Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 2

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 12. september 1973 LITLI GLUGGINN Fyrsti skóladagurinn Nú eruð þið öll að byrja i skólan- um. Þess vegna höfum við ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni. Rit- gerðin á að fjalla um fyrsta skóla- daginn. Við veitum þrenn bókar- verðlaun. Frestur til að skila rit- gerðum er til 20. september. Þessa sumarlegu mynd teiknaði hún Matthildur fyrir okkur. Matthildur er 6 ára. Skrítlur Maður nokkur, sem var á uppboði# fékk ágirnd á páfagauk og bauð í hann. Það var boðið á móti honum og varð páfagauk- urinn manninum dýr. ,,Getur hann talað?" spurði maðurinn uppboðs- haldarann. ,,Hvort hann getur. Hver heldurðu að hafi boðið á móti þér allan tímann.// I veitingahúsi var skilti, sem á stóð: ,,Það er bannað að fóðra hunda á afgangi af mat, sem gestunum hefur verið borinn." Undir þetta hafði einhver krotað: ,,Dýraverndunar- félagið." 1 2 cc? 4. S 6 o o 6 o 'H Tvær af þessum teikningum eru alveg eins. Geturðu fundið þær? ‘8 §o I ‘Jm :jbas Kettlingurinn Snotra sat á gólfinu fyrir fram- an kommóðuna og var að veiða flugur. Yst á kommóðunni lá hattur. Snotra sá flugu sem sett- ist á hattinn. Hún stökk upp og læsti klónum í hattinn. Hatturinn rann ofan af kommóðunni og Snotra féll niðurá gólfið. Hatturinn fylgdi á eftir og féll yfir hana. Siggi og Gunnar voru önnum kafnir við að teikna og sáu ekki þegar hatturinn féll yfir Snotru. Þeir heyrðu bara að eitthvað datt fyrir aftan þá. Siggi leit við og sá hattinn liggja á gólfinu. Hann gekk að honum, beygði sig og rétti hönd- ina út til að taka hann upp, en hatturinn vék sér undan. „Ó-,", hrópaði hann. ,,Hvað er að?" spurði Gunnar. ,,Hann er lifandi!" ,,Hver er lifandi?" „Hatturinn!" „Það getur ekki verið." „Komdu sjálfur og sjáðu." Gunnar kom nær og horfði á hattinn.Allt í einu fór hann að skríða í áttina til hans. Gunnar æpti og stökk upp í sóf- ann. Siggi fylgdi á eftir: Hatturinn skreið út á. mitt gólf og stansaði þar. Strákarnir störðu dauð- hræddir á hann. Hatturinn sneri við og skreið í átt til sófans. Strákarnir æptu, stukku niður af sófan- um, hlupu fram í eldhús og lokuðu dyrunum á eftir sér. „Hvað gengur að hatt- inum? Hvers vegna skríður hann út um allt gólf?", spurði Gunnar. „Ég held að einhver Lifandi hattur dragi hann áfram ,með bandi." „Förum og athugum það." FÖrum saman. Ég tek skörunginn með. Ef hatturinn hreyfir sig aft- ur lem ég hann." „Ég ætla líka að taka skörung." „Það er ekki til nema einn." „Allt í lagi, ég tek skíðastaf." Þeir náðu í skörung og skíðastaf, opnuðu var- lega dyrnar og læddust inn í herbergið. „Hvar er hatturinn?", spurði Siggi. „Þarna rétt hjá borð- inu." Hatturinn lá þar og sýndi ekkert merki um lif. „Hann er hræddur, heldurðu það ekki?", sagði Siggi hreykinn og fór að berja í gólf ið með skörungnum og hrópaði: „Halló hattur!". „Náum í nokkrar kart- öflur og hendum í hann", sagði Siggi. Gunnar féllst á það. Þeir gerðu það. Gunnar henti beint á hattinn. Hatturinn stökk upp og veinaði: „Mjá!" Grátt skott kom í Ijós undan hattinum. „Snotra!", æptu strákarnir. Gunnar greip Snotru og þrýsti henni að sér. „Snotra mín, hvernig komstu undir hattinn?" Snotra svaraði engu. Hún pírði bara augun á móti Ijósinu og fór að mala. Her á hvita hundinn? Þau eru öll úti að ganga með hundana sina. Geturðu séð hver á hvita hundinn? ■f jjsj :jbas

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.