Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 9

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 9
Miðvikudagur 12. september 1973 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 ÐLABAN KAB YGGING AR VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR, LEIKHÚSSTJÓRI: Hvaö hefðu Snorri og Ari fróði sagt um slíkt bókhald? Gott fólk á Anrarhóli. Einu sinni fyrir langa löngu skrifaði maður bók til þess að sanna fyrir okkur sjálfum og öðr- um, að við værum þjóð. Það var fyrir þá tið, að til væri pappir i landinu til að prenta á bækur og bankaseðla. Ritlaun hans urðu, án þess að hann vissi, þakklæti ís- lendinga i tæpar niu aldir, fram á þennan dag, fyrir að halda þeirri vöku að gera okkur grein fyrir uppruna okkar. Hann gerði okkur þann sóma að skrifa bókina á is- lensku, en ekki á alþjóðlegu bankamáli þeirra tima, latinu. Þannig eignuðumst við Islend- ingabók úr hendi Ara fróða og hún hefði horfið i gleymsku timans, ef ekki hefði komið til árvekni vök- ulla manna að varðveita hana og þar með vitund okkar um menn- ingararf. Umhverfiðog heimurinn er far- inn að þrengja að okkur og við þurfum æ oftar að leiða hugann að þvi, hvað það er að vera Is- lendingur hér og nú. Fortið, saga og sameiginleg tunga, og aö vera manneskja til að standa með þvi. Það að vera hlekkur — með þessa tungu á vörum, milli hins liðna og þess, sem koma skal. Að gæta vel persónufrelsis til að velja og hafna. Enginn maður er neitt, án minninga. Allir menn hljóta að velja það, að varðveita góðar minningar, sér til sóma- auka. En það er erfitt að vera manneskja. — Það er erfitt að vera manneskja, þegar þarf að horfast i augu við veikleika og vixlspor — eða ættum við að segja vfxlaspor, i þessu tilviki, — og vit- und um að hafa sofnað á verðin- um. Þá reynir á manneskjuna að hafa úrræði og þor til að endur- skoða afstöðu sina og bjarga þvi sem bjargað verður. Við höfum mælt okkur mót hér i dag til að andmæla byggingu Seðlabanka á svæði, sem er tákn- rænt fyrir uppruna okkar og sjálf- stæða menningu, og sómaauki i minningum þjóðarinnar. Við er- um framtakssöm nútima íslend- ingar og viljum byggja vel yfir menn og málefni. Aðrar þjóðir lita til okkar öfundaraugum fyrir það hvað við eigum mikið land- rými. Samt hefur okkur tekizt alltof oft ab þrengja steinkössum nútímans fast að fornum menn- ingarverðmætum. Við megum til að mynda lengi vera sneypt gagn- vart Snorra Sturlusyni fyrir að hlaða óbifanlegri steinsteypu of- an á óðal hans i Reykholti og gera hornreka eina minnisvarðann á staðnum frá hans timum, Snorra- laug. Nú viljum við eiga þetta svæði, Arnarhólinn, ósnortið. Við viljum geta haldiö áfram að tengja það hugmyndinni um við- sýni og sjálfstæði, bæði i land- ,4 Vigdis Finnbogadóttir fræðilegum og menningarlegum skilningi. Við höfum goldið keis- aranum það, sem keisarans er og hljotum að búa við frelsi til að njóta þess, sem okkar er. Eða hver er hann þessi Seðlabanki, sem stundum er vitnað til eins og riki i rikinu? Hver á hann? Eigum við hann eða á hann sig sjálfur? Ef við eigum hann, hljótum við að hafa einhvern ráðstöfunarrétt yf- ir honum, hvernig hann ver sinu fé og hvar. Eigi hann sig sjálfur og starfsmenn hans séu þrælar hans, er það mannleg skylda okk- ar áö bjarga þeim úr ánauð og visa honum til sætis þar i landar- eign okkar, sem okkur likar. Þeir voru stórhuga forfeður okkar. Ari segir okkur, að Ingólf- ur hafi numið land „milli ölfusár og Hvalfjarðar”.. „milli ok öxar- ár ok öll nes út”. Ætti ekki ein- hvers staðar á þessu svæði að vera hægt að hýsa Seðlabanka ts- lands, sé honum svo kært að vera i námunda við minningu Ingólfs? Það voru landvættirnar, sem hleyptu öndvegissúlum Ingólfs hér á land, i fjörunni fyrir neðan okkur og leyfðu honum að byggja þetta svæði. 400 árum siðar skrif- ar bróðursonur Snorra Sturluson- ar i eina gerð Landnámubókar, að súlurnar séu enn til sýnis i eldaskála Ingólfs i Reykjavik. 1100 árum siðar erum við að leita með teskeið og tannbursta i jarð- lögum niðrl Aðalstræti, til að reyna að finna eitthvað, bara eitt- hvað, sem eftir kynni að vera af þessum eldaskála þar sem súl- urnar stóðu. Og það er hrein til viljun, að við getum gert þ'að. Þarna voru rifin hús, svo að jörð- in varð ber. Nú höfum við hólinn — ennþá — og vitum, að við eigum hann i tengslum við sögu Ingólfs og sögu tslands. A það að verða okkar hlutskipti að segja niðjum okkar að þeir verði að rifa niður heilan banka til að komast i snertingu við þá jörð, sem goðin Ingólfs og landvættir tslands helguðu okk- ur? Hvað hefðu Ari fróöi og Snorri Sturluson sagt um slikt bókhald? Hefðu þeir kannske sagt: Með seðlum skal land byggja — og með óseðlum eyða? Ég bara spyr! HAUKUR MAR HARALDSSON, PRENTARI: Maöurinn í öndvegi Góðir fundarmenn. 1. mai sl. fylkti reykvlskur verkalýður sér undir kjörorðið „Maðurinn I öndvegi.” Þannig bar hann fram þá kröfu, að þarfir mannsins yrðu settar ofar út- þenslu fjármálavaldsins, hvort sem hún birtist I byggingu og mengunaráhrifum stóriðjuvera eða skerðingu lifbeltisins i borg- um og bæjum. Framkvæmdirnar sem við mótmæltum i dag eru dæmigerð- ar fyrir þá litilsvirðingu sem pen- ingavaldið, hvort sem það er opinbert eða i einkaeign, sýnir umhverfi sinu. Og þær eru ekki siöur einkennandi fyrir þá fyrir- litningu sem þetta sama vald sýn- ir skoðunum almennings: þess sama almennings sem þó verður að bera kostnaöinn við þessar framkvæmdir. Eða hvaðan kem- ur Seðlabankanum fé? — Leikmanni gæti virst, að ekkert það vald sé fyrir hendi i landi þessu, sem geti ráðið niður- lögum þessa skrlmslis, sem reisa á hér norðantil á Arnarhóli. Sá valdaaðili, sem gæta á skynsemi i fjárfestingarmálum, Fram- kvæmdastofnun rikisins, hélt einn fund með stjórn Seðlabankans og bað hana vinsamlegast að vera svo elskulej*a að fresta þessum framkvæmdum um skeið. Bank- astjórnin sagði nei, við byggjum áfram, og Framkvæmdastofnun- in lét kyrrt liggja. Slikt er afl f jár- málavaldsins. Sllkur er undir- lægjuháttur ríkisstofnunarinnar gagnvart fjármálavaldinu. En hér er lika rikisstjórn, og hún er reyndar ekki mjög langt frá okkur hér á Arnarhóli. Hún er yfir Seðlabankann sett, en hver eru hennar afskipti af málinu? Hún getur ekkert gert. Slik eru áhrif rikisstjórnar gagnvart pen- ingavaldinu. Enn einn ábyrgðaraðilinn i þessu máli er borgarstjórn Reykjavikur, sem framið hefur það óhappaverk að veita Seðla- bankanum lóð hér á Arnarhóli og gert það samhljóða. Borgarstjórn Reykjavikur skal vita það, að við Reykvikingar litum ekki á Arnar- hól eins og hverja aðra ofvaxna þúfu. Arnarhóll er ein af tákn- myndum þessarar borgar og ekki' siður einn af örfáum grasigrónum blettum innan borgarmarkanna: hann er okkur helgur staður. — Borgarstjóri hefur reyndar látiö svo um mælt, að i Reykjavik elti. gróðurinn malbikið. Fram- kvæmdirnar hér fyrir noröan Ilaukur Már Ilaraldsson okkur virka sem upphrópunar- merki á eftir þessari speki bórg- arstjórans. En Seðlabankabyggingin er ekki eina dæmið sem landsbúar hafa fengið um yfirgang og lffs- fyrirlitningu peningavaldsins. Nýlega varð stórfellt tjón á líf- beltinu viö innanverðan Faxa- flóa, af völdum oliuleka við Skúlagötu. öll þjóöin hefur fylgst. með og undrast málflutning oliu- furstanna vegna þessa atviks. Þeir litu yfir verk sitt og leist það harla gott: höfðu jafnvel á orði að þeir ættu að fá greitt fyrir hverja þá veiðibjöllu sem grandað var með þessum hætti. 1 sambandi við þetta mál birtist þjóðinni bet- ur en oft áður fyrirlitning auð- valdsins á þvi sem lífsandann dregur. Hringlið i peningakass- anum er hjartsláttur slikra manna. — Og þrátt fyrir það glf- urlega tjón sem þarna var unnið hefur enginn verið gerður ábyrg- ur fyrir tjóninu eða þeirri van- gæslu sem þvi olli. Það skiptir sem sé ekki máli hvort um opin- bert auðvald er að ræða eða 1 einkaeign: það er friðhelgt. Seðlabankabyggingin hér á Arnarhóli og olíulekinn við Skúla- götu sýna betur en flest annað hver hornreka lifið er orðið i steinsteypusamfélagi okkar. Við hljótum þvi að risa upp og mót- mæla þessu. Við hljótum að krefj- ast þess, að i opinberum fram- kvæmdum verði slik óheillaþróun stöðvuð. Við hljótum að krefjast þess, að maðurinn verði settur I öndvegi. JÓN HARALDSSON, ARKITEKT: Múrinn milli náttúru og höfuðborgar Góðir áheyrendur. Skipulagsmál Reykjavikur hafa mér sem fleirum verið undrunar- efni um langa hrið og áhyggjuefni i vaxandi mæli eftir þvi sem til framkvæmda hefur komið. Skipulag Reykjavikur hefur þótt ærið tilviljanakennt, á stundum, jafnvel sem forsögn þess væri „aðförin gegn útsýni, náttúru- fegurð og manneskjunni”. Reynsla min, sem og ýmissa annarra, sem deilt hafa á skipu- lag Reykjavikur, er sú, að talað sé fyrir daufum eyrum ráða- manna. - Hversu réttmætar og rökstuddar sem athugasemdir hafa verið, virðast þær ekki hafa hin minnstu áhrif né þeim svarað. Svo virðist raunar á fleiri sviðum þjóðlifsins - hversu forkastanleg slik viðhorf ráðamanna eru i lýð- ræðisþjóðfélagi. Það þarf þvi býsna mikilvægt mál upp að koma, auðsýnilega æöi nærri heill og hagsmunum borgarbúa vegið, til þess að borgararnir risi upp til slikra mótmælaaðgerða sem nú, slik andúðarbylgja flæði, ekki einungis um borgina, heldur einnig um land allt, þvi vissulega er höfuðborg Islendinga ekki einkaeign Reykvikinga. En þá hefur lika keyrt um þver- bak - mælirinn fullur - hingað og ekki lengra. Þvi erum við hér til fundar komin, að andmæla fyrirhug- uðum byggingarframkvæmdum hér á Arnarhóli, með þeirri skeröingu, sem sú bygging hefur i för meö sér á einum helgasta stað borgarinnar og einum fegursta útsýnis- og útivistarstað gamla miðbæjarins. Staðsetning Seðla- bankans á Arnarhóli er óskiljan- leg, hvernig sem á málið er litið. Frá sjónarmiöi skipulags um- ferðar. 1. Bankinn á þessum stað dregur að sér umferð i löngu umferðar- mettaðan miðbæ. Allt hjal um bilastæöi neðan- Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.