Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1973 " /TT SA STOltl lilt MJHUiI OF STÓlt I IGNIS FRYSTIKISTUNA RAFTORG S'MI’. 26660 RAFIÐJAN S'Mi: 19294 Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Stjórn Lifeyrissjóðs Hlifar og Framtiðar- innar hefur ákveðið að afgreiða umsóknir um lán úr sjóðnum aðeins tvisvar á ári, vor og haust. Umsóknir vegna haustúthlutunar þurfa að berast skrifstofu sjóðsins fyrir 1. október, og vegna vorúthlutunar fyrir 1. april. Umsækjandi þarf að hafa greitt iðgjöld til sjóðsins i 3 ár, til að fá lán. Hámark láns er nú kr. 250.000,00 til 15 ára. Aðeins er lánað gegn veði i húseignum allt að 50% af brunabótamatsverði (þ.e. það lán, sem lifeyrissjóðurinn veitir, að við- bættum áhvilandi forgangsveðskuldum má ekki vera hærri upphæð en sem nemur helming brunabótamatsverðs) eða sé það ekki fyrir hendi, þá af matsverði, sem ákveðið er af 2 mönnum, sem fjármála- ráðherra hefur tilnefnt. Veð, sem tryggja skuldabréf sjóðsins, hafi forgang fyrir veðum, sem tryggja skuldabréf i eigu handhafa. Umsókn verður ekki tekin til greina nema eftirfarandi gögn fylgi: 1. Nýtt veðbókarvottorð, þar sem til- greindur er eignarhluti (hundraðshluti) i húseign. 2. Veðleyfi, sé þess þörf. 3. Veðheimild, sé umsækjandi eða maki ekki þinglýstur eigandi þeirrar húseignar, sem veðsetja á. 4. Vottorð um brunabótamatsverð, ef hús- eign er fullsmiðuð. 5. Teikning, er húseign er i smiðum. Um- sókn er ekki tekin til greina, nema húseign sé fokheld. 6. Vottorð um. að húseign í smiðum sé brunatryggð. Athygli skal vakin á, að ekki verður aug- lýst oftar eftir umsóknum um lán úr sjóðnum, og sjóðfélagar þvi beðnir um að geyma auglýsingu þessa. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins, Strandgötu 11, sími 53039. Skrif- stofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 1—5. « SKAMMTUR □ AF DULARFYLLI Þau tvö stórmál, sem tvímælalaust hetur borið hæst í fréttum að undan- förnu eru Seðlabanka- málið og fundur njósna- tækjanna í Kleifarvatni. Þessi mál eru ekki ó- skyld, einkum og sér- ilagi vegna þess, að bæði eru fyrirbrigðin mjög dularfull, svo ekki sé nú meira sagt. Almenningur í landinu veit sáralítið um hlut- verk Seðlabankans, nema þá helst það, sem sérfræðingur minn í hag- vexti fræddi mig á í gær, að það væri tvíþætt. Annars vegar væri hlut- verk Seðlabankans að vera seðlabanki, en hins vegar að vera bleðla- sanki. Það sem átt er við með orðinu „bleðla- sanki", er það að í Seðla- bankanum er sankað saman bleðlum þeim, sem stundum hafa verið kallaðir innistæðulausar ávísanir. Þeir vesaling- ar, sem verður það á að gleyma stað og stund í hita augnabliksins og gefa út innistæðulausa ávísun, verða — eins og raunar eðlilegt er — að standa skil á yfirsjónum sínum, og þá er þramm- að niður í Seðlabanka og bleðlarnir, sem þar hafa sankastsaman, leystir út og sektir borgaðar. Þetta er mér tjáð að sé ein af aðaltekjustofnum Seðla- bankans — tvímælalaust verðugt viðfangsefni fyrir svo virðulega stofn- un — og hefur raunar af- raksturinn af þessum „fölsku tékkum" verið notaður—meðal annars — til að færa andlegan varning heim, samanber Skarðsbók, sem sérfræð- ingur minn í handritum tjáir mér að sé ekki Skarðsbók, þegaröll kurl séu komin til grafar. Annars langar mig persónulega til að óska Seðlabankanum gæfu og gengis, og það verð ég að segja að ég vona bara að verkakallarnir, sem grafa fyrir þessu must- eri, hvar og hvenær sem það nú kann að rísa af grunni (hólmi) þurfi ekki að vera með visnar hendur í fatla fyrir það tiltæki að ráða sig í vinnu við að leggja grunninn að æðstu pen- ingastofnun hinnar ís- lensku bókmenntaþjóð- ar. Gísli Halldórsson, húsagerðar- og íþrótta- frömuður (að því ó- gleymdu að hann er sjálfstæðismaður, sem svo sannarlega er ekki Ijóður á ráði nokkurs manns), er af flestum sem til þekkja talinn mikill ágætismaður og allt að því spakvitur, þó sumir haldi því fram að hann jaðri ef til vill við að ná síðasta kostinum, fræddi okkur landslýð á því í sjónvarpinu um daginn, að höfuðkostur- inn við það að grafa Seðlabankann niður í túnfótinn hjá bónda þeim, sem Ari prestur fróði Þorgilsson í Haukadal kallar í Land- námabók Ingólf Arnar- son, væri sá að bygging þessi kæmi ekki til með að skyggja á sólarlagið. Þessi orð munu vafa- laust hafa glatt mann nokkurn, sem löngu er látinn, en var afabarn þeirra Ingólfs og Hall- veigar Fróðadóttur, en um hann segir í Land- námu-. Hann lét sig bera í sólargeisla í banasótt sinni og fal sig á hendi þeim guði er sólina hafði skapað. Hafði hann og lifað svo hreinlega sem þeir kristnir menn, er best eru siðaðir. Ég veit ekki hvers vegna mér kom þetta innskot um Þorkel Mána í hug i sambandi við væntanlegan seðla- banka, en maður á það nú einhvern veginn til að verða svolítið melankólí eins og sagt er á vondu máli, þegar verið er að raska gömlu og góðu til að ryðja upp vondu og nýju. Hins vegar sárvor- kenni ég Jóhannesi Nor- dal, sem augljóslega er enginn fábjáni, það að vera á þessum eilífu hrakhólum með þetta peningamusteri sitt, því sannarlega hefði hann átt að fá að velja úr arnarhólum íslensku þjóðarinnar, en ekki hrakhólunum, og finna stofnun sinni verðugan stað í verðugu umhverfi. Sænska frystihúsið hefur mjög komið til greina sem nýr seðla- banki, sérstaklega með hliðsjón af því, að þar eru tæki og tól til að frysta bæði innistæður og yfirleitt allt það sem frysta þarf, kjörskrokka, löngu og lúðu, skötu, blágómu og bleikju, hnakkaspik og ýsu, hval- kjöt og hnísu, lunda- bagga og súra sviða- kjamma, að ekki sé nú talað um vesalingana, sem verður það á að gefa út innistæðulausa tékka. Og svona til að slá botninn í þetta seðla- bankamál, þá finnst mér rétt að minna á það að meistari Kjarval varð æfur, þegar Hljómskál- inn var byggður, vegna þess að hann skyggir eins og allir vita á Keili. Að síðustu langar mig til að drepa ögn á hið stórdularfulla njósnar- mál úr botni Kleifar- vatns, en eins og alþjóð er kunnugt hefur tækni- meisturum Landsímans enn ekki tekist að bera kennsl á tækin. Sérfræð- ingur minn í fjarskipta- tækjum drekkur stund- um með mér te á morgn- ana niðri á Hressingar- skála og hann er búinn að fræða mig á þvf í smáatriðum hvaða apparöt séu hér á ferð- inni. Þau eru, eins og al- þjóð er kunnugt, fimm talsins: 1. Miljónþúsund mega- vatta magnarasnúður. 2. Lítill lúður. 3. Kóbalttækis karbít- lampi og kristalssnúður. 4. Kúður. 5. Miljónvatta magnet- spólur og margar túður. Flosi. P.s. Og þar að auki sér- stakt tæki til að auka mannleg samskipti til frygðarauka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.