Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 15. september 1973 SjúkrahÚNÍA á llúsavík Starfsaðstaða héraðslækna: Mun gerbreytast meö nýjum lögum Á fundi með frétta- mönnum nýlega skýrði Guðmundur Sigurðsson, héraðslæknir, frá um- ræðum lækna um starfs- aðstöðu héraðslækna og framkvæmdir á sviði heilbrigðismála á nýaf- stöðnum aðalfundi Læknafélags íslands. Ný lög munu gerbreyta starfs- aðstöðu héraðslækna A vegum landlæknisembættis- ins stendur nú yfir könnun um starfsaðstööu héraðslækna, en hún er viða bágborin. Guðmundur sagði, að mjög fáir héraðslæknar nytu aðstoðar ann- arra heilbrigðisstétta og ljóst væri, að einu héraðslæknarnir sem virðast búa við góöa starfs- aðstöðu eru þeir sem starfa i sjúkrahúsum eða i tengslum við þau. Læknafélag Islands hefur sett upp staðal varðandi aðstöðu héraöslækna og hann miöaður við þá lækna sem sætu einir i héraði. Með nýju heilbrigðislöggjöfinni er búið að finna lausn á þessu máli með ákvæðunum um heilsu- gæslustöðvarnar, sem koma til með að gerbreyta aðstöðu hér- aðslækna og heimilislækna, en hugmyndin er sú, að þessar stöövar risi einnig í þéttbýli, s.s. i Reykjavik. Þegar alþingi sam- þykkti lögin, setti það inn ákvæði um forgangsröðun, þannig aö heilsugæslustöðvar skyldu fyrst reistar i dreifbýli, og þau svæði skyldu ganga fyrir þar sem að- staðan væri verst. Þessari for- gangsröðun var fundurinn algjör- lega sammála. A fundinum kom einnig fram, að það biða geysileg verkefni i heilbrigðismálum og erfiðast að ákveða hvernig raða skuli þess- um framkvæmdum niður og f jár- magna þær. Þau verkefni verði ekki leyst nema leggja hlutfalls- lega meir af mörkum til heil- brigðisþjónustu. Hjúkrunarkonur er starfa i stað lækna Þeirri spurningu var varpaö fram, hvort ekki mætti auka menntun hjúkrunarkvenna svo að þær gætu i vaxandi mæli tekiö viö hinum einfaldari störfum lækna meðan læknaskorturinn er jafn sár og raun ber vitni. Guðmundur svaraði þessu á þann veg, aö undanfarin ár heföu læknar gegnt þó nokkuð mörgum héruöum aukalega og þetta tekist vegna þess að þar hafa setiö hjrúkrunarkonur, sem hafa veriö milligöngumenn og aöstoðar- menn þessara lækna. Þær hafa margar hverjar farið á Slysa- varðstofuna I Reykjavik og starf- að þar i einn eöa tvo mánuði til að kynnast meöferð á sárum og hvernig eigi að bregðast við bráð- um sjúkdómstilfellum. Starf þessara kvenna hefur áreiðan- lega gert það að verkum, að ástandið er ekki eins slæmt og það kann að virðast og læknis- þjónusta úr öðru héraði ófram- kvæmanleg, ef þeirra hefði ekki notið við. Hópvinna heilbrigðisstétta Nú er að koma stétt hjúkrunar- kvenna sem fara i hjúkrunar- nám að afloknu ljósmóðurnámi. Þær hafa mjög góðan undirbún- ing til að gegna fyrrnefndum störfum og eins að starfa með læknum við heilsugæslu. Nú er gert ráö fyrir heilsugæsluhjúkr- unarkonum miklu viöar en áður var. Það er eitt af aðalatriðum 1 nýrri skipan heilbrigðisþjónust- unnar að gert er ráð fyrir hóp- vinnu, ekki endilega lækna, held- ur heilbrigðisstétta. Ekki hefur ræst úr læknaskort- inum, og má búast viö svipuðum erfiðleikum i vetur og verið hefur, en vonirstanda til aö málin þróist til betri vegar á næstu árum af ýmsum ástæðum. t bili útskrifast mun fleiri úr læknadeild en áður, og ef að tekst að bæta starfsað- stööu lækna með framkvæmd heilbrigöislaganna nýju, er lik- legt, að fleiri læknar muni sækja um starf úti á landsbyggðinni. Ef hægt verður aö veita íslenskum læknum meiri framhaldsmennt- un hér heima, þá styttist sá timi, sem þeir eru erlendis, og þá kem- ur nýr vinnukraftur til sögunnar og svo má búast viö að Iæknar komi frekar heim aftur, ef þeir þurfa ekki að dvelja lengi er- lendis. Um 25% íslenskra lækna eru að staðaldri erlendis við framhaldsnám og störf. Núna eru 15 héruð þar sem rikir óvissa um hvort einhver læknir fæst til starfa, eða þeim er gegnt af lækn- um í nágrannahéruðum. Þessi héruö eru á Vestfjöröum, Norö- austurlandi og á Austfjörðum. Þetta eru allt héruö sem erfitt er að gegna vegna samgönguerfið- leika og fjarlægða. Vandamál heilbrigðis-; þjónustu fyrir aldraða A læknaþingi, sem fram fór sömu daga og aðaifundur, var fjallað um málefni aldraðra og fluttu erlendir og innlendir fyrir- lesarar erindi um það efni. Aðalfundurinn samþykkti ályktun um, að mjög þurfi aö auka aðstoð viö aldraða hér á landi, bæði félagslega aðstoð, svo og heilbrigðisþjónustu. t þessari ályktun er vakin athygli á hinum mikla sjúkrarúmaskorti fyrir aldraða, sem þarfnast hjúkrunar. Einnig samþykkti fundurinn, að taka þurfi upp kennslu í elli- siúkdómum við Háskóla tslands. Viðhalds- og framhaldsmenntun lækna t umræöum um þetta mál kom fram, að fræðslustarf læknafélag- anna fer vaxandi og þátttaka lækna I þessu starfi er góð. Fundurinn ályktaöi, aö öll sjálf- stæð læknisstörf krefjist fram- haldsmenntunar að loknu háskólaprófi og að stefna beri að þvi, að framhaldsmenntun is- lenskra lækna fari að sem mestu leyti fram hér á landi. Hjúkrunarkonur hafa gengt mikilvægu hlutverki úti á landsbyggðinni - læknar sammála ákvæðum um forgang landsbyggðarinnar varðandi heilsugæslustöðvar Höfum viö ekki efni á að lifa í „mannsekju- legu umhverfi”? Fimmtudags-Alþýðublaöiö skýrir frá þvi að borgarfulltrui Alþýöuflokksins, hafi gert það að tillögu sinni til lausnar húsnæöis- hraki Jóhannesar Nordal að peningahöll hans fái að risa þar sem nú stendur Sænska frysti- húsið — færa sumsé musteriö um nokkra metra i átt til sjávar. Timinn hefur sama dag svo- fellda fyrirsögn neðarlega á for- siöu: „Engu kastað á glæ, þótt banki risi ekki á Arnarhóli: Þar getur komið bilageymsla neöan jarðar.” Þessar velmeinandi tillögur ganga báðar i þá átt að tryggja að ekkert fé fari nú forgörðum verði Jóhannesi byggt út af noröan- verðum Arnarhól. Það er vissulega fallega hugsað, að vilja afstýra ónauð- synlegu fjártapi. En svo við vendum okkar kvæði i kross þá hafa allflestir póli- tikusar og dágóður slatti af minni spámönnum sveiflað um sig vig- oröinu ,,m a nn es k ju 1 eg t umhverfi". Og hafi ég skiliö bar- áttuna gegn berserkjasveppnum á Arnarhól rétt er hún liöur i bar- áttunni fyrir „manneskjulegu umhverfi”. Mér finnast tillögur Alþýðublaðsins og Timans ekki vera liöur i þeirri baráttu. Ég held nefnilega að baráttan gegn Seðlabankanum standi ekki aöeinsum þennan hektara eða svo sem fer undir hann. Ég er ekki frá þvi að margir lumi á þeirri ósk aö ekkert hús risi heldur þar sem Sænska frystihúsiö er núna svo að þar megi opnast sú útsýn af Arnarhðli sem báðar þessar byggingar skyggja á og einnig að þar öölist maðurinn i borginni sitt friöhelga umráöasvæði. Einnig held ég að fáum geöjist að þeirri hugmynd þeirra Tima- manna að leggja svæðið undir (eða yfir) blikkbeljuna. Þvi þótt gert sé ráö fyrir að grafa eigi þá leiðindaskepnu I jörð hlýtur að skapast af slfku fyrirkomulagi hávaði og annar erill sem eyði- leggur ánægjuna fyrir þá sem sækja Arnarhól. Auk þess sem hraðbrautin Kalkofnsvegur — Skúlagata leggur til nóg af slikri mengun. Nei, er þá ekki vænna aö hætta viö berserkjasveppinn , rifa Sænska frystihúsið og gera allt svæðið milli Hverfisgötu og Skúlagötu aö einu samfelldu úti- vistarsvæði.Þangað mætti jafnvel færa barnagæsluna sem nú er i portinu bak við Torfuna. Aö minu viti skiptir þaö engu máli hvort vegna þessara ráð- stafana fari einhver tækifæri til aukinnar f jármunamyndunar forgörðum né heldur að þarna sé verið aö eyða landi sem nýta mætti af meiri hagkvæmni. Eða vilja forsvarsmenn „manneskjulegs umhverfis” meina að við höfum ekki efni á að lifa I „manneskulegu umhverfi”? Oghöfum við ekki nóg rými undir öll heimsins neðanjaröarfjós og peningamuseri? Þarf endilega að ganga á það litla „manneskjulega umhverfi” sem eftir er I mið- borginni til að finna slikum fyrir- bærum stað? — ÞH Norrænir blaða- mennhalda nám- skeið um ísland Norræna félagiö efnir til norræns blaöamannanámskeiðs i samvinnu viö Blaðamannafélag tslands, og ber það nafniö tsland I dag. Námskeiðiö verður i Norræna húsinu 18. — 21. þm. Boöið hefur verið 40 norrænum blaðamönnum til námskeiðs þessa, og koma 10 frá hverju landanna Dan- mörku, Noregi og Sviþjóð, 6 frá Finnlandi, 2 frá Alandseyjum, 1 frá Færeyjum og 2 frá Grænlandi. Alls sóttu 93 norrænir blaöamenn um þátttöku. Helstu efni, er tekin verða til meðferðar, eru: Fjárhagsmál tslands. Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri flytur erindi og svarar spurn- ingum. Barátta mannsins viö náttúru- hamfarir. Þorbjörn Sigurgeirs- son prófessor flytur erindi og svarar spurningum. Islensk dagblöö fyrr og nú. Erindi flytja Vilhjálmur Þ. Gislason fv. útvarpsstjóri og Jónas Kristjánsson ritstjóri, og taka einnig þátt I umræöum um dagblöð og hlutverk þeirra. Siðan koma fulltrúar islensku stjórnmálaflokkanna, skýra frá stefnuskrám flokka sinna og sitja fyrir svörum um flokkana og sjónarmiö þeirra á málefnum dagsins. Auk þess veröa heim- sóttar vinnustöövar og stofnanir s.s. fiskverkunarstöðvar i Hafnarfiröi og Grindavik, ullar- iönaöur hjá Alafossi, Reykja- lundur, Hitaveitan og Keflavikur- flugvöllur. Forsætisráðherra, menntamálaráöherra og iönaöar- ráðherra taka á móti þátt- takendum i skrifstofum sinum og svara spurningum um þaö, sem efst er á baugi hjá rikisstjórninni i dag. Einn dag er ráögerö ferö til Vestmannaeyja. Námskeiöinu lýkur meö kvöldveröarboöi blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar. Norræni menningarmála- sjóöurinn styrkti þetta námskeið meö 30.000.— dkr, og var það fé notaö til þess aö greiða feröa- kostnaö þátttakenda. Allir fundir veröa i Norræna Framhald á 11. siöu. Laugardagur 15. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Freigáturnar Dráttarbátarnir Othello Plymouth, Statesman og Cleopatra °9 , og Lincoln. Englishman Miranda ISLAND Þessi mynd birtist I dönsku blaöi fyrir nokkru. Bresku freigáturnar raða sér inn á svæöiö til þess aö vernda bresku landhelgisbrjótana. Hringirnir eru umsvifasvæöi. Móöurskip og dráttarbátar eru til taks. Móti þessu liði berjast Ægir og óöinn. Yfir sveima þyrlur og þotur. Krossinn vinstra meginn á að sýna þann staö sem togarinn Perry reyndi aö sigla á Ægi. Ofbeldi Breta er ekki ósigur íslendinga Sjálfstæöisflokkurinn lét þau boö út ganga á dögunum, að nú væri hann búinn að marka skýra og ótviræöa stefnu i landhelgis- málinu. Mörgum mun hafa þótt timi til kominn, þvi stefna for- ustumanna þess flokks hefur, sem kunnugt er, verið sú ein aö hafa enga stefnu utan þá aö biöa átekta og sjá til hvað geröist á al- þjóöavettvangi. Þessi stefna þeirra — eöa öllu heldur stefnu- leysi — var bæði orsök og afleið- ing óheillasamninganna sem Viö- reisnarstjórnin gerði viö Breta og V-Þjóðverja áriö 1961. Þá var réttur til einhliöa útfærslu saminn af Islendingum, úrskuröur um réttmæti útfærslu fenginn i hend- ur erlendum aöilum og Bretum meira að segja gefin trygging fyrir þvi aö útfærsla Islenskrar landhelgi næði ekki til þeirra meðan dómstóll fjallaði um mál- iö. Svo sárt var ihaldsforustunni um þessa samninga, að hún gat ekki fallist á það á sinum tima, að Alþingi stæði að uppsögn þeirra, heldur yrði uppsögnin aö vera á ábyrgð rikisstjórnarinnar einnar. Samstaða náðist þó um 50- mllna útfærsluna og eining hélst um tima. Ekki leið þó á löngu uns sýndarmennska forustumanna Sjálfstæðisflokksins varð öllum ljós og gömlu viðhorfunum skaut æ oftar upp bæði I ræðu og riti. Óþarft er að rekja þá sögu hér i smáatriöum en látið nægja að minna á örfá grófustu atvikin, svo sem fordæmingu varaformanns flokksins, Geirs Hallgrimssonar, á landhelgisgæsluna i Everton- málinu, slfelldan árðöur fyrir ágæti Haag-dómstólsins og niöur- rifsskrif Morgunblaðsins, sem hniga i þá átt að nú séu Bretar að fara með sigur af hólmi. En svo gerist hið óvænta. Stór- frétt i Morgunblaðinu. „Skýr og ótviræð stefna i landhelgismál- inu”, stóð þar. „200 milur fyrir árslok 1974.” „Við væntum sam- stöðu um stefnu okkar á Alþingi.” Þetta siðasttalda vakti að visu nokkrar efasemdir um heilindi flokksins, þvi aðferðin er ólýö- ræðisleg i hæsta máta. Lýðræðis- legra hefði verið að leita sam- stöðu fyrst og lýsa siðan stefn- unni, en aðferð ihaldsins i þessu tilviki ætlar öðrum ekki annaö hlutskipti en samþykkja það sem þeir hafa þegar ákveðið. En við erum svo sem vön þvi aö ihaldið sé ekki sterkt á svellinu I lýöræð- islegum vinnubrögðum, og ekki var óhugsandi að fyrirgefa þeim i þetta sinn, þar sem hér var ekki um að ræða neitt meginfrávik frá stefnu núverandi rikisstjórnar. Hún hafði i april s.l., svo sem ölum er kunnugt, falið islensku sendinefndinni i hafsbotnsnefnd- inni að flytja tillögu og leita sam- stöðu um 200-milna efnahagslög- sögu. Islendingar höfðu einnig fengið samþykkta á Allsherjar- þingi S.Þ. i fyrra.ásamt Perú og fleiri rikjum, tillögu um yfir- ráö strandrikis yfir auðlind- um i hafinu — i þeirri tillögu fólst einnig fordæming á hverjum þeim sem reynir með valdi að hindra strandriki i að hagnýta sér slikar auölindir. Þá hafði rikis- stjórnin sagt upp samningum viö- reisnarstjórnarinnar frá 1961 og þar meö opnaö ieið til frekari ein- hliða útfærslu og einhliöa nýting- ar okkar á fiskimiöum i þeim áföngum sem við teldum okkur henta hverju sinni. Fyrsta skrefið á þeirri braut voru 50 milurnar svo sem öllum er kunnugt. Haföi nú Sjálfstæðisflokkurinn með þessari nýju samþykkt loks- ins séö aö sér og einsett sér að hætta öllum úrtölum. En ekki þarf annað en leiða til vitnis þeirra eigin ummæli til að sýna, að 200-milna samþykktin er ekki annaö en tilefni til að koma á framfæri vantrú á þeirri baráttu, sem þjóðin á nú i, og grafa undan trausti á réttmæti Islensks mál- staöar. Hlýðum fyrst á varaformann- inn, Geir Hallgrimsson, en hann segir i Mbl. þ. 31. ágúst s.l.: „Allt útlit er fyrir, án þess að litiö sé gert úr útfærslunni i 50 milur, sem öll þjóðin stendur aö, aö lokasigur i 50 milna útfærslunni fáist ekki (leturbr. min) fyrr en við getum eignaö okkur 200 mil- ur”. Geir Hallgrimssyni er vissu- lega ljóst, aö þjóöin stendur ein- huga i baráttunni, en samt hikar hann ekki við að lýsa á þennan hátt uppgjöf sinni og persónulegri vantrú á baráttu Islendinga fyrir 50-milunum. Að hann skuli reyna að klæöa ósigursspá sina um 50 milna áfangann i 200 milna skart er honum sist til sóma. Nú — en ef lokasigur tsl. i 50- mílnabaráttunni næst ekki fyrr en við höfum eignað okkur 200-milna lögsögu, að dómi varaform. Sjálf- stæðisfl. af hverju leggur hann þá ekki til að viö gerum það strax I dag eða á morgun? Jú, svarið er auðfengiö og fæst i þessu sama viötali og ég hef vitnaö til, þar NATO-herskip I islenskri landhelgi. Eftir Svövu Jakobsdóttur, alþingismann sem varaform. bendir á, að á næsta fundi Hafréttarráðstefn- unnar verði trúlega samþykkt sérstök stefnuyfirlýsing um 200 milna efnahagslögsögu og þar yröi kominn traustur grundvöllur fyrir áframhaldandi aðgerðum eins og hann orðar þaö. Og leiöari Mbl. tekur upp sömu hugsun varaform. þann 9. sept. og hnykk- ir heldur betur á, en þar segir: aö umrædd stefnuyfirlýsing verði „nægur grundvöllur til aö byggja á löglcga (leturbr. min) útfærslu landhelginnar hér viö land sem annars staöar.” Um þennan málflutning þarf ekki að fara mörgum orðum. Hér er I rauninni veriö aö halda þvi fram af hálfu forustu Sjfl., aö fyrr en Hafréttarráöst. kemur saman og gefur frá sér einhverja stefnu- yfirlýsingu, séu allar aðgerðir okkar tsl. ólöglegar og þá einnig 50-milna útfærslan. t þessu ljósi veröa þá einnig skiljanlegar yfir- lýsingar Mbl. um aö 50 milurnar séu vighreiður kommúnista, „töframilur” Lúðviks og „Lúð- viska”, eins og tekið var til orða i Reykjavikurbréfi þ. 9. sept. 1 þessu sama Reykjavíkurbréfi er gertlitið úr þeirri staðreynd að 50 milurnar séu „verkefni dagsins”. Mbl. telur „verkefni dagsins” öllu heldur vera það að koma rik- isstjórninni frá. öllu ljósar gat Mbl. ekki sýnt inn i hug Sjálfstæð- isforustunnar: meðan Bretar stunda sjóræningjaglæpi sina á tslandsmiðum meö þeim hörmu- legu afleiöingum sem öllum eru kunnar, hika þeir ekki við aö boða uppgjöf fyrir Bretum eingöngu til aö koma rfkisstjórninni frá. Og segjum að það tækist — hvert yrði þá verkefni dagsins i landhelgis- málinu ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki við? Það veit þjóðin af reynslu. Samningurinn frá 1961 yröi endurnýjaður. Við skulum ekki gleyma þ'vi, að Sjálfstæöis- flokkurinn neitað aö taka á sig ábyrgð á uppsögn hans. Við höfum þegar náð mikilvæg- um áföngum i landhelgismálum okkar. Allar þjóðir nema tvær hafa viðurkennt 50 milurnar. Afli Breta og V-Þjóðverja hefur stór- lega minnkaö,og þótt róöurinn sé þungur skulum við muna eitt: of- beldi Breta er ekki ósigur Islend- inga eins og Sjálfstæðismenn virðast vilja telja þjóöinni trú um. En stærsti sigurinn i landhelgis- málinu er tvimælalaust uppsögn samninganna frá 1961. Þar með var forsendan fengin fyrir þvi, að viö gætum af heilindum starfað meö þeim þjóðum sem sækja á um 200-mflna lögsögu á þeim tveim vigstöðvum sem gilda: á heimamiöum og alþjóöavett- vangi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.