Þjóðviljinn - 12.09.1973, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. september 1973 Skrúfur — boltar Höfum opnað heildsöluafgreiðslu á eftirtöidum vörum að Ægisgötu 10. Stál og jórnboltar Borðaboltar Franskar skrúfur Tréskrúfur^allar gerðir Koparskrúfur, allar gerðir Krómaðar koparskrúfur Boddýskrúfur Boltaskrúfur INNKAUP HFͧ) Simi: 22000 (eftir kl. 1700: 22003 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar að ráða aðstoðarmann. Stúdentsmenntun æskileg. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Skúlagötu 4. Sími 20240. I Tæknistörf Hafnarfjarðarbær óskar að ráða tæknimenn til starfa við byggingaeftirlit, mælingar og eftirlit með útiframkvæmd- um. Til greina koma menn með ýmiss konar tæknimenntun og/eða haldgóða reynslu við þess háttar störf. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrif- stofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, og tekið verður við umsóknum á sama stað. Bæjarverkfræðingur. RAFLAGNIR SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. MÁLASKÓLINN MÍMIR BR AUTARHOLTI4 - SÍMI10004 ENSKAN Talæfingar fyrir fullorðna. Byrjendaflokkar. Framhaldsflokkar. Samtalsflokkar hjá Englendingum. Smásögur. Ferðalög. Daglegt mál. Bygging málsins. Lestur leikrita. Verzlunarenska. Síðdegistímar og kvöldtímar. Dragið ekki að innrita yður. „Yinirnir” í NATÓ Ég tek heilshugar undir kröfuna um að senda breska sendiherrann heim. Hann getur muldrað sitt diplómatiska „sorry”, eða hvernig svo sem hann vill orða það, heima hjá sér, næst þegar þeir fella einhvern af sjóhetjum okkar. Geir Hallgrimsson sagði i út- varpiö i gærkvöld, aö Bretar hefðu nú óbeiniinis valdið hér manntjóni. Já, þaðer nú svo. Mig langar aö spyrja: Var þaö óbeinlinis.að freigátan geröi itrekaðar tilraunir til að sigla á Ægi og tókst það að lokum? Var það óbeinlinis, að freigátan kallaði á dráttarbátinn til aðstoð- ar? Var þaö óbeinlinis, að dráttar- báturinn, sem örugglega vissi að Ægir var laskaður, gerði sig lik- legan til ásiglingar? Var það óbeinlinis, að dráttar- báturinn elti Ægi inn fyrir 12 milna rr$örkin og gerði sig enn lik- legan til ásiglingar? Það væri óneitanlega fróðlegt að heyra, hvernig sá prúöi maður Geir ætlast til að „elsku vinirnir” hagi sér hér, svo að talið sé aö þeir beinlinis valdi hér slysi eða manntjóni. Nei, þetta var hreint ekkert óbeinlinis, og við heimtum marg- faldar mannbætur af Breta hálfu fyrir þennan mann, þótt slikt sé auövitað aldrei hægt að bæta að fullu. Og viö eigum að gjöra miklu meira en að visa sendiherranum heim, við ættum að visa öllum Bretum, sem ekki hafa islenskan borgararétt eða eru i þann veginn að fá hann, til sins heima. Við ættum að taka fyrir allar auglýsingar i útvarpi og sjón- varpi um breskar vörur og ferða- lög til Bretlands. Tvær ferða- skrifstofur voru svo smekklegar að auglýsa ódýrar feröir til London, einmitt 1. sept. Ég hygg, að það fólk,sem álpast i svona feröir, gjöri það meir af hugsunarleysi en að það athugi raunverulega hvað það er að gjöra. En Bretar gætu vissulega tekið þaö svo, að fólki hér væri meira en sama um fólskuverk þeirra hér. Við ættum ekki að leika eitt einasta lag i útvarp með enskum texta, leikum i þess stað islenska ættjarðarsöngva eða þjóðlög, og ef ekki er nóg af þvi, þá hreinlega að fella niður úr útvarps- timanum. Lög og tónverk eru raunar alþjóðleg, en enskur texti ætti ekki að heyrast. Við ættum að fella niöur ensku- kennslu i öllum skólum i vetur. Ríkisútgáfa námsbóka: Góði hirðirinn Komin er út hjá Rikisútgáfu námsbóka bók, sem Sigurður Pálsson kennari hefur tekið sam- an. Nefnist hún Góði hiröirinn. Bókin er ætluð 2. og 3. bekk barnaskóla til lesturs og umræðu. Efnið er úr Bibliunni, nokkuð að jöfnu úr Gamla og Nýja testa- menti. Reynt var að velja sögurn- ar sem best við hæfi barna og segja þær á máli, sem ungir les- endur skilja vel, og halda þó um leið hefðbundnum málblæ bibliu- sagna. Tilvitnanir og bendingar varð- andi efni bókarinnar eru á öftustu siðu. 1 bókinni eru margar myndir eftir Baltasar, prentaðar i litum. Bókin er 64 bls. að stærð i stóru broti. Setningu og prentun annað- ist Litbrá hf., en bókband var unnið i Bókfelli hf. (Fréttatilkynning.) bréf til blaósins Við eigum að sýna þessum herrum, aö við forögtum innilega þeirra háttalag á miðunum hér og viljum engin samskipti við þá hafa, fyrr en þeir drattast út úr 50 milna landhelginni, og það án allra skilyrða og samninga. En hægan nú, góðri hálsar. Ég er ekki aö predika neitt hatur á Bretum, né neinum öðrum. OG umfram allt. Engin læti. Engar árásir, hvorki á sendiráðið né annað. Við eigum aðeins að sýna Bretum, að hér eru ekki skap- lausar lyddur, sem láta sér dólgs- hátt þeirra i léttu rúmi liggja. Við sýnum þeim rólega en ákveðna foragt, meðan þeir sýna okkur yfirgang. Við eigum að sýna „vinunum” i Nató það svart á hvitu, að við erum löngu uppgefin á þvi, að láta nota land vort sem fóta- þurrku i þeirra þágu en þeir geta ekkert hjálpað okkur, þegar við erum að berjast fyrir lffstilveru okkar þjóðar. Viö eigum að sýna „vernd- urunum” það svo eindregið að þeir skilji, að fyrst þeir ekki geta verndað okkur fyrir njósnum árásaraðila, um okkar hernaðar- leyndarmál, sem eru ferðir varð- skipanna okkar, þá geta þeir ekki frekar verndað okkur fyrir hvers kyns vá, er að okkur kynni að steðja, og hafa þvi minna en ekkert hér að gera. Að lokum, heill ykkur, harð- linumenn. Sýnum nú öllum Bretum, að það er ekki bara „bölvaður kommúnistinn” hennar lafði Tweedsmuir,” hr. Jósefsson”, sem vill sigra i 50 milna málinu. Það er öll islenska þjóðin. Og hún mun sigra, þótt þaö taki kannski nokkurn tima enn. Um 200 milurnar þarf ekkert að þrasa, þær viljum við gjarnan öll, og þær fáum við fljótlega, eftir sigur i þeim fimmtiu. Rvik., 2.sept. 1973 Elinborg Kristmundsdóttir Andagtugir athafnamenn Einhver stirðmæltur og skap- illur Selfyssingur að nafni Eggert Jóhannesson var til viðtals i út- varpinu s.l. sunnudagskvöld i til- efni hins fræga Votmúlamáls. Ekki er það nú andskotalaust að góður málstaður skuli eignast aðra eins málsvara sem nota út- varpstækifæri sitt til að ausa rakalausum óhróðri yfir þá sem afhjúpað hafa hneykslið og gefið almenningi kost á að kynnast þvi. Eggert þessi sagði að málflutn- ingur Timans og Þjóðviljaaans i málinu væri ómerkilegur. Að sjálfsögðu gerði hann enga til- raun til að rökstyðja fullyrðing- una. Sjálfur hafði hann ekkert fram að færa i málinu annað en þaö sem Timinn og Þjóðviljinn eru búnir að benda á og það miklu betur en hann. Hlutur Óla Guðbjartssonar i þessum sama fréttaspegli var álika álappalegur, en honum er nokkur vorkunn þar sem hann á i vök að verjast. Þá var frétta- spegill þessi dálitill sálarspegill fyrir útvarpsmanninn, sem bað báða viðmælendurna að segja eitthvað um blöðin, sem fjallað hafa um málið, lét þá ausa úr sér rakalausum óhróðri án þess að láta þá standa fyrir máli sinu. Hitt er svo merkilegt rannsóknarefni hversu geysilegt veldi hins svokallaða sálarrann- sóknafélags er á Selfossi. Það er greinilegt að minnihluti hrepps- nefndar er dauðhræddur við að styggja andatrúarfólkið. En hvernig svo sem menn reyna að hylja sig kápu vandlætingarinnar mun það staðreynd að formaður sálarrannsóknafélagsins var ein- mitt maðurinn sem seldihreppn- um Votmúla fyrir 30 miljónir og að útibússt jóri Búnaðarbankans á Hellu var í söfnuðinum. Pétur þríhross var mikill framkvæmda- maður og hann var lika anda- trúarmaður, og það er langt í frá að það sé einsdæmi að islenskir athafnamenn fáist við fjarskipti af þessu tagi. En orðræður á andafundum og tilskipanir að handan er nokkuð sem erfitt er að sanna og engin furða þó að um sllkt spinnist sögur sem llka er erfitt að sanna - og afsanna. Jónas Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Enska Þýska Franska Spánska ítalska Danska Norska Sænska islenska fyrir út- lendinga Ahersla er lögð á létt og skemmtileg sam- töl i kennslustundum. Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist i þvi allt frá upphafi að TALA tungumálin. Síðdegistimar — Kvöldtímar simi 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.