Þjóðviljinn - 12.09.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 12. september 1973 ÞJQDVILJINN — StÐA 15 Thor Framhald af bls. 9. kardimommulyktin berist ekki i viöhafnarsali þeirra sem stjórna allsnægtaborðinu á efstu hæðinni með þeim hugsanlegu afleiðing- um að nafnið Kardimommubær- inn festist á þessa miklu höll. Þegar byggingarpallar huldu að mestu hina umdeildu Hall- grimskirkju skrifaði Kjarval grein og lagði til að stirlasarnir yrðu rifnir svo að hægt væri að ákveða hvort ætti heldur aö rifa kirkjuna eða flytja hana burt. Enda þótt okkur sem nú lifum tækist ekki að koma i veg fyrir að hin óþarfa bygging risi hér, kann að vera að viðhorf okkar sigri siðar. A likani hallarinnar eru sýndar lóðréttar ræmur, sem byggingameistarinn hefur upp- lýst að eigi að vera gluggar, og reyndar einskonar rennilásar meö hans eigin orðum. Mætti nú ekki hafa þennan rennilás lárétt- an allt í kring um sökkulinn svo hægt væri að lyfta öllu bákninu með hæfilegri fyrirhöfn og flytja þaö. Dulhelgir menn hafa upplýst að hvergi séu meiri andlegar . afl- stöðvar i heiminum en undir Jökli. Þvi ekki að skjóta þessum mexikanska pýramiða þangað og setja hann niður öfugan eða rétt- an eftir álitum i heimahögum Axlar-Björns; eða fela þessar launhelgar i Hólahólum sem mundu skýla þvi allsnægtaborði á alla vegu fyrir forvitinni alþýðu og ágangi. Og þar geta banka- stjórarnir setið i lótusstellingum og ihugað fallvaltleik krónunnar i fullkomnu næði. Það er hvort sem er ekki ætlazt til þess að i þessum banka verði nein örtröð alþýðu manna enda þótt boðaö sé, að þar skuli geyma myntsafn á sömu hæð og bankastjórarnir sitja. Það er áreiðanlega ekki alþýðan sem á að horfa á þá peninga né aðra i þvi húsi. En þangað til rennilás- inn verður opnaður og húsinu skotið burt, takist ekki að fyrir- byggja það, mætti láta ýmsar stofnanir njóta gistivináttu sem ekki fá að vera annarsstaðar einsog páfagaukaklinikina og kjölturakkaspitalann sem hinn góði enski maður vildi gefa en enginn þiggja; og þarna mætti lika hafa geirfuglinn, og lækna- nemar hafa hvergi hús til að kryfja lik. Englandsbanki hefur verið þrjú hundruð ár i sama húsinu, og þeir hafa aldrei gert kröfu þar til þess að gnæfa hátt né sjást af hafi — enda ber bankinn sá gælunafnið The Old Lady of Threadneedle Street, gamla konan i Saum- nálarstræti. Stundum hefur verið sagt um fólk sem eignast skyndilega fé og missir fótanna og verður hégóma og prjáli að bráð: að margur verður af aurum api. Hvað verður ekki sagt um stjórnendur Seðla- bankans sem eiga að hafa vit fyr- ir okkur i peningamálum takist okkur ekki að hafa vit fyrir þeim og hindra að þeir nái að láta á sér sannast málsháttinn svo ekki verði véfengt. Þvi stöndum við hér. Og við skulum vona að þeir láti 'ekki lika á sér sannast: aö heyrandi heyra þeir ekki, og sjá- andi sjá þeir ekki. Múrinn Framhald af bls. 9. jarðar hljómar hjákátlega, sem allsherjarlausn. Þau sömu bilstæöi má fá á sama stað með grasi grónu þaki - án banka. 2. Frá sjónarmiði bankans. Að æskja að hreykja sér á helg- asta stað Reykjavikur aö hætti lénsherra miðalda - þjónustu- stofnun almennings i lýöfrjálsu landi. Hvi ekki i nýja miðbænum. 3. Frá sjónarmiði menningar i skipulagi. Að veita þjónustustofnun slik lóðarréttindi þrátt fyrir þau helgispjöll á mannlegu umhverfi, sem staðsetning hefur i för með sér. Allt hjal um að byggingin skerði ekki Arnarhól né útsýni þaðan er álika gáfulegt og að 4ra 5 hæða bygging á lóðamörkum hafi engin áhrif á hlutföll né útsýni nágrenn- is. Ingólfur og Arnarhóllinn munu jafnvel njóta sin enn betur - þang- að til þeir verða fluttir. Þaö vill meira að segja svo til, að i litabókinni um Aðalskipulag Reykjavikur frá 1962 er þetta svæði merkt óbyggt torg - eitt örfárra i gamla miðbænum -, það svæði, sem nú drynur i af spreng- ingum og véltannasargi nótt sem nýtan dag, undir væntanlega bankabyggingu. Ef svo er brugðið út frá skipu- lagsbibliu borgarstjórnar sem hér er nú, hver verður þá næsti skikinn úr Arnarhóli - hvert verður næsta óbyggða svæðið i hjarta borgarinnar, sem nýtt verður til byggingar að endur- mati borgarstjórnar - eða annarra áhrifameiri aðilja. En hverjir geta verið áhrifameiri fólkinu. Eftir opinberum upplýsingum að dæma, og þá væntanlega frá S'eölabankanum, um fjármála- ástand þjóðarinnar mætti annars likja b y gg i nga r áf or m u m bankans við manninn, sem keypti sér buddu fyrir alla aurana sina, - til þess að geyma aurana sina i. Utan hvaö mér skilst, að hér sé um okkar aura aö ræða, og læt ég mér fróðari menn um, hvort þeirra sé brýnni þörf annars stað- ar. En annars staöaren á Arnar-- hóli, veit ég, að banka skal býggja, - ef byggja þarf - Heyrst hefur haldið fram, að þegar útlagður kostnaður vegna sprenginga i grunni bankabygg- ingarinnar geti haft áhrif á stöðv- un framkvæmdanna. Hér hlýtur að vera um hégóma að ræða. Þarna gætu nú fengist hin fyrr- nefndu bilastæði neðanjarðar. En hvaðskyldi annars kosta-jafnvel i uppmælingu- lengdarmeterinn af fegurð fjallahrings og mann- eskjulegu umhverfi, til mótvægis. Reykjavikurborg er nú þegar vel á veg komin með að steypa 5-6 metra háan vegg i formi saman- hangandi vörugeymslna með- fram strandlengjunni við Klepps- veg, eins og kunnugt er, og ætti brátt þessi veggur að geta náð frá Elliðárvogi að Laugarnesi, og með góðum vilja jafnvel lengra, að fyrirhugaðri Seðlabankabygg- ingu sem yrði eðlilegur horn- steinn múrsins mikla, milli nátt- úrunnar og höfuðborgarinnar við sundin blá. - Þykja mér áhöld um, hvort sé stórkostlegra, snilld skipulagssérfræðinga borgar- innar, sem byrgt hafa útsýnið til Viðeyjar og sundanna, - eða lang- lundargeð Reykvikinga og kæru- leysi. Hvað kemur næst? Hvort mun það æskileg þróun, að steypa vegg fyrir fjallasýn borgarbúa og skreyta hann siðan eftirmyndum þeirrar náttúru, sem við erum svipt, með slikri skipulagsstefnu sem hér rikir i dag. Er ekki nóg komið? - Hér á Arnarhóli má ekki byggja. Komandi kynslóöir munu okkur ekki þakklátar fyrrgreindum skipulagsafglöpum - slikum menningarskorti og skammsýni - sliku virðingarleysi gagnvart helgustu reitum borgar okkar og yndi umhverfis. Minnumst þess, að borgin er áþreifanlegasti vitnisburðurinn um menningu kynslóðar okkar - sem óbornir erfa. -Hvaö stoðar okkur nokkrir jurtabaiar i Austurstræti hafi gamli miöbærinn glatað sálu sinni ? Það má aldrei ske. Sú er von min heitust, ráðamönnum Reykja- vikurborgar, Seðlabanka og rikisvaldi til handa, að Guð al- máttugur gefi þeim eyra, svo þeir megi heyra, og þá ekki siður, aö Guð gefi þeim auga, svo þeir megi loks sjá. Stórsigur Framhald af bls 5. og stórauðvalds, en sigur fyrir sósialisma, náttúruvernd og byggðastefnu. Mun óhætt að full- yrða að eftir siðari heimsstyrjöld hafi ekki orðið meiri breytingar á styrkleikahlutföllum flokka i Noregi. Harmagrátur borgarablaða Þótt undarlegt kunni að virðast verður það liklega Verkamanna- flokkurinn, sem burtséð frá Vinstri og Nýja þjóðarflokknum fór verst út úr kosningunum, sem myndar næstu rikisstjórn Noregs. Talið er að Trygve Bratteli, leið- togi flokksins,myndi minnihluta- stjórn, sem reyni að bjarga sér frá degi til dags með stuðningi frá Sósialiska kosningabandalaginu og borgaraflokkunum til skiptis. Borgarablöðin norsku bera sig yf- irleitt heldur illa eftir ksonign- arnar og er svo að sjá að ráða- menn þeirra séu haldnir válegum hugboðum með tilliti til vaxandi áhrifa sósialista og kommúnista i stjórn landsins. Stavanger Aften- blad likir Verkamannaflokknum þannig við dráttarklár, en Sósial- iska kosningabandalaginu við ek- il, sem hafi á honum taumhaldið og sé óliklegur til þess að spara svipuna. Blaöið upplýsir einnig, og varpar þá öndinni léttara, að Lars Korvald hafi þegar boðið Verkamannaflokknum samstarf, jafnvel að mynda meö honum stjórn, enda séu sjónarmið beggja flokka nokkuð svipuö i ut- anrikis- og öryggismálum. I þessu blaði og viðar kemur fram að norska borgarastéttin hefur þungar áhyggjur út af þvi aö kosningaúrslitin kunni að hafa i för með sér breytingar á utanrik- isstefnu landsins, og eitt blaðið kemst svo að oröi að kosningarn- ar hafi verið „óhamingja” fyrir alla nema menn eins og Gustav- sen og Lange. Fredrikstad Blad, sem styður Hægri flokkinn, likir komandi rikisstjórn við eyki, sem Bratteli muni að visu hafa taum- haldið á, ,,en Finn Gustavsen hef- ur hugsað sér að stýra Bratteli,ef við skiljum hann rétt,” , lýkur blaðið máli sinu og gnistir tönn- um. Borgarablöðin láta yfirleitt i ljós mikla hræðslu við að nú veröi undinn bráður bugur aö þvi að breyta norska þjóðfélaginu i sósialiska átt, og eitt þeirra telur liklegt að Verkamannaflokkurinn taki nú upp sem róttækasta stefnu i von um að ná aftur einhverju af þvi fylgi, er hann tapaði til Sósial- iska kosningabandalagsins. Kröfur sósíalista — : Réttlátara skattakerfi og minnkandi herútgjöld Dagbladet i Osló, sem kallast óháð, segir að heiminum muni bregða meira en litið i brún þegar Verkamannaflokkurinn, helsti hrakfallabálkur kosninganna, myndi stjórna með stuðningi helsta sigurvegara þeirra, Sósial- iska kosningabandalagsins, eins og liklega verði niðurstaðan. Þótt ekki sé vist að hinir róttæku sósialistar verði svo áhrifamiklir um stjórn landsins og „sjálfstæð- is”- og „framsóknar” menn Nor- egs hræðast, þá er ljóst að þeir setja viss skilyrði fyrir stuðningi sinum. Gustavsen hefur þegar lýst þvi yfir að hann krefjist þess að dregiö verði úr útgjöldum til hermáia og einnig að skattakerfið verði leiðrétt tekjuminna fólki til góða. Alls greiddu 2.128.071 manns at- kvæði i kosningunum, eða um 78 af hundraði fólks á kjörskrá. dþ. Læknar Framhald af bls. 6. þvi um 640, en ef miðað er við 1200 fóstureyðingar verða legudag- arnir 4800-5000, og miðað við dag- gjald á spitala i dag verður kostn- aðurinn 20-30 milljónir á ári. Hvað er konunni fyrir bestu? Þá bentu læknar á, að enda þótt konan ætti fyrstog fremst að hafa ákvörðunarvaldiö,, þá er ekki eins vist að hún viti i öllum filfellum hvað henni er fyrir bestu i sliku máli, en sumt fólk er þannig gert, að það veit ekki hvað þvi er fyrir bestu. Frá sjónarmiði læknisins er grundvallaratriði að meta annars vegarhvað vinnst með að- gerðinni og hins vegar hættuna sem er samfara henni. Læknarnir álita að i þessu nefndaráliti sé ekki gerð viðhlitandi skil afleið- ingunum, sem eru samfara þess- um aögerðum, og ekki hvaða fé- lagslegar ástæður þurfi að vera fyrir hendi til að heimila fóstur- eyðingu. Nefndin, sem nú þarf að taka ákvörðun um heimild fóstur- eyðinga, hefur oft talið ástæðu til fóstureyðinga, þó að hún hafi ekki getað samþykkt hana vegna þess að i gömlu lögunum segir, að leyf- ið þurfi að byggjast á alvarleg- um, langvarandi sjúkdómi, likamlegum eða andlegum,til að þetta sé heimilað, en oft á tiðum hefur nefndarmönnum fundist að félagslegar ástæður einar saman hefðu jafngilt alvarlegum sjúk- dómum, en lögfræðingurinn i nefndinni á að tryggja að farið sé eftir lögunum, þannig að nefndin hefur i raun verið miklu frjáls- lyndari en lögin, sem eðlilegt er, þar sem þjóðfélagsbreytingarnar hafa orðið svo miklar á þessum tima. Fræðslumálum verður að koma i viðunandi horf. Ef vikið er að fræðsluhlið þess- ara mála, þá kann einhverjum að þykja merkilegt, að i þessum gömlu lögum er gert ráð fyrir að landlæknir gefi út og láti læknum i té leiðbeiningar fyrir konur um varnir gegn þvi að verða barns- hafandi. En þessu hefur aldrei verið framfylgt, og á þvi sést, að það er engin trygging fyrir þvi að lögum sé framfylgt, og þess vegna ætti að búa svo um hnútana nú, að skipaður verði ákveðinn aðili til að sjá um framkvæmd þessa þáttar fræöslumála áður en lögin taka gildi. Læknar eru að sjálfsögðu ekki ánægðir með að fóstureyðingar séu notaðar sem eins konar getn- aðarvarnir og þvi leggja þeir mikla áherzlu á að fræðslumálum á þessu sviði verði komið i viö- unandi horf. Það skal tekið fram, til að fyrir- byggja misskilning, að Lt hefur ekki verið beðið um umsögn um frumvarpið, en félagið mun senda alþingi greinargerð um málið. óljós linu- takmörk Að lokum sögðu læknarnir, að hugmyndir nefndarinnar um timatakmörk fóstureyðinga væru ailt of óljósar og læknar vildu setja þá breytingu inn i löggjöfina „að fóstureyðing skuli. aldrei framkvæmd eftir 16. viku nema l'yrir hendi séu ótviræðar læknis- fræðilegar eða félagslegar ástæð- ur, og þá, og þvi aðeins, að til komi skrifleg heimild frá land- lækni eða þeim aðila sem faliö verður að sjá um framkvæmd þessara laga.” Bent var á að ef fóstureyðing er gerð mjög seint með litlum keis- araskurði, er sá möguleiki fyrir hendi að fóstrið lifi af aðgerðina og geta allir imyndað sér afleið- ingarnar. Fleira var rætt á fundinum og verður skýrt nánar frá þeim um- ræðum siðar. sj Albert Framhald af bls. 11. laust. Var það gert vegna þess aö Hreggviður hafði gefið blm. Morgunblaðsins upp bókun úr fundargerðarbók stjórnarinnar. Samkvæmt margendurteknum yfirlýsingum Alberts er öllum heimill aðgangur að fundar- gerðarbókunum, en þó var þetta brottrekstrarsök i þessu tilfelli. Mál þetta er nú oröið meira en litið furðulegt og skyndileg lokun á blaðamenn er til að kóróna vit- leysuna. Hlutskipti Alberts er ekki lengur öfundsvert, mistök hans hlaðast upp og fær hann hvergi rönd við reist. Stjörnuleikur Framhald af bls. 11. Jón Ólafur Jónsson. Hann hafði þá betur i kapphlaupi viö Martein Geirsson og sendi boltann fram- hjá Þorbergi markverði. Úrslitm geta alls ekki talist sanngjörn. Framarar voru mun betri allan leikinn, sivinnandi og fljótir. Sóknarmönnunum brást hins vegar bogalistin, klaufa- skapur þeirra var með eindæm- um. Ekki er vafi á að Fram heföi unnið þennan leik ef Elmar Geirsson hefði veriö með, en hann sat á bekknum allan leikinn og horfði á. Ahorfendur urðu fyrir miklum vonbrigðum er þeir komu á völl- inn, alla bestu menn liðanna vantaði og leikurinn var afar bragðdaufur. Mjög er misráðið af forráðamönnum liðanna að gera hlut sem þennan, áhangendur liðanna eiga rétt á meiri tillits- semi. Spáin Framhald af bls. 11. nokkuð erfiðir leikir og verður erfitt að spá, þar eð úrslit hafa orðið mjög óvænt undanfarið. Arsenal tapaöi t.d. um siðustu helgi og var það nokkuð sem ekki var búist við. Aðeins 4 voru með 11 rétta og komu 78 þúsund krónur i hlut hvers. Potturinn var 446 þúsund, sem er nokkuð minna en vikuna á undan. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jaröarför Grims Ásgrimssonar Bryndis Jónsdóttir synir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR Fyrrverandi skólahjúkrunarkona á Laugar- vatni, til heimilis að Meltröð 8 Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 6. september, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu föstudaginn 14. september ki. 1.30 e.h. Hjördis Braga, Gunnvör Braga, Sigurður örn. Föðurbróðir okkar JÓN SIGURÐSSON Hallveigarstíg 4, andaðist aö Landakotsspitaia, sunnudaginn 9. sept. Kristin Karlsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Jón S. Karlsson. Dóttir okkar og unnusta min JÓHANNA M TÓMASDÓTTIR, Bústaðavegi67 lést i Borgarspitalanum 10.9. 1973. Tómas Gislason Gerður Magnúsdóttir Sigurður V. Guðjónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.