Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1973. LAUNAJÖFNUÐUR — JAFNRÉTTI Njóta konur jafn réttis í atvinnulífinu? Til aö byggja upp sóslallskt þjóöfélag er mikilvægt aö vekja upp kvennafjöldann og fá þær til þátttöku I framleiöslustörfunum. Karlar og konur veröa aö fá sömu laun fyrir sömu vinnu f fram- leiöslunni. Raunverulegt jafnrétti kynjanna getur aöeins oröiö veru- leiki sem hluti sósfalískrar um- byltingar þjóöfélagsins I heild. Þannig talaði Maó tse tung 1955. Og þannig töluöu rússneskir hugsjónamenn á undan honom og margir leiðandi menn sósialískra rikja. Samt hefur raunverulegt jafnrétti kynjanna ekki oröið að veruleika I þessum rikjum enn. Kannski vegna þess að hin sósialiska umbylting þjóð- félagsins hefur ekki tekizt i raun, stjórnarfarið hefur ævinlega fljótlega sigiö á borgarahliöina. Kannski vegna þess, að orðalagið ,,sömu laun fyrir sömu vinnu” stangast i rauninni á við sósialiska hugsun, sem getur ekki verið sömu laun fyrir sömu vinnu, heldur sömu laun fyrir alla vinnu eða hvaða vinnu sem er. Víst skal viðurkennt, að um margt hefur verið betur búið að konum i sambandi við þátttöku þeirra i atvinnulifinu i rikjum, sem kenna sig viö sósialisma en hér vestra, svosem með jafnrétti til hvaða menntunar sem vera skal, uppbyggingu barnaheimila, skóladagheimila og mötuneyta á vinnustað, tilhliðrun i sambandi við veikindi barna osfrv. Samt er staðan ekki jöfn, sérstaklega ekki hvað snertir stöður — konur eru mun sjaldnar i toppstöðum en karlar og undantekning, aö þær séu I pólitískum áhrifastöðum. Kannski hefur sjálf hugsunin að búa svo og svo vel að konum mótað viðhorfið, þaö eru semsagt konurnar, mæðurnar, sem eru foreldri númer eitt, það eru þær, sem eru heima úr vinnunni, ef barnið er veikt, það eru þær, sem mega hafa styttri vinnutima vegna barna á heimilinu osfrv. Enda eru það lika þær, sem gera húsverkin, þær sem elda matinn, þær sem sjá um innkaupin...Og það eru lika þær, sem hlaupa i skarðið og passa, þegar þær eru orönar eldri — hve oft hefur ekki rússneska babúskan verið hafin til skýjanna? Fyrst þetta er svona i rikjum þar sem opinberlega hefur verið stefnt að þvi að koma á raunveru- legu jafnrétti, er þá að furða þótt ástandið sé slikt sem það er i okkar borgaralegu þjóðfélögum i Vesturálfunni?. Sömulaunakenningin Reyndar á svo að heita, að hér vestra sé lika stefnt að jafnrétti, mas. hér á íslandi, þótt litið fari fyrir samfélagslegum fram- kvæmdum. En launajafnrétti kynjanna var þó lögfest á þingi fyrir einum 13 árum og á 5 ára aðlögunartimabili 1962-67 áttu laun kvenna að hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf i öll- um greinum, sem samið er um á grundvelli alþýðusamtakanna. Takið eftir, að þarna var lika talað um sömu störf. Og hvað gerðist? Jú, alveg nákvæmlega þaö sama og i öðrum löndum V- Evrópu, sem lika höfðu lögfest launajafnrétti á grundvelli alþjóðasáttmálans um launa- jöfnuð kynjanna: Atvinnurekend- um tókst að fara kringum laga- bókstafinn með þvi að kyngreina störfin, með þvi að nefna störf karlmanna eitthvað annað en störf kvennanna, þótt um sömu verkefni væri að ræða, og með þvi að skipta verkefnum enn greini- legar en áður milli kynjanna, þar sem kyngreind verkefnaskipting var að einhverju leyti fyrir. Allir virtust hafa gleymt þvi, að I alþjóðasáttmálanum var reyndar ekkitalað um sömu laun fyrir sömu vinnu, helfur jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Látum atvinnurekendur liggja milli hluta I þessu efni. þeir skilja og túlka hlutina auðvitað alltaf þeim skilningi, sem þeim er i hag, þe. samkvæmt þvi hvernig þeir komist upp með að borga sem minnst laun fyrir sem mesta vinnu. En þvi miöur hafa framá- menn verklýðshreyfingarinnar lika til skamms tima virzt gæddir skilningi atvinnurekandans og þaö er ekki langt síöan bæði karl og kona úr þessum hópi framá- manna létu i ljós við mig sem skoðun sina, að launamisrétti væri ekki fyrir hendi meðal félaga ASl, þarsem allsstaðar væri orðið borgað jafnt fyrir sömu störf. Sem betur fer eru mörg merki þess nú, að hér séu að opnast augu verklýðsforystunnar, menn gera sér grein fyrir þvi, að sömu- launakenningin er i meira lagi at- hugaverð. Verðmætiskenningin En kemur verðmætiskenningin okkur þá nokkuð lengra áleiðis? Hver metur störfin? Hvernig skiptast menn i þau? Ætli klókum atvinnurekendum sé ekki jafn- hægt um vik að telja sum störf, þe. störfin, sem karlar vinna, verðmætari hinum, sem konur vinna að meirihluta, ef þeir sjá sér hag I þvi? Og hætt er við, að þeir, sem fara með kjaramál alþýðustéttanna geti alveg eins dottið I þennan pyttinn sem hinn fyrri, enda er mér hugstætt ný- legt dæmi, sem sjálfur þáverandi forseti ASI nefndi við mig i út- varpi 1. mai sl. Nefnilega, að það væri fullkomlega eðlilegt, að maöur — undirskilið karlmaður — sem stjórnaði stórri og dýrri vinnuvél, fengi þessvegna hærra kauþ, vegna ábyrgðarinnar. Þarna átti matið að mótast af þvi, hve dýrt og mikið tæki þetta var, sem maðurinn hefði kannski getað eyðilagt. Sama viðhorf var mjög áberandi i starfsmati BSRB, einkum fyrstu uppköstun- um, sem ég hafði tækifæri til að kynna mér. Þar var ábyrgð öll metin eftir þvi, hve dýr og merki- leg tæki viðkomandi gæti kannski eyðilagt eða hve miklum pening- um hann gæti kannski stolið eða sólundað. Umönnun sjúkra á spitala eða meðferð barna I skóla og á barnaheimilum var ekki metin nærri þvi eins mikils sem ábyrgð. Enda er hjúkrunarfólk konur með örfáum undantekning- um, fóstrur konur og barna- kennarar konur að miklum meiri- hluta. Og þeir, sem eru i aðstöðu til að stela og eyðileggja eitthvað verulega dýrmætt að peninga- mati, mestmegnis karlmenn. Stjórnun vinnuvélarinnar var semsé i augum forsetans meiri ábyrgð og þarafleiðandi verðmætara starf en þau störf, sem fólk vinnur vélalaust með höndunum einsog td. snyrting og pökkun fiskflakanha, sem konurnar annast i frystihúsunum. Samt er fiskurinn okkar aðalút- flutningsvara, markaðurinn mikilvægur og ekki sizt i sam- bandi við flökin gerðar miklar og nákvæmar kröfur um frágang. Standist varan ekki fyllstu kröfur stórskaðar það útflutninginn. Hvert er þá verðmæti samvizku- samlega unnins starfs á þessu sviði? Fyrir utan fiskveiðarnar sjálfar er þetta undirstöðuat- vinnuvegur þjóöarinnar. Hvert væri verðmæti starfsins, ef kon- urnar neituðu einn góðan veður- dag að sinna þvi? Annars er ég persónulega á móti verðmætamati starfa i þjóð- félaginu og álit það hættulega stefnu að ætla að fara að meta störfin jafnvel eftir þvi, hve mikið þau gefa i aðra hönd fyrir þjóðar- búið. Flest störf, sem unnin eru, eru þjóðfélaginu i heild nauðsyn- leg, bæði framleiðslustörf og þjónustustörf, þótt þjónustu- störfin hafi hér reyndar belgzt út langt umfram eðlilegar þarfir, einsog i fleiri neyzluþjóðfélögum. Eðlilegast væri þvi, að öll störf væru hreinlega launuö jafnt. En við erum vist langt frá sliku kommúnutakmarki, sem ekki hefur einu sinni veriö reynt að framkvæma i sjálfu kommúnu- landinu mikla, Kina. Skortur á statistík Njóta konur jafnréttis i at- vinnulífinu? var sú spurning, sem ég ætlaði að reyna að fjalla um hér. I námshóp á vegum Norræna sumarháskólans, sem ég hef starfaömeð undanfarið, erum við aö reyna að gera okkur grein fyr- ir stöðu konunnar á atvinnu- markaönum á Islandi. Það reynist mun erfiöara en við hugð- um og rekum við okkur þar fyrst og siöast á átakanlegan skort á statistik eða tölulegum upp- lýsingum. Töluleg úrvinnsla er dýr I framkvæmd og fáar stofn- anir hérlendis, sem vinna slikt, Hagstofan og hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunarinnar og kannski einhverjar hagskýrslu- deildir sveitarfélaga: þó held ég reyndar, að Reykjavik sé þar ein á báti. Þessar stofnanir vinna að sjálfsögðu aöeins þau verkefni, sem fyrir þær eru lögð af opin- berri hálfu og hingað til virðist enginn opinber aðili hafa haft áhuga á stöðu konunnar, hvorki á vinnumarkaðnum né yfirleitt i þjóöfélaginu. Einstaka könnun hefur verið gerð á stöðu kynjanna i af- mörkuðum atvinnugreinum, einsog td. könnun á kjörum bankastarfsmanna, sem tveir kvenkyns starfsmenn Lands- bankans gerðu, þar sem niður- stöður voru i stuttu máli, aö i öll- um bönkum landsins störfuðu þá, 1971, 979 manns, þaraf 524 konur og 455 karlar. 1 fimm kauplægstu flokkunum reyndust konur I yfir- gnæfandi meirihluta og meiri- hluti kvennahópsins þar, en i efri flokkunum voru karlar i þvi meiri meirihluta sem ofar dró og einir i þeim efsta. Niðurstöður ýtarlegrar könnunar, sem Rauðsokkar gerðu meðal uþb. 700 félagsmanna VR i fyrirtækjum, sem valin voru af handahófi, gáfu mjög lika mynd: konurnar röðuðust i neðri launa- flokkana, karlarnir i þá efri eða voru með — og það reyndar stærsti hópur þeirra eða 44% — umsamin laun fyrir ofan hæsta flokkinn, sem er 12. flokkur. 1% kvennanna var i þessum hóp. í könnun, sem sami launa- rannsóknahópur Rauðsokka gerði meðal 110 félaga i BSRB hjá tveim opinberum fyrirtækjum þar sem jafnframt var tekið tillit til menntunar, kom fram, að konur dreifðust fyrst og fremst á 5.-12. launaflokk, en karlar á 12.- 27. 1 öðru fyrirtækinu tóku konur með miðlungsmenntun i hæsta lagi laun samkvæmt 10. flokki, en karlar með sambærilega menntun samkvæmt 14.-21. launaflokki og i hinu fyrirtækinu dreifðust konur með miðlungs- menntun á 8.-17. launaflokk, en karlar með miðlungsmenntun á 13-25. Það er kannski að bera i bakka- fullan lækinn að vitna enn einu sinni i þessar kannanir, svo oft sem það hefur verið gert, en það er ekki af svo mörgu tölulegu að taka og þessar niðurstöður sýna einmitt það, sem við höfum fyrir augunum daglega eða hver er fulitrúinn og hver ritari á skrif- stofunum? Hver er skólastjóri og hver almennur kennari? Hver er verzlunarstjóri og hver af- greiðslustúíka og hver deildar- stjóri og hver simastúlka? (Mas. stöðuheitin eru kynbundin!) Hver vinnur svokölluð ábyrgðarstörf i iðnaðinum og hver almenn verk- smiðjustörf, hver vélflakar og hver pakkar i frystihúsunum? Þaö má ganga útfrá launamis- réttinu sem visu, sömuleiðis kyn- greiningu starfanna. Það eru ástæðurnar, sem við viljum fá fram. Hverju er borið við? Fyrirvinnan „Karlmenn eru fyrirvinnur fjölskyldunnar — konan vinnur á heimilinu”. Þetta fyrirvinnuhugtak er kannski það, sem mest er notað gegn konum á vinnumarkaðnum. Reyndarekki aðeins gegn konum, þvi er nokkurt réttlæti i þvi, að karlinum séeinum ætlað að þræla fyrir uppihaldi sinu, konunnar og sameiginlegra barna? A hann stöðugt að bera meiri ábyrgð og þyngri byrðar, vera peninga- maskina heimilisins? Hvers- vegna skyldi fullfrisk manneskja ekki sjá fyrir sér og sinum hluta barnanna þótt hún sé kvenkyns? Ber henni ekki sama skylda til þess og karlinum? En litum ögn nánar á fyrir- vinnuna. Þær eru ekki orðnar margar, fjölskyldurnar á íslandi, sem geta lifað af venjulegum daglaunum einnar manneskju. Amk. ekki ef fjölskyldan saman- stendur af tveim fullorðnum og einhverju af börnum. Þá er oft um tvennt að velja: Annaðhvort vinnur fyrirvinnan, karlinn, >svo og svo mikla eftirvinnu og þrælar sér út fyrir aldur fram eöa konan aflar heimilinu einnig tekna. Þvi miður er ástandið i kjaramálum lægstlaunuðu stéttanna ekki betra en svo, að stundum þarf þetta hvorttveggja. Hver er þá fyrirvinnan? Er karlinn það áfram, þótt konan vinni llka utan heimilis? Ariö 1970 voru 52,4% giftra kvenna komnar úti atvinnulifið, þe. þær öfluðu einhverra tekna. Árið 1963 var þessi tala aðeins 36,6%, svo þróunin er ótviræð og kæmi ekki á óvart, þótt hlutfallið yrði 60% eða meira árið 1980. Þegar við bætist tala ógiftra kvenna á atvinnumarkaðnum, er hlutfall kvenna orðið æði hátt. En þvi miður hefur okkur ekki tekizt að fá þá hlutfalistölu, þareð hún kemur hvergi fram i opinberum skýrslum. Tölurnar um atvinnuþátttöku giftra kvenna koma fram i einni af hinum sjaldséðu könnunum á stöðu kvenna i atvinnulifinu og sennilega hinni einu, sem unnin hefurverið af opinberum aðilum. Það var hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunarinnar, sem geröi könnun á atvinnuþátt- töku og launatekjum giftra kvenna í fyrra, reyndar ekki fyrir beiðni frá neinum opinberum aðila, heldur af einskærri for- vitni, enda hafa niðurstöðurnar hvergi blrzt og námshópurlnn okkar fyrsti aðilinn, sem skýrt var frá þessu opinberlega, þótt einstaka einstaklingar hafi reyndar fengið að glugga i þær áður. Astæðan til, að hagrannsókna- deild fór að kanna þetta, var undrun starfsmanna þar og hreint og beint efasemdir, er þeir komust að I sambandi við aðra könnun, að heildarlaunatekjur giftra kvenna árið 1970 höfðu numið rúmum tveim miljörðum. Ótrúleg tala. Þessar tölur, 36,6% 1963 og 52,4% 1970, eru miðaðar við öflun einhverratekna. En þegar gerður var greinarmunur á virkri þátt- töku i atvinnulifinu og einhverri, og þá með virkri þátttöku miðað við árlegar launatekjur yfir 15 þús kr. 1963 og yfir 45 þúsund 1970, reyndist virk þátttaka 20,8% 1963 og 35,1% 1970. Hlutfallsleg atvinnuþátttaka giftra kvenna 1970 i heild reyndist meiri útá landi en i Reykjavik og nágrenni, en virk þátttaka meiri á höfuðborgarsvæðinu. Barneign- ir virðast ekki hafa þau áhrif, sem almennt er talið, nema barnafjöldinn sé þá þvi meiri. Hinsvegar virðist aldur hafa nokkur áhrif; þó er athyglisvert, að svo virðist af tölunum, að giftar mæður, sem fara úr at- vinnu visst árabil, sennilega meðan börnin eru ung, komi fremur aftur út á vinnu- markaðinn, þegar þær eru eldri og búnar að koma börnunum upp, en hinar, sem eru barnlausar, en vinna samt ekki úti. Þær fara enn siður til þess á efri árum. Hinn mikli munur hlutfalls virkrar þátttöku og einhverrar þátttöku stafar áreiðanlega að miklu keyti af þvi, að konur eru lausavinnuaflið i framleiðslunni, Vilborg Harðardóttir ihlaupaliöiö, sem atvinnurekend- ur kalla á, þegar verkefnin eru mikil og aðkallandi, að þau vinn- ist fljótt, en rekur svo heim, þeg- ar«titiö er að gera, þvi „karlmaö- urinn er jú fyrirvinnan og þarf að sitja fyrir vinnunni, og er ekki lika bezt fyrir börnin aö móðirin sé heima hjá þeim. . . .” Böm og barneignir. Og með börnunum komum viö aö tylliástæðu nr. 2. „Konan á börnin”. Það mætti ætla, að hún ætti þau ein, að hún væri sífellt ó- létt og að hver einasta kona sé á barneignaaldri frá 16 ára til sjöt- ugs, ef dæma skyldi útfrá þvi, hvernig atvinnurekendur og fleiri láta konur gjalda þeirrar liffræöi- legu staðreyndar, aö þær ganga með börnin og fæða þau og annast þannig aðalverkið við fjölgun mannkynsins. Vegna þess að kona getur kann- ski eignazt barn, er hún sett i lægri launaflokk, lægra metna stöðu, ekki fastráðin o.s.frv. Hún er álitin óáreiðanlegur vinnu- kraftur, sem hættir nokkra mán- uöivegna barneigna, hættiralveg vegna þess sama, hættir i miöjum vinnutima vegna barna, sem eru veik sem þarf að sækja eða fara með á dagheimili, sem eitthvað kemur fyrir; mætir ekki vegna hins sama. Þetta álit gengur jafnt yfir allt kvenkyns, jafnvel þótt þær séu löngu komnar úr barn- eign. Staðreynd er, að konur eru látnar gjalda þess i okkar þjóðfé- lagi, aö þær ganga með börnin. Þess vegna er þeim mismunað i atvinnu og það er ekki komið til móts við erfiðleikana með bygg- ingu nógu margra dagvistunar- stofnana af ýmsu tagi. Þær bæta ekki einu sinni úr brýnustu þörf forgangshópa einsog einstæöra foreldra og námsfólks. Hvað þá, að létt sé undir með foreldrum með skólamáltiðum, ódýrum mötuneytum á vinnustöðum og öðru sliku. Ein af afeliðingunum verður ma. vegna hefðbundinnar hlutverkaskiptingar kynjanna — að flestar mæður, sem stunda vinnu utan heimilis, hafa i raun- inni tvöfalda vinnu, þvi vinnan á heimilinu bætist ofaná. Mismun- andi mikil að sjálfsögðu, það fer eftir fjölskyldustærð, samsetn- ingu fjölskyldunnar og makan- um, ef fyrir hendi er. Allt þetta dregur úr konum að sækja útá vinnumarkaðinn. Men ntuna rskortu r. Eitt af þvi, sem mikil áhrif hef- ur á stöðu kvenna I atvinnulifinu, erminni menntun þeirra yfirleitt. Nú á svo að heita, að allir á Is- landi hafi jafnan rétt til að afla sér menntunar af hvaða tagi sem vera skal, en hver er reyndin? Hlutfall stúlkna, sem ijúka lág- marksmenntun einsog gagn- fræða- eða miðskólaprófi er mjög svipað og strákanna. En þar skilja lika leiöir. Mun fleiri piltar en stúlkur fara i lengra nám og þvi lengra, sem námið er, þvi ó- hagstæðara hlutfall kvenþjóöinni. Framanaf i menntaskóla og sam- bærilegum skólum er munurinn ekki átakanlegur, en stúlkurnar falla fremur úr og við stúdents- próf eða lokapróf eru piltarnir oftast orðnir fleiri. Háskólanám og annað framhaldsnám stunda og ijúka mun fleiri karlar en kon- ur á Islandi. Þetta má marka t.d. af félaga- Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.