Þjóðviljinn - 08.06.1973, Qupperneq 3
Föstudagur 8. júnt 1973. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3
Hreindýra-
stofninn
kominn á
5. þúsund
Sennilega leyft að
skjóta 1500 dýr
i sumar
Hreindyrastoíninn hér á
landi mun nú vera kominn
eitthvað yfir 4000 dýr en taln-
ing fer fram um miðjan þenn-
an mánuð á vegum mennta-
málaráðuneytisins. Sú talning
fer þannig fram, að flogið er
yfir svæðið sem dýrin dvelja á
og teknar myndir og dýrin tal-
in á myndunum. Þótt þetta sé
ef til vill ekki svo mjög ná-
kvæmt er tryggt að þannig
fæst lágmarksfjöldi dýranna
og eftir honum eru teknar
ákvarðanir um hve mörg dýr
má skjóta árlega.
Birgir Thorlacíus ráðu-
neytisstjóri i menntamála-
ráðuneytinu er nýkominn af
fundi með hreindýraeftirlits-
mönnum, en hann var haldinn
á Egilsstöðum. Birgir sagði að
talið væri að stofninn væri
kominn yfir 4000 dýr, og ef það
reynist rétt við talningu, verð-
ur i haust leyft að skjóta um
1500 dýr. Talið er að það svæði
sem dýrin lifa á þoli um 5000
dýr.
Sportveiðimönnum er ekki
lengur leyft að veiða hreindýr,
heldur er eftirlitsmönnum
dýranna falið þetta verk og
hafa þeir með sér aðstoðar-
menn. Hvorki má skjóta kálfa
né kýr með kálfa, en veiðarn-
ar hefjast vanalega i ágúst.
Mikil eftirspurn er nú eftir
hreindýrakjöti enda er það
herramannsmatur og eru það
einkum hótelin sem fá kjötið.
— S.dór
MADRID 7/6 — Búizt er við
breytingum á spænsku stjórninni
bráðlega, og er talið að Franco
muni tilnefna forsætisráðherra.
Franco er orðinn áttræður, en
hann gegriir embættum forseta,
forsætisráðherra og yfirmanns
hersins.
Konur yfirtaka barnakennarastéttina
Aðeins 8 karlai* af 45
nýskipuðum kennurum
við barnaskólastigið i Reykjavik
Aðeins 8 kennarar af 45, sem fræðsluráð hefur
samþykkt að mæla með að verði skipaðir eða settir i
stöður við barnaskóla Reykjavikur frá næsta
hausti, eru karlkyns.
Þessi staðreynd kemur fram i
bókun frá siðasta fundi fræðslu-
ráðs, þar sem taldir eru upp þeir,
sem skipaðir verða eða settir i
samráði við tillögur skólastjór-
anna. Er þetta enn ein staðfest-
ingin á þeirri þróun, sem átt hefur
sér stað um langan tima undan-
farið, að konur eru .að yfirtaka
barnakennarastéttina.
Hins vegar verður myndin önn-
ur á efri fræðslustigunum, þær
eru t.d. i mikum minnihluta i
kennarahópi menntaskólanna,
svo ekki sé talað um háskólann,
og enn sem komið er i minnihluta
við gagnfræðaskólana. Á gagn-
fræðastiginu eru konur þó að
sækja sig, a.m.k. ef dæma má
eftir nýsettum og skipuðum kenn-
urum við gagnfræðaskólana i
Reykjavik skv. bókun frá sama
fundi fræðsluráðs. Þar skiptist
hópurinn nákvæmlega til helm-
inga eftir kynjum, 12 karlar og 12
konur af 24 kennurum.
— Hversvegna er ástandið
svona á barnaskólastiginu, spurði
Þjóðviljinn einn Rauðsokkanna,
Eddu Öskarsdóttur, i gær, en
Edda er starfandi kennari við
Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar-
nesi.
Fleiri sel
Formaður bygginganefndar
Reykjavikur hefur gert tillögur
að eftirfarandi götunöfnum i fyr-
irhuguðu verkamannabústaða-
hverfi i Seljahverfi:
1. öldusel, 2. Ytrasel, 3. Vatna-
sel, 4. Tungusel, 5. Tindasel, 6.
Teigasel, 7. Strandasel, 8. Stiflu-
sel, 9. Stapasel.
Óvenjulegt i kröfugerðarpólitikinni
Fengu meiri
hækkun en
um var beðið!
Það er ekki oft sem það
gerist að fiskseljendur, sjó-
menn og útgerðarmenn, fá
meiri hækkun á sjófangið
en kröfur eru settar fram
um. Þetta gerðist þó nú á
dögunum með ákvörðun
Þjóðviljanum
lofað lóð
við Siðumúlann
A siðasta fundi borgarráðs, 5.
þm.,voru lagðar fram og sam-
þykktar tillögur lóðanefndar um
að gefin verði fyrirheit um nokkr-
ar lóðir við Siöumúla.
Meðal þeirra sem lofað er lóð
við Siðumúlann er Þjóðviljinn,
við Siðumúla 6, en Blaðaprent,
þar sem blaðið er prentað ásamt
öörum, er einnig við Siðumúla,
16.
Aðrir,, sem lofað var lóö við
Siöumúlá.voru Bilasalan Aðstoö,
nr. 2. Stafn hf. nr. 4, og Bila-
nausti hefur verið gefið fyrirheit
um lóð nr. 9 til viðbótar lóð nr. 7.
— Þetta er fyrst og fremst
vegna launanna, sagði hún. Karl-
menn telja sig yfirleitt ekki geta
lifað á barnakennaralaunum og
alls ekki, eigi þeir fyrir fjölskyldu
að sjá.
Konur virðast sætta sig við
lægri laun og það jafnt, þótt þær
séu kannski ekki siður fyrirvinn-
ur heimilis en karlkyns kennar-
arnir. Það er lika ein ástæðan, að
styttri menntun hefur til þessa
þurft til að kenna við barnaskól-
ana en t.d. við gagnfræðastigið,
og konur sækjast eftir styttri
menntun af ýmsum ástæðum.
Kemur þar til bæði aðstöðumunur
við nám, t.d. minni laun við
sumarvinnu og minni hvatning til
langskólanáms, og líka er þungur
á metunum hefðbundinn hugs-
unarháttur í þjóðfélaginu, þ.e. að
konan eigi að hugsa um litlu börn-
in, bæði heima hjá sér sem móðir
og lika i skólakerfinu, sem fóstra
og sem smábarnakennari. Mynd-
in af skólanum i þessu efni er ekki
annað en endurspeglun á þjóðfé-
laginu. —vh
Verðlaun:
að tefla við
borð þeirra
Spasskis Og
Fischers
Fréttaritari svissnesku
blaðið Tribune de Lausanne og
Tribune de Geneve var hér á
ferð á dögunum. Hann skrifaði
ekki aðeins um Nixon og
Pompidou heldur einnig um
skák á Islandi. ___
Astæðan er sú, að blöð hans
standa að skákmóti i Sviss og
fá þeir sem hlutskarpastir
verða þau verðlaun að koma
til Islands og tefla úrslita-
skákina við borðið sem þeir
tefldu við, Spasski og Fischer.
Heizt i Laugardalshöllinni.
Stöðumælar í stað banns
A siðasta fundi borgarráðs var
samþykkt tillaga umferðarnefnd-
ar um að aflétt verði banni viö
bifreiðastöðum i Pósthússtræti
sunnan Austurstrætis og aö þar
verði settir upp stöðumælar við
hluta götunnar.
Fyrr hafði borgarráð samþykkt
skv. tillögu umferðarnefndar að
banna bifreiðastöður viö Ægis-
siðu að sunnanverðu milli Hofs-
vallagötu og Starhaga og jafn-
framt að aflétta banni viö bif-
reiðastöðum að norðanveröu við
götuna i sama kafla.
rækjuverös, en fiskseljend-
ur fóru fram á 20% hækkun
á rækjukílóið upp úr bát, en
hækkunin varð 22,5%
Verðið á rækjunni var frá ára-
mótum til siðustu mánaðamóta
31 króna pr. kiló, en hækkaði frá
og með 1. júni upp i 38 krónur
kilóið.
Sveinn Björnsson i viðskipta-
ráðuneytinu sagði að rækjuverðið
hefði hækkað nokkru meira upp
úr bát, en markaðsveröið hefði
gefið tilefni til. Markaðsverðið
hefði hækkað um 6—14% að með-
altali frá þvi i haust og þar til nú,
en ef miðaö væri við lengri tima,
til að mynda allt frá ársbyrjun
1972, hefði meðaltalshækkunin
orðið 20%.
Frá þvi i haust hefur orðiö
meiri hækkun á rækju á Bret-
landseyjum en i Skandinaviu, en
Bretar, Skandinavar og V-Þjóð-
verjar eru helztu rækjukaupend-
urnir.
Astæöan fyrir hækkuðu mark-
aðsverði er nokkur rækjuskortur,
en veiðar Alaskamanna, sem oft
hafa verið mjög miklar, hafa ekki
heppnazt þeim eins vel nú og fyrr.
— úþ.
Þll SPARAR MORG
MORG ÞÚSUMfl KRÚNUR
Hátalara-box sem hægt er aö fullgera heima. í einum
kassa færð þú hátalara og tóndeilir, teikningar og
fullkomnar upplýsingar hvernig samsetning á að vera.
Hægt er að smíða t. d.: 40-70 watta hátalara-box,
4-8 ohm, 28-35.000 HZ, 40 lítra, eða 50-70 watta
hátalara-box, 8 ohm, 20-20.000 HZ, 80 lítra.
Hringið eða skrifið og leitið nánari upplýsinga. Svo
er verzlunin auðvitað opin og þar getur að líta meðal
annars stereo-hljómtæki og útvörp.
O) S GARÐASTRÆTI 11
SÍMI 200 80