Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1973. af erlendum vettvangi KISSINGER ER IJTANRÍKISRÁÐHERRA: Erindreki andbyltingarinnar tvíefldur Kissinger, Kogcrs og Nixon —tveir þeirra vissu alltaf meira en sá þriöji. Henry Kissinger sen nú hefur . gengið sig inn í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem æðsti maður þess hefur ekki haft hingað til mik- ið álit á þeirri stofnun. Hann hefur sagt á þessa leið: ,,Ásókn í öryggi er ær og kýr skriffinnsku- báknsins. Það mælir árangur heldur eftir þvi, hve margar yfirsjónir hef ur tekizt að forðast en eftir því, hvaða mark- miðum er í raun og veru náð. Það hrósar sjálfu sér fyrir hlutlægni, sem er í sjálfu sér afneitun þeirrar neyðsynjar að menn sjái vítt og breitt". Og nú er Kissinger oröinn hluti af þessu skriffinnsku- bákni sem hann hafur alltaf talið standa i vegi fyrir fram- kvæmd stórra áforma. Nú er spurt aö þvi, hvort hinn nýi utanrikisráðherra Banda- rikjanna muni halda áfram þeirri þróun i átt til þess aö á- kvarðanir séu teknar af örfá- um útvöldum á „æðstu stöð- um”, sem hefur i raun og veru ráöið ferðinni allt siðan Henry Kissinger hélt innreið sina i Hvita húsið sem sérlegur ráö- gjafi Nixons I öryggismálum. Það er einmitt hann sem hefur öörum fremur komið þvi til leiðar að bandarlska utan- rikisráöuneytiö hefur verið gert að máttlausri stofnun undir stjórn vonsvikins ráð- herra sem alltaf var gengið fram hjá. Spurt er, hvort að slik á- kvaröanatekt færist yfir i hiö nýja embætti með Kissinger og hvort þar með megi tala um enn frekari samdrátt valds i Bandarikjunum. Svo gæti virzt aö sjálf staða hans væri andhverf slikri þró- un, vegna þess að utanrikis- ráöherrann á i öllum gjörðum sínum að bera ábyrgö fyrir þinginu — en þvi hefur Kiss- inger getað komið sér hjá hingað til með skirskotun til sérstöðu sinnar sem einkaráð- gjafi forsetans. En það er vert að taka eftir þvi, að um leiö og hann annast stööu utanrikis- ráöherra heldur hann stööu sinni sem sérlegur ráðgjafi og yfirmaöur öryggismálaráðs landsins, NSC. En i þvi sitja einmitt margir þeirra manna sem Kissinger hefur þegar tekiö frá utanrikisráðuneytinu og þar með veikt stöðu þess sem sliks. Nixon sagði i yfir- lýsingu sinni um ráöherra- skiptin, að þetta tvöfalda hlut- verk Kissingers ætti að verða til þess að skapa meira sam- ræmi milli hinna ýmsu stofn- ana og um leiö styrkja utan- rikisstefnuna. En i þessu felst engin trygging fyrir þvi, að nokkuð veröi hlustaö á kröfur andstæðinga Nixons á þingi um minna pukur og leynibrall — en þær hafa gerzt háværar jafnt I sambandi við Water- gate sem og afhjúpun leyni- legra loftárása á Kambodju (sem Kissinger vissi reyndar allt um sem hann sjálfur vildi). Margir gagnrýnendur Nixonstjórnarinnar gera sér mætavel grein fyrir þvi, að mikiö af þvi leynibruggi sem hefur átt sér stað, er einmitt tengt hugmyndum Kissingers um það hvernig reka eigi utanrikispólitik. Auk þess vita þeir, að einmitt þessi maður hefur um margt kunnað aö hvisla þvi að forsetanum, hvernig bezt sé að beita þving- unum i ihaldsátt innávið. Enginn frýr Kissinger vits, en hann hefur og unnið sér hatur fyrir þaö að eiga mikinn þátt i þeim „skorti á trausti” milli þeirra sem stjórna og þeirra sem stjórnað er, sem menn barma sér mjög yfir i USA. Gamlir draumar Meö embættisveitingu þess- ari hefur einn af gömlum draumum Kissingers rætzt. Hann hefur i senn athafna- frelsi sem ráðgjafi og „leyni- legur sendimaður” Bandarikjaforseta, og hann getur jafnframt rætt við full- trúa annarra rikja með þunga meiri áhrifavalds. Hann mun i rikari mæli en áður geta fylgt eftir sinum eigin hugmyndum um utanrikismál og byggt upp það net af samskiptum, sem hann telur nauösynlegt til aö halda uppi traustlegu „jafn- vægi” i heimsmálum. Sumt af áhugamálum hans er aö verða að veruleika einkum fyrir sak- ir gjörbreyttrar afstöðu Bandarikjanna til Sovétrikj- anna og Kina. Meö henni hefur hin pólitiska heymsmynd þró- azt frá þvi tveggja risavelda- kerfi til fleiri valdamiðstöðva, sem að dómi Kissingers er auðveldara að „stjórna”. Næsta verkefni hans mun að snúa sér að Evrópu. Hann er talinn liklegur til að vilja aö samrunatilhneigingar i Vestur-Evrópu, bæöi i efna- hagsmálum og varnarmálum, gangi sem greiðast — og um leið vill hann að sjálfsögðu koma hinu nýja vestur- epvrópska stórveldi I sem öfl- ugust tengsl við Bandarikin. Ótti við byltingar Hér er ekki staður né stund til að velta fyrir sér „valda- fikn” Kissingers eða leggja út af þvi, að hann mun beinlinis sannfærður um að það sé köll- un hans að koma á „jafnvægi” i heiminum. Allt starf hans hefur boriö vitni um djúpstæð- an ótta við byltingar i þess orðs breiðri merkingu. Hann er andvigur eða a.m.k. mjög vantrúaður á hugmyndafræði, og það diplomatiska net sem hann hefur reynt að spinna um heiminn er fyrst og fremst tæki til að kveða niður þann byltingarmann, sem reynir að rjúfa kerfið. Það er enginn vafi á þvi að með þvi að útnefna Kissinger utanrikisráðherra er forsetinn enn einu sinni að reyna að kistuleggja Watergate- hneykslið og bjarga sinu skinni úr þeirri kreppu sem hann hefur I setið. 1 þessu skyni hefur orðið aö fórna Roger utanrikisráðherra — og nýleg ummæli hans um hætt- una af þvi að flækjast um of i öryggismál innanlands og þar með að lenda i tráss við lög landsins má lita á sem beisk- lega athugasemd um hina ó- hjákvæmilegu afsögn. Um- mæli Rogers má einnig taka sem aðvörun um að sá maður, sem leysir hann af hólmi, svif- ist einskis til að ná markmið- um sinum. Byggtá Information. Falskenningar Lon Nols og ástandið í Kambodju Hin gjaldþrota herforingja- stjórn Lon Nols i Phnom Penh reynir að fleyta sér áfram á ýms- um hæpnum kenningum. Ein er sú, að hún eigi ekki i höggi viö eigin landa i Þjóðfrelsisherjum, þeim sem nú hafa mestallt landið á valdi sinu, heldúr fyrst og fremst hermenn frá Norður-Viet- nam. Það er mjög i tengslum við þessa kenningu, að Lon Nol og hans menn hafa lýst þaö lygimál að Sihanouk prins er þeir hröktu úr valdastóli fyrir þrem árum og hefur verið i Peking lengst af sið- an, hafi heimsótt frelsuöu svæðin I Kambodju i marz i ár. Þegar svo Sihanouk og stjórn hans sendu frá sér kvikmynd um heimsókn þessa fyrir skömmu, fundu þeir i Phnom Penh ekki annað ráð betra en að lýsa myndina fölsun sem gerö væri i Noröur-Vietnam. Þessi ásökun gerir ráð fyrir þvi m.a. að Norður-VIetnamar hafi reist fyrir Sihanouk risastórar eftirlikingar af hinu fræga must- eri Angkor Wat, sem er einskonar þjóðartákn Kambodju. Ein kenning herforingjaklik- unnar hefur verið sú, aö Kieu Samphan, Hou Youn og Hu Nim, sem um árabil hafa verið Ieiðtogar hinnar róttæku skæru- liöahreyfingar Khmer Rouge, séu i raun og veru dauöir fyrir löngu. Þessir menn stjórna hernumdu svæðunum i náinni samvinnu viö útlagastjórn Sihanouks i Peking — en Lon Nol liðið heldur þvi Sihanouk viö Agnkor Wat: Þetta væru mestu leiktjöld kvikmyndanna -■— ■■•*■■■ -■■ ■'^sr — ** ■ ■ !IU 1 | . -v. m f* ■ #g . '*£ •• ' fram að Sihanouk hafi látiö drepa þá 1967. Rétt var það að visu að þessir þrir menh, franskmenntaðir og róttækir vel, voru flæmdir úr póli- tisku lifi höfuöborgarinnar meðan Sihanouk var enn þjóöhöfðingi. En það gerðist vegna þrýstings frá hægri öflum I landinu og Lon Nol þáverandi forsætisráðherra, sem óttaðist mjög áhrif þessara einu róttæku manna á þingi landsins. Sihanouk haföi ætlaö þeim nokkurt hlutverk i hlut- leysiskerfi sinu og stjórnsýslu, en hann var borinn ofurliði. Eftir að hann var sjálfur hrakinn frá völd- um, hefur hann tekið upp náiö samstarf við Khmer Rouge og báðir notiö góös af. Sihanouk mun sjálfur telja Khmer Rouge of rót- tæka fyrir sinn smekk — hins veg- ar hefur hann nægilegt raunsæi til að bera til aö skilja og sam- þykkja, að leiðtogar þeirrar hreyfingar munu ráða mestu I landinu að sigri unnum. 1 mynd þeirri sem stjórn Sihanouks hefur gert koma áðurnefndir þrir leiö- togar fram, eftir að þeir höföu um alllanga hrið forðazt ljósmynda- vélar i anda lögmála skæruhern- aðarins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 198. tölublað (31.08.1973)
https://timarit.is/issue/220848

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

198. tölublað (31.08.1973)

Aðgerðir: