Þjóðviljinn - 30.06.1973, Síða 10

Þjóðviljinn - 30.06.1973, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júni 1973. Samkomulags■ grundvöllur flugfélaganna Stjórn Flugfélags Islands h.f. og stjórn Loftleiða h.f. hafa ákveðið að beita sér fyrir saméiningu alls reksturs beggja félaganna og að allar eignir þeirra og dótturfélaga þeirra fari undir eina yfirstjórn i sameinuðu félagi, að fengnu samþykki hlut- hafafunda. Eru báðir aðilar sam- mála um þaö, að slik sameining sé þjóðhagslega hagkvæm og i þágu hagsmuna beggja félag- anna. Til grundvallar ákvörðun eignahlutfalla i nýju sameinuðu félagi hafa aðilar orðið sammála um eftirfarandi málsmeðferð: 1) Eignahlutföll Flugfélags Is- lands h.f. og Loftleiða h.f. i nýju sameinuðu flugfélagi verði metin og ákvörðuð af þriggja manna matsnefnd. Leitað verði eftir þvi við Landsbanka Islands aö hann til- nefni þrjá hæfa, óvilhalla menn i matsnefndina. Matsnefnd skal við störf sin leita aðstoðar sérfróðra, óvilhallra aðila um hin ýmsu atriði sem lausn verkefnis hennar varða, eftir þvi sem hún telur ástæðu til. Flugfélögin tilnefna hvort sinn aðila, sem annast milligöngu milli matsnefndar og félaganna um öflun gagna og upplýsinga. 2) Við mat og ákvörðun á eigna- hlutföllum félaganna og hlutdeild i nýju sameiginlegu félagi skal matsnefnd leggja eftirgreind atriði til grundvallar: a) Efnahagsreikningur („status”) félaganna pr. uppgjörsdag. Skal matsnefnd fá óvilhalla endurskoðendur til að ganga úr skugga um og votta, að reikningar séu rétti- lega gerðir og eftir sömu regl- um að öðru leyti en leiðir af b-d liðum hér á eftir og að allar kröfur, sem vitað er um, hafi komið fram. b) Flugvallartæki og bifreiðir skulu metin til endurkaupa- verðs að frádregnum eölilegum afskriftum fyrir fyrningu og sliti. Annað lausafé Loftleiða h.f. skal reiknað á bókfærðu verði samkv. heildarreikningí félagsins, en annað lausafé Flugfélags tslands h.f. á tvö- fölldu bókfærðu verði. c) Endurmeta skal allar innlend- ar fasteignir beggja félaganna, svo og flugvélaeign þeirra, varahreyfla og aðra varahluti. Erlendar fasteignir skal reikna á bókfærðu verði samkvæmt heildarreikningum Loftleiða h.f. og dótturfélaga þess. 1 útreikningi á eignahluta Loftleiða h.f. skal Hekla Hold- ings Ltd og International Air Bahama Ltd., talin til frádrátt- ar frá nettóeign, með upphæð, sem nemur öfugum höfuðstól I.A.B. á uppgjörsdegi, að frádregnum $ 751.535.00. Verði I.A.B. i heild selt fyrir 31. des. 1973 fyrir hærra verð en $ 751.535.00 eða a.m.k. 33% þess fyrir hlutfallslega hærra verð, skal I.A.B. reiknað til eignar i samræmi við það söluverð. d) Við mat á fasteignum félag- anna, innlendum og erl. skal ekki tekiö tillit til viöskipta- vildar („Goddwill”). bó skal matsnefnd i sambandi við mat á eign Loftleiða h.f. i Cl-44 flúgvélum og varahlutum i þær hafa hliðsjón af arðsemi flug- vélanna i rekstri. 3) Mat á fasteignum og lausafé skv. liðum 2b og 2c miðast við verðlag i júni 1973. Niðurstöður nefndarinnar skulu vera bindandi fyrir báða aðila um hlutaskiptingu, þó þannig, að hundraðshluti þess félags, sem minna telst eiga, verði aldrei lægri en 35%. 4) Uppgjör samkvæmt lið 2a miðast við 1. ágúst 1973. Rekstur félaganna skal frá þeim degi lúta sameiginlegri stjórn, hvort sem ákveðið verður að þau verði frá þeim degi sameinuð i eitt rekstrarfélag eða starfi áfram um sinn hvort undir sinu nafni. 5) Sameiginleg stjórn skal skipuð jafnmörgum aðilum frá hvoru félagi og skal hún sitja til aðalfundar 1976, en þá fer fram kosning stjórnar með venjulegum hætti. Fara skal þess á leit við Lands- banka Islands að hann velji og til- nefni óhlutdrægan aðila til að sitja sem oddamaður i stjórn hins sameiginlega félags til aðalfund- ar 1976. 6) Hið bráðasta verði hafnir samningar um þau atriði, sem varða sameiningu félaganna, framkvæmd hennar og fyrir- komulag. 1 þeim samningum verði m.a. fjallað um félagsform- ið, meðférð og áhrif krafna og eignaaukningar, sem siðar kann að koma fram og varðar liðinn tima, skuldbindingar og kvaðir, sem á félögunum kunna að hvila og varða framtiðina, meðferð á vandamálum starfsmanna, er upp kunna að koma vegna sameiningarinnar, framkvæmdastjórn, fyrirkomu- lag flugrekstursins i upphafi fyrstu skref til hagræðingar, samninga við hið opinbera um niðurfellingu opinb. gjalda vegna sameiningarinnar o.fl. 7) Stefnt skal að þvi, að samningum þessum ljúki eigi siö- ar en 30. april n.k. og verði þeir þá bornir undir atkvæði hluthafa beggja félaganna. Skulu hluthafafundir beggja félaganna haldnir sama dag. Að fengnu samþykki hluthafa verði rekstur félaganna sameinaður frá og með 1. ágúst 1973, sbr. 4 tl. hér að framan. íslandsmótið I. DEILD 1 dag kl. 15 leika á N j arðvíkurvelli ÍBV - ÍBA Komið og sjáið spennandi leik. ÍBV. Auglýsið í Þjóðviljanum Geir leikur með Göppingen nœstu tvö árin Geir ætlaði sem kunnugt er að fara til danska liösins Stadion næsta vetur og leika þar í 1—2 ár. Hann hefur hinsvegar ekki ennþá fengiö undanþágu til að leika i Danmörku, en til þess þarf hann að búa þar i 6 mánuði. Formaður danska handknatt- leikssambandsins tilkynnti hon- um siöan um daginn, að þrátt fyrir að undanþágubeiðni hans hefði enn ekki hlotiö endanlega afgreiöslu, væri liklegt að Geir yrði ekki gefiö leyfið. Geir hefur þvi skrifað Stadion og tilkynnt þeim, að hann sjái sér ekki fært að bíða öllu lengur, og aö hann muni þvi ekki koma til liðsins. Hann hefur ákveðið að fara i staöinn til Þýzkalands og leika þar með einu sterkasta félags- liöinu Frich auf Göppingen. Samningur hans gildir næstu 2. árin. Göppingen urðu Evrópu- meistarar árin 1960 og 1962 og hafa oröið margfaldir Þýzka- landsmeistarar, siðast árið 1972. Þeir komu hingaö til lands i boði Framara þá um haustið. Geir sagði, i samtali við Þjóö- viljann, að stökkið héðan til Danmerkur væri vissulega mik- ið, en að fara til Þýzkalands væri mun meira stökk, og hann væri sannfærður um, aö þarna væri hann kominn á toppinn i handknattleiknum. Keppni um hverja stööu i Göppingen er geysihörð, mann- skapur þar er nægur og Geir sagöi aö það yrði vafalaust tölu- verð vinna að koma sér strax inni liöið. Göppingen á alltaf 3—5 menn i þýzka landsliðinu. Engin ákvæði eru i þýzku lög- unum um vissa búsetu i landinu áður en leyfi til keppni meö fé- lagsliöum er veitt. Þjóðverjar virðast vera aö opna allar gáttir fyrir utanaðkomandi menn, vilja greinilega veita nýju og fersku blóði i handboltann. Að visu er ætlazt til tveggja mán- aða búsetu i landinu, en það kvað vera mjög teygjanlegt, og auðvelt mun vera að fá undan- þágur. Geir hefur verið i sambandi við Göppingen i 1 1/2 mánuð og nú hefur verið ákveðið að hann haldi utan i lok júli. Þegar hann verður kominn inni málið mun Geir taka til við iþróttakennslu að einhverju leyti. Skelfing voru þeir klaufalegir iif i M i i - i i 1 m v m |j Golfkeppni Iþróttafréttamanna fór fram i fyrradag á velli Golf- klúbbs Ness. Keppnin hefur verið haldin árlega undanfarið, og það er umboð Saab á tslandi, Sveinn Björnsson h.f. se, gefur verölaun- in, en þau eru ekki af lakara tag- inu: bikar, verðlaunapeningar, húfur, öskubakkar og blöörur. Það bar öllum saman um það strax i upphafi, að Ömar Ragnarsson væri allra manna klaufalegastur i þessari keppni; hann kunni bókstaflega ekki neitt og hagaði sér eins og algjör aula- bárður. Jón Birgir Pétursson tók keppnina hinsvegar i fullri alvöru og sigraði glæsilega; fór á 54 höggum þær 9 brautir sem leikið var á. 1 ööru sæti varð Ólafur Gisla- son, einnig frá Visi, eins og Jón Birgir. Þriðji varð Agúst Jónsson frá Morgunblaðinu. Fern verðlaun voru veitt I þessu móti; þrir fyrstu fengu verðlaun og fulltrúi Þjóðviljans, Gunnar Steinn, fékk skammarverðlaun fyrir að vera eini maöur keppninnar, sem fór brautirnar á yfir 100 höggum! -gsp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.