Þjóðviljinn - 12.09.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. scptember 1973 Matréiðslusýningar og húsmœðraorlof T imburaf greiðsla Okkur vantar menn í timburafgreiðslu. Upplýsingar gefur Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Tilbúið í frystikistuna I I Nautakjöt i heilum og hálfum skrokkum. Kjötvinnslan Hólmgarði 34 Sími 32550 Islandias 73£9/5 31.VIII-9.IX 1 Útdregin vinningsnúmer í happdrætti sýningarinnar Aðalvinningur 4 flugferð fyrir tvo á al- þjóðafrimerkjasýninguna STOCK- HOLMIA74 i Sviþjóð, kom á miða nr: 2352 Aukavinningur, tiu arkasett af hátiðarfri- merkjum með áritun Póst-og simamála- stjórnar, kom á eftirtalin númer: 8377 — 6514 — 2758 — 5001 — 7002 — 3698 _ 5351 — 3302 — 6281 — 5615. Vinninga ber að vitja til Póst-og sima- málastjórnar. Póst-og símamálastjórnin Hreindýr akj öt og sveppir DAGANA 20.-24. ágúst dvöldu á vegum Kvenfélagasambands ís- lands 15 manns i húsmæöra- skólanum aö Hallormsstað. Ekki var þó eingöngu um sumardvöl að ræöa, þvi aö þátttakendum var veitt allnýstárleg fræösla i matargerð o.fl. Kynnt var mat- reiösia á hreindýrakjöti, enda hefur nú verið veitt leyfi á þessu ári að skjóta rösklega eitt þúsund hreindýr. Hreindýrakjöt þykir kostafæða, sem ástæða er til að menn læri að meta að verðleikum. Unnt er að matreiða það á ýmsa vegu, en ekki er sama hvernig með kjötið er farið. Til þess að ná góðum árangri, þarf kjötið fyrst að hanga i 5-10 daga á köldum stað, áður en það er matreitt eða fryst, svo að það verði meyrt. Skólastjóri húsmæðraskólans að Hallormsstað, frú Guðbjörg Kolka, sýndi matreiðslu á hrein- dýrakjöti og gaf þátttakendum kost á að bragða á mörgum góm- sætum réttum úr þvi. I tilefni af námskeiði þessu gaf Kvenfélagasamband Islands út bækling um matreiðslu á hrein- dýrakjöti, en menntamálaráðu- neytið veitti styrk til útgáfunnar. Er það þýðing úr riti, sem Statens veiledningskontor i heimstell i Noregi hefur gefið út og eru þar uppskriftir að mörgum góðum kjötréttum. Bæklingurinn er til sölu á skrifstofu Kvenfélagasam- bands tslands að Hallveigarstöð- um og kostar hann aðeins 50 kr. Þátttakendur tindu sveppi und- ir handleiðslu Helga Hallgrims- sonar grasafræðings. Yfirleitt hafa Islendingar fram að þessu ekki haft mikinn áhuga á sveppa- tinslu, en erlendis þykir það mjög skemmtilegt fristundagaman. Sveppirnir voru siðan mat- reiddir á ýmsa vegu og tóku dvalargestir sjálfir þátt i mat- reiðslu þeirra. Sigurður Blöndal skógarvörður kynnti skógræktina á staðnum. Farið var i ferðalag inn i Fljóts- dal, um Fellin og út að Eiðum. Samband austfirskra kvenna bauð dvalargestum i siðdegis- kaffi að Egilsstöðum og veitti af mikilli rausn. Ennfremur voru flutt fræðslu- erindi um hreindýr, um nýjungar úr néytendablöðum og sýndar voru skuggamyndir um frystingu matvæla. Varaformaður Sam- bands austfirskra kvenna, Guð- laug Þórhallsdóttir, flutti héraðs- lýsingu. Bæði konur og karlar tóku þátt i námskeiði þessu. Dvölin i hús- mæðraskólanum var hin ánægju- legasta og ekki sá ský á lofti þá daga, sem á Hallormsstað var dvalið. Athugasemd vegna umntæla Jóhannesar Bjarnasonar, verkfr. Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi athugasemd vegna ásak- ana Jóhannesar Bjarnasonar, verkfræðings á Sementsverk- smiðju rikisins: „Vegna viðtals yðar 6. sept. s.l. við Jóhannes Bjarnason, verk- fræðing um ásakanir hans á Sementsverksmiðju rikisins vil ég koma á framfæri athugasemd við ummæli hans varðandi til- vitnanir i skýrslur, sem ég hef samið, en þær virðast vera grundvöllur undir ásökunum hans. Þarsem þetta mál er nú i hönd- um opinberra aðila sé ég ekki ástæðu til þess að fjölyrða um efni skýrslanna, sem að hluta er fag- legs eðlis. Ég vil þó leggja áherslu á, að þær ályktanir, sem Jóhannes dregur af ummælum i skýrslum minum eru ekki i sam- ræmi við þann skilning sem ég lagði i skýrslurnar við samningu þeirra. Hafa t.d. hlutar skýrsl- anna verið teknir úrsamhengi eða efni þeirra misskilið. Hér getur verið um að kenna vanþekkingu Jóhannesar á sementsframleiðsl- unni eins og hann getur um i við- talinu við Morgunblaðið 7. sept. s.l. Þykir mér það mjög miður, að Jóhannes skyldi birta i dagblöð- um kafla úr skýrslum eftir mig, án þess að hafa við mig um það samráð eða fá viðhlitandi útskýr- ingar á efni þeirra. Dr. Guðmundur Guðmundsson tæknilegur framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju rikisins”. Srengjuárásir á Kompong Cham PHNOM PENH 10/9 — Sprengju- flugvélar stjórnar Lon Nols lögðu i dag hluta háskólahverfisins i Kompong Cham i eyði, sam- kvæmt upplýsingum frá tals- manni stjórnar þessarar. GRIMIyíS ÆVINTYRI TVÆR NÝJAR BÆKUR FRA FJOLVA Allar litprentaðar, fallegar, vandaðar MYNDABÓK DÝRANNA í LITUM l þýöingu Ingimars Oskars- sonar náttúrfræðings opnast undraheimur náttúrunnar. Þessi bók er öll prentuð i lit- um. Lýsir dýrariki heimsins, mikil uppspretta fróðleiks, getur einnig komiðaðgagni við nám, þvi hún heillar, en rekur burt leiða. GRIMMS-ÆVINTÝRI Hin hugljúfu ævintýri birtast hér i nýrri þýðingu Þorsteins Thorarensens, þar sem reynt er samtímis að varðveita sagnahefð, en einnig að leiða frásögnina til nútíma hugtaka cg skilnings. Skreytt fegurstu listaverk um í fullum litum. Stór og fögur bók, sem gleður hjartað. wvNlnnncv'iiNíi*, jiK ivnka Hið þróttmikla starf dauflegra samtaka Við heiðrum i dag bræður okkar elskulega i Heimdalli, Sambandi ungra Sjálfstæðis- manna með litlu ivitnana- safni. Hið mikla starf Stjórnin hefur verið at- hafnasöm og munu sjaldan hafa verið haldnir fleiri fundir eða meira um aðgerðir en nú að undanförnu... Af einstökum verkefnum mætti minna á mikla fundarstarfsemi um allt land, þar sem fjallað hefur verið stjórnmálaástandið Ellert Schram, fráfarandi formaður SUS i viðtali við Moggann á sunnudag Hin mikla deyfð Þegar litið er á störf þeirra félaga,... sem mynda Sam- band ungra Sjálfstæðismanna verður þvi miður ekki fyrir augum gróskumikið starf eða blómstrandi félagslif. Þvert á móti virðist — með nokkrum heiðarlegum undantekningum þó — hvarvetna vera rikjandi deyfð og áhugaleysi Anders Hansen, umsjónar- maður SUS slðu i Mogganum á laugardag. Ósérhlifni Það sem mestu ræður er vinna og aftur vinna. Starfið hjá okkur er borið uppi af áhuga og ósérhlifni af stórum hópi ungra manna, og það hef- ur verið mér til ánægju og þroska að starfa I þessum hópi Ellert Schram Við veisluborð Haldnir voru örfáir fundir og einna helst I formi svokall- aðra kvöldverðarfunda. Það dálæti sem forvígismenn Sjálfstæðismanna á öllum aldri hafa á þvi fundarformi er mér óskiljanlegt með öllu. Ef Sjálfstæðismenn geta ekki komið saman til umræðna án þess að belgja sig út af mat á sama augnabliki, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort þeir væru ekki jafn vel geymdir heima hjá sér? Anders Hansen. Vegur og vandi Þá hefur verið staðið fyrir félagsmálanámskeiðum og erindrekstri I rikum mæli, og þann þátt starfsins höfum við aukið verulega. Sambandið (SUS) hafði frumkvæði að og veg og vanda af rekstri stjórn- málaskólans á sl. vetri, en sú tilraun gafst mjög vel. Ellert Schram. Brotnir pottar — og þó Það skal fúslega viðurkennt að það er vlðar pottur brotinn. Á það ekki aðeins við um Sjálfstæðisflokkinn, heldur eiga allir islenskir stjórnm- álaflokkar við sama vanda að etja. Undantekning frá þessu er þó liklega Samtök herstöðvarandstæðinga, en þar er að þvi er virðist unnið öflugt og markvisst starf.. Er það hryggileg staðreynd að Sjálfstæðismenn gætu margt lært af slíkum samtökum hvað starfsaðferðir snertir. Anders Hansen. Lítillæti Sá mikli áhugi og þróttur sem kemur fram I starfi sam- takanna er mér mikið ánægju- efni þegar ég nú læt af störf- um. Ellert Schram. Eða karlagrobb? Það sem einna mest fælir ungt fólk frá þvi að ganga I raðir ungra sjálfstæðismanna er það, hve leiðtogar þeirra eru raunverulega orðnir gamlir og litt i takt við það unga fólk sem nú er að vaxa úr grasi. Anders Hansen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.