar, þar af 2 i Róm og er
annar þeirra hinn þekkti Hilmar
Kristjónsson i fiskideild
stofnunarinnar. All margir skip-
stjórar og vélstjórar hafa unnið i
vanþróuðum löndum aö tilsögn i
fiskveiðum á vegum FAO.
Tengslin viö Norðurlönd telja
Framhald á bls. 15.
Danir fœra ekki út landhelgina að svo stöddu Kaupmannahöfn 6/6. — Rik- isstjórn Danmerkur hefur ekki i hyggju að fara að dæmi Svia sem vilja færa út land- helgi sina i Eystrasalti i 12 sjó- milur. Eins og stendur er landhelgi Svia 4 sjómilur og Dana 3 milur. Að visu eiga þessi lönd ekki svo hægt um vik i sambandi við að færa landhelgina mjög langt út vegna nálægðar grannland- anna, en það virðist vera að margar þjóðir endurskoði stærð landhelgi sinnar um þessar mundir.