Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. águst 1973. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
„Djöflarnir i Loudun” (1952) og á
leikriti John Whitings
„Djöflarnir” (1961).
Pólverjinn Jerzy Kawalerowicz
geröi svo kvikmyndina „MóBir
Jóhanna” árið 1960, sem sýnd var
hér í Filmiu fyrir rúmum tiu
árum undir nafninu Nunnan og
djöfullinn. Þessi magnaða kvik-
mynd stendur mér enn ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum og á liklega
eftir að lifa lengur en breiötjalds-
djöflar Russells.
A slðustu fjórum árum hefur
Ken Russell orðið einn umtalað-
asti kvikmyndahöfundur heims-
ins. A þessum tima hefur hann
gert fimm kvikmyndir og hafa nú
tvær þeirra, The Music Lovers og
Djöflarnir, verið sýndar hér.
Hinar eru: Women in Love (1969)
eftir sögu D.H. Lawrence, The
Boy Friend (1971) eftir sam-
nefndum söngleik Sandy Wilson,
og Savage Messiah (1972) um
franska myndhöggvarann Henri
Gaudier — Brzeska.
Aður var Russell orðinn vel
þekktur i heimalandi sinu eftir að
hafa gert ekki færri en 40 sjón-
varpsmyndir fyrir BBC á árunum
1959 — 1969. Flestar eru þessar
myndir „ævisögur” listamanna
og þykja afbragðsgóðar, m.a.
myndirnar um John Betjeman,
Isadóru Duncan (sýnd i isl. sjón-
varpinu) og um tónskáldin
Prokofief, Elgar, Bartok, Delius,
Richard Strauss og fl.
Það vekur óneitanlega nokkra
furðu, hvernig Russell getur
hamazt áfram, meðan samtiða-
menn hans i Bretlandi,
Bandarikjunum og á meginlandi
Evrópu mega teljast heppnir að
koma frá sér einni mynd á
tveggja ára fresti. Russell hefur
lokið sinni fimmtu á tæpum
þrem árum. Hvers vegna hann?
Margir þeirra eru elskaöir bæði
innan kvikmyndaiðnaðarins og
utan, myndir þeirra sumra hafa
reynzt hreinustu tullnámur.
nokkrir eru taldir meistarar, ef
ekki snillingar. Allir eru þeir
virtir og dáðir og eiga heilu vegg-
ina skreytta hástemdu lofi úr
blöðum og timaritum, en samt
verða of margir þeirra að fást við
auglýsingakvikmyndagerð til
þess að sjá fyrir sér. En Russell
sem ekki getur státað af einu
þessu, heldur fullri ferð. Hvað
veldur? Þvi er ekki auðsvarað.
Ekki eru það persónulegar vin-
sældir i bransanum. Enginn virð-
ist leggja honum personulega
gott orð (ekki einu sinni Rudolf
Nureyev, sem segir eitthvað
fallegt um alla) og ekki möluðu
myndirnar gull. Ekki hafa
gagnrýnendur hafiö hann til vegs.
Og þó.
Þeir hafa skrifað mikið og
sterkt um myndir Russells og yf-
irleitt haft unun af að tæta þær
niöur. En Russell hefur haft svip-
aða nautn af að rifa þá i sig á op-
inberum vettvangi og hent mikið
gaman af einstökum leiðarljósum
meðal kvikmyndagagnrýnenda.
Þessu hefur almenningur tekið
eftir og spenna magnazt I kring-
um myndir Russells.
„Þeir segja mig smjatta á hinu
óeölilega og óheilbrigða i mann-
legu eðli. En hvaö er eðlilegt?
Hvað er óheilbrigt. Ef ég vissi t.d.
allt um þig, þá gæti ég haldið, að
þú værir eitthvað skrýtinn, og þú
myndir auövitaö halda það sama
um mig, en viö litum ekki á okkur
sem óheilbrigða. — Við erum af
mismunandi blæbrigðum, og
listamenn yfirleitt eru mjög af-
brigöilegir. Ef þeir væru það
ekki, myndu þeir ekki sýna það
sem þeir sýna, svo ef maður ætlar
að gera kvikmynd um listamann
myndi verða erfitt að finna þann,
sem hægt væri að kalla „norm-
al”. Tökum t.d. Tchaikovsky.
Tónlist hans er án efa svo ofsa-
fengin, vegna þess að hann varð
að fela þá staðreynd, að hann var
kynvilltur, ef hann gerði það ekki
var hann útskúfaöur. Þjáningin
og kvalir koma greinilega fram i
tónlist hans og á ljósmyndum af
honum sjálfum. — Auðvitaö við-
urkenna Rússarnir ekki ennþá, að
hann hafi verið kynvilltur. Ég hef
komið i hús hans i Rússlandi og
um leið og maður nefnir slikt við
leiðsögumennina, hlaupa þeir
meö mann út. — Hann var dálitið
óhamingjusamur á stundum,
segja þeir, og svo ekki meir.”
An efa er Ken Russell einn lit-
rikasti persónuleiki meðal yngri
kvikmyndahöfunda. Það er erfitt
aö Imynda sér nú, að hann skuli
einhvern timann hafa verið ball-
ettdansari, þvi að vallarsýn verð-
ur hann sifellt likari átrúnaðar-
goðinu, Orson Welles: „hann er
mestur allra”, segir Russell. Sagt
hefur verið, aö Russell eigi eftir
að gera allt, sem Welles lét ógert.
Þ.S.
Ken
Russell
og djöflarnir
,,í öllum kvikmyndum”
minum eru ákveðin
atriði, þar sem ég af
ásettu ráði geng fram af
fólki til þess að vekja
það til umhugsunar. Ef
maður tekur efnið
óvæntum tökum og
beitir til þess skyndi-
legum brögðum, getur
maður margfaldað
áhrifin.
Fók verður þreytt og
leitt, raunveruiega blint,
á þvi að horfa á sömu
gömlu aðferðinrnar upp
aftur og aftur. En með
þvi að umturna öllu fær
áhorfandinn, og ég
sjálfur, nýtt sjónarhorn
og öðlast nýjan skilning.
Svo ég geri það oft: i æ
rikara mæli.” (Brezki
kvikmyndahöfundurinn
Ken Russell, eftir að
hann hafði nýlokið The
Music Lovers|1970)
Það var og. „Djöflarinr”
(Austurbæjarbió) eru gerðir eftir
þessari formúlu út I yztu æsar.
Þar umturnast Russell svo i botn-
lausri sjálfsánægju yfir snilld
sinni „aö koma fólki á óvart”, að
fólk verður bæði „þreytt og leitt”
á þvi að horfa á „sömu aðferð-
irnar upp aftur og aftur”.
1 upphafi myndarinnar er
hátlðlega tilkynnt, að atburðir
hennar hafi raunverulega gerzt.
Þá eiga menn væntanlega að hafa
„öðlazt nýjan skilning” á
þekktum atburðum úr 17. aldar
sögu Frakklands eftir að hafa séð
myndina. Maður hlýtur aö eiga að
Djöflarnir reknir út.
fyllast reiði yfir svivirðilegri
meðferð valdhafa á rétti einstak-
lingsins. Einnig að sannfærazt i
eitt skipti fyrir öll um skripaleik
kirkjunnar og allt hennar sjónar-
spil. Og jafnvel að geta sett þessa
atburði I annað og stærra sam-
hengi i nútimanum.
Þaö verður að játast, að ekkert
af þessu kom fyrir mig. Þó gefur
Russell svona skussum gullið
tækifæri i lok myndarinnar til
þess að nema spekina, ef hún
skildi hafa farið forgörðum i
öllum látunum. En þar vinnur
förðunardeildin enn eitt þrek-
virkið í þessari mynd, svo maður
sér Oliver Reed stikna lifandi og
ræða hans fer fyrir ofan garö og
neöan, hjá mér a.m.k.
Þannig er myndin öll. Keðja
tæknilegra óhuggubragða, sem
eru djöfull vel sviðsett sum hver.
Myndataka óneitanlega hörkugóð
og klippingar hinar snjöllustu. En
stórbrotið myndmálið ber söguna
algerlega ofurliði.
Nornaæðið i Loudun og saga
prestsins Urbain Grandier hafa
orðið kveikja að mörgum ólikum
listaverkum. Russell byggir
myndina á bók Aldous Huxleys
Ken Russell: Orson Welles er mestur. Svo ég.