Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 12
MOÐVIUINN Laugardagur 15. september 1973 Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöld,- nætur- og helgarvarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 14.-20. september verður i Lauga- vegsapóteki og Holtsapóteki. Samningar um smiði nýs varðskips undirritaðir í stjórnárráðinu i gær. (Ljósm. Þ.H.) Samningar um varðskip undirritaðir Samið um frið í Laos VIENTIANE 14/9 - Skæruliöa- hreyfingin Pathet Lao og rikis- stjórn Laos undirrituðu i dag friðarsamning. Með þessum samningi er bundinn endi á ófrið- arástand i landinu og framtið þess ákveðin. Samkvæmt samningnum mynda núverandi valdhafar landsins og skæruliðar sam- steypustjórn. Souvanna Phouma, sem er hlutlaus, verður leiðtogi rikisins eftir sem áður, en Pathet Lao hreyfingin fær ráðherra i stjórn hans. Gummersbach leikur einnig gegn landsliðinu Uppselt cr á leik Vals og Gummersbach, sem fram fer 18. september.og er einsdæmi að for- sala aðgiingumiða á handknatt- leik hafi gengið eins vel og nú. Tckist hafa samningar við Gummersbach um aukaleik 19. septcmber kl. 8.30 f I.augardals- liöllinni gcgn liði sem landsliðs- nefnd valdi i gær. Þessir leikmenn voru valdir: Markverðir: Gunnar Einars- son, Haukum, Guðjón Erlends- son, Fram.og Sigurgeir Sigurðs- son Val. Aðrir leikmenn: Auðunn Öskarsson FH, Axel Axelsson Fram, Bergur Guðnason Viking, Björgvin Björgvinsson Fram, Einar Magnússon Viking, Gunnar Einarsson FH, Gunn- steinn Skúlason, Val, fyrirliði, Hörður Sigmarsson Haukum, Jón H. Karlsson Val, Ólafur H. Jónsson og Viðar Simonarson FH. Forsala aðgöngumiða á lands- leikinn hefst á mánudag kl. 12.30 i Austurstræti. Islenzka bridgesveitin byrjar vel A Evrópumeistaramótinu i bridge, sem haldið er i Ostende i Belgiu, sigruðu íslendingar i þremur fyrstu umferðunum. Þeir unnu Portúgala 13:7, Sviss 11:9 og Pólverja 17:3. Arabi myrtur í Khöfn KAUPMANNAHÖFN 14/9. — Nú er komið i Ijós að lik, sem nýlega fannst i skógi fyrir norðan Kaupmannahöfn, er af 32 ára gömlum Jórdaniu- araba. Maðurinn hafði verið myrtur með exi, og virtist hann ekki hafa verið myrtur á þeim stað, þar sem hann fannst, heldur likið verið flutt þangað eftir morðið. Strax þegar likið fannst kom sú tilgáta fram, að um pólitiskt morð væri e.t.v. að ræða. Nú hafa menn borið kennsl á likið, og reyndist það vera af 32 ára gömlum Jórdaniubúa, Abdul Rahman Saleh Dumairi, sem hafði verið bú- settur i Danmörku siðan 1969 og unnið þar við ýmisleg störf. Margir vinnufélagar Dumairis hafa skýrt frá þvi að hann hafi oft sagt frá þvi, að hann hefði verið félagi i skæruliðasamtökunum E1 Fatah og sýnt þeim við ýmis tækifæri mynd af sér i búningi arabiskra skæruliða. Hins vegar veit lögreglan ekki hve mikinn trúnað hægt er að leggja á frásagnir mannsins um fortið sina né heldur hvort morðið standi i einhverju sambandi við hana. 1 gær undirrituðu Ölafur Jóhannesson, forsætis- og dó m sm ála r á ðher r a , og Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra, samning fyrir hönd rikis um byggingu nýs varðskips. SANTIAGO 14/9 — I nótt hófust bardagar á ný milli hersins og stuðningsmanna Allendes i Santiago. Mest var barist í hverfunum við forsetahöllina, en skothríð- in hætti fyrir dögun. Stöð- ugt er útgöngubann i borg- inni. Vmsar óljósar fréttir hafa bor- ist af þvi að Carlos Prats, hers- höföingi, sem var áður yfirmaður hersins og talinn hliðhollur All- ende, hafi haft forystu um upp- reisn og stefni i áttina til höfuö- borgarinnar með fótgönguliða- sveit og fjölda verkamanna. En herforingjaklikan, sem nú hefur völdin, bar þessa frétt til baka i dag og tilkynnti að Prats hers- höfðingi myndi bráðlega gefa yf- irlýsingu i gegnum útvarps- stöðvar. Fyrrverandi námumálaráö- herra Chile og fyrrverandi sendi- herr Kúbu i landinu skýrðu einnig frá þvi i Buenos Aires i dag að bardagar geisuðu nú i Chuquica- mata, um 480 km fyrir noröan Santiago. Þar eru koparnámur miklar, sem Allende lét þjóðnýta. Ekkja Salvadors Allende sagöi i PARÍS 14/9 — Franska stjórnin skýrði frá því i inorgun að nú væri lokið kjarnorkutilraunum Frakka við Mururoa-rif i frönsku Polý- nesiu og svæðið þvi ekki lengur hættusvæði. Það er siður Frakka að segja ekkert um sprengjutilraunir sinar fyrr en þeim er lokið i hvert skipti og hafa þeir fylgt þeim sið að þessu sinni. Hins vegar hafa Thomas Fr. Duer, aðalfor- stjóri Árhus Flydedok, og Sig- vald M. Krag, aðalforstjóri Xlborg Værft, undirrituðu samninginn fyrir hönd verktaka. Samningur þessi er gerður á dag i viðtali við argentiskt blað, aö hún hefði ekki fengiö að sjá lik manns sins fyrir jarðarförina. Hefði hún þó beðið margsinnis um það. Allende var jarðaður i Vina del Mar. Alheimskirkjuráðið bað herfor- ingjaklikuna i Chile i dag að virða þau grið sem landiö hefði gefið þeir ekki viljað segja neitt um það hve margar sprengjur þeir hafi sprengt. En Astraliumenn og Nýsjálendingar segjast hafa orðið varir við fimm sprengjur. Flestar þeirra voru tiltölulega litlar og telja ýmsir að Frakkar hafi nú verið að gera tilraunir með kveikjur i vetnissprengjur. Þessum tilraunum Frakka hefur verið mótmælt harðlega, og grundvelli ákvörbunar Alþingis, sem 16. desember 1972 samþykkti samhljóða þingsályktunartillögu um heimild fyrir rikisstjórnina til þess að kaupa eða láta byggja varðskip fyrir landhelgis- gæsluna. flóttamönnum frá öðrum rikjum Suður-Ameriku. öryggisráö Sameinuöu þjóðanna mun koma saman til fundar á mánudaginn til aö ræöa kæru Kúbustjórnar vegna árásar á sendiráö landsins i Santiago. Sagt er að einn sendi- ráðsmaður hafi særst þegar her Chile gerði árásins á sendiráðið. hafa flestar þjóðir sem land eiga að Kyrrahafi tekið þátt i þeim mótmælum. Nýsjálendingar og Astraliumenn kærðu Frakka fyrir alþjóðadómstólnum i Haag, en Frakkar viðurkenna þó ekki úr- skurðarvald hans á þessu sviði. En hermálaráðherra Frakklands hefur skýrt frá þvi að Frakkar ætli að kanna möguleika á þvi að gera frekari tilraunir neðan- jarðar. Röng frétt um flugvélarán ADDIS ABEBA 14/9 — Drama- tiskar fréttir bárust af þvi i dag aö flugvél hins aldna Eþiópiu- kcisara, Haile Selassie, hefði verið rænt yfir Miðjarðarhafi. Keisarinn var á leið heim til sin eftir fjögurra daga heimsókn i Vestur-Þýskalandi og lagöi af stað frá flugvellinum i Köln. Þegar flugvélin var á leiö yfir Miðjarðarhaf, barst frá henni sjálfvirkt merki um að reynt hefði verið að ræna henni. Mun þetta merki hafa heyrst bæði á Italiu og i Egyptalandi. Voru italskar þotur þá sendar i veg fyrir vél keisarans, og Egyptar voru við öllu búnir. En svo bar flugmaðurinn fréttina til baka og vélin hélt sina leið i átt til Eþió- piu. Það var ekki fyrr en hún var lent aö fullkomin skýring fékkst á atburðinum. Mun það hafa verið vélarbilun i öryggistækjum vél- arinnar sem ollu þvi að merkið var sent út. K j arnorkutilr aunum Frakka er nú lokið Óljósar fréttir af bardögum í Chile Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. 'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Bretar eru að heykjast Sendiráð hennar hátignar Bretadrottningar hefur birt svar bresku stjórnarinnar við ákvörö- un islensku ríkisstjórnarinnar um að slitið verði stjórnmálasam- bandi við Bretland, ef bresk skip h'aldi áfram ásiglingum á ts- landsmiðum. Orðsendingin ber það meö sér að breska stjórnin er nú komin i erfiða varnaraðstöðu i málinu. Leggur hún til að skipuð verði al- þjóðleg rannsóknarnefnd til að rannsaka alla málavexti varð- andi meintar ásiglingar. Leggja Bretar til að teknar verði upp um- ræður um þetta mál. Enn sem fyrr neitar samt breska stjórnin þvi að herskip hennar hátignar og breskir dráttarbátar hafi siglt á islensk varðskip, allar ásiglingar séu islenskum varðskipum að kenna. En þar sem hér standi fullyrðing gegn fullyrðingu sé at- hugandi að fara að kanna málið. Sýrlendingar kæra Israelsmenn fyrir S.Þ. TEL AVIV 14/9. — Yfirmenn hersins i lsrael segja að flugvél- arnar hafi notað nýjar eldfiaugar i bardaganum við sýrlenskar flugvélar i gær.Þessar eldflaugar eru framleiddar i tsrael og eru notaðar I herflugvélum til að skjóta niöur óvinaflugvélar. Virðast tsraelsmenn vera mjög ánægðir með þessa atburði og lita á þá sem nýja aðvörun til Araba- rikjanna um að ekkert stoði að hefja nýjar hernaðaraðgerðir á þessum slóðum. Sýrlendingar hafa hins vegar mótmælt aðgerðum tsra- elsmanna mjög harðlega og kært árásina fyrir öryggisráöi Sam- einuðu þjóðanna, en þeir hafa þó ekki krafist þess, að ráðið komi þegar saman til að ræða þar atburðinn. Israelsmenn og Sýrlendingar eru mjög ósammála um tildrög bardagans. Segja Israelsmenn að þeir hafi verið fyrir utan sýr- lenskt land, en Sýrlendingar segja að ísraelsmenn hafi rofið sýrlenska lofthelgi. Blaðberar óskast núþegar i eftirtalin hverfi: Teiga Laugarnes Múlahverfi Seltjarnarnes Hjarðarhaga ’ Hringbraut Mela Nökkvavog Hraunbæ Langagerði Sogamýri Fossvog Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans i siinuin 17500 eða 17512. wTii'iik’á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.