Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 7

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 7
Miðvikudagur 12. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Þannig voru tillögur afgreiddar í ríkisstjórninni StJ órnniálasaniskiptuni við Breta slitið — komi til ásiglinga. Njósnaflugið stöðvað. — Afstaðan til NATO enn á dagskrá stjórnarinnar Rikisstjórnin samþykkti á fundi sinum i gær- morgun — einum rómi — að stjórnmálasamskiptum við Breta verði hætt ef þeir reyna ásiglingu aftur á varðskip okkar eða fiskiskip. Þá var og samþykkt að leggja svo fyrir islensku flugumferðarstjórnina að hætta hér eftir að veita bresku njósnaflugvélun- um þjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Þessar samþykktir rikisstjórn- arinnar eru gerðar i framhaldi af tillöguflutningi Lúðviks Jóseps- sonar sjávarútvegsráðherra i rik- isstjórninni 3. sept. sl. og Olafs Jóhannessonar forsætisráðherra i rikisstjórninn i i gær. Tillögur Lúðviks t tillögum Lúðviks Jósepssonar var gert ráö fyrir eftirfarandi að- gerðum vegna nýrra viðhorfa i landhelgisdeilunni við Breta: 1. 011 þjónusta við njósnaflug- vélarnar verði stöðvuð. 2. Þvi verði lýst yfir að lofthelgi okkar nái út að 12 milum. 3. Bresku rikisstjórninni verði tilkynnt að þess sé óskað að hún kalli sendiherra sinn heim og starfsfólk sendiráðsins. 4.Sendiherra Islands hjá NATO verði kallaður heim og öllum störfum hætt á snærum þess bandalags. 5. Að Islendingar lýsi þvi yfir að þeir telji aðstoðarskip landhelgis- brjótanna jafnsek landhelgis- brjótunum sjálfum. 6. Landhelgisbrjótum verði ekki veittar neinar undanþágur til að leita vars i slæmum veðr- um. 7. Þegar i stað verði fengin 2-3 skip i viðbót við landhelgisflota okkar. Ákvarðanir rikisstjórnarinnar Þannig voru tillögur Lúðviks i efnisatriðum. Siðan lagði forsæt- isráðherra fram á fundi Fram- sóknarflokksins tillögur um tvö atriði, þ.e. að stjórnmálasam- bandi verði slitið ef Bretar haldi áfram ásiglingum sinum og að þess yrði krafist að NATO for- dæmi framferði Bretanna og að- ild okkar að NATO yrði tekin til endurskoðunar ef NATO yrði ekki við þeirri kröfu okkar. Voru þess- ar tillögur forsætisráðherra sam- þykktar einróma i framkvæmda- stjórn og i þingflokki Framsókn- arflokksins. Og i gær var siðan haldinn fundur i rikisstjorninni þar sem fjallað var um þessar tillögur all- ar. Verður hér rakið hvernig þessi mál standa i dag: 1. t gærmorgun var ákveðið að stöðva alla þjónustu við Nim- rod-njósnavélar Breta á islenska flugstjórnarsvæðinu. Um það var gefin út svofelld yfirlýsing i gær: „Lagt verði fyrir flugumferð- arstjórn að stöðva samband við bresku Nimrod-þoturnar.” 2. Yfirlýsing um stækkun loft- helgi okkar út að 12 milum er i at- hugun. 3. t gær gaf rikisstjórnin út orð- sendingu um að stjórnmálasam- skiptum (diplómatisku sam- bandi) við Breta verði slitið. t fréttatilkynningu um þetta atriði frá rikisstjórninni i gær segir svo: 1. Bresku rikisstjórninni verði tilkynnt að ef herskip hennar og dráttarbátar haldi áfram ásigl- ingum á islensk skip sjái islenska rikisstjðrnin sig tilneydda að krefjast slita stjórnmálasam- skipta milli landanna þannig, að sendiráði Bretlands i Reykjavik verði lokað og starfslið þess kvatt heim. 4. Rikisstjórnin hefur á ný frestað þvi að taka ákvörðun um lokun sendiráðs okkar hjá NATO, en það mál er enn á dagskrá stjórnarinnar. Má i þvi sambandi minna á tillögu Lúðviks Jóseps- sonar, sem vitnað er til hér að framan, og i tillögu þá, sem sam- þykkt var á fundi þingflokks og framkvæmdastjórnar Framsókn- arflokksins á Hallormsstað. 5. Dómsmálaráðuneytið hef- ur þegar gefið út reglugerð á þá lund að sjúka menn beri að flytja til lands á þeim skipum, se n þeir eru skráðir á. Hefur þe ,si til- kynning verið birt i blöðunum þegar. Um þessar mundir er verið að hefja byggingu nýrrar hótelálmu við Valhöll og á smiðinni að veröa lokið fyrir næsta sumar. Gert haföi verið ráð fyrir aö hafa hótel Valhöll opiö i vetur, en þar sem framkvæmdir hafa dregist á langinn hefur verið hætt við það, en ákveðið að hafa hótelið opið næsta vetur. Jón Ragnarsson, veitingamað- Með þvi að þrtsetja það húsnæði skólans sem nú er fullbúið getum við komið barnaskólabörnunum fyrir. Þrisetningin er að visu ekkert einsdæmi I skólurn borgar- innar en þetta eru auðvitað mikil þrengsli, sagði Finnbogi Jó- hannesson skólastjóri Fellaskóla i Breiðholti III i samtali við Þjóð- viljann I gær. Finnbogi sagði að búið væri að innrita um 1200 nemendur 1 skólann og i raun og veru væri ekkert vit i að bæta við fleirum eins og húsnæðismálum skólans væri háttað. Búið væri að byggja barnaskólaálmu skólahússins, hún væri fullfrágengin og gott húsnæði. Hinn 1. október eiga 8 kennslustofur i kjallara skólans að vera tilbúnar þannig að hægt verði að hefja kennslu i unglinga- deildum skólans, þ.e. 7. og 8. bekk fyrir 13 og 14 ára börn. Svo hefur okkur verið heitið tveimur lausum kennslustofum sem við vildum gjarnan fara að sjá, sagði Finnbogi. Mikill fjöldi barna og unglinga er meðal ibúanna sem flust hafa i þetta borgarhverfi. Sagði Finn- bogi að i næstu viku hæfist 6. Forsætisráðherra hefur lýst þvi yfir að engar heimildir verði veittar til landhelgisbrjóta til að leita vars innan fiskveiðilögsög- unnar. 7. Akveðið hefur verið að taka tvöhvalskip á leigu til landhelgis- gæslu i vetur. Þannig hafa ýmist verið af- greiddar eða eru i afgreiðslu þær ráðstafanir vegna framferðirs Breta, sem tillögur hafa verið gerðar um innan rikisstjórnar- innar. Leggja ber áherslu á — vegna villandi blaðaskrifa — að allar þessar aðgerðir sem hér hefur verið getið um hafa verið sam- þykktar samhljóða innan rikis- stjórnarinnar. ur, sagði fréttamanni, aö i við- byggingunni yrðu 25 nýtiskuleg hótelherbergi og yrði þá gistirými fyrir 100 manns næsta sumar. Hótelgestir fá aðgang að nýrri útisundlaug, gufuböðum og fleiri þægindum. Talsverð umferö var á Þing- völlum um helgina, en i gær voru fáir á ferli. Hótelið lokar um næstu helgi. sj kennsla 6 ára barna i skólanum og það væri fjölmennasti ár- gangurinn — 170 börn hafa veriö skráö i skólann úr þeim aldurs- flokki. I næsta nágrenni við Fella- skólannn er nú verið að reisa hverfi Viðlagasjóðshúsa. Sagði Finnbogi að þar risi nýtt hús á degi hverjum, og brátt hlyti fólk að flytjast i þau. Börnin fara i Fellaskólann. Þá er margt fólk flutt i svonefnt Hólahverfi i Breið- holti og börnin sækja öll til náms i Fellaskólann þar sem enginn skóli er kominn i Hólahverfi. Finnbogi sagði að allar sér- greinar nema leikfimi yrðu kenndar við skólann i vetur, og er þeim ætlaður staður i kjallara- húsnæðinu sem á að verða til reiðu 1. október. Hjá Ragnari Georgssyni á Fræðsluskrifstofu Reykjavikur fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar aö ætlunin væri að hefja smiöi barna- og unglingaskóla i Hóla- hverfi á næsta ári. Augljóst væri að fjöldi fólks myndi flytja i hverfiö þegar i haust og fyrri hluta vetrar. Hvað nú með Nimrod? Fljúga þœr á eigin ábyrgð og skapa þar með mikla hœttu fyrir allt flug við landið? I samþykkt rikisstjórnarinnar frá fundi hennar i gær er ma. skipaö svo fyrir að allri aðstoö við Nimrod-þoturnar bresku skuli hætt. Við höfðum tal af Guðmundi Matthiassyni á skrifstofu flug- málastjóra og inntum hann eftir þvi hvernig aðstaða þotanna myndi breytast. Guðmundur sagði að þeir hefðu nú ekki fengið fyrirskipanir um að hætta aðstoðinni enn, þeir höfðu bara heyrt um þær 1 út- varpinu. Hann sagði að aðstoðin við bresku njósnaflugvélarnar væri einungis fólgin 1 þvi umsjónar- starfi sem flugmálastjórn hefur á hendi á islenska flugumsjónar- svæðinu. Þeas. að hafa umsjón með þvi að löglegtbil sé milli véla og gefa þeim leyfi til að lækka flugið niður fyrir 5500 fet en það eru neðri takmörk islenska flug- umsjónarsvæðisins. Aður en þoturnar koma hingað til lands er lögð fram flugáætlun sem kynnt er islensku flugumferðarstjórninni. Vélarnar fá siðan sömu aðstoð og aðrar vélar þar til þær fara niöur fyrir svæðið en þá eru þær algerlega á eigin ábyrgð þar til þær sækja um að fá að koma inn i svæðið á ný. Guðmundur sagði að flugmála- stjórn annaðist þetta eftirlit á vegum Alþjóða flugmálastofn- unarinnar og að um 90% af kostn- aði við það væri greitt af henni. Flugmálastjórn starfar sam- kvæmt alþjóðalögum sem þá eru jafnframt islensk lög þar sem tsland er aðili aö þeim. En i þeim lögum er ákvæði sem kveöur á um aö hervélar þurfi ekki að falla inn i umsjónarkerfið. Td. eru sovésku hervélarnar sem hingað hafa komið utan við kerfið og fljúga þvi algerlega á eigin ábyrgð og að eigin geöþótta. Hugsanlegt er að þessu ákvæöi verði beitt en Guðmundur kvaðst ekki vilja segja neitt ákveðið meðan fyrirmælin væru ókomin. En noti Nimrod-þoturnar sér þetta ákvæði geta þær haldiö áfram að fljúga á eigin ábyrgð en fyrir bragöið verður allt flug á svæðinu mun óöruggara, jafnt fyrir Nimrod-vélarnar sem aörar vélar sem leið eiga um svæðiö. Blaðamaður spurði Guðmund að lokum hvort hugsanlegt væri að aðrir aöilar gætu veitt Nimrod- vélunum sömu þjónustu og nefndi Keflavikurvöll sem dæmi. Það sagði hann að væri útilokaö þar sem enginn aðili annar en flug- málastjórnin annaðist þessa þjónustu á umræddu svæði. Það eina sem Nimrod-vélarnar geta gert ef öll aðstoð við þær veröur lögð niður er að taka áhættuna á aö fljúga upp á eigin spýtur og stofna þar með sjálfum sér og öðrum vélum i hættu. -ÞH Hótel Valhöll lokar F ellaskóli þrísetinn SOLSKINSEYJA MIÐJARÐARHAFSINS Fyrsta hópferð íslenskrar ferða- skrifstofu til Möltu, sólskinseyju Miðjarðarhafsins, I2daga ferð.— Brottför 3. október. 2 dagar i London i bakaleið. Má framlengja. Það er sumar á Möltu í október því meðalhitastigið er22gráður C. Tryggið far i tíma, þar sem far- þegafjöldi er takmarkaður. örfá sæti laus. Aðalstræti 9, simar 11255 og 12940. FERÐAMIÐSTÖÐIN HF.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.