Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. ágúst 1973. ÞJóÐVlLJtNN — SIÐA 3
Erlendur Patursson:
Þjóðviljinn birtir hér
ræðu þá, er Erlendur
Patursson, þingmaður í
Færeyjum flutti í veizlu á
Hótel Hafnia í Þórshöfn 21.
júní sl. Veizla þessi var
haldin til heiðurs Anker
Jörgensen, forsætisráð-
herra Dana. Ræða Erlends
vakti mikla athygli og
munu blaöa lesendur
minnast frásagna af henni.
Ræða þessi var flutt á
dönsku og hefur Sverrir
Kristjánsson íslenzkað
hana fyrir Þjóðviljann.
að mér hefði fundizt það hálfgert
þurrmeti að kveðja þetta frjálsa
land, tsland og koma til heima-
lands mins frá þessu frjálsa
landi, frá þessari frjálshuga þjóð,
íslendingum, koma heim til þess-
arar ófrjálsu dönsku nýlendu,
Færeyja.
A leiðinni frá flugvellinum til
Þórshafnar, hátt I lofti yfir fjöll-
um Færeyja, brá fyrir augu mér
táknið um ófrelsi lands mins, —
klofinn erlendur fáni i Myrkdal.
Þennan framandi fána ber hæst á
Færeyjum. Og hér I Þórshöfn hef
ðg þann heiður að horfa og hlusta
á hæstráðanda lands mins á láði,
og legi og I lofti — danska
forsætisráðherrann.
F relsið,
fiskveiðin
°g
framleiðslu'
bandalagið
Herra forsætisráðherra!
Þegar ég aö kveldi fyrir nokkru
hafði þann heiður að sitja við hliö
ráöuneytisstjóra yðar, herra
Giersing, sagði hann smásögu frá
dvöl sinni á tslandi. Hann og
félagar hans höfðu farið tll
Skálholts, hins forna biskupsset-
urs. Þegar ferðafélagarnir fóru
yfir fljót eitt, sem heitir Brúará,
hrópuöu tslendingarnir húrra.
Danska ráöuneytisstjóranum var
sagt i skýringarskyni,að i þessu
fljóti heföi verið drekkt dönskum
biskupi, harðráðnum og þótta-
fullum. Ég kannaðist vel viö sög-
una — hún er skráð i öllum
islenzkum kennslubókum.
Biskupinn danski hét Jón
Gerreksson, Eirikur af Pommern
haföi komið honum I embættið —
annarsstaöar var honum hvergi
vært. A þorláksmessu 1433 gerðu
tslendingar sér litið fyrir, tóku
þennan virðulega herramann og
stungu honum i poka og drekktu
honum i fyrrnefndu fljóti.
Ef ég heföi veriö dálitið
smástriðinn, sem sagt dálitið
smástriöinn, hefði ég getað
laumað þvi að danska ráöuneytis-
stjóranum, að við Færeyingar
ættum poka, marga poka, bæði
stóra og smáa, og að við þótt
við raunar ættum ekki vatnsmikil
fljót, þá ættum við þó alltaf
Atlanzhafið, þetta mikla, mikla
Atlanzhaf, og það er djúpt, mjög
djúpt.
Þegar við tveir, ráðuneytis-
stjórinn og ég höfðum rætt um
þennan hrollvekjandi viðburö i
sambúð Dana og tslendinga,
sagði ég honum, að ég væri
nýkominn úr ferð frá tslandi og
Meðal margs, sem fyrir yður
hefur borið á ferð yöar hingað
hafiö þér meðal annars sagt frá
þvi,. aö þér hafið i myrkri þoku
átt þess kost aö ræða við flokks-
félaga, það er að segja
Kollfirðing, sem væri félagi i
Danska sósialdemókrataflokkn-
um.
Það væri kannski ekki úr vegi
að segja yður það til fróöleiks, að
Kollfirðingar eru kunnir fyrir
kimni og fyndni. Það kætir okkur
þvi alia, aö danski forsætisráð-
herrann hefur veriö svo heppinn
— jafnvel I dimmviörisþoku —aö
hitta eitt sýnishorn af þessum
fyndnu kollum byggðarinnar.
Þeir eru nefnilega eitt eintak af
stolti og prýöi þjóðar okkar.
Herra forsætisráðherra!
t ræðu yðar hér i hátiðar-
höldunum um daginn fórust yður
svo orð, að þér væruð kominn til
Færeyja þeirra erinda að sjá og
heyra. Gott og vel. Ég tek yður
trúanlegan.
Yður skal þá berast þaö fyrst til
eyrna, að hér á Færeyjum búa
einnig frjálshuga menn — en ekki
aöeins undirgefnar bieýður
brúðuleikhússins.
Þetta fólk hefur kannski
bara útvortisáhuga á frímerkjum
og þviumliku — það er tómt mál
hjá Ingvard Jacobsen og öðrum
æðisgengnum frimerkjasöfnur-
um.
Þetta fólk veltir hinsvegar
fyrir sér I fullri alvöru þremur
öðrum efnum — nefniléga frelsi,
fiskisveiði og bandalaginu. Við
berjumst fyrir tveim hinum
fyrstu, viö erum andvigir þvi síð-
astnefnda.
1 ræöum þeim, sem forsætis-
ráðherrann hefur flutt hér á ferð
sinni til Færeyja — og i ööru sem
boriö hefur á góma — hafa þessi
málefni verið rædd með mjög
loðnum hætti.
1 fyrsta lagi — frelsið — og allt
hjalið um færeysk frlmerki og
afhendingu eins hinna sameigin-
legu mála. ■
Þetta var „frelsið”.
Hvllikt frelsi!
Nei, herra forsætisráðherra.
Frelsið er ekki fólgiö I frimerkj-
um eða afhendingu einstakra
málefna stjórngæzlunnar.
Frelsið er einfaldlega fólgið i
einu efni: afhending fuilveldisins
án alira refja, þess fullveldis, en
þér sem forsætisráöherra eruð
veldisvisirinn
Þetta vitið þér mætavel sjálfur.
Gefið okkur þetta fullveldi — þá
skulum við þakka yöur.
Hin málin tvö — fiskilandhelgin
og bandalagið — eru samofin þvi
fyrstnefnda.
Og þá er það fyrsta spurningin:
hvernig mundi danski forsætis-
ráðherrann bregðast við, ef
erlendir menn eiga kost á að velta
sér I danskri mold og iðjuverum
og iðka þar rányrkju með sama
hætti og þeim er leyft að rányrkja
fiskimið okkar?
Og hvað mundu Danir segja, ef
erlendur forsætisráðherra sækti
þá heim og og flytti áþekka ræöu
og þá, sem viö höfum mátt hlýöa
á?
Skyldu Danir ekki hafa náð sér i
hæfilegan poka og oröið sér út út
um hæfilegt fijót?
Nei, herra forsætisráðherra.
Færeyingar kenna ekki öryggis,
þegar heim er flutt slikt tungutai.
011 tilvera okkar, allt lif okkar er
háð stærri fiskilandhelgi hér og
þegar i stað.
Styöjið þessa lifsbaráttu!
Þá munum við vera yður
þakklátir, herra forsætisráð-
herra!
Og þá erum við komnir að
vandamálinu: bandalaginu.
Ég verð að játa, aö Færeying-
um varð það mikil sorgarfregn,
er þeir urðu þess visir, að danska
þjóðin hefði fallizt á að gerast
aöili aö þessari stórveldasam-
steypu og stórauðvaldi.
En það er þeirra mál, Dana
ekki okkar. Ég tók eftir þvi — og
það var mér gleðiefni — það, sem
þér minntust ekki á i þessu máli.
Þér hafið ekki — að hætti fyrir-
rennara yöar — farið þess á leit,
að Færeyingar fylgdu Danmörku
inn i þessa stórveldasamsteypu.
Og fyrir það get ég þakkaö yð-
ur.
Má ég að lokum reifa málið:
Við viljum fá fullkomiö pólitískt
frelsi.
Við krefjumst þess að mega
varðveita tilveru færeysku þjóð-
arinnar, fiskinn i okkar sjó, þ.e,
tafarlausa vikkun fiskiland-
helginnar.
Við ætlum ekki að elta
Danmörku á vegi bandalagsins —
við ætlum okkur að standa utan
viö efnahagsbandalagið.
Herra forsætisráðherra!
Með þessum fáu orðum hef ég
reynt að veröa við tilmælum yöar
um að fá að heyra.
Ég vona, að þér, hin þokkafulla
eiginkona yöar og snjalli sonur
hafið átt skemmtilega og
þægilega dvöl hjá Færeyingum.
Og þetta skulu verða min loka-
orö:
Má ég tjá yður, herra forsætis-
ráðherra, einlæga ósk mina, að
giftan megi fylgja yður i starfi
yðar dönsku þjóðinni til velfarn-
aðar, góðs gengis og framfarar.
Lifið heilir!
Villandi
skrif
Morgun-
blaðsins
Landhelgisgæzlan
með leiðréttingu
Landhelgisgæzian hefur sent
dagblööunum leiðréttingu vegna
fréttar I Morgunblaðinu:
„Vegna fréttar á baksiðu
Morgunblaðsins, þann 29. júli,
1973, „Landhelgisgæzian;
peningaleysi lamar starf-
semina”, gerir yfirstjórn land-
helgisgæziunnar eftirfarandi at-
hugasemd:
Starfsmenn landhelgis-
gæzlunnar fá greidd laun sin að
fullu við hver mánaðamót og
hefur ekki staðið á launauppgjöri.
Varðandi peningaleysið til tækja-
kaupa fyrir Landheigisgæzluna
er sú frétt einnig röng.
Landhelgisgæzlan hefur fengið
tiiskyldar fjárveitingar og ekki
staðið á þeim, og aukafjár-
veitingar veittar eftir aðstæð-
um.”
Landhelgisgæzlan
Erlingur E. Halldórsson:
Tilvitnanir
1
Gagnrýnendur minir
sagði B.B.
saka mig um
að augu min séu gulbrún
og ekki dökk
En
það veldur mér furðu
þvi augu min
eru blá
2
Á herbergishurð sina
reit söngvarinn mikli
Ernst Busch: Guð
forði mér frá vinum minum
um óvinina tæti ég
sjálfur -
En
fagurt söng hann
um félagshyggju
3
t Kina 1337
var stjórnskipan Yiianættarinnar
að riðlast, keisaranum
var ráðlagt
að láta myrða alla
sem hétu
Chang, Wang, Liu, Li og Chao
En }
meiri hluti manna
i Kina hét Chang
Wang, Liu, Li og Chao