Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 lslandsmeistarar Vals 1973 Hvernig endar barátta Hansa við sterka mulningsvé! Valsara? Valur og Gummersbach mætast í Höllinni á þriðjudag Þegar er orðið uppselt á leik Vals gegn Gummersbach, og er það einsdæmi að mið- ar seljist upp svo snemma fyrir leik. Ekki er þó útilokað fyrir þá, sem út undan urðu að þessu sinni, að sjá Gumm- ersbach leika, þvi auka- leikur verður á miðvikudag við landsliðið. Á baksíðu blaðsins í dag má sjá, hvernig landsliðið er skip- að. Þýskalandsmeistarar Gummersbach 1973 Þaö ætti að vera óþarfi aö taka þaö fram, að hér er um geysi- legan stórleik aö ræða. Lið Gummersbach er gifurlega sterkt, meö Hansa Schmidt i broddi fylk- ingar. 1 Valsliðinu eru heldur ekki neinar smástjörnur i islenskum handknattleik, og þvi er öruggt að leikurinn i hölljnni verður afar spennandi og fjörugur. Þetta er i fyrsta sinn að Valur tekur þátt i þessari Evrópukeppni i karlaflokki, og þvi verður ekki neitað að liðið sem Valsmenn fá i fyrstu umferðinni er svo sannar- lega ekki af lakara taginu. Hans Schmidt er frægastur leik- manna Gummersbach, hann er geysigóður handknattleiks- maður, en afar skapstór og oft hið mesta ruddamenni á leikvelli. ‘ Hætt er þó við að mulningsvél Valsmanna, sú fræga vörn þeirra, muni ekki láta Þjóðverjana leika sér of mikið i lessum leik. Vals- vörninerein af þeim betri i heim- inum og mun vafalaust ekkert gefa eftir. Gummersbach er með marga meistaratitla i safni sinu, s.s. Þýskalandsmeistaratitilinn árin 1966, 1967, 1969 og 1973. Ebvrópu- meistari hefur liðið orðið þrisvar sinnum, 1967, 1970 og 1971. Forleikur verður milli Vals og Fram i meistaraflokki kvenna, en aðalleikurinn hefst siðan klukkan 20.30. Leikinn dæma tveir sænskir dómarar, sem báðir hafa dæmt áöur hér á landi. Leikmenn Vals eru þessir: Jón B. Ólafsson, Ólafur Benediktsson, Ólafur Guðjónsson, Gunnsteinn Skúlason, Bergur Guðnason, Ágúst ögmundsson, Ólafur H. Jónsson, Stefán Gunnarsson, Jón H. Karlsson Jón Ágústsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson, Torfi Asgeirsson, Jón P. Jónsson, Gisli Blöndal. Leikmenn Gummersbach: Klaus Kater 55 landsleikir Ralf Hamann 1 landsleikur Hansi Schmidt 76 landsleikir Jochen Feldhoff 69 landsleikir Jochen Brand 67 landsleikir Heiner Brand Brono Zay Helmut Kosmehl 11 landsleikir Klaus Schlagheck Klaus Westebbe 25 landsleikir Achim Deckarm Werner Lettgen Frank Jersch Manfred Clodde Ewald Baumhoer Sundþing SSÍ í dag 1 dag hefst þing Sundsam- bánds tslands og stendur það fram á sunnudagskvöld. t tilefni af fundinum hefur itarleg ársskýrsla verið útbúin og er i henni margur fróðleiks- molinn. Eins og hjá öðrum iþrótta- samböndum eru fjármáiin bágborin, ýmsar fjáröflunar- leiðir voru reyndar hjá SSI en árangur varð ekki sem skyldi. Meðal fjáröflunarleiða var firmakeppni SSt, sem fór nú fram i annað sinn. Þátttaka var minni en i fyrra skiptið. Sigurvegari varð fyrirtækið Eggert Kristjánsson og Co. en fyrir það synti Sólbjört Gunn- þórsdóttir. Þá var enn ýtt af stað happ- drætti i maimánuði. Var upp- lag miða nú 4000 og verð þeirra óbreytt frá i fyrra, 100 krónur. Vinningar voru þrir, og komu þessi númer upp. 1. vinningur: miði nr. 3494 2. vinningur: miði nr. 2122. 3. vinningur: miði nr. 1045. Undirtektir voru ekki nógu góðar, enda i marga staði fremur illa að þessu happ- drætti staðið. Einnig var leitað til fyrir- tækja með auglýsingar i kepp- endaskrá móta SSt og hafðist þannig fyrir prentkostnaði og verðlaunum. Það er góður ár- angur og sérstaklega mikil- vægur, þar eð áhorfendafjöldi á sundmótum er i algjöru lág- marki. Um páskana kom hingað til lands skoski landsliðsþjálfar- inn J. Hogg og stóð fyrir fyrir- lestrum og námskeiðum, en hann er mikill kunnáttumaður á sviði þjálfunar. Hann að- stoðaði einnig við þjálfun landsliðsins hér og sótti heim ýmis félög og fylgdist með æf- ingum þeirra. Þrátt fyrir nærveru Skotans var þátttaka islenskra sund- manna i þessum æfingum þvi miður I lágmarki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.