Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Eru Skaga
menn
klaufar í
umferð
5 órekstrar i
fyrradag
Ef þú ætlar
til Ítalíu
Samkvæmt tilkynningu frá
Alþjóðaheilbrigöismálastofn-
uninni hefur kólera komið upp a
Italiu og hafa 4 látizt úr veikinni.
öllum sem hafa i hyggju að ferð-
ast til ítaliu á næstunni, er þvi
eindregið ráðiö til að láta bólu-
setja sig i tæka tið, enda mega
þeir búast við, að vottorðs um
bólusetningu gegn kóleru verði
krafizt við komu hingaö til lands-
ins. (Frá landlækni)
ölvaður aðkomumaður á Akra-
nesi stal þar bifreið i fyrrakvöld,
ók henni á aðra af miklum krafti,
og stórskemmdi þær báðar.
Sérstaklega lék hann sitt ökutæki
þó grátt og var það talið gjör-
ónýtt.
Akurnesingar voru hálf-
klaufalegir i umferöinni i fyrra-
dag, þótt yfirleitt „geri þeir
aldrei nokkurn skapaðan hlut af
sér,,” að sögn lögreglunnar.
5 urðu árekstrarnir þennan
dag, að visu allir smávægilegir
nema sá, sem til varð vegna öl-
æðisins. gsp
Stjörnuhrapið
og Helgi
Eftirfarandi visa er ort i til-
efni greinar Helga Haralds-
sonar I Timanum s.l. miðviku-
dag.
Fæti drap við eldi og is,
ylnaði skap við stallinn.
Stjörnuhrapið stööva kýs,
stundum tapar karlinn.
E.J.E.
Þannig er stýrishúsið á Sólfara útleikiö eftir brunann. Eldur kom upp i Sólfara AK 170 út af Skaftárósi
aöfararnótt miövikudags. Strandferöaskipiö Esja bjargaöi áhöfninni og dró bátinn tii Reykjavikur, en
þangaö var komiö i gærmorgun. Báturinn er mikiö brunninn.
20 þúsund bílaskráningar árlega
Styttist í breytingar
á númeraskráningu
Hugmyndin um að bil-
ar landsmanna verði
alla bilævi sina með
sama skráningarnúmer
mun nú vera við það að
komast i framkvæmd,
og liklegt að lagafrum-
varp um það efni verði
lagt fyrir næsta þing.
Ólafur Volter hjá dómsmála-
Norskur tölvufræð'
ingur í boði ASI
Þcssa dagana er staddur hér á
landi i boöi ASI Norðmaöurinn
Kristen Nýgard en hann er rann-
sóknastjóri hjá Norsk
Regnesentral scm er töivu-
miöstöö þeirra Norömanna.
Astæðan fyrir boði ASI er sú að
Nygard hefur unnið braut-
ryöjendastarf i að nýta tölvur i
þágu norskrar verkalýðs-
hreyfingar. Hefur hann skrifað
kennslubók um notkun og mis-
notkun á tölvum sem hefur undir-
titilinn ,,En grunnbok for fag-
bevegelsen” og hefur verið notuð
talsvertaf verkalýðshreyfingunni
i Noregi.
Hér á landi mun Nýgard halda
nokkra fyrirlestra á vegum
ýmissaaðila. A miövikudaginn 5.
september mun hann flytja al-
mennan fyrirlestur á vegum ASI
og Norræna hússins um efnið
„Hvernig ber verkamönnum að
auka vald sitt yfir eigin vinnu?”
A þriöjudag og fimmtudag mun
Framhald á 11. siðu.
ráðuneytinu sagði blaðinu að
málið væri að visu ekki frágengið,
en þó nær þvi en verið hefur, en
hugmyndin um slika skráningu er
orðin 8 eöa 9 ára gömul innan
stjórnkerfisins.
I tengslum viö athugun á toll-
stjóraembættinu fór þetta mál i
gang, þvi innheimtan þar var
tengd bilaskráningunni. A siðast
liðnu ári var all mikil athugun á
rekstrinum inn i Bifreiðaeftirliti,
afgreiðsluháttum þar og þess
háttar.
Láta mun nærri að ný-
skráningar og umskráningar á
bifreiðum séu 20 þúsund ár hvert.
Með nýskipan skráningar þannig
að bill hefur ávalt sama
skráningarnúmer, og þvi aðeins
skráður einu sinni hvar sem hann
er á landinu i þaö og það sinniö,
má ætla að sparist miljónir
króna.
Núverandi lög byggja á um-
dæmaskráningu, — 25
skráningarstaðir — og þvi þarf að
breyta lögunum á Alþingi til aö
áform þessi nái fram.
9 bátar
fóru
erindis-
leysu
við
bátsleit
9 bátar frá Siglufirði voru
komnir út á fjörð og viðar að
leita að manni á gúmmibát,
sem farið var aö undrast um.
Meðan leitin stóð sem hæst
birtist maðurinn, öllum á
óvart, skyndilega i eldhúsdyr-
unum heima hjá sér og bauð
góöan daginn.
Hafði hann lagt af stað til
Héöinsfjarðar á laugardaginn
og var að koma þaðan er hann
sást út af Reyðaránni, þ.e.a.s.
úti á rúmsjó. Var þá farið að
skyggja og slæmt i sjóinn.
Virtist báturinn eiga i ein-
hverjum erfiðleikum og var
strax brugðið við og bátar
sendir til hjálpar. Var það
seint i fyrrakvöld sem bát-
arnir lögðu af stað og fannst
gúmbáturinn ekki, þ.rátt fyrir
mikla leit. 1 gær var henni
haldið áfram en árangurs-
laust.
Það var enda ekki nema
eðlilegt að gúmbáturinn
fyndist ekki, maðurinn var
kominn heim til sin, við beztu
heilsu og haföi ekkert amaö að
hjá honum.
Hann lagði af stað frá
Héðinsfirði i fyrradag og gekk
sjóferðin ágætlega, nema
hvað slæmt var I sjóinn þar
sem til hans sást um
kvöldið. —gsp
Lögreglu-
vörður
við
brezka
sendi-
ráðið
Lögreglumennirnir styttu
sér stundir meö þvi að berja
kylfum sinum i vesalings
varadekkið, sem er aftur i
bilnum. Annaö höföu laganna
verðir ekki aö gera i varðstöðu
sinni fyrir utan brezka sendi-
ráöiö i gær — sem betur fer.
Þetta var nú lika allnokkuð,
a.m.k. vakti þessi kylfubar-
smiö mikla kátinu i bilnum og
glumdu hlátrasköllin um við-
an völl.
Annars var varðstaða og
viöbúnaður lögreglunnar
mikill við brezka sendiráöiö i
gær og nótt. Bjóst lögreglan
við einhverjum gestum vegna
banaslyssins um borð i Ægi,
en þá lézt einn skipverji vegna
ásiglingar á Ægi.
En borgarbúar virtust taka
málinu á annari veg en þann,
að rjúka upp i sendiráö og
henda þar grjóti eða gera ann-
an óskunda.
Deilurnar við Breta eru
orðnar alvarlegri en svo, að
slikt geri lengur gagn. Þegar
varðskipsmenn, og aðrir full-
trúar Islendinga i landhelgis-
málinu, eru komnir i lifshættu.
er mönnum annað ofar i huga
en árás á einhvern húskofa viö
•Laufásveginn. gsp