Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. september 1973 ÞJODVILJINN — SIÐA 3 Styttan „Solrose” sem stolið var. Kirkju- þjófar á ferð Allmikið hefur borið á þvi að undanförnu að þjófar hafi lagt leiö sina i kirkjugarða Reykjavikur og stolið þaðan eir- og koparhlutum af ýmsu tagi. Einhverntima á timabilinu frá 12. ágúst til 8. september var t.d. stolið gagnmerkri eir- styttu úr Fossvogskirkju- garði. Stytta þessi er eftir listamanninn Ebbe og var nafnið „Solrose” greypt framan á fótstall hennar. Þeir, sem gætu gefið ein- hverjar upplýsingar um afdrif þessarar styttu, eru beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna. Erfitt hefur reynst að hafa hendur i hári þessara graf- ræningja sem stela kopar á óliklegustu stöðum. Rann- sóknarlögreglan biður fróma borgara sem leið eiga um kirkjugarðana að skyggnast o f gáttir allar og gera lög- reglunni viðvart ef þeir verða varir við menn sem stunda þá iðju að stela koparhlutum af grafreitum. Færeyingar skemmta í Norræna húsinu Tveir ungir Færeyingar koma fram i Norræna húsinu i dag og á morgun og skemmta þar með söng og leik. Eru þeir staddir hér á landi á vegum félaganna Island — Færeyjar og Færeyinga- félagsins. Mennirnir tveir heita Heri Smith og Jógvan Jóhannessen. Heri er leikari og eftirherma en Jógvan syngur og leikur á ýmis hljóðfæri svo sem gitar, banjó, pianó og munnhörpu. Heri þessi ku vera leikinn i eftirhermunni og hefur raddir allflestra færeyskra stjórnmálamanna og presta á valdi sinu. A dagskrá þeirri sem þeir flytja hér er meðal annars lestur úr ljóðum Janusar Djuurhus, land- helgisþáttur I léttum dúr þar sem meðal þátttakenda veröa þeir Er- lendur Patursson og Mogens Val sem þykir nokkuð hallur undir dönsku krúnuna,og einnig verður leikinn sameiginlegur fundur færeysku og grænlensku land- stjórnanna. Inn á milli eru svo nokkrir stuttir grinþættir. I heild er dagskráin uþb. einn og hálfur timi i flutningi. Skemmtanirnar verða i dag klukkan 21.30 og á morgun. kl. 16 og 21.30 iNorræna húsinu. -ÞH Hvers vegna tóku flugumferðarstjórarnir þessa ákvörðun? „Sárt fyrir okkur, því að þetta lítur út eins og við séum að aðstoða Breta„ óhætt er að segja að sú ákvörðun flugumferðar- stjóra, að neita að verða við þeim tilmælum Björns Jónssonar, ráðherra, að hætta að hafa samband við N i m rod-n j ósna þotu rna r bresku, hafi vakið mikla athygli almennings. Við hringdum í Ernst Gíslason, formann Félags flugum- ferðarstjóra, í gær og lýst- um yfir furðu okkar á þess- ari afstöðu. — Var þetta einróma sam- þykkt? — Já, vegna þess að þeir sem vinna við þetta telja sig ekki geta unnið við þetta öðru visi ef þeir eiga að gæta fyllsta öryggis. — Já, en nú stendur i Morgun- blaðinu þessi setning: Ekki er langt siðan breskar herflugvélar fóru að gefa islenskum flugmála- yfirvöldum upp flugáætlun sina og viða i heiminum er flugáætlun herflugvéla alls ekki gefin upp. Stangast þetta ekki á við ykkar ákvörðun? — Nei, að hvaða leyti? — Af hverju er þetta hættu- legra núna en áður? — Þessar vélar hafa aldrei flogið i kringum Island fyrr, samkvæmt okkar vitneskju. Hitt er annað mál, að á sinum tima var gerður samningur við Royal Airforce um að þeir lytu okkar stjórn á okkar flugstjórnarsvæði, og það svæði var þá venjulegast nokkuð langt austur af landinu, fyrir norðan Færeyjar, og voru vélarnar yfirleitt i 15 þúsund feta hæð og neðar. Þeir forðuðust að koma nálægt innanlandsflug- stjórnarsvæði okkar, og svæðinu kringum Færeyjar, — komu aldrei nálægt aðflugslinum hér eða i Færeyjum. Þeir hafa aldrei flogið nálægt Islandi fyrr en núna, og það sem verra er, þeir lækka sig iðulega hér fyrir vestan land- ið, þar sem eru aðal aðflugs- og brottflugslinur frá Keflavik og Reykjavik. — Ef þið þjónið þeim ekki, þá hljóta þeir að skapa hættu, ekki satt? — Þeir gera það, ef við höfum ekki samband við þá. — Samþykkirðu þá ekki, aö þeir geri þetta i trausti þess að þið, sem flugumferðarstjórar, sinnið ykkar alþjóðlegu skyldum? — Ég veit ekki hver þeirra skilningur hefur verið á þvi, en þeir hafa bara lýst þvi yfir, að þeir myndu ekki hætta fluginu, og ef þeir standa við það, þá gera þeir bara flugáætlanir, og ef við hefðum ekki samband við þá gæf- um við þeim algjöran forgang gagnvart annarri umferð. — Þá hefðu þeir stefnt sinum flugvélum i hættu... — Þeir hefðu gert það aö visu, en meö þvi hefðu þeir fengið al- gjöran forgang, vegna bess. að þeir gera eftir sem áður sinar flugáætlanir og við yrðum aö samþykkja ákveðna hæð inn i svæðið. Siðan myndu þeir fljúga kringum landið, eins og þeir hafa gert, og hækkað sig aftur þegar það hentaði þeim i stað þess að hafa samband við okkur. Nú hafa þeir haft samband við okkur og ef um hindrun hefur verið aö ræða, hafa þeir farið eftir þeim skipun- um sem við gefum þeim. Ef við megum ekki hafa samband við þá, getum við ekki ráðið þessu. Vélarnar hafa oft hækkað flugið hér fyrir suðaustan landið — á þeirri leið sem umferðin liggur i vestur — og við getum kannski veriö með 2-7 vélar á þessari leið. Okkur yrði að breyttu ástandi lagt á herðar að sjá um aðskilnað á farþegavélum frá þessari einu vél, sem við þá hefðum engá stjórn á, og hún kann að hækka sig þegar henni dettur i hug. Við teljum útilokað fyrir okkur að gera þetta. — En herflugvélarnar frá Keflavik, sem eru i sinum dag- legu eftirlitsferðum, gefa þær ykkur upp hvert þær fljúga? — Já, þær fara eftir öllum okk- ar leiðbeiningum.Þær fá heimild frá okkur þegar þær fara og heimild til að koma og lækka sig. Við höfum stjórnina á Atlantshaf- inu, og aðfluginu lika til og frá Keflavik, niður i 5-6000 fet, en þá tekur flugumsjónin i Keflavik við. — Veistu nokkur dæmi annars staðar frá um slik vinnubrögð, sem Bretar viðhafa hér, að þröngva ykkur til aö veita þeim þjónustu? — 1 öðrum löndum gerir herinn bara það sem honum þóknast, og t.d. i Noröursjónum er fullt af hervélum á lofti sem enginn veit um nema herinn, og annars stað- ar myndu þeir jafnvel gera það upp á sitt einsdæmi að þvælast svona, en i þessu tiifelli gefa þeir flugáætlun eins og allar aðrar vélar og beygja sig undir það að taka á móti hindrunum og heim- ildum frá okkur. Þeir hafa flogið hingað, t.d. i 26-28 þúsund fetum, sem er fremur óhagkvæmt fyrir þá, en þeir hafa fallist á það vegna þess að þá eru þeir undir allri farþegaflugvélaumferð og skapa minnsta truflun með þvi. Ef við mættum ekki hafa nein samskipti við þá, myndi það kannski þýða, að þeir gæfu upp flugáætlun til baka i 36 þúsund fetum, sem kynni aö vera flughæð nokkurra farþegavéla, og ef við eigum að bera ábyrgð á að koma öllum farþegavélunum úr leið hervélanna þá er þar algjörlega útilokað. Þetta er nú mergurinn málsins. Það sem kemur leiðin- lega út, og við eigum eftir að svara, er yfirlýsing ráðherra. Við gerum þetta eingöngu af öryggis- ástæðum sem við verðum að vinna eftir. Það er lika ekki vist að við getum náð sambandi við farþegaflugvél i tæka tið þvi að það er ekki alltai gott samband við vélarnar. — Þið sjáið sem sagt enga aðra leið en hafa áfram samband við Bretana sama hvað það er sárt fyrir Islendinga að kyngja þvi? — Það er ákaflega sárt, og kannski sárast fyrir okkur, þvi að þetta litur út eins og við séum að aðstoða Bretana, en ég er sann- færður um að við hefðum getað bent á aðrar leiðir til að hindra flug þeirra, en það hefur bara ekkert samband verið haft við okkur um þetta eða annað, og viö vildum ekki gera þetta opinbert eftir fundinn i gær vegna þess að við héldum að ráðherra vildi ræða við okkur, en það hefur ekkert heyrst frá honum. — Er ekki hægt að kæra svona framferði? — Nei. Alþjóðaflugmálastjórn- in hefur komið sér saman um ákveðnar reglur, sem farið er eft- ir, en ef eitthvert riki, segjum Rússar, fljúga hingað, getur eng- inn sagt neitt við þeirra flugi, vegna þess að þeir eru yfir opnu hafi og eru ekki skyldugir að til- kynna eitt eða neitt meðan þeir fara ekki inn i lofthelgi einhvers rikis. Þar af leiðandi fellur þetta undir það sama — Nimrod vél- arnar far á milli Islands og Bret- lands og fara ekki inn i lofthelgi neins rikis. Þeir passa sig á að koma ekki inn i isíenska lofthelgi og þar með ná engin lög yfir þetta. Islenska lofthelgin er 4 mil- ur og innfyrir þá linu fara þeir ekki. sj Ernst Gíslasonar útskýrir afstöðu flugumferðastjóranna, og hvernig Bretar skapa hœttu fyrir farþegavélar Flugfélag íslands Mikil aukning í áætlunarfluginu Vetraráætlun innanlandsflugs Flugfélags tslands gengur i gildi 1. október n.k. Áætlunarflugið innanlands verður flogið meö Fokker Friendship skrúfuþotum félagsins og gert er ráð fyrir 70 fiugferðum frá Reykjavlk I hverri viku með 85 viökomum á hinum ýmsu stöðum á landinu. Þetta er viðameiri vetraráætl- un heldur en nokkru sinni fyrr i sögu félagsins. I flugáæltun s.l. vetrar var gert ráð fyrir 54 flug- ferðum frá Reykjavík með 67 við- komum i hverri viku. Veruleg aukning verður á flugi til Norö- austurlandsins, til Raufarhafnar og Þórshafnar. Þangað verða þrjár ferðir i viku. Einnig fjölgar flugferðum milli Akureyrar og Reykjavikur úr 17 i 21 og til Vest- mannaeyja úr 10 i 14. Einnig verður aukning á flugi til Egils- staða, Isafjarðar og Fagurhóls- mýrar. Þá verða flugferðir án viðkomu annars staðar til Þing- eyrar, en áður var flogiö með við- komu á Isafirði eða Patreksfirði. Samkvæmt þessari vetraráætlun Flugfélagsins getur sætaframboð i viku hverri til og frá Reykjavik orðið 6528 sæti, séu flugvélarnar fullnýttar til farþegaflutninga I hverri ferð. A ýmsum flugleiðum eru hins vegar höfð færri sæti i flugvélunum og meira rými nýtt til vöruflutninga. Flugferöir til Vesturlands. 1 vetur verður áætlunarflugferð- um til Vestfjarða hagaö, sem hér segir: Til Patreksfjarðar verður flogiö á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Til Þing- eyrar verður flogið á þriðjudög- um og laugardögum. Þarna er um að ræða flugferðir milli Þing- eyrar og Reykjavikur án viðkomu annars staðar. Til tsafjarðar verða 9 feröir I viku. Þar af verða venjulegar áætlunarflug- ferðir á hverjum degi, en áætlun- arflug með vörur á þriðjudögum og fimmtudögum. 1 sambandi við flugferðir til ofangreindra staða verða bilferðir til nærliggjandi byggðalaga. Flug til Norður- og Norðausturlands. Til Sauðárkróks verða i viku hverri þrjár ferðir frá Reykjavik á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Akureyrar verða þrjár ferðir alla daga. Til Húsa- vikur verða ferðir á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Raufarhafnar og Þórshafar verða ferðir á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. 1 ferðum til Raufarhafnar og Þórs- hafnar verður komiö við á Akur- eyri i báðum leiðum. t sambandi við flug til Sauðár- króks verða áætlunarbilferðir til Hofsóss, Skagastrandar og Siglu- fjarðar. Flug til Austurlands. Til Egilsstaða verða niu áæltun- arferðir i viku, það er ferðir alla daga og tvær ferðir á mánudög- um og föstudögum.Til Neskaups- staðar veröa flugferðir frá Reykjavik á miðvikudögum og sunnudögum. Milli Akureyrar og Egilsstaða verða flugferðir á mánudögum og föstudögum fram og aftur. I sambandi við flugferðir til Egilsstaða verða svo sem verið hefur áætlunarbilferðir til fjöl- margra staða á Austfjröðum. Þar á meðal til Borgarfjarðar, Seyö- isfjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðv- arfjarðar og Breiðdalsvikur. Flugferðir til Suður- og Suð-Austurlands Frá Reykjavik til Hafnar i Hornafirði verða fimm ferðir i viku á þriðjudögum, fimmtudög- um, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Til Fagurhólsmýr- ar verður flogið á fimmtudögum og laugardögum. Til Vestmanna- eyja verða fjórtán ferðir i viku tvær ferðir alla daga. Á HAITI SANTO DOMINGO — Her- sveitir Haiti segjast hafa hrundið innrás hóps skæruliða á strönd landsins norðaustanverðri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.