Þjóðviljinn - 31.08.1973, Síða 8

Þjóðviljinn - 31.08.1973, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1973. Flugrán og bréfasprengingar Þátturinn AÐ UTAN, fréttaskýringaþáttur í máli og myndum, er í kvöld. Umsjón hans ann- ast Jón Hákon Magnús- son. Rætt verður um flugrán í Mið-Austurlöndum og haft tal af Georg Habbasj, sem er einn helzti leiðtogi palestínskra skæruliða. ( fyrradag sameinuðust opinberlega í eitt ríki Líbýa og Egyptaland. — Hið nýja ríki mun hafa byltingarsinnaðar megin- reglur að leiðarljósi og vinna að því, að ná aftur landssvæðum þeim sem hernumin hafa verið af ísrael. Þá verður viðtal við Julie Nixon, dóttur Þcssi mynd sýnir palestinskan dreng, Muhammed Suliman Ali, afteins sjö mánaöa gamlan, en þá var hann aöeins 1,9 kg og haföi þá létzt mikiö frá fæöingu. — Ilcimkynni hans eru flóttamanna- húðir á Ga/.asvæöinu f Palestinu, sem israelsmenn hernámu. Kftir fimm mánaöa dvöl i læknamiöstöð var hann oröinn 5,5 kg, en h vort hann nær sér nokkru sinni til fulls er óvist. — Svo sem kunnugt er af fréttum rændu ísraels- menn líbanskri farþega- flugvél, sem var á leið milli Beirútog Bagdad 10. ágúst s.l. á alþjóðlegri flugleið. Ránið var harð- lega fordæmt af ráði al- þjóðlegu flugmálastofn- unarinnar (ICAO). (sraelsmenn höfðu sterk- an grun um að Habbasj væri meðal farþega í vél- inni, en megintilgangur þeirra var að ná honum á sitt vald. En flugvélin reyndist Habbasj-laus þegar til kom. Nixons Bandaríkja- forseta, en hvað hún hef ur aðsegja um Vatnsgatið er enn ekki vitað. Einnig verður að líkind- um fjallað um bankarán- ið fræga í Svíþjóð, en bankaræninginn var svældur út að lokum, eftir 6 daga umsátur, með tára- gasi. Ennfremur verður sagt frá bréfasprenginga- faraldrinum sem dunið hefur yfir Breta og fleiri nú að undanförnu, oft með hinum hörmulegustu afleiðingum. LTH Svavar Gests er með bráðskemmtilegan út- varpsþátt á föstudögum, MEÐ SíNU LAGI. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir Svavar í sambandi við þennan þátt og svaraði hann þeim greiðlega. — Ferðu eftir einhverri ákveðinni reglu í laga- vali? Ég smíða mér hug- myndir, vel þá bezfu úr — að mínu viti — og vinn síðan eftir henni. — Likar þér ekki bezf að syngja „með þínu lagi"? í því sambandi er tæp- lega hægt að tala um lög, því ég er næstum alveg laglaus. — Hvernig er með brandarana í þessum þáttum; eru þeir stældir, stolnir eða frumsamdir? Þaðersvipað með þá og krydd: Þeireru úrýmsum áttum. — Eru blaðamenn ekki skemmtilegustu menn sem þú hefur komizt í kynni við? Jú, á meðan þeir opna ekki munninn! sjónvarp nœstu viku SUNNUDAGUR 17.00 Endurtekið efni. Lengi býr að fyrstu gerð. Banda- risk fræðslumynd um rann- sóknir á atferli og eiginleik- um ungra barna. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Áður á dagskrá 17. júni siðastl. 18.00 Töfraboltinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Þul- ur Guðrún Alfreðsdóttir. 18.10 Maggi nærsýni. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Einu sinni var.... Endur- tekinn þáttur með gömlum ævintýrum i leikformi. Þul- ur Borgar Garðarsson. 18.45 Illé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Emma. Nýr framhalds- myndaflokkur frá BBC, byggður á sögu eftir brezku skáldkonuna Jane Austen ( 1775—1817). Leikstjóri John Glenister. Aðalhlut- verk Doran Godwin, John Carson, Donald Eccles og Constance Chapman. Þýð- andi Jón O. Edwald. Aðal- persóna sögunnar er Emma Woodhouse, ung og glæsileg stúlka, vel gefin og glað- lynd, en haldin ólæknandi á- ráttu til að „koma fólki saman” og stofna til trúlof- ana, þar sem færi gefst. 21.10 Teiknimyndir. Tvær stuttar, bandariskar mynd- ir. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 21.20 Illið Kina opnast. Bandarisk kvikmynd gerð 1972 um Kinaveldi og sögu þess siðustu fimmtiu árin. Yfirlit þetta er gert af Kina- sérfræðingnum John Roder- ick, og er þar rakin þróun kinverskrar menningar og breytingar, sem orðið hafa á atvinnumálum og stjórn- arfari á þessu timabili. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 22.20 Að kvöldi dags. Sr. Garðar Þorsteinsson flytur hugvekju. 22.30 Dagskrárlok. MANUDAGUR 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Snækapparnir. Gaman- söm kvikmynd um snjó- sleðaáhuga i Kanada. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 20.40 Allt er fimmtugum fært. Sænskt sjónvarpsleikrit eft- ir Lars Forsberg, Þýðandi óskar Ingimarsson. Aðal- persónur leiksins eru fjórir miðaldra menn, skólabræð- ur, sem allir starfa við sömu stofnun og hafa alla tið reynt i sameiningu að við- halda anda æskuáranna. Upp á siðkastið hefur þeim reynzt erfitt að endurlifga gamlar minningar til fulls, þrátt fyrir dýr og vandlega skipulögð ferðalög til staða, þar sem þeir skemmtu sér ungir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.00 Vitund og visindi. Bandarisk kvikmynd um dulskynjun. Greint er frá rannsóknum og mælingum á draumum, hugleiðslu, fjarskyggni og lækninga- mætti og fleiri atriðum, sem til þessa hafa yfirleitt ekki átt upp á pallborðið hjá vis- indamönnum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.35 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Riddarinn ráðsnjalli. Franskur ævintýramynda- flokkur. 9. og 10. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Efni 7. og 8. þáttar: Riddarinn kemst til hallar Sospelle greifa með um- ferðaleikflokki. Þar er Mir- eille, njósnari Richelieu kardinála. Hún segir ridd- aranúm að sækja Force, hershöfðingja, til Var, en hann er fulltrúi Frakka á vopnahléáráðstefnu, sem halda á i höllinni, og Spán- verjar vilja vinna Casal, áð- ur en ráðstefnan er haldin. Riddarinn kveður nú leikar- ana, en Isabella Sospelle, unnusta hans, kemur að, er leikkona kyssir hann kveðjukoss. Hún heldur þegar til fundar við foringja Spánverja og segir til ridd- arans. 21.20 Oliuslys. Þáttur um oliumengun og varnir gegn henni, og skaða þann, sem stafað getur og stafað hefur af vanrækslu og sinnuleysi á þessu sviði. Magnús Bjarn- freðsson stýrir þættinum. 21.55 iþróttir. Meðal annars kvikmynd frá siðari degi Evrópumótsins i fjölþraut- um. Dagskrárlok óákveöin. MIÐVIKUDAGUR 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Lif og fjör i læknadeild. Brezkur gamanmynda- flokkur. Lik i læknishendi. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 „Keisari nokkur, mætur mann”. Frönsk heimilda- kvikmynd um Haile Sel- assie, Eþiópiukeisara, ævi hans og störf, en hann er einn af elztu þjóðhöfðingj- um heimsins og hefur verið kunnur um allan heim slðan I Abessiniustyrjöldinni á 4. tug aldarinnar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.50 Mannaveiðar. Brezk framhaldsmynd. 6. þáttur. Opið hús. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. Efni 5. þátt- ar: Þremenningarnir halda brott frá æskuheimili Vin- cents og hyggjast komast yfir um ána Cher til Spánar og siðan Englands. Þau komast i kast við tvo þýzka varðliða og fella þá. Félag- ar þeirra ná Vincent á sitt vald, en Jimmy tekst að frelsa hann. Vincent sann- færist um, ab Nina sé gagn- njósnari, og það kemur i hlut Jimmys að taka hana af lifi. Hann hættir þó við á siðustu stundu. Þau komast yfir ána Cher, en verður það brátt ljóst, að Þjóðverjar eru að leggja allt landið undir sig. Einnig kemur það i ljós, að þeir hafa haft Ninu fyrir rangri sök, en undan- komuleiðin virðist þeim lok- uð i bili. 22.45 Dagskráriok. Eþfópfukeisari meö „gæludýrum” sínum við dyr keisarahallarinnar. FÖSTUDAGUR 20.00 Fréttir, 20.25 Veður og augiýsingar. 20.30 Fóstbræður. Brezkur • sakamála- og gaman- myndaflókkur með Tony Curtis og Roger Moore. Mannræningjarnir. Þýð- andi Öskar Ingimarsson. 21.20 Hestamót sumarsins. Svipmyndir frá nokkrum sunnlenzkum hestamótum, þar á meðal frá móti á Mánagrund við Keflavik og siðsumarskappreiðum Fáks. Umsjón Ómar Ragn- arsson. 22.00 Að utan. Þáttur með er- lendum fréttamyndum. Umsjón Sonja Diego. ■ 22.40 Dagskráriok, LAUGARDAGUR 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Skroppið i geimferð. Bandarisk kvikmynd um ævintýri ellefu ára drengs, sem imyndar sér, að hann fari I geimferð til tunglsins. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.35 í beinhörðum peningum. (Cent Briques et des tuiles) Frönsk biómynd frá árinu 1963. Leikstjóri Pierre Grimblat. Aðaihlutverk Jean Claude Brialy. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. Nokkrir framtakssam ir menn fara i jólaösinni i stórt vöruhús og stela þar miklu fé, en fyrir slysni lenda pen- ingarnir i annarra höndum. 23.10 Dagskrárlok. LTH

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.