Þjóðviljinn - 12.09.1973, Page 16
MOÐVIUINN
Miövikudagur 12. september 1973
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
víkur, sími 18888.
Nætur-, kvöld- og helgidaga-
varsla apótekanna vikuna 7.-13.
september verður i Reykjavikur
apótekiog Borgar apóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
UPPREISN í CHILE
HERINN RlS UPP GEGN
FORSETA
óljósar fregnir herma að
hann hafi sagt af sér
Þessi mynd af Geir Jónassyni AR 35 var tekin háifum sólarhring eftir
að gosið i Kyjum hófst. Báturinn er hér á heimleið eftir að tilkynnt
hafði verið að ekki væri lengur þörf fyrir aðstoð bátanna scm siðastir
komu til Eyja i morgunsárið 23. janúar sl. (Ljósm. SJ)
Bátur strandar
við Stokkseyri
Mb. Geir Jónasson frá Stokks-
eyri strandaði i fyrradag á ysta
skeri sem sést á fjöru við inn-
siglinguna til Stokkseyrar. Mann-
björg varð. Mb. Geir Jónasson
var 47 tonna eikarbátur, árs-
gamall, smiðaður i Stykkishómi.
Þegar fréttamaður var staddur á
Stokkseyri laust fyrir klukkan 5 i
gær, hafði báturinn liðast i sundur
og var sokkinn.
POMPIDOU RÆÐIR
VIÐ SJÚ ENLÆ
PEKING 11/9. — Georges Pompi-
dou Frakklandsforseti kom I dag
til Peking i opinbera heimsókn.
Sjú Enlæ tók á móti honum á flug-
vellinum.
Þetta er i fyrsta skipti sem
franskur forseti fer til Klna og
jafnframt fyrsta heimsókn
evrópsks þjóðhöfðingja þangað.
Mun hann nú ræða við kinverska
■ráðamcnn um tilraunir landanna
beggja til að risa gegn yfirráðum
risaveldanna i heimsmálunum.
Strax eftir komuna til Peking
ók Pompidou til Alþýðuhallar-
innar, þar sem hann borðaði
hádegisverö með Sjú Enlæ, for-
sætisráðherra Kina. 1 ræðum
sinum lögðu bæði Pompidou og
Sjú áherslu á að Frakkar og Kin-
verjar væru staðráðnir i að
vernda fullveldi sitt og berjast
gegn öllum tilraunum erlendra
aðila til aö ná yfirráðum yfir
þeim. Þeir töluðu einnig um að
nauðsynlegt væri að efla sam-
vinnu milli Frakklands og Kina.
I ræðu sinni hrósaði Sjú Enlæ
vilja Frakka til að vernda full-
veldi sitt með markvissri stefnu i
efnahagsmálum og varnar-
málum. Hann sagði að enn væru
til menn i heiminum, sem vildu
skerða frelsi annarra. Þeir hefðu
kjarnasprengjur i annarri hendi
og friðarsamninga i hinni.
Aöalefni fundarins var einnig
undirstrikað með áletrunum á
fánum og spjöldum, sem skrýddu
flugvöllinn og aðalgötur Peking.
Málgagn flokksins, „Alþýðudag-
blaðið" varaði einnig við til-
raunum risaveldanna til að fá
yfirráð i Evrópu, þvi að þær ykju
viðsjár i heiminum.
Þegar Pompidou lenti á flug-
vellinum i Peking, tók Sjú Enlæ
sjálfur á móti honum. Við hlið
hans var stjórnmálamaðurinn
ungi frá Shanghai, Wang Hong-
wen, sem skjótt hefur risið til
mikillar virðingar i Kina. Þetta
mun vera fyrsta tækifærið sem
hann fær til að taka þátt i kin-
verskum utanrikismálum.
BUENOS AIRES 11/9. —
Herinn i Chile geröi i dag
uppreisn gegn Salvador
Allende forseta landsins.
Allt samband við landið er
nú rofið/ og flugferðir
þangað hafa stöðvast, og
eru fréttir þaðan því mjög
óljósar og ruglingslegar.
Samkvæmt sumum
heimildum sem NTB-
fréttastofan byggir sínar
fréttir á er herinn búinn að
steypa Allende af stóli og
hefur nú full yfirráð yfir
landinu, en aðrar heimildir
segja að Allende hafi
neitað að segja af sér og
hafi búist til varnar.
Fljótlega eftir að uppreisnin
ver gerð, rofnaði allt talsamband
við Chile, og flugsamgöngur milli
Buenos Aires og Santiago stöðv-
uðust. Ekki bárust þá aðrar
fréttir frá landinu en þær sem
fréttamenn frá Buenos Aires gátu
heyrt i útvarpsstöðvum, en þær
voru mjög mismunandi eftir þvi
hvort útvarpsstöðin var á valdi
uppreisnarmanna eða stuðnings-
manna forsetans.
Fyrstu fréttir af uppreisninni
bárust i yfirlýsingu frá Allende
forseta, sem lesin var upp i út-
varpsstöð. Þar sagði að hluti sjó-
hersins i stærstu flotahöfn
landsins, Valparaiso, hefði gert
uppreisn. Forsetinn sagði að
uppreisnarmenn nytu litils
stuönings og hvatti hann verka-
menn til að búast til varnar.
Skömmu siðar var lesin upp i
annarri útvarpsstöð tilkynning
sem sögð var undirrituð af yfifr-
mönnum landhers, flughers, flota
og lögregluhermanna. Þar var
þess krafist að Allende segði af
sér.
Siðan bárust ruglingslegar
fréttiraf bardögum i Santiago, og
var sagt að fiugvélar úr flug-
hernum hefðu varpað sprengjum
á forsetahöllina, bústað Allendes
og ýmis önnur skotmörk i höfuð-
borginni.
Þessar fréttir voru lesnar upp i
útvarpsstöð, sem var á valdi
uppreisnarmanna, og um leið var
lesin tilkynning um að herinn
væri búinn að steypa Allende úr
Bretar að linast
í landhelgismálinu
Jónas Arnason í útvarpsþœtti í Bretlandi í gœr
Breska útvarpið flutti i
hádeginu i gær viðtal við
Jónas Arnason, alþingismann,
og siðan við Patrick Wall,
þingmann ihaldsflokksins, um
landhelgismáliö.
Jónas sagði i þætti þessum
að breski flotinn hefði I
aðgerðum sinum greinilega
fylgt fyrirmælum brezku
stjórnarinnar. Jónas benti á
að af imm eða sex varðskipum
okkar væri það stærsta sem
svaraði einum þriðja af stærð
bresku freigátanna og það
minnsta sem svaraði aðeins
einum tiunda af stærð frei-
gátanna.
Jónas minnti á að Bretar
hefðu einu sinni haldið þvi
fram að varðskipið Albert
hefði reynt að sigla á breskan
dráttarbát. Allir hlytu að sjá
hversu fráleitt slikt væri — þvi
dráttarbáturinn væri 10
sinnum stærri en varðskipið.
Jónas gat þess að varðskipin
okkar hefðu ekki aðeins það
hlutverk að gæta landhelg-
innar. Þau væru einnig björg-
unar- og hjálparskip. Eyði-
legging Bretanna á varðskipi
gæti þess vegna kostað
mannslif á Islandi.
Patrick Wall sagði að það
myndi ekki hafa mikil áhrif þó
að tslendingar slitu stjórn-
málasambandi við Breta.
Fréttamaðurinn spurði þá
hvort hann teldi ekki að
Bretar mundu tapa þessu
striði. Almenningsálitið i
heiminum væri i sifellu að
snúast tslendingum i vil. Wall
þingmaður neitaði þessu ekki
en kvað Breta samt verða að
halda áfram að mótmæla ein-
hliða útfærslu landhelgi.
stóli. En þrátt fyrir þessa yfir-
lýsingu var skömmu siðar lesin
upp áskorun til Allendes um að
hann segði af sér fyrir ákveðinn
tima.
Loks tilkynntu uppreisnar-
menn, að Allende hefði gefist upp
og þeir hefðu nú fullt vald yfir
landinu. Östaðfestar fréttir, sem
skýrt var frá i Mexikó, hermdu að
Allende hefði leitað hælis i sendi-
ráði Argentínu i Santiago, en
engin staðfesting hefur borist á
þvi. Sagt var að allt væri með
kyrrum kjörum i Santiago og
marxistar hefðu verið hand-
teknir.
Þessum atburðum er hér lýst
eins og norska fréttastofan NTB
lýsir þeim.
Skorar
á breska
þingmenn
til
umrœðna
Þegar Ted Willis lávarður
einn besti stuðningsmaður
okkar i landhelgismálinu i
Bretlandi, frétti hversu Bret-
um hefði farnast varðandi
fund Islandsvina i Grimsby
ákvað hann að gripa til sinna
ráða. Hefur hann nú skorað á
þingmenn Hull til þess að
mæta sér á umræðufundi um
landhelgismálið og einnig
hefur hann skorað á Anthony
Crossland.
Rússnesk tæki
finnast í
Kleifarvatni
Starfsmönnum Landssímans falið að kanna
tœkin og bera saman við skrár um
fjarskiptatœki
Tveir ungir menn, bræðurnir
Guðmundur og Ólafur Benedikts-
synir fundu á laugardaginn fjölda
fjarskiptatækja á botni Kleifar-
vatns og höfðu í framhaldi af þvi
samband við lögregluna. Rann-
sókn málsins var falin Sveini
Björnssyni, rannsóknarlögreglu-
þjóni f Hafnarfirði og fór hann að
Kleifarvatni I gær til frekari at-
hugunar.
Sveinn sagði að Landssimi Is-
lands hefði fengið tækin til athug-
unar. Hann kvaðst hafa farið með
köfurunum á staðinn, þar sem
þeir fundu tækin á 10 m dýpi við
svonefndan Innri Stapa. A botnin-
um sást I gær plast, sem senni-
lega hefur verið utanum eitthvað
af tækjunum, en ekkert tæki
fannst i gær til viðbótar. Enginn
hefur enn gefið sig fram i máli
þessu.
Utanrikisráðuneytið óskaði eft-
ir þvi að tækin yrðu send i rann-
sókn og tók útlendingaeftirlitið að
sér að sækja tækin.
Sveinn sagði að piltarnir hefðu
oft kafað þessum slóðum og voru
þarna fyrir tveimur mánuðum.
Talið er að tækjunum hafi mjög
nýlega verið sökkt á þennan stað,
þvi að ekkert ryð var á þeim.
Staðurinn verður rannsakaður
frekar þegar betur viðrar.
Gústaf Arnar, verkfræðingur
hjá Landssimanum, sagði að þeir
hefðu fengið tækin til athugunar ,
um f jögur-leytið i gær og þvi hefði
ekki enn farið fram á þeim itarleg
athugun. Hann sagði, að augsýni-
lega væru flest tækin rússnesk,
eða framleidd fyrir Rússa, en
aðalspursmálið væri i þessu máli
hvort sendir fyndist i tækjunum.
Stærsta tækið, sem i fljótu bragði
virtist sendir, væri sennilega við-
tæki. Tækin verða borin saman
við skrá Landssimans yfir tæki
sem vitað er til að séu i notkun
hérlendis. Aðeins 1 tækjanna er
breskt, en ekki er hægt að sjá
hvaðan segulbandstækineru.
Ekki er vitað til að rússnesk
tæki af þessum gerðum séu skrá-
sett hér, en þau tæki, sem rúss-
neskir visindaleiðangrar hafa
notað hér, hafa verið skráö hjá
Landssimanum.
sj
Blaðberar
óskast
nú þegar eða um
næstu mánaðamót i
eftirtalin hverfi:
Teiga
Laugarnes
Kleppsveg
Múlahverfi
Seltjarnarnes
Hjarðarhaga
Hringbraut
Mela
Nökkvavog
Hraunbæ
Sogamýri
Langagerði
Fossvog
Hafið samband við
afgreiðslu Þjóðviljans
i simum
17500 eða 17512.