Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.08.1973, Blaðsíða 12
OIÚDVIUINN Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Föstudagur 31. ágúst 1973. Nætur,- kvöld,- og helgidagaþjón- usta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 24. ágúst til 30. ágúst verð- ur i Vesturbæjarapóteki og Háa- leitisapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Frið- væn- legri horfur í Chile Dauðadómar í Marokkó RABAT 30/8 — Herdóm- stóll hefur dæmt til dauða sextán menn, sem sakaðir eru um , að hafa staðið að tilraunum til að steypa Hassan konungi af stóli. Fimmtán menn voru dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar fyrir sömu sök. Alls hlutu fimmtíu og sex manns dóm við þetta tækifæri, en um sjötíu manns, sem einnig höfðu verið ákærðir, voru sýkn- aðir. Meðal þeirra dæmdu voru margir lögfræðingar og meðlimir stjórn- málaflokka þeirra, er stjórn konungs telur sér andstæða. Alþýðubandalagið á ísafirði Alþýðubandalagið á Isafirði heldur fund i Vinnuveri sunnudaginn 2. september kl. 2 eftir hádegi. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 2. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund Alþýðubandalagsins. 3. önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. SANTIAGO 29/8. — Likur eru taldar á þvi að breytingar þær, sem Salvador Allende forseti Chile hefur gert á stjórn sinni geti leitt til batnandi samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einkum er vonast til að skipun hlutlauss manns i embætti innanrikisráðherra muni lægja öldurnar, svo og það að fjóriræðstu menn hers og lög- reglu eiga sæti i stjórninni. Skipað var i stjórnina á þriðjudagskvöld, og sagði Allende við það tækifæri að hann væri staðráðinn i að slaka hvergi á sósialiskri stefnu stjórnarinnar. Hann sagði að stjórnin ynni undir merkjum byltingarsinnaðrar þróunar og hún léti ekki hryðjuverk og hótanir fasista hræða sig frá þeirri braut. Hinn nýi innanrikisráðherra heitir Carlos Briones, er pró- fessor i lögum og hefur ekki haft afskipti af flokkastjórn- málum. Nixon þverskallast WASHINGTON 30/9. — Nixon Bandarikja- forseti hefur neitað að hlýta þeim úrskurði Johns Sirica, dómara i Watergate-málinu, að afhenda hljóð- ritanir sem snerta málið. Einn hcrmanna I.on Nols meft alvæpni hjá fornri guftamynd. Liðsmenn Sihanouks í sókn til Pnom Penh FNOM PENH 29/8. — A blafta- mannafundi á miðvikudaginn fullyrti Lon Nol forseti Pnom Penh-stjórnarinnar aft lifts- menn hans myndu sigra I borgarasty rjöldinni I Kam- bodíu. En samtimis bárust þær fréttir aft Rauðu Kmer- arnir (Kmer Rouge) væru I sókn tilborgarinnar úr þremur áttum. Er þvl heldur lítift lagt upp úr hreystiyrftum Lon Nois. Ilersvcitir stjórnar hans reyna nú aft opna aftalvegi fjögur og fimm út frá borg- inni, en árangurslaust. Lon Nol notafti blaftamanna- fundinn annars einkum til að hella sér yfir andstæðing sinn, Norodom Sihanouk, sem hann valdi hin verstu orft. Lin Piaó fordæmdur i Peking PEKING 30/8 — Á tíunda flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins, sem nú er nýlokið, var lýst yfir fordæmingu á Lin Píaó, fyrrum varnarmálaráð- herra og fyrirhuguðum eft- irmanni Maós. Var Lín á þinginu kallaður borgara- legur framagosi og form- lega rekinn úr flokknum. En Lín fórst sem kunnugt er í flugslysi á flótta til Sovétríkjanna, að því að talið er. Hinn kunni ástralski blaðamað- ur Wilfred Burchett, sem er mik- ill sérfræðingur I Austur-Asiu- málum, hefur látið hafa eftir sér nýjar upplýsingar af samsæri Lins gegn Maó og segist hafa þau tiðindi eftir háttsettum fulltrúum á flokksþinginu. Samkvæmt þeim upplýsingum reyndi Lin Piaó fyrst að sprengja i loft upp járn- brautarvagn, sem Maó ferðaðist i frá Nanking til Peking. Þegar það mistókst, gerði Lin út mann til heimilis formannsins i þeim til- gangi að myröa hann. Þegar þaö fór einnig út um þúfur, reyndi Lin að flýja land. Samkvæmt myndum frá flokksþinginu er Maó formaður enn við beztu heilsu og völd hans i flokki og riki viröast i engu hafa dvinað, nema siöur væri. Mylíd var birt af honum i dag i aðalblaði flokksins ásamt Sjú En-lai for- sætisráðherra og Vang Húng-ven, sem á þinginu var kjörinn einn af fimm varaformönnum i stjórn miðnefndar flokksins. Þykir þetta benda til þess að Vang gangi þeim Maó og Sjú næst að völdum. Vang er þrjátiu og sex ára að aldri og þykir vaxandi vegur hans og fleiri yngri manna I sambandi við flokksþingið benda til þess, að nú sé lögð áherzla á aö yngja upp flokksforustuna, þótt eldri menn- irnir séu áfram fastir i sessi. Erlendir sérfræðingar um kin- versk stjórnmál, sem fylgdust með flokksþinginu, segja að mið- nefnd og framkvæmdastjórn flokksins hafi gætt þess þar vand- lega að fara bil beggja, róttækari arms flokksins og þeirra sem hægar vilja fara i sakirnar. Enn- fremur sé ljóst, að herinn komi á- fram til með að hafa mikil áhrif á stjórnmálin. Enn einn gámurinn fór villur vega niðri við höfn i gær. Svo slysalega vildi til aðhann féll niður á fagramfólksbil, sem sennilega réttir ekki úr kryppunni eftir þetta. A myndinni sést hvernig gámurinn liggur á bilnum, sem lika mun hafa veriö óheppilega staðsettur á athafnasvæð- inu við höfnina. (ljósm. A.K.) ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Sakaður um tvö morðtilræði við Maó formann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.