Þjóðviljinn - 31.08.1973, Side 4
SíÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagnr 31. ágúst 1973.
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 18.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
ÞJÓÐIN HARMI SLEGIN
Þjóðin öll er harmi slegin vegna þess at-
burðar, er gerðist á miðunum i fyrradag,
þegar Ilalldór Hallfreðsson, vélstjóri, lézt
við störf sin um borð i Ægi i beinu fram-
haldi af ásiglingu freigátunnar Appollós á
varðskipið og siðan ásiglingartilraunum
Það hefur greinilega verið stefna brezku
stjórnarinnar að undanförnu að eyði-
leggja varðskipin. Hefur verið siglt á
hvert varðskipið á fætur öðru, jafnvel inn-
an 12 milna markanna eins og gerðist á
Ægi i fyrradag. Þessi framkoma brezku
stjórnarinnar er svo alvarleg, að ástæða
er til þess að staldra nú við og taka
ákvarðanir um mótaðgerðir. Reiðialda fór
um allt Island i gær eftir að hinn svivirði-
legi verknaður brezka dráttarbátsins kom
i ljós, er vélstjórinn lézt um borð i Ægi.
Bretar telja, að þeir geti með ofbeldi
unnið yfirstandandi deilu við íslendinga.
En af viðbrögðum almennings á íslandi i
gær er ljóst, að íslendingar láta ekki
beygja sig. Þeim mun andstyggilegra sem
ofbeldi Breta verður þeim mun augljósari
verður samstaða og harka allra íslend-
inga, sem nú krefjast þess, að Bretum
verði svarað á viðeigandi hátt.
Eins og lögð var áherzla á i Þjóðviljan-
um i gær, er það dagsverkefni íslendinga
dráttarbátsins Statesman. Statesman
gerði tilraun til þess að sigla á Ægi innan
12 milna markanna meðan unnið var að
viðgerð varðskipsins. Þegar Ægir lagði af
stað undan dráttarbátnum kom alda að
varðskipinu og féll Halldór heitinn við,
að tryggja fullnaðarsigur i landhelgis-
baráttunni um 50 milurnar. Eftir að of-
beldis- og niðingsframkoma Bretanna
verður augljósari verður þetta verkefni
brýnna og þjóðin um leið fúsari til að axla
byrðar baráttunnar. Landsmenn verða að
gera sér Ijóst, að deilan við Breta er deila
við brezku stjórnina og þess vegna verður
að gripa til mótmælaaðgerða á millirikja-
grundvelli. Á þetta má benda sem hugsan-
legar aðgerðir.
Við getum kallað heim allt starfslið
sendiráðs okkar i London og skipað brezka
sendiherranum að fara héðan strax,
a.m.k. til bráðabirgða.
Við getum slitið stjórnmálasambandi
við Breta.
Við eigum að kalla heim sendiherra ís-
lands hjá NATO. Brezku herskipin sem
notuð eru til að brjóta alþjóðalög, islenzk
lög, og til niðingsverka á íslandsmiðum
eru NATO-herskip. Við eigum ekkert
fékk raflost af tækjum sem hann var að
vinna með og missti þegar meðvitund.
Björgunartilraunir báru ekki árangur og i
gærdag var gefin út tilkynning frá Land-
helgistæzlunni um þennan hörmulega at-
burð. Þjóðviljinn vottar eiginkonu Hall-
dórs heitins og öllum aðstandendum
dýpstu samúð.
erindi i hernaðarbandalagi með slikum
aðilum.
Við eigum að hætta að þjónusta brezku
skipin sem hafa tekið að sér að vernda
veiðiþjófana.
Við getum beitt þvi leynivopni sem
myndi duga til þess að Bretar færu út úr
landhelginni, en það er að við hótum úr-
sögn úr Atlanzhafsbandalaginu.
Landsmenn krefjast þess i dag að beitt
verði ráðum sem duga og enginn íslend-
ingur getur tekið hagsmuni neinna er-
lendra aðila fram yfir íslenzka hagsmuni
og framtið sinnar eigin þjóðar.
Brezka togaraauðvaldið og handbendi
hennar, svokölluð rikisstjórn Breta, verða
að skilja það svo ekki verði um villzt, að
niðingsverk verða ekki liðin. Niðingsverk-
um verður mælt með sterkari samstöðu
þjóðarinnar sjálfrar.Þannig vinnst sigur í
landhelgismálinu. Bretar skulu vita það,
að engum íslendingi dettur i hug að hvika
um hársbreidd. Við sigrum Breta. Við eig-
um ráð til þess og þeim verður að beita.
Við munum eigi vikja.
VIÐ MUNUM EIGI VÍKJA
Kaupstefnan íslenzkur fatnaður
Skærari litir
vinsælir í ár
„íslenzkur fatnaður”
licitir hin árlega kaup-
stefna, sem fram fer i
iþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi.
i ár hófst sýningin i
gærdag og stendur fram
til 2. september. Um
tuttugu fyrirtæki sýna
þarna framleiðslu sína,
skó, fatnað ýmiss konar
o.fl.
Það einkennir sýning-
una að nokkru, að skær-
ari litir eru að verða al-
gengari, fólk virðist
vera farið að meta þá
öllu meira en áður.
Kaupstel'nan er haldin vor og
haust og sækja hana kaupmenn
og innkaupastjórar viðsvegar að
af landinu. Eingöngu eru sýnd is-
lenzk föt og framleiðsla á þessari
sýningu, en i henni taka þátt allir
í fréttum frá rómansk-
amerisku fréttastofunni
Prensa Latina er greint frá
því að bandariskir auð-
hringar gerist stöðugt að-
gangsharðari í Gúatemala.
Nú eru það einkum nikkelnám-
ur landsins, sem vekja ágirnd
helztu fatalramleiðendur á ts-
landi.
Það eru 19 aðilar sem sýna á
kaupsteínunni:
Alafoss hf.,
Artemis sf. nærfatagerð,
Bergmann hf.,
Fatagerð J.M.J. hf.,
Hálsbindagerðin Windsor,
L.H. Muller, fatagerð,
Lady hf.,
Lexa — hálsbindagerð,
Nærlatagerðin Ceres,
Papey — sokkaverksmiðja,
Peysan sf .,
Prjónastofan Dyngja hf.,
Prjónastofan Iðunn hf.,
Anna Þórðardóttir — prjónastofa,
Skóverksmiðjan Agila hf.,
Sjóklæðagerðin hf.,
Verksmiðjan Max hf.,
Saumastofa önnu Bergmann,
Verksmiðjan Dúkur hf.,
Vinnufatagerð tslands hf.
Kaupstefnan er einungis opin
kaupmönnum og innkaupastjór-
um: öðrum er ekki heimill að-
gangur.
Til að gefa almenningi hins
vegar nasasjón af þvi sem fram-
undan er i vetrarklæðnaði verður
tizkusýning i kvöld á Hótel Sögu.
kanans. og hafa auðhringarnir á
sinum vegum sérstakt fyrirtæki.
kallað Exmibal, til þess að nýta
þær. Nýlega hefur International
Finance Corporation i Washing-
ton veitt Exmibal fimmtán miljón
dollara lán, og Export-Import
Bank, sem rekinn er af Banda-
rikjastjórn, hefur lánað sama
fyrirtæki þrettán miljónir doll-
ara. Það liggur þannig i augum
uppi aö bandariska peningavaldið
hyggur gott til glóðarinnar i
Guatemala.
Nikkelnámur Gúatemala eru
mjög auðugar. og Exmibal hefur
eignast svæðið, þar sem málmur-
inn er i jörðu, sér að kostnaöar-
litlu. aðeins þurft að borga fimm-
tiu dollara fyrir ferkilómetrann.
Reiknað hefur verið út að Gúate-
mala muni á næstu tiu árum tapa
um hundrað miljónum dollara á
ári á samningunum, sem lepp-
stjórn bandariska peningavalds-
ins i landinu hefur gert við auð-
hringana um nikkelnámið.
Argentína
krefst
F alklands-
eyja
BUENOS AIRES — Fulltrúi
Venesúelu hjá þeirri nefnd
Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar
um afnám nýlendukerfisins, hef-
ur lagt fram tillögu i þá átt að
hraðað verði viðræðum Bretlands
og Argentlnu um Falklandseyjar,
sem Argentinumenn kalla
Malvinas.
Falklandseyjar eru ellefu
þúsund ferkilómetrar að flatar-
máli og ibúar um þrjú þúsund
talsins, flestir brezkættaðir.
Bretar lögðu undir sig eyjarnar
1832, en Argentinumenn telja þær
tilheyra sér af landfræðilegum
orsökum og hafa aldrei viður-
kennt yfirráð Breta þar.
Bretar hafa einkum notaö eyj-
arnar sem birgðastöð fyrir her-
flota sinn og fiskiskip, en vegna
framfara i samgöngutækni hefur
nú mjög dregið úr mikilvægi eyj-
anna fyrir þá. Auk þess er
Bretum mikiö i mun að halda
góðu sambandi við Argentinu-
menn, sem selja þeim firn af
kjöti. Samningaviðræður um
framtið eyjanna voru fyrir all-
löngu teknar upp milli rikjanna,
en nú fyrir skömmu slitu Bretar
þeim viðræðum. Hefur það vakið
mikla gremju i Argentinu og
viðar i Suður—Ameriku, en þar
taka menn yfirleitt upp þykkjuna
fyrir Argentinumenn i máli
þessu.
Félagsstarf eldri
borgara
Mánudaginn 3. sept. verður
opið hús frá kl. 1.30 e.h. að
Hallveigarstöðum. Dagskrá:
Spilað, teflt, lesið, kaffiveit-
ingar og bókaútlán.
Allir 67 ára borgarar og eldri
velkomnir.
Arðrán kana
í Gúatemala