Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 5. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Jafnrétti Framhald af bls. 4. tölum félaganna 15 i Bandalagi háskólamanna. Þar eru aö visu ekki allir félagar, sem lokið hafa námi, og dálitið misjafnt, hvort félögin hafa innan sinna vébanda aðeins þá sem leggja stund á við- komandi störf eða alla sem lokið hafa prófi i greinínni og vilja vera félagar. Þó gefa tölurnar svo á- kveðna mynd, að þótt þetta sé tekiö til greina gæti hún ekki breytzt að mun. I bandalaginu voru sl. vetur alls 2338 félagar og þaraf eru 198 konur. Aðeins i einu félagi eru þær helmingur félaga, Félagi lyfjafræðinga, 42 af 84, en þar er um mismunandi langt nám að ræða og þið getið gizkað á, hvort konurnar muni f jölmennari I þeim hópnum sem lokið hefur styttra náminu eða hinum. 1 sambandi við lengra nám og framhaldsnám er að öðru jöfnu mjög oft um að ræða misjafna möguleika skólapilta og skóla- stúlkna til tekjuöflunar á sumrin. Launamisréttið bitnar semsagt lika á þeim, sem vegna mismun- andi kynferðis komast i misjöfn störf og mislaunuð. En menntun er ekki bara menntaskóli og háskóli sem betur fer. Um fleira er að velja. Eða er þaö? Ekki svo margt fyrir konur virðist vera. Iðnskóli hefur lengstaf verið þeim að miklu leyti lokaður ma. vegna rikjandi meistarakerfis. Þar hafa konur ekki komizt i nema örfáar greinar og það eru takmörk fyrir þvi, hve margar hárgreiðslukonur eða kjólameistarar geta haft atvinnu á Islandi. Og þótt konur þyki nógu góðar til að laga mat og bera á borð heima hjá sér, er þeim svotil fyr- irmunað að læra slikt sem fag, eins og frægar yfirlýsingar skóla- stjóra matsveina- og veitinga- þjónaskólans bera vott um. Eftir er hjúkrun, fóstrustörf og barnakennsla. Og þar er einmitt að finna þær, sem eitthvað hafa lært umfram gagnfræðastigið, en þó ekki tekið langskólamenntun. Enda eru þetta lika hefðbundin kvennastörf og meðal þeirra fáu sem stúlkur eru hvattar til að læra til. Annars fá þær sjaldnast hvatn- ingu, hvorki i skólakerfinu, heima hjá sér né á vinnumarkaðnum og sú stáðreynd hefur að sjálfsögu sin áhrif. Uppeldi. Þar er komin fjórða ástæðan. Uppeldið og skortur á hvatningu. Meðan stúlkur eru aldar upp öðruvisi en piltar, bæði heima hjá sér og i skólanum, aldar upp til að gegna hefðbundnu hlutverki, sem ekki er lengur raunhæft i okkar þjóðfélagi hafi það þá einhvern- tima verið það, aldar upp til að vera annars flokks, til að þjóna, til að vera elskulegar, kvenlegar, glaðar, góðar, hvað sem á geng- ur, er varla von til að þær nái nema annars flokks stöðu á vinnumarkaðnum. Þetta er gert á heimilunum oft ómeðvitað af hugsunarleysi eða húgsunarleti, og þetta er gert i skólum með mismunandi náms- efni og með rangri mynd af þjóð- félaginu I skólabókunum. Hlutverk verklýðssa mta kanna Ég ætla ekki að fara nánar út i þau uppeldislegu og sálfræðilegu atriði, sem gera konuna að litil- magna á vinnumarkaðnum. Margir ásaka konurnar og segja sem svo: Þið hafið jafnréttið að lögum, þvi notið þið það ekki? Þetta er engum nema sjálfum ykkur að kenna! Eins og ég hef-sagt fyrr hefur það reynzt klókum mönnum i auðvaldsþjóðfélaginu harla létt að komast kringum lögin og þaö á þann hátt, að ekki er létt við að sporna, sizt meðan forystulið vinnandi stétta leggur sig ekki fram um að fá þessu breytt. Takið þetta nú ekki strax sem árás á verklýðssamtökin. Það er þvert á móti vegna þess, að þau eru einu samtökin sem mér finnst hugsanlegt að komi til greina, að berjist fyrir jafnrétti i reynd, sem ég nefni þau,enda er lika þar að finna meirihluta kvennanna á vinnumarkaðnum. Mér dettur ekki i hug, að forréttindastéttir þjóðfélagsins heyi þessa baráttu. En einmitt i láglaunastéttunum er munurinn milli kynjanna átak- anlegur. Ég nefndi áðan dæmin úr VR. Og nýlega hefur kjara- rannsóknanefnd gert samanburð á launum verkamanna og verka kvenna i Reykjavik og er þá mið- að við störf, sem greidd eru sam- kvæmt töxtum Framsóknar og Dagsbrúnar. Þar eru gefin upp ársmeðaltöl greidds tlmakaups i dagvinnu frá 1966 til 1971 i fisk- vinnu, verksmiðjuvinnu, af- greiðslustörfum (þe. á lager oþh.) og bæjarvinnu, en tvennt hið siðarnefnda er varla tækt vegna fæðar kvenfólks i störfun- um. Þarna kemur i ljós, að frá 1967 fer hlutfall timakaups kvenna af timakaupi karla að visu hægt og sigandi hækkandi, en nær þvi þó ekki. Frá 1967 hækkar hlutfall kvennatimakaups af timakaupi karla i fiskvinnunni úr 77,9% i 82,7%(Um leið er athyglisvert, að karlalaunin eru langlægst i fisk- vinnunni, en laun kvenna þar mun hærri en i verksmiðjunum). Auðvitað er þetta framför eða svo virðist. En gætum að. Þetta er ekki timakaup samkvæmt töxt- um, heldur raunverulega greitt timakaup I dagvinnu. Og hvernig eru þá 97,5 prósentin I fiskvinn- unni fengin? , Þau eru fengin með blóði og svita. Það er bónusinn, sem þarna kemur til. Til þess að ná þessari tekjuaukningu hafa kon- urnar hneppt sig i þrældóm. 1 grein,sem Gunnar Guttorms- son skrifar i blað Rauðsokka, Forvitin rauð, 1 mai sl. kemur fram, að þessi ákvæðisvinna kvennanna er ótrúlega nákvæm- lega mæld og mun nákvæmar en sú ákvæðisin'na, uppmælingin, sem karlar vinna aðallega. Til þess yfirleitt að ná bónus verða þær að hamast allan vinnutimann og dugir þó ekki alltaf til, td. ekki ef þær eru óvanar, gamlar eða þreyttar. Svona samningar eru i höndum verklýðsforystunnar. Það er. lika i hennar höndum, hvort hún vill bæta ástandið með þvi td. að sporna við kyngreiningu starfa og berjast fyrir jöfnum launum amk. i sömu atvinnugrein, hvaða handtök sem það svo eru, sem hver og einn vinnur. En þótt 15535 konur séu i félögum innan vé- banda ASl af 25801 eru aðeins þrjár konur þar i miðstjórn af 15. Þessi orð eru ekki árás á verk- lýðsforystuna. En verklýðshreyf- ingin er að minu viti eina aflið i þjóðfélaginu, sem gæti leitt jafn- réttismálin til sigurs ef hún beitti sér sem sú forystusveit sem hún ætti að vera og við væntum af henni. Horn í síðu Framhald af bls. 2. Um Þjóðviljann segir svo i greindum leiöara eftir oröabók: Um Þjóðviljann (blaöið) Þjóðviljinn er sorprit. Þjóövilj- inn er viðurstyggilegasta málgagn, sem nokkur ríkis- stjórn I lýöræðislandi þarf að styðjast við. Hið lágkúrulega málgagn kommúnista. Um það sem birtist i Þjóð- viljanum: Upphrópanir og haturskennd pólitisk froöa. Hatursfullar upphrópanir. Um ritstjórn Þjóðviljans: Haldnir hryllilegum pólitiskum sjúkdóm i. Rauðskjöldóttar blekbeijur. Jórturdýr, sem skrifa Þjóðviljann. Baulurnar á Þjóðviljanum. Um húsnæði Þjóðviljans i nútlð og framtiö: Mundi fjósið við Skólavöröustlg breytast i svinastiu. Um skrif Morgunblaðsins og ritstjóra VIsis má nota sömu orötvenndina: Málefnalegar rökræður Morgunblaösins, (ritstjóra Visis). Þetta orðaval um ritstjóra Visis skal þó aðeins nota ef I nauöir rekur. -0- Þvi miður getum við ekki orð- tekið meir að sinni. Vonandi gefst tækifæri til þess á næst- unni, þvi langt er frá að upp sé talið allt það sem i orðabók þessa ástsæla ríkisstyrkta sálmaskálds er að finna, Við skulum þvi vera vonglöð, þvi „fegurð dalsins” mun veitast okkur áður langt um liö- ur.—úþ HASAR Hasarblærinn heillar marga, helzt þó spillta ihaldsvarga. Vlsir greyið virðist mér vera likur.Jónas, þér. ÓA Læknar Framhald af bls. 9. til hvers konar aðgerða, en úti á landi séu hvorki menn, né heldur aðstaða til að gera við beinbrot eða lækna lungnabólgu. Þá yrði fyrir okkar málum komið á svip- aðan veg og i vanþróuðustu lönd- um Afriku. — Er það rétt, að þú ætlir að nota hluta sumarleyfisins til að gegna héraðslæknisembætti á Blönduósi? — Þetta er rétt. Ég vil halda mér svona héraðslæknisfærum, vera eitthvað úti i héraði á hverju ári meðan ég get. — úþ 2300 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstseður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN . Heildsaia Smása'ia Einar Farestveit & Co. Hf Bergstaðastr. 10A Sími 1 (3995 Sölumiðstöð bifreiða Framboð — Eftirspurn Simatimi kl. 20—22. Simi 22767 Orðsending frá Verka- kvennafélaginu Framsókn. Félagskonur fjölmennið i sumarferðalagið 12. ágúst. Upplýsingar á skrifstofunni i sima 26930 og 26931. Áriðandi að tilkynna þátttöku sem allra fyrst. FÉLAG Ferðafélagsferðir. Sunnudagur S.ágúst kl. 13.00 Gönguferð á Vifilsfell og nágrenni. Verð kr. 300.00 Mánudagur 6. ágúst kl. 13.00 Gönguferð i Marardal. Verð kr. 300.00 Farmiðar við bilinn. Miövikudagur 8. ágúst Þórsmörk. Farmiðar I skrif- stofunni Sumarleyfisferðir. 8.-19. ágúst. Miðlandsöræfi. 10. -19. ágúst Þjófadalir — Jökulkrókur 11. -22. ágúst Kverkfjöll — Snæfell 13.-16. ágúst Hfrantinnusker- Eldgjá — Langisjór Ferðafélag íslands öldugötu 3 Símar 19533 og 11798 Feigðardans Framhald af bls. 9. stæðisflokksins til hagkerfisins? Er hann hlynntur þessu svokallaða blandaða hag- kerfi iðnaðarins, sem við búum við, eða berst hann fyrir auknu athafnafrelsi og einkaframtaki i efnahags- og atvinnu- málum? (Svar:) Þetta er nú eitt bezta dæmið um það að flokkurinn veit ekki i hvora löppina hann á að stiga. Hann hefur enga fastmót- aða stefnu i efnahagsmálum aðra en þá, að hann heldur að visu áfram að segja, að hann vilji efla einstaklingsframtakið og einstaklingsfrelsið. ’ ’ þessi auglýsing er ætluð ástföngnu fólki úti á landi. Kæru •Iskcndur! Það er nú, sem við i Gulli og Sillri getum gert ykkur það kleift að hrlngtrúlofast innan nokkurra daga, hvar sem þið eruð stödd á landinu. 1. Hringið eða skrifið eftir okkar fjölbrcytta myndalista sem innlheldur eitt falleg- asta úrval trúlofunarhringa sem vol er á og vcrður sendur ykkur innan klukkust. 2. Með myndalistanum fylgir spwld, gatað i ýmsum stærðum. Hvert gat er núm- erað og með þvi að stinga baugfingri i það gat sem hann passar i, finnið þið róttu stærð hringanna sem þið aúlið að panta. 3. Þegar þið hafið valið ykkur hringa eftir myndalistanum'skuluð þið skrifa niður númerið ó þeim, ásamt stærðarnúmerunum og hringja til okkar og við sendum ykkur hringana strax i póstkröfu. Með beztu kveðjum, ®ull mt S>ilíitr Laugavegi 35 - Reykjavik - Simi 20620 Sumarútsalan hafin Mikið úrval: flauelsbuxur, terelinbuxur peysur, skyrtur, vatteraðir jakkar, stuttjakkar (denim), vinnubuxur karlmanna og margt margt fleira. Verðið það hagstæðasta: Yerzlun Ó.L. Laugavegi 71 Simi 20141 Jón K. Jóhannsson læknir verður fjarverandi 7.—-31. ágúst 1973 vegna læknisstarfa á Sjúkrahúsi Isafjarð- ar. Leifur Dungal læknir, Domus Medica, gegnir læknisstörfum fyrir Jón K. Jó- hannsson þennan tima. Auglýsingasíminn er 17500 E VOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.