Þjóðviljinn - 08.06.1973, Side 7
Föstudagur 8. júni 1973. Þ.IODVILJINN — SÍÐA 7
Hvert viltu fara
um lrvítasimnuna?
Skipulagðar ferðir i Þórsmörk,
Landmannalaugar og um Snœfellsnes
Þar sem hvitasunnu-
helgin er þetta seint í ár má
gera ráð fyrir að hún verði
með mestu ferðahelgum
sumarsins. Það er Ijóst að
þeir aðilar hér á landi sem
annast skipulagðar hóp-
ferðir innanlands eru við
þessu búnirenda er hægt að
velja um margar ferðir,
hvort heldur fólk vill fara á
Snæfellsnes, Þórsmörk,
Landmannalaugar eða i
Þjórsárdal þar sem gera
má ráð fyrir að flest fólk
verði og mest um að vera.
Sennilega verður ungt fólk
þar i miklum meirihluta.
En hvað um það — hvert
viltu fara — og hér kemur
svarið við þvi upp á hvaða
ferðir verður boðið.
Vor í dal
Gera má ráðfyrir að mest verði
um að vera i bjórsárdal þar sem
UMFt hefur skipulagt samkomu i
3 daga með skemmtiatriðum og
dansleikjum öll kvöldin. Farið
verður i skoðunarferðir fyrir þá
sem vilja og má segja að sam-
koman hafi verið skipulögð
þannig að aldrei verði i henni
dauður puriktur.
Úr Reykjavik verða sætaferðir
að samkomusvæðinu og til baka
alla dagana sem samkoman
stendur og það er BSÍ eða Um-
ferðarmiðstöðin sem annast mun
um þessar ferðir.
barna á engin löggæzla að vera
og um leið er öll vinneyzla
bönnuð. Slik bönn eru alltaf á úti-
skemmtunum hér á landi, en þó
virðist vera afar erfitt að koma i
veg fyrir meiri eða minni vin-
neyzlu. Hvort það tekst i þetta
sinn og hvort þessi skemmtun
tekst á þann veg að allir verði
ánægðir á eftir er ekki gott að
segja um, en við skulum vona að
svo verði.
Þórsmörk
Að minnsta kosti tveir aðilar
munu skipuleggja ferðir i bórs-
mörk um hvitasunnuhelgina. bað
eru Farfuglar og Ferðafélag
fslands. Farfuglar fara i bórs-
mörk á morgun, laugardag, og
aftur til baka á mánudaginn,
annan dag hvitasunnu.
Farfuglar munu dvelja i
tjöldum i bórsmörk og fólk
verður að hafa með sér allan
venjulegan viðleguútbúnað og
mat. Aðallega munu Farfuglar
stunda þarna skoðunarferðir
meðan á dvölinni stendur, en
einnig er verið að hugsa um
kvöldvöku hjá þeim, en er við
höfðum samband við þá i gær var
ekki búið að ákveða hvort af
henni yrði né farið að skipuleggja
hana á nokkurn hátt. En Far-
fuglareru reyndir i slikum efnum
og verða sennilega ekki lengi að
koma upp skemmtilegustu kvöld-
vöku.
Ferðafélag tslands mun einnig
fara i bórsmörk og er um tvær
ferðir að ræða. t fyrri ferðina
verður lagt af stað i kvöld og hina
á morgun.en báðir hóparnir munu
svo koma til baka á mánudaginn.
Ferðafélagsfólkið mun gista i
skála Ferðafélagsins i Langadal
að venju. bar verður eflaust lif og
fjör á kvöldvökunum ef að likum
lætur.
Frá Snæfellsnesi.
Snæfellsnes
Svo virðist sem Snæfellsnesið
sé einna eftirsóttasti staðurinn til
að dvelja á og skoða um hvita-
sunnuna ef marka má það úrval
af ferðum þangað sem boðið er
uppá. bað eru þrir aðiiar sem
skipuleggja þangað ferðir, Úlfar
Jakobsen, Guðmundur Jónasson
og Ferðafélag tslands.
Ferðafélag tslands leggur af
stað á Snæfellsnes á morgun,
laugardag, og verður nesið allt
skoðað og komið aftur á mánu-
dag. Farið verður um hinar
venjulegu ferðamannaleiðir á
nesinu.
Ferðaskrifstofa Úlfars
Jakobsen fer með hóp ferðafólks
á Snæfellsnes um helgina og
verður þar mest um útlendinga
að ræða, bjóðverja. Ekið verður
um allt nesið og vinsælustu ferða-
mannastaðirnir skoðaðir, svo
sem Arnarstapi, Hólahólar,
Búðir, Ólafsvik og Stykkis-
hólmur, Berserkjahraun ofl.
bessi ferð hefst á morgun og
lýkur á mánudag.
bá mun Umferðarmiðstöðin
annast farmiðasölu i hópferð sem
Guömundur Jónasson mun fara á
Snæfellsnesið og verður þessi ferð
á sömu slóðir og hinar ferðirnar
tvær sem við höfum þegar sagt
frá. bað er þvi greinilegt að Snæ-
fellsnesið er vinsælasti staðurinn
fyrir ferðamenn um þessar
mundir.
Landmanna laugar
Ferðafélag lslands fer i Land-
mannalaugar á morgun og verður
komið til baka á mánudag. Gist
verður i skála Ferðafélagsins i
Landmannalaugum. bótt ein-
hverjum þyki full-snemmt að fara
i Landmannalaugar nú, þá eru
Ferðafélagsmenn ekki á sama
máli, og hver þekkir þetta betur
en þeir?
bá er aðeins eftir að geta um
áætlunarferðir út á lands-
byggöina, og getur fólk auövitað
notfært sér þær, en allar venju-
legar áætlunarferðir frá Um-
ferðarmiðstöðinni verða farnar á
morgun, laugardag, og á annan
dag hvitasunnu.
bá má gera ráð fyrir miklum
gestagangi á bingvöllum og viðar
vegna þeirra sem eiga einkabila,
þannig að við getum gert ráð fyrir
mikilli ferðahelgi. bá má að lok-
um geta þess að vegaþjónusta
FÍB mun taka til starfa um helg-
ina og verða vegfarendum til að-
stoðar, ef á þarf að halds, sem við
skulum vona að verði ekki gog að
þessi mikla ferðahelgi verði
slysalaus.
- S.dór.
Úr Þórsmörk
Félagar FI nálgast
nú orðið sjö þúsund
Félagið og deildir þess eiga 16 gistiskála
Þegar rætt er um ferðalög
innanlands kemur manni
strax i hug Feröafélag Islands
sem er sá aðili sem sér um
fleiri innanlandsferðir en
nokkur annar . Og eins og
segir frá annars staðar hér á
siðunni, er FI með ferðir til 3ja
staða nú um hvitasunnuhelg-
ina. Til að fræðast nánar um
þær, sem og aðrar ferðir sem
fyrirhugaðar eru hjá Fi i sum-
ar, höfðum viö sambandi viö
Einar Guðjohnsen fram-
kvæmdastjóra FI og báðum
hann segja okkur dálitiö frá
Fl-ferðum sumarsins.
Einar sagði að góð þátttaka
væri i hvitasunnuferðunum á
alla staðina 3 sem farið verður
á. Mest virðist aðsóknin vera i
Þórsmerkurferðirnar, en yfir
50 höfðu i gær pantað far
fyrir ferðina sem farin verður
i kvöld. Þá er og mikill áhugi
fyrir Snæfellsnes-ferðinni sem
lagt verður af stað i kl. 14 á
morgun. Fariö verður útundir
jökul og tjaldað við Stapafell-
ið. A sunnudag verður svo
gengið á Snæfellsnesjökul. A
mánudeginum verður far-
ið fyrir nesið og merkustu
staðir skoðaðir, en siðan verð-
ur lagt af stað til Reykjavikur
aftur.
Einar sagði að enn væri
mikill snjór i Landmanna-
laugum, en vegurinn þangað
hefði nýlega verið ruddur
þannig að auðvelt væri að
komast upp eftir á stórum bil-
um. Um 60 manns munu fara i
Landmannalaugar á vegum
Fl, og verður gist i skála fé-
lagsins og farið þaðan i skoð-
unarferðir um nágrenniö.
Þá er Ft með eftirmiðdags-
ferðir, bæði á hvitasunnudag
og annan. Verður farin göngu-
ferð á Vifilfell og Heiðina há.
Þessar feröir eru ætlaöar
þeim sem ekki komast i lengri
ferðirnar. Einar sagði að
þessar stuttu gönguferðir F1
hafi verið mjög vinsælar og
vel sóttar. út júni-mánuð
verða farnar stuttar göngu-
ferðir á vegum FI, en upp úr
þvi taka lengri ferðirnar við.
1 staðinn fyrir þessar stuttu
gönguferðir um helgar koma
gönguferðir á miðvikudags-
kvöldum i júli og ágúst. Þess-
ar kvöldferðir hafa notiö vin-
sælda og verið vel sóttur.
Þessa sömu mánuði verða svo
farnar lengri ferðir, og má
segja að hægt sé að fara hvert
á land sem er með Ferðafé-
laginu þennan tima. Þær ferð-
ir eru frá 4raognpp j 12 daga
Einar sagði að Ferðafélagið
og deildir þess ættu nú 16 gisti-
skála viðsvegar um landið. 1
öllum stærri skálunum eru
húsverðir sem sjá um að ráð-
stafa gistirými þvi sem laust
er i skálunum, en i öllum til-
fellum ganga félagar i F1 fyr-
ir, en þeir eru nú orðnir nærri
7 þúsund að tölu. Þeir fá af-
slátt af ferðum Fí og gistingu i
skálunum, auk árbókarinnar.
Félagsgjald er nú 500 kr. Ein-
ar taldi að þeir sem færu i 3—5
ferðir meö FI næðu með þeim
afslætti sem félagar fá að
vinna upp árgjaldið. Greink
legt er að mjög vaxandi áhugi
er á F1 og ferðum þess.
— S.dór.