Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 5
Vinstri- sinnaður listamaður og samfélagið „Öðruvisi” I kapitalisku samfélagi er’ só- slalisminn fræöilegur möguleiki, en afturhaldið getur i röksemda- færslu sinni byggt beinlinis á hin- um praktiska veruleika. Samt sem áður er þessi staða að breyt- ast. Æ fleiri vinstrisinnar viður- kenna að menn verði að byggja upp ýmsa smærri valkosti and- spænis rikjandi skipulagi á eins mörgum sviðum og unnt er. Bæði til þess að við lærum að notfæra okkur götin á kerfinu og prófum faglega hæfni okkar til að berjast fyrir nýju þjóðfélagi. í landinu skjóta upp kollinum „öðruvisi” skólar, búðir, blöð, prentsmiðjur, skipulagöar eru stórfjölskyldur. Þvi fleiri greinar þjóðlifs sem dragast inn i þetta andófssamfélag, þeim . mun sterkara verður sambandið milli einstakra hópa og þeim mun meiri sannfæringarkraftur fylgir starfi vinstriarmsins. En listamenn eru hópur manna, sem glima við þverstæður á milli þess hlutverks sem þeir i raun gegna og persónulegs framlags til sósialisma. Með þvi m.a. að lista- menn reyna I sýn sinni að draga fram áður óséðar hliðar veruleik- ans, reyna þeir einnig að skapa aðra, nýja afstöðu hjá áhorfand- anum, og þar með opna þeir fyrir gagnrýna afstöðu til rlkjandi á- stands og ósk um nýtt. Þessvegna finnst mörgum listamönnum þeir vera vinstrisinnaöir. En um leið er það ekki mögu- legt fyrir þá að berjast við kapi- taliskt samfélag og koma á nýj- um valkostum á sviði framleiðslu og dreifingar listar (yfirlit þetta er, til hægri verka, bundið við myndlistamenn). Að sjálfsögðu eru til undantekningar, en I heild virðast listamenn gegnum lista- verslunina órjUfanlega tengdir hinu kapitaliska kerfi. Mótsagnir Staða framsækins listamanns I samtíðinni er mótsagnakennd. Kjör hans eru háð listaverslun, listagagnrýni og listapólitik I samfélagi þar sem fagurfræðileg verðmæti eru meira eða minna háð fjármunum. Og um leið, eða kannski einmitt vegna þess, er hann læstur fastur i árekstrarað- stöðu við hugsanlega áhorfendur. Sem félagsvera hangir hann I lausu lofti — ýmist er hann bó- hem, öreigi eða betri borgari. En innstu vonir hans ganga jafnan i þá átt að brjóta niður nokkuð af rikjandi listaástandi og færa þungann yfir á framsýna, frjálsa tilraunalist sem um leið hefur pólitisk áhrif. Listamaðurinn vill breyta heiminum með aðstoð i- myndunaraflsins. En ósjaldan verður hann að láta sér þar nægja veika von um að list hans muni ,,af sjálfu sér” breyta afstöðu á- horfandans. Nauðsyn tilraunar Andspænis þessari þverstæðu hörfa margir vinstrisinnaðir listamenn og reyna að mæta á- horfendum sinum með mjög ein- faldri tUlkun á veruleika sem á að tala máli alþýðu. Um stund finnst þeim að þeir standi nU I áþreifan- legri baráttu fyrir sósialisma. En með þessu móti slá þeir vandan- um á frest I stað þess að leysa hann. Þvi að listin verður stöðugt að endurnýja sig, stöðugt að gera tilraunir ogþeim tilraunumverð- ur að koma á framfæri við al- menning. Engin byltingarhreyf- ing getur án þess verið að gera tilraunir með tjáningarform sin. Ég trUi þvi ekki, að það leiði til neins góðs þegar til lengdar lætur að reyna að ummynda listina á þann veg að hUn gerist málpipa fyrir málstað öreiganna. 1 okkar hluta heims a.m.k. verður jafnan þörf fyrir marghliða listræna starfsemi, fyrir list, sem hvort hUn játast undir sósialista bylt- ingu eða ekki, i senn birtir beint viðbrögð listamannsins við tima sinum og hugsanlegan draum hans um annað og betra samfé - lag.Þvi er það ekki sköpunarstarf listanna sem menn ættu að reyna að breyta, heldur dreifingu þeirra. Og það gæti verið fróðlegt að skoða I þessu sambandi lista- pólitik þriggja ólikra sósialiskra kerfa. Kina í Kina er hafður á lofti boðskap- ur Maós um að listamanninum beri að skilja fólkið sem hann snýr sér til og forsendur þess. 1 Kina er ekki litið á listamenn sem sérstakan hóp manna, heldur eru þeir innlimaðir i samfélagið eins og t.d. verkamenn eða bændur. Listin er ekki sjálfstætt, skapandi umhverfi, heldur lifa listamenn meðal verkafólks og bænda, bUa til hagnýtar myndir og plaköt og veggblöð um vandamál dagsins. Þá einstefnu, sem við sjáum i kin- verskri list, ber að skoða i tengsl- um við bein praktisk verkefni hennar. ■* Sovétrikin I Sovétrlkjunum eru listamenn- irnir ekki innlimaöir enn I þjóðina með sama hætti og I Kina. Það er vitað að nokkrir helstu forrétt- indaborgara Sovétrikjanna eru listamenn, og efnaleg kjör þeirra eru snar þáttur I menningarpóli- tik kerfisins. Einn þeirra segir á þessa leið: „Sovétlistamenn eru samein- aðir i listamannasamband. Tekj- um sýningarsala og forlaga er safnað I listasjóð þess. Rikið veit- ir listamönnum eftirlaun, en sambandið sér um náms- og starfsferðalög, vinnustofur og hUsnæði”. Allar pantanir á mál- verkum höggmyndum ofl. koma frá menntamálaráðuneytum landsins eða einstakra lýðvelda, og ráðuneytin kaupa einnig inn fyrir söfnin. Hin hugmyndafræði- lega forysta beinir miðstjórnar- kerfi sinu mjög að þvi að festa listamennina i sessi, fá þá með lifskjarapólitik til að taka þátt i þvi uppeldisstarfi sem hUn vill að sé rekið. Sérstaða Kúbu KUba rekur hina þriðju stefnu. Þar er það einnig rikið sem sér um að miðla list, rétt eins og þaö reisir skóla og ibUðir fyrir lista- menn. En sósialisk stjórnun er fyrst og fremst á samskiptum lista og almennings, ekki á list- inni sjálfri. A KUbu finna menn mikinn margbreytileik i sköpun. Geó- metriskar abstraksjónir, sUrreal- ismi, tilbrigði viöpopplist meðá- deilubragði, auglýsingalist og stilfærður sósialrealismi blómstra hlið við hlið og smita hvert annað. A KUbu er marg- breytileikinn og hugmyndaflugið með I byltingarmyndinni. Það er sem kUbönsk menning- arstefna reyni að fylgja eftir kenningum André Bretons og Trotskis um sjálfstæða byltingar- list. í ávarpi þeirra sagði, að „enda þótt byltingin verði að koma á sósialisku miðstjórnar- kerfi til að þroska framleiðsluöfl- in, veröur hUn frá upphafi vega að festa i sessi stjórnleysi einstak- lingsfrelsis aö þvi er varðar sköp- un. Ekkert áhrifavald, engin þvingun, engin fyrirskipun”.1 Sllk afstaða gerir ráð fyrir þvi, aö tilraunastarf mannsandans hafi þýöingu fyrir byltinguna, eins og Castro hefur oftar en ekki vikið aö. Hvað um okkur? Engin af þessum menningar- stefnum verður heimfærð upp á hið kapitaliska land, Danmörk. En ef að fjallað er um listamenn nU og hér sem gjarna vilja skoða list sina I félagslegu samhengi, má auðvitað spyrja, hvort eitt- hvað af þvi, sem nefnt var, geti komið að liði þeim sem vilja öðru- visi ástand en listamarkað og fin- menningarbrag þann, sem nU ræður rikjum. Fyrst skulum við slá þvi föstu að einhliða pólltisk áróðurslist getur i Danmörku ekki komið I staöinn fyrir þann margbreyti- leik, sem við bUum við. Ekki heldur i sósialiskri Danmörku. Stærsti og fyrsti vandinn er fjarlægðin milli fólksins og lista- mannanna. Útfært miðstýrt starf að þvi að breiða Ut list mundi við nUverandi aðstæður koma Ut sem aukin „handleiðsla” og aðeins auka gremju almennings yfir vaxandi framboöi af myndum, sem menn hafa ekki forsendur til að skilja. Þvi er til að byrja með það mikilvægast verkefni framsækins listamanns að vinna bug á fjar- lægð sinni frá fólkinu. Það verður að gerast með þeim hætti, að listamennirnir verði ekki grunað- ir um aö vilja hafa fjárhagslegan eða annan ávinning af almenn- ingi. Ég held aö eina leiðin séu lif- vænlegir vinnu- og dreifingarhóp- ar, sem sjálfir koma til móts við fólkið þar sem það er að finna og taki upp viðræðu á þess forsend- um. Ef að þessir hópar eru hreyf- anlegir vel og skipulagðir með það fyrir augum að leita fólk uppi fyrir utan finmenningarumhverf- iö (sýningarsali, söfn) — á torg- um, opinberum byggingum, með götuleikhUsi og sýningum undir berum himni — þá trUi ég að þeir hafi möguleika á aö ná til fólks með umræðu. Starfs- og dreifingarhópar Ekki vil ég leggja lifsreglur um samsetningu slikra starfshópa. En ef þeir eru aðeins kjarafélög eins og nUverandi listamanna- samtök eru,' þá eru þeir dæmdir til að mistakast. Listamenn verða að taka sam- an höndum eftir listrænum skyld- leika og sameiginlegum pólitisk- um viðhorfum, ef þeim á að tak- ast að gera skýrar áætlanir um starf sitt, sem beinist Ut á við. Þeir verða að geta sett reynslu Framhald á 11. siðu. Það er enginn vandi aö mála mynd eins og þessa. Vandinn er að verð- leggja hana. (Lautrop) Floriano Bodini: Gagnrýnin hugmynd að minnisvarða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.