Þjóðviljinn - 22.09.1973, Page 10

Þjóðviljinn - 22.09.1973, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. september 1973 JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN ana I umslag og nú lagði hún það i neðstu hilluna og lokaði hurðinni. Um leið heyrði hún fótatak i grenndinni, heyrði brothljóð i kvistum, marr I möl og hún hörf- aöi i skyndi bakvið hrúgu af gömlum trékössum. Það var orð- ið alldimmt og það var engin hætta á að til hennar sæist. Hún hafði ekki verið sérlega hrædd fram að þessu, hún hafði ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að hún yrði staðin að þvi að leggja pen- ingana inn i kæliskápinn. En nú gagntók skelfingin hana mis- kunnarlaust, skók hana frá hvirfli tii ilja. Hún var alein I myrkrinu með manneskju sem var ef til vill alveg tryllt. Hún sá eftir þvi að hafa ekki þegið tilboð Johns- Henry. Jafnvel návist barns hefði verið nokkur uppörvun. Fótatakið nálgaðist og Odile Brúðkaup Laugardaginn 14. júii voru gefin saman i Frikirkjunni af séra Þorstein Björnssyni ungfrú Marta Hauksd. og Brandur Gislason. Heimili þeirra verður aö Mávahlið 27, Rvk. Ljósmyndastofa Þóris Laugardaginn 30. júni voru gefin saman I Dómkirkjunni af séra Þóri Stephensen ungfrú Elinborg Guðný Theódórs og Bjarni Jensson. Heimili þeirra verður að Nesvegi 52, Reykjavík. Ljósmyndastofa Þóris. hörfaði lengra bakvið kassana. Hún stóö grafkyrr, þorði varla að anda, reyndi með viljaþreki aö hægja á hjartslættinum. Fótatakið hafði stöðvast og Odile heyrði að skápdyrnar voru opnaðar og lokaðar. Fjárkúgar- anum virtist liggja á að ná I pen- ingana og hann mátti bersýnilega engan tima missa. Og allt i einu var hinn ókunni alveg i nánd við Odile, straukst næstum viö hana. Og I myrkrinu þekkti hún lyktina. Þunga, sæta hasslyktina. Lykt- ina hans. Spölkorn frá stansaði hann og kveikti I sigarettu. Og I skininu frá loganum sá hún andlit hans í siðasta sinn. Sanger lögreglufulltrúi fékk til- kynninguna um tiuleytið næsta dag. Hann varð ekki undrandi. Morð voru ekki sérlega fátið i Malmey. Hundeigandi hafði gengið framhjá staðnum um morguninn á leið sinni að svæöi hundaklúbbs- ins. Hundurinn, terrier, hafði orð- ið órólegur og ekki komið þegar kaliað var til hans, sem var óvanalegt, þar eð hundurinn var sérlega vel vaninn. Eigandinn hafði rölt inn i óræktarlóðina til aö sjá hvað um var að vera. Hann sagði seinna, að hann hefði haldið að seppi hefði komist á slóð rottu. Rotta var það ekki sem lá á jörðinni milli hrúgu af trékössum og gamals kæliskáps. Hundeig- andinn hafði hlaupið heim að klúbbhúsinu og gert lögreglunni aðvart. Siðan hafði hann gengið fram og til baka eftir veginum og beðið. Sanger hafði samband við hafn- arlögregluna við Linnégötu og gaf fyrirmæli um lokun og vörð á fundarstaðnum. Þá gerði hann boð eftir aðstoðarmönnum sinum og bað þá gera réttarlækninum aðvart. Fyrst i stað setti hann ekki morðið (ef um morö var þá að ræða) i samband við það sem gerst hafði áður i húsunum þrem við Bernadottegötu og nágrenni þeirra: þar virtist ekkert sam- band á milli. Það var ekki upplýst hver hinn látni hafði verið. Ekki ennþá. Stundum tók það langan tima, ekki sist þegar um var að ræða fólk af þvi tagi sem hinn látni virtist tilheyra eftir öllu að dæma. Oft átti það enga aðstand- endur, engir söknuðu þeirra, eng- in persónuskilriki, engin tann- læknakort hjá sænskum tann- læknum. Stundum var ekki einu sinni hægt að ákvarða þjóðerni hins látna, þeir voru allir eins. Fötin voru ekki einu sinni sænsk. En það kom fyrir að þeir báru beinin á sænsku landi. Sangér settist upp i bilinn og ók þennan langa spöl til Sibbarp. Svæðið var afskekkt, skemmti- garður á aðra hönd, mannlaus hús á hina. Beint framundan var ströndin og hafið. Einmanalegt, eyðilegt — kjörinn staður fyrir verknað af þessu tagi. Húsið var langt og lágreist og hrörlegt, byggt i sama stil og litill herragarður. Það hafði staðið lengi autt og Sanger velti fyrir sér hvort farið væri að nota það sem aðsetur eiturlyfjaneytenda, þótt honum þætti það vafasamt. Það var ekki nógu miðsvæðis. Lóðin var óhirt og ruslaraleg með hrúgu af gömlum trékössum, sennilega kartöflukössum, upp við skúrræksni og gamlan kæli- skáp á miðju hlaði eins og fjand- inn úr sauðarleggnum. Skammt undan var hunda- klúbburinn og allstórt bilastæði þar sem stóðu þrir bilar og Sang- er gerði ráð fyrir að aðstoðar- menn hans væru þegar farnir að kynna sér hverjir væru eigendur bllanna. Maðurinn,sem gert hafði lög- regiunni aðvart, stikaði I ofvæni fram og til baka eftir malarveg- inum, með hundinn sinn, og hafn- arlögreglan hélt nokkrum forvitn- um áhorfendum i skefjum. Þeir virtust þungbúnir og agndofa, enda trúlega ekki forhertir glæpamenn. Sanger var næstum viss um að hinn myrti ætti engan bii á bila- stæðinu. Svo einfalt yrði það ekki I þetta sinn. Bfll stansaði á veginum og Borgström læknir steig út og ljós- myndari á eftir honum. Borg- ström var ekki eftirlæti Sangers, en það skipti ekki öllu máli, aðal- atriðið var að hann ynni sitt verk, talaði ekki of mikið og væri ekki of smámunasamur. Hinn myrti lá á bakinu og sýnd- ist sofa, nema hvað á brjóstinu var stór þornaöur blóðblettur. Lokkur úr siðu hárinu lá yfir and- litið, sem var fritt, með reglulega andlitsdrætti og augnhárin þétt og dökk. Meöan læknirinn og ljósmynd- arinn voru að störfum, gekk Sanger um i nándinni og reyndi að gera sér I hugarlund hvað heföi gerst, reyndi að fá mynd af at- burðunum með aðstoð þess sem fyrir hendi var. Það var lítið. Auk liksins sjálfs og blóðblettsins tók hann eftir þvi að baldursbrárnar höfðu verið troðnar niður á einum stað, að einhver hafði fleygt frá sér not- aöri eldspýtu og sigarettustubb svo sem tvo metra frá likinu og aö —samkvæmt upplýsingum að- stoðarmannanna — það voru fingraför á gamla kæliskápnum, bæði á hurðinni sjálfri og hand- fanginu. Þetta varð hann að láta sér nægja fyrst i stað. Stundum var býsna litið við að styðjast. Stjarna lögregluþjónn kom með þær upplýsingar að enginn bil- anna á bilastæðinu hefði verið i eigu hins myrta. Fleiri höfðu bæst i hóp áhorf- enda, smástrákar mestan part og sér til undrunar þekkti Sanger að þar mátti sjá drenginn John- Henry, sem hann hafði rekist á hjá konunni með óttaslegnu aug- un. Eitthvað annað vakti athygli Sangers sem snöggvast, og þegar hann leit aftur út á veginn, var drengurinn horfinn. Ljósmyndarinn hafði næstum lokið störfum og Borgström var bersýnilega búinn að ljúka bráða- birgðarannsókn. Frekari upplýs- ingar kæmu síðan við krufningu. Sanger fékk fyrstu munnlegu skýrslu, kryddaða og aukna með athugasemdum Borgströms. Hún var þannig: Dánarorsök (trúlega, það er aidrei hægt að vera viss fyrir krufningu); djúp hnifstunga i brjóstið, sennilega framkvæmt með kjöthnif eða eldhússaxi. Dánarstund einhvern tima milli klukkan 21 og 23 kvöldið áður. Dánarstaður (með öruggri vissu): hinn sami og fundarstað- urinn. Ekki er vitað hver hinn látni er. Engin persónuskilriki, þjóðerni óþekkt, föt með erlendum miðum. (Þetta fólk kaupir allar flikur notaðar i furðulegustu búðum, oft i Kaupmannahöfn eða Amster- dam eða beinlinis i austurlönd- umJ. Kynferði: karlmaður. Aldur: milli 25 og 30 ára (þótt oft sér erf- itt að ákvarða aldur á svona fólki, býsn af hári og skeggi og útjask- aðir af óhollu liferni). Innihald i vösum hins látna: hasspipa og tóbak. Þrjú þúsund krónur i seðlum og fáeinir smá- seðlar og smámynt. (Sennilege dópsali, annars eru þeir aldrei með svo mikla peninga á sér.). Sanger bægði frá sér öllum aukaathugasemdum. Hann hafði aðeins áhuga á staðreyndum. Hann horfði á hinn látna og eitt- hvað I andlitinu „útjöskuðu af Salon Gahlin — Við vorum að framkvæma félagsfræðilega athugun og hringdum i tvö hundruð heimili klukkan niu á einu kvöldi til að spyrja foreldrana að þvi, hvort þeirvissu hvar táningarnir þeirra væru niður komnir. En i flestum tilvikum komu börnin i simann og svöruðu að mamma og pabbi væru einhvers staðar úti og vissi enginn hvar. Laugardagur 22. september 1973 18.00 Enska knattspyrnan. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Stiflan. Bandarisk fræðslumynd um áhrif stiflugerðar á umhverfið. Greint er frá framkvæmd- um við stifluna miklu við Viktoriufossa i Afriku og breytingum þeim, sem urðu á lifinu ofan stiflunnar, þeg- ar þar myndaðist stöðuvatn. Einnig er gerður saman- burður á stiflugerð manna og uppistöðum, sem bjórar byggja við bústaði sina. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.20 Akio Sasaki. Japanskur orgelleikari leikur þrjú vin- sæl lög á rafmagnsorgel i sjónvarpssal. 21.30 Njósnarinn Cicero (Five Fingers). Bandarisk njósna- mynd frá árinu 1952, byggð á sögu eftir L.C. Moyzisch. Leikstjóri Joseph L. Mankiewicz. Aöalhlutverk James Mason, Danielle Darrieux og Michael Rennie. Þýðandi Sigrún Helgadóttir. Myndin gerist i heimsstyrjöldinni siðari. Cicero er einkaþjónn breska sendiherrans i Tyrklandi, og er i miklu uppáhaldi hjá húsbónda sinum. Hann kemst yfir leyniskjöl banda- manna og selur þau þýskum sendimanni. Einnig rifjar hann upp kunningskap sinn við tignarkonu, sem hann þjónaði áður fyrr. Brátt tek- ur breska valdhafa að gruna, að ekki sé allt með felldu i sendiráðinu á An- kara, og senda gagnnjósn- ara á vettvang. 23.20 Dagskrárlok, Tilkynning til bifreiðaeigenda Frestur til að sækja um endurgreiðslu gjalda af bifreiðum, sem teknar hafa verið af skrá hluta úr árinu 1972, rennur út 30. þ.m. Fyrir þann tima þarf þvi að sanna rétt til endurgreiðslu gjaldanna fyrir inn- heimtumanni rikissjóðs með greiðslu- kvittun og vottorði bifreiðaeftirlits, ella fellur hann niður skv. 1. mgr. 91.gr. laga nr. 80/1973. Fjármálaráðuneytið, 20. september 1973. Auglýsing um álestur ökumæla Athygli hlutaðeigandi bifreiðaeigenda, er hér með vakin á þvi, að álestur ökumæla fyrir 3. ársfjörðung 1973, fer fram hjá Bif- reiðaeftirliti rikisins dagana 20. septem- ber til 10. október. Sé ökumælisskyld bifreið ekki i ökufæru ástandi ber eig- anda hennar að tilkynna það til Bifreiðaeftirlits rikisins eða Skrifstofu tollstjóra. Komi eigandi eða umráðamaður ökumælisskyldrar bif- reiðar ekki með hana til álesturs eða fullnægi framan- greindri tilkynningarskyldu, fyrir 11. október næstkom- andi, verður þungaskattur áætlaðúr lögum samkvæmt og frekari viðurlögum beitt. Tollstjórinn i Reykjavik, 20. september 1973.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.