Þjóðviljinn - 22.09.1973, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 22.09.1973, Qupperneq 3
Laugardagur 22. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 BERSERKR — glæsileg islensk smiði t fyrradag var fréttamönnum boöiö um borö í lystisnekkjuna Berserk, sem smiðuö var hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi. Þetta er glæsilegt fley aö utan sem innan, og sagöi banda- riskur umboösmaöur fyrirtækis ins Hitatæki hf., sem lét smiöa snekkjuna, aö þetta skip bæri aö öllu leyti af svipuöum snekkjum sem væru á markaöinum i dag. Hann sagöi aö snekkjan væri mun traustbyggðari og fallegar innréttuö en sambæriiegar snekkjur og ætti, hvaö verö snertir, aö vera vel sam- keppnisfær. Kanadiskur auðkýfingur hefur þegar skoðað snekkjuna og látiö mjög vel af. Hefur hann i hyggju að kaupa skip af Hita- tæki og þarf að gera örlitlar breytingar frá þessari gerð fyrir hann. Forráðamenn Hitatækis, þeir Gunnar Geirsson og Asgeir Höskuldsson, sögðust hafa hug- leitt lengi að smiða slikt skip. Þeir fengu þekktan bandariskan skipahönnuð, Philip C. Bolger, til að gera teikningar, og ber öllum saman um að hann hafi unnið mjög gott verk. Teikn- ingar af bátnum birtust i Boating Magazine og vöktu þá mikla athygli. Smiði bátsins hófst fyrir um 18 mánuðum og lánaði Iðn- þróunarsjóður til smiðinnar 17,5 miljónir. Báturinn er 47 fet, með Caterpillarvél og er ganghraöi 16-18 sjómilur, en hámarkshraði er 24 milur. Það er von forráðamanna Hitatæki að geta smiðað að minnsta tvo til þrjá báta á næsta ári. Þá hafa þeir i hyggju að láta gera teikningar af minni gerð af bát.sem gæti i senn verið fiski- og skemmtisiglingabátur er hentaði fyrir innlendan markað. öll þægindi er. um borð, s.s. eldunarvél.isskápur, sturtur og 1000 litra vatnsgeymir. Innrétt- ingar eru mjög smekklegar, palisanderviöur á veggjum, hægindastólar og rúm fyrir fjóra, en 8 manns ættu hæglega að geta sofið og dvalið i bátnum. Innréttingar eru að mestu frá Jóni Péturssyni og húsgögn frá Jóni Loftssyni. Athyglisverðast við þennan bát er sú staðreynd, að það er 30-40% meira pláss i honum en i sambærilegum bátum erlendis. Næstu daga veröur smávegis dyttað að bátnum, en siöan er hugmyndin að flytja hann með einhverjum Fossinum til Bandarikjanna og sigla honum meö austurströnd- inni i kynningarskyni. Verð bátsins er um 225 þúsund doll- arar og ætti að geta lækkaö nokkuð ef um raðsmiði yrði að ræða i framtiðinni. . Sjónvarpið i vetur Nýtt fólk í Yöku og nýrri grein bætt við Fjallað um byggingarlist og skipulagsmál Vaka, sjónvarpsþátturinn vin- sæli um listir og menningarmál, heldur áfram i vetur, en fleiri munu nú starfa viö hann en áöur og fjallað verður um nýja grein til viöbótar þeim sem fyrir voru, byggingalist og skipulagsmál. Ölafur Haukur Simonarson verður aðalumsjonarmaður þátt- arins í vetur og i stað þess að einn maður fjalli um hverja grein eins og I fyrra, hefur hann fengið til samstarfs við sig tvo á hverju sviði. 1 viðtali við Þjóðviljann sagði Ólafur Haukur, að þátturinn yrði á laugardögum og er fyrsti út- sendingardagur 20. október. Það eru arkitektarnir Einar Þorsteinn Asgeirsson og Guðrún Jónsdóttir, sem fjalla munu um byggingalist og skipulagsmál, en þau mál eru jú mjög á döfinni meðal almennings nú, ekki sist Reykvikinga, sem daglega horfa uppá breytingar á gamalkunnu umhverfi og öran vöxt úthverf- anna. Björn Th. Björnsson listfræð- ingur sér áfram um myndlistina, en auk hans koma þar til starfa tveir ungir myndlistarmenn, Ólafur Kvaran og Jón Reykdal. Þorleifur Hauksson cand. mag. og Böðvar Guðmundsson skáld og Islenskufræðingur taka að sér bókmenntirnar og um tónlistina fjalla tónskáldin Atli Heimir Sveinsson og Jón Asgeirsson. Leiklistarumfjöllun verður enn i höndum Stefáns Baldurssonar leiklistarfræðings og mun hann fá annan i lið með sér, en sá er enn óráðinn. —vh Berserkir i Reykjavikurhöfn. Gengiö er imi i skipiö aö aftan og er þá koniiö inn í þessa glæsilegu stofu. Þannig litur stýrisútbúnaöurinn út Fló á skinni sýnt að nýju Nú um helgina hefjast á ný sýn- ingar á Fló á skinni hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikurinn var sýndur 95 sinnum I Iönó á siöasta leikári og jafnan fyrir troöfullu húsi. Auk þess var fariö meö hann I leikför til Akureyrar I sumar, þar sem hann var sýndur 17 sinn- um við sömu vinsældir. Sú breyt- ing verður á hlutverkaskipan I haust, aö Pétur Einarsson fer meö hlutvcrk sjarmörsins Tomain Tournel, sem Borgar Garðarsson lék áður, en hann dvelur erlendis i vetur. — Þaö er ekki verið aö skera gamaniö viö nögl i „Flónni”, þar sem hver spaugilegi atburöurinn rekur annan. Hér eru þau Hrafnhildur Guömundsdóttir, Gisli Halidórs- son og Þorsteinn Gunnarsson i hlutverkum sínum. Iðja Reykjavík: Skatta láglaunafólks verður að stórlækka Einsog við skýrðum frá í gær hefur Félag járn- iðnaðarmanna sagt upp gildandi kjarasamningum, en einnig hafa félögin Sókn og Iðja í Reykjavík sagt upp sínum samningum. Nú um helgina verða fundir í allmörgum verka- lýðsfélögum þar sem á- kvörðun um uppsögn samninga verður tekin. Má þar nefna Trésmiðafélag Reykjavíkur, Dagsbrún og Verkalýðs- og sjómannafé- lögin i Grindavík og Kefla- vík. Við höfðum samband við Björn Bjarnason i Iðju, og spurðum hann frétta af fundi Iöju sem haldinn var þann 20. þessa mán- aðar, og hvað félagsmönnum hefði þótt vera brýnust mál fyrir væntanlega samningagerð i haust. Björn sagði aö mikill einhugur hefði rikt á fundinum um að lág- launin þyrftu verulega að hækka, og ennfremur þvi að gera þyrfti lagfæringar á sköttum láglauna- fólks, en það voru fyrst og fremst þessi atriði sem rædd voru á fundinum. Fundurinn geröi eftirfarandi á- lyktun: „Fundur i Iðju, félagi verk- smiðjufólks i Reykjavik haldinn 20.9. 1973, telur það höfuðnauðsyn að i þeim kjarasamningum sem framundan eru verði aðaláhersl- an lögð á aö hækka dagvinnulaun svo þau ein nægi meðalfjölskyldu til sómasamlegs framfæris. Þá telur fundurinn að skatta láglaunafólks verði að lækka alP verulega. —úþ Landsliðið valið til Noregsfarar LEIKMENN ER LANDSLIÐS- NEFND HEFUR VALID TIL NOREGSFAIIAR 30. scpt.—4. otk. ’73. Markmenn: Sigurgeir Sigurðsson Vikingur Gunnar Einarsson Haukar Guðjón Erlendsson Fram Jón H. Magnússon Vikingur ViggóSigurðsson Vikingur. Fararstjórn: Jón Asgeirsson, ritari H.S.I. aðal- fararstjóri Jón Erlendsson, for- maður landsliðsnefndar H.S.l. Karl Benediktsson, þjálfari landsliðsins, Páll G. Jónsson, landsliðsnefndarmaður. Aðrir leikmenn: Gunnst.Skúlason fyrirliði Valur Ólafur H. Jónsson Valur, Jón Karlsson Valur, Bergur Guðnason Valur, Viðar Simonarson F.H., Auðunn Óskarsson F .H., Gunnar Einarsson F,H., Björgvin Björgvinsson Fram, Axel Axelsson Fram, Hörður Sigmarsson Haukar, Einar Magnússon Vikingur, Viðskipta fulltrúi Ivari Guðmundssyni hefur ver- ið falið að gegna störfum sem við- skiptafulltrúi við sendiráð Islands I Washington með aðsetri i New York. Jafnframt verður hann áfram ræðismaður i New York.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.